Fréttablaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 18
 12. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR18 fréttir og fróðleikur Heimilisofbeldi er samfé- lagslegt mein. Aðeins lítill hluti mála sem skila sér inn á borð lögreglu er tekinn til ákærumeðferðar. Af tæp- lega 300 málum sem komið hafa inn á borð lögreglu það sem af er ári hafa um þrjú þeirra verið tekin til ákæru- meðferðar. Sú staðreynd, að tæplega eitt pró- sent heimilisofbeldismála sem komið hafa inn á borð lögreglu það sem af er ári hafa verið tekin til ákærumeðferðar, beinir kastljós- inu að þeim samfélagslega vanda sem heimilisofbeldi er. Og því miður er það svo að aðeins lítið brot ofbeldis sem á sér stað innan veggja heimilisins kemur til kasta lögreglu, samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið á lífs- mynstri þolenda og geranda heim- ilisofbeldis. Heimilisofbeldi – margvísleg alvarleg brot Hugtakið heimilisofbeldi, í sinni víðustu og raunverulegustu mynd, má segja að sé notað til þess að lýsa því þegar fjölskyldumeðlim- ur gerist sekur um að kúga þol- anda, með líkamlegu eða andlegu ofbeldi, í skjóli friðhelgi heimilis- ins og tilfinningalegrar, félags- legrar og jafnvel fjárhagslegrar bindingar. Vegna þess hversu ofbeldið er margþætt geta afleið- ingar þess haft langvarandi áhrif á þolanda og hans nánustu. Heim- ilisofbeldi er í þessum skilningi mannréttindabrot af verstu sort og líkamstjón sem af því hlýst er aðeins lítill hluti af djúpstæðri niðurlægingu sem brýtur niður sjálfsmynd þolenda. Erfitt að taka á vandanum Niðurbrotin sjálfsmynd þolenda heimilisofbeldis er til þess fallin að draga úr kjarki þeirra til að leita sér hjálpar vegna ofbeldis- ins. Á þeirri forsendu er talið að aðeins lítill hluti brotanna rati inn á borð yfirvalda, sem síðan bíður það erfiða verkefni að taka á vand- anum með þeim hætti að uppræta hann varanlega. Fagfólk, sem hefur verið til viðtals í Fréttablaðinu undanfarna daga, er á einu máli um að núver- andi nálgunarbannslöggjöf sé óskilvirkt hjálpartæki í baráttunni við heimilisofbeldi. Þannig lét Bjarnþór Aðalsteinsson, lögreglu- fulltrúi í ofbeldisbrotadeild lög- reglunnar í Reykjavík, þá skoðun sína í ljós að „brýnt væri að breyta löggjöfinni á þann veg að lögregl- an geti sett á nálgunarbann með skömmum fyrirvara“, svo að hægt sé að bregðast við aðstæðum á heimili þolenda með þeim hætti að skilja ofbeldismanninn frá þoland- anum fljótt og vel. Hin austurríska leið Nágrannalönd Íslands, Danmörk, Noregur og Svíþjóð, hafa tekið upp hina svokölluðu austurrísku leið sem fyrst var kynnt innan Norðurlandanna á ráðstefnu Stíga- móta árið 2001, en hún á, eins og nafnið gefur til kynna, rætur að rekja í austurrískri löggjöf. Í henni felst öðru fremur að lög- reglan fái til þess vald að fjar- lægja ofbeldismenn af heimili sínu svo að þolandinn geti losnað undan kúgun og ofbeldisverkum með skilvirkum hætti. Innan tveggja til þriggja daga kveður síðan dómari upp úr um það hvernig framhald málsins verður en þolandinn fær, um leið og nálg- unarbann er lagt á ofbeldismann- inn, ráðgjöf og meðhöndlun sem hjálpar honum að ná jafnvægi að nýju. Leiðin byggir því á atriði, sem talist getur til grundvallarmann- réttinda, að þolandinn þurfi ekki að flýja ofbeldismanninn út af heimili sínu heldur geti litið á heimili sitt sem traust skjól fyrir sig og sína. Kjarninn í inntaki austurrísku leiðarinnar er því sá, að ofbeldið verði fært út af heimil- inu en ekki fórnarlömb þess. Þetta er áhrifarík leið en um hana hefur ekki náðst sátt á Alþingi. Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, hefur í þrígang flutt frumvarp sem felur í sér upptöku austurrísku leiðarinnar en það hefur ekki verið sam- þykkt. Reynsla af lagabreytingum verður skoðuð Reynsla af lagabreytingum, og nýjum verklagsreglum lögreglu vegna heimilisofbeldismála, verð- ur að sögn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra skoðuð sér- staklega og það síðan metið hvort nauðsynlegt er að breyta lögum til þess að geta tekið heimilisofbeldi fastari tökum. Björn mælti fyrir lagabreyt- ingum á síðasta þingvetri sem fólu í sér að lögfest yrði sérstök refsi- þyngingarástæða í lög „þegar náin tengsl gerenda og brotaþola þykja hafa aukið grófleika verknaðar, það er þegar um heimilisofbeldi er að ræða,“ eins og Björn komst að orði þegar hann mælti fyrir frumvarpi sínu. Í viðtali við Fréttablaðið hefur Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmað- ur Samfylkingarinnar, lýst því yfir að nauðsynlegt sé að hafa sér- ákvæði í lögum sem tekur til heim- ilisofbeldis en slíkt ákvæði hefur verið fært inn í sænsk lög. Þessi leið var rædd sérstaklega innan refsiréttarnefndar, sem Róbert Ragnar Spanó veitti formennsku, en hún komst að því að ekki væri nauðsynlegt að setja inn sérstakt ákvæði í lög sem tæki til heimilis- ofbeldis, heldur ætti núverandi löggjöf að taka með nægilegum hætti til þeirra brota sem talist geta til heimilisofbeldis. Komum fórnarlamba heimilis- ofbeldis í Kvennaathvarfið hefur jafnt og þétt fjölgað frá árinu 1997. Þó að rekja megi fjölgunina að miklu leyti til aukins krafts í starfi athvarfsins, og ýmissa sam- taka sem starfa að umönnun fórn- arlamba heimilisofbeldis, þá gefur fjöldi heimsókna vísbendingu um að alltaf sé hægt að gera betur í baráttunni gegn ofbeldi í skjóli veggja heimilisins. Svona erum við FRÉTTASKÝRING MAGNÚS HALLDÓRSSON magnush@frettabladid.is Þorbjörn Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Samiðnar, segir íslenska bygginga- verkamenn þreytta á nýjum vinnutíma í iðninni. Hann hafi skapast vegna ver- búðarhugs- unarháttar erlendra starfsmanna sem oft vilja vinna í þriggja mánaða lotum og fá svo tveggja og þriggja vikna frí inni á milli á meðan Íslending- ar fái þau ekki. Hvaða aðgerða er að vænta vegna þessa? „Það er verið að fara yfir allan þennan feril, það er skráningar, eftirlit og eftirfylgni með erlendum starfsmönnum og vonast er eftir úrbótum á þessum málum á næstunni.“ Þykir þér óeðlilegt að íslensk fyrirtæki leiti til erlendra verka- manna? „Við lítum svo á að þegar skortur er á vinnuafli sé eðlilegt að atvinnurekendur leiti til þeirra en sömuleiðis teljum við eðlilegt að þeir dragi úr eftirspurninni þegar samdráttur verður. SPURT & SVARAÐ BYGGINGARMARKAÐI STJÓRNAÐ AF ERLENDU VINNUAFLI Allt í skoðun ÞORBJÖRN GUÐMUNDSSON George W. Bush viðurkenndi nýlega tilvist sérstakra leynifangelsa bandarísku leyniþjón- ustunnar og sagði um leið að þeim hefði verið lokað og fangarnir sendir til Guant- anamo-herstöðvarinnar á Kúbu. Vangaveltur hafa verið uppi um hvað forsetanum gangi til með yfirlýsingunni og hverju hún breyti. Hvers vegna segir forsetinn frá þessu núna? Það eru fimm ár síðan ráðist var á Tvíbura- turnana, eins og minnst var um öll Banda- ríkin í gær. Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa verið gagnrýnd fyrir að enn hafi enginn verið sóttur til saka fyrir fjöldamorðið. Ætla má að þau hafi viljað bregðast við því fyrir minning- arathöfnina. Einnig segir forsetinn að nú sé lag vegna þess að leyniþjónustan hafi lokið við að yfirheyra þá fjór- tán fanga sem í fangels- unum voru. Hvers vegna hafa leynifangelsin verið svo umdeild? Eftir að upplýsingum um fangelsin var lekið í fjöl- miðla gagnrýndu mann- réttindasamtök Banda- ríkjastjórn harðlega vegna þeirra. Gagnrýnin fólst í að fangelsin væru utan laga og réttar og að samtök eins og Rauði krossinn hefðu ekki aðgang að þeim. Hvað gerist næst? Fangarnir fjórtán eru nú þegar komnir til Guant- anamo. Þar hyggst Bandaríkjaforseti láta herrétt dæma í máli þeirra, en til þess þarf að samþykkja ný lög og vill forsetinn að þau verði sett fyrir þingkosningar í nóvember. Jafnvel sam- flokksmenn hans hafa látið efasemdir í ljósi um þær fyrirætlanir. Enn um sinn verður unnið eftir CIA-áætluninni um leynifangelsi, þótt enginn sitji inni um þessar mundir, svo vitað sé. FBL-GREINING: LEYNIFANGELSI CIA Vekur spurningar um mannréttindi HEIMILISOFBELDISMÁL HJÁ LÖGREGLU Afgreidd sem verkefni 17% Enn til afgreiðslu 57% Rannsókn hefur verið hætt 20% Eru til rannsóknar 5% Tekið til ákærumeðferðar 1% Landshlutaskipting Á höfuðborgarsvæðinu 67% Á Suðurlandi 14% Á Norðurlandi 9% Á Vestfj., Vestur- og Austurlandi 5% ÁSTÆÐA KOMU Í KVENNA- ATHVARFIÐ Stuðningur 2003 75% 2004 82% 2005 70% Andlegt ofbeldi 2003 78% 2004 84% 2005 87% Líkamlegt ofbeldi 2003 40% 2004 43% 2005 47% Ofsóknir 2003 34% 2004 36% 2005 42% Kynferðislegt ofbeldi 2003 16% 2004 13% 2005 20% KOMUR Í KVENNAAT- HVARFIÐ 1997 395 1998 400 1999 298 2000 347 2001 503 2002 435 2003 388 2004 531 2005 557 Ofbeldi í skjóli veggja heimilisins OFBELDI Vandkvæðum er bundið að uppræta heimilisofbeldi vegna eðli brotsins. Lítill hluti þess kemur inn á borð lögreglu en töluverð vinna hefur farið fram á vegum dómsmálaráðuneytisins við að finna lagalegar lausnir á því hvernig best er að taka á heimilisofbeldinu.FRÉTTABLAÐIÐ/TEITUR Heildarlausn fyrir snyrtinguna Lotus Professional R V 62 15 B Á tilboði í september Arngrímur Þorgrímsson Sölustjóri hjá RV Skammtarar úr ryðfríu stáli Marathon RVS miðaþurrkuskápur Sápuskammtari RVS WC Compact statíf RVS fyrir tvær rúllur 5.423 kr. 4.974 kr. 6.968 kr. > Meðalatvinnutekjur í milljónum króna árið 2005 3, 4 2, 7 1, 5 3, 6 45-49 ára 55-59 ára 65-69 ára 75 ára og eldri Heimild: Hagstofa Íslands
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.