Fréttablaðið - 12.09.2006, Page 20

Fréttablaðið - 12.09.2006, Page 20
20 12. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Kári Jónasson og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Sigríður Björg Tómasdóttir og Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Björgvin Guðmundsson Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 Í Lissabon er gamalt hverfi sem ber merki þess að það var fyrir langa löngu byggt af fólki af norður- afrískum uppruna. Nafn hverfisins, Alfama, er arabískt og mun þýða brunnur. Hverfið er í hlíðum hæðar og þar efst trónir kastali einn mikill, græni Michelin gefur útsýninu þaðan þrjár stjörnur. Hafandi verið ekið upp að kastalanum, skoðað hann og dáðst að útsýninu ákváðum við hjónakorn að fá okkur göngutúr niður hæðina. Við lögðum af stað glöð í sinni og dáðumst að þröngum götum sem voru þó frekar stígar en götur og sums staðar var hentugra að fara niður tröppur í þröngum sundum en að fylgja götunni. Þarna sat fólk á bekkjum, karlar og konur, allt hið vinalegasta fólk og við alhress með að hafa valið þessa leið aftur í bæinn. Eins og sönnum fróðleiksfúsum ferða- mönnum sæmir höfðum við með- ferðis bók sem sagði frá staðhátt- um. Þegar við vorum komin aðeins á leið var gluggað í bókina til að fræðast um þetta skemmtilega hverfi. Hvenær varð það til og hverjir bjuggu þar? Þá kárnaði hins vegar gamanið. Fólki var ein- dregið ráðlagt að vera ekki á gangi í þessum hluta hverfisins því þar hefðust við hinir verstu glæpa- menn og hyski, sem rændu og rupluðu og gengju jafnvel endan- lega frá saklausum vegfarendum. Það er skemmst frá því að segja að ásýnd góðlega fólksins sem við höfðum séð sitjandi á bekkjum breyttist samstundis í illmenni sem sætu þarna fyrir okkur. Þeir sem sáu til okkar síðasta spölinn niður hæðina hafa frekar haldið að við værum að æfa einhverja tegund hraðgöngu en að við værum í huggulegum göngutúr og skoðunarferð. Það eru einhver ár síðan þessi ganga var farin. Hún rifjaðist upp fyrir mér því líkt og ég varð þá óttaslegnari eftir því sem ég fræddist meira um gönguleiðina, þá verð ég nú meira hugsi og ótta- slegnari eftir því sem ég fræðist meira um virkjanaframkvæmd- irnar fyrir austan og fyrirætlanir um vatns- og gufuaflsvirkjanir. Ég gerði mér grein fyrir að virkj- unin fyrir austan yrði stór, en fyrr má nú fyrr vera. Ég gerði mér grein fyrir að ýmis virkjana- áform eru á borðinu, en fyrr má nú fyrr vera. Gamall yfirmaður minn sagði einu sinni við mig að tölulegar upplýsingar hefðu lítið gildi nema þær væru bornar saman við eitt- hvað. Það sama er uppi á teningn- um með lýsingar á framkvæmd- unum fyrir austan. Nú heyrast loks lýsingar sem skiljast: lónið sem verður til þarna fyrir austan verður jafn stórt Hvalfirðinum, hæðarmunur á vatnsborðinu þegar mest er í lóninu og minnst í því verður á bilinu 50-70 metrar, til samanburðar er turninn á Hall- grímskirkju 73 metrar, stíflan sem verið er að steypa verður hæsta stífla í heimi, hvorki meira né minna. Á netinu er að finna yfirlit um orkulindir sem rammaáætlun um virkjanir á landinu mun ná til. Í formála segir að listinn sé ekki endanlegur og að í fyrsta áfanga verði athyglinni einkum beint að jökulám og háhita nærri byggð, „auk Torfajökulsvæðis vegna skipulags að Fjallabaki“. Á að skipuleggja svæðið að Fjallabaki? Á að leiða rör um Torfajökul- svæðið eins og þau sem nú má augum líta á Hellisheiði ? Í yfirlitinu um vatnsaflsvirkj- anir í 1. áfanga rammaáætlunar eru 28 staðir taldir upp. Þar af eru sjö á Þjórsársvæði, þar á meðal Urriðafoss, og fimm undir Hvítá í Árnessýslu, þar með talið Tungufljót við Faxa. Eftir listan- um að dæma er verkhönnun í gangi í Blönduveitu 2 og við Vill- inganesvirkjun í Skagafirði. Við allar þessar vatnsfallsvirkjarnir bætist listi af sautján jarðhita- virkjunum og rannsóknarboranir eru í gangi á þrettán þessara staða. Mér er sagt að tíu þúsund rannsóknarholur hafi verið bor- aðar, mér hefði fundist þúsund há tala. Hvað ætli sé margt fólk í vinnu við að rannsaka þetta allt saman og búa til skýrslur? Það er skylda stjórnmálaflokka að upp- lýsa kjósendur rækilega um hver stefnan er, hvað á að virkja, hverj- um á að selja orku og á hvaða verði. Fólk á rétt á því að vita hvaða leið á að fara til að komast ekki að því á miðri leið að það hefði kosið aðra, eins og henti okkur hjónakorn í Alfama forð- um. Auk þess legg ég til að eftir- launaósóminn verði afnuminn með lögum. VALGERÐUR BJARNADÓTTIR Í DAG | Virkjanir UMRÆÐAN Fíkniefnavandi ungmenna Hvað getum við gert þegar við heyr-um að ellefu ára gamalt barn er tekið með fíkniefni í fórum sínum og upplýsir að það geti orðið sér úti um meira? Við skulum vona að þetta barn komist vel frá þessu og eignist gott líf. Þegar við heyrum slíkar fréttir hljót- um við að líta aðeins upp og velta því fyrir okkur hvað hægt sé að gera til koma í veg fyrir það að unglingar og jafnvel börn fari í fíkniefnaneyslu. Þróun síðustu ára hefur verið skelfi- leg og vörur fíkniefnamarkaðarins hafa aukist og margfaldast. Í fíkniefnaheiminum gilda lögmál markaðarins alveg eins og á mörkuðum annarra söluvara. Þegar framboðið er mikið og lagerar fíkniefnasalann fullir verða þeir að grípa til ráð- stafana svo þeir geti losnað við vöru sína, fljótt og örugglega. Fíkniefnasalarnir reyna að afla sér nýrra við- skiptavina og stækka markaðinn. Hvar eru nýir viðskiptavinir spyrja þeir og svarið er: Hjá börn- um og unglingum. Þegar unglingar og jafnvel börn halda partý getur hætta verið á ferðum. Við verðum að auka forvarnirnar og útvíka þær. Hvaða fræðslu fá börn og unglingar um eiturverk- anir alkóhóls og fíkniefna á líkama mannsins? - Hvernig virkar kannabis á heilann? Hvernig virkar kókaín og amfetamín á sálarlífið? Og svona mætti lengi telja. En það eru ekki bara skól- arnir – hér gætu íþróttafélögin líka gegnt auknu hlutverki og hvers kyns æskulýðsfélög. Við verðum að verja mun hærri fjárhæðum í fræðsluna. Þeim fjármunum sem notaðir eru til þess að hjálpa fólki sem hefur lent í klóm víns og eiturlyfja er vel varið. Hér má spyrja: Hvar eru þeir sem verst eru farnir af samskiptum sínum við alkóhólið og hin fíkniefnin? Eru þeir ekki í fangelsunum? Og hvað er gert þar til að koma mönnum út úr fíkniefnaneysl- unni? Hver er meðferðin þar? Verður umræðan sem átti sér stað síðustu vikurnar þögnuð innan skamms og kyrrstaðan tekin við á ný? Það er ljóst við höfum ekki verið viðbúin þeirri flóðbylgju fíkniefna sem skollið hefur hér á okkur. Því hljótum við að gefa út þá yfirlýsingu sem við getum staðið við. Setjum tvo milljarða í þennan málaflokk og fylgjum því eftir með staðfestu. Það mun skila sér margfalt til baka. Ekkert er verð- mætara en lífið sjálft. Höfundur er prestur. Greinin birtist óstytt undir Skoðun á Vísir.is. Tveir milljarðar í forvarnir Um gönguferð og virkjanaáætlanir KARL V. MATTHÍASSON Án tölvunnar Davíð Oddsson seðlabankastjóri opnar skrifstofu sína fyrir blaðamanni í nýjasta tölublaði Veggfóðurs. Þar er hann spurður hvers hann geti síst verið án á skrifstofunni. „Ætli það sé nú ekki síminn, það er hann sem tengir mann við umheiminn og við aðra. En ég er lélegur tölvumaður þannig að ég get alveg verið án hennar. Ég hef haft svo góða þjónustu í gegnum tíðina að ég hef aldrei þurft að læra til fulls á hana. Ég hef sömu aðferðir og Kjarval, en Kjarval sagði að síminn ætti að vera þannig að það væri bara hægt að hringja úr honum. Þeir tölvupóstar sem talið er að ég eigi að fá, þurfa að fara í gegnum kerfið hérna og ég fæ þá útprentaða á pappír,“ svarar Davíð. Fullir gámar Seðlabankastjórar þurfa auðvitað að hafa góða tilfinningu fyrir því hvert hagkerfið stefnir svo hægt sé að bregðast við samdrætti eða þenslu í tíma. Sumir segja að besta vísbend- ingin um það fáist með því að fylgj- ast með inn- og útflutningi. Þetta veit Davíð Oddsson enda seðlabankastjóri með gott útsýni yfir siglingaleiðir til og frá Sundahöfn. „Hér get ég stað- ið og fylgst með viðskiptahallan- um sigla inn og út. Skipin koma með drekkhlaðna gáma inn og svo fara þeir tómir út,“ segir hann í Veggfóðri. Á fimmtudag er vaxtaákvörðunardagur Seðlabankans. Kannski sú ákvörðun dragi dám af þessari tilfinningu banka- stjórans? Áfangaskil Indriða Indriði H. Þorláksson lætur af emb- ætti ríkisskattstjóra í lok september. Þó að Indriði hafi beitt sér fyrir nokkr- um breytingum telur hann ákveð- ið verk óunnið. „Efla þarf starfsemi skattyfirvalda, ekki síst skatteftirlit. Hafa þarf í huga að virkt skatteftirlit eykur ekki bara skatttekjur umfram aukinn tilkostnað heldur er það hornsteinn þess að viðhalda jafnræði þegnanna gagnvart skattalögum, og for- senda þess að þeir beri virðingu fyrir starfsemi skattyfirvalda,“ segir hann í sínum síðasta leiðara í Tíund, mál- gagni skattyfirvalda. bjorgvin@frettabladid.is Fólk á rétt á því að vita hvaða leið á að fara til að komast ekki að því á miðri leið að það hefði kosið aðra, eins og henti okkur hjónakorn í Alfama forðum. Það vantar: Starfsfólk í sal. - Kvöldvinna Kokk - Dag- og kvöldvinna Starfsmann í útkeyrslu á eiginn bíl Góð Laun í boði Banthai Uppl. 896 3536 Í Barnahúsi er sinnt málefnum barna sem grunur leikur á að hafi sætt kynferðislegri áreitni eða ofbeldi. Húsið hefur starfað frá árinu 1998 og þar hefur orðið til mikil sérþekking enda hafa í húsinu verið teknar skýrslur af 1.200 börnum frá upphafi. Í síðustu viku hlaut Barnahús viðurkenningu alþjóðlegu samtak- anna ISPCAN en þau samtök hafa að markmiði að vinna gegn hvers konar ofbeldi og vanrækslu á börnum um heim allan. Viðurkenning- in er enn ein rós í hnappagat Barnahússins sem áður hefur meðal annars fengið viðurkenningu Evrópusamtaka Save the Children, auk ýmissa innlendra viðurkenninga fyrir starfsemi sína. Mesta viðurkenning Barnahússins í Reykjavík er þó fólgin í að vera fyrirmynd sambærilegra húsa sem komið er á fót víða um Evrópu. Í Svíþjóð starfa nú sex barnahús að fyrirmynd Barnahúss á Íslandi og allt stefnir í að uppbyggingarstarf haldi þar áfram. Lagt hefur verið til að hafin verði starfsemi barnahúss í Noregi og undirbúningur að stofnun slíkra húsa stendur yfir í Danmörku, Pól- landi og Litháen. Að auki hefur hingað til lands komið talsverður hópur fólks til að læra af starfsmönnum Barnahúss, meðal annars að taka skýrslur af börnum. Óhætt er því að fullyrða að í Barnahúsi hefur verið staðið fyrir miklum útflutningi á þekkingu. Það er því sárt til þess að vita að meira en helmingur þeirra barna sem koma til skýrslutöku vegna gruns um að kynferðislegt ofbeldi hafi átt sér stað fær ekki að njóta þeirrar þjónustu sem Barnahús býður. Ástæðan er sú að stærsti héraðsdómstóll landsins, Héraðsdómur Reykjavíkur, hefur valið að notfæra sér ekki þjón- ustu Barnahúss og byggir ákvörðunin á lagabreytingu frá árinu 1999 sem gerði frumskýrslutöku af barni að sérstakri dómathöfn. Rökin eru aukin skilvirkni og góður árangur og aðstaða til skýrslu- töku í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ókostirnir við þetta fyrirkomulag eru ýmsir. Meðal annars að barnið fær ekki þjónustu reyndustu sérfræðinga landsins í skýrslu- töku af börnum. Alvarlegastur er þó kannski réttur sakbornings, eða verjanda hans, til að vera viðstaddur skýrslutökuna, þótt bak við gler sé. Sá réttur gefur honum tækifæri til að undirbúa fram- burð sinn þegar kemur að yfirheyrslum yfir honum, auk þess sem hann hefur svigrúm til að eyða sönnunargögnum en slík dæmi hafa átt sér stað. Á tíu árum hafa kynferðisbrotamál gegn börnum sem til rann- sóknar koma liðlega tvöfaldast. Þrátt fyrir þetta hefur ákærum í slíkum málum ekki fjölgað og segir það sína sögu um lyktir þessara mála. Ljóst er að hagsmunir barna eru ekki hafðir að leiðarljósi þegar forráðamenn Héraðsdóms Reykjavíkur taka þá ákvörðun að nýta ekki Barnahús við skýrslutöku á börnum sem grunur liggur á að orðið hafi fyrir kynferðislegu ofbeldi eða áreitni. Þar eru aðrir hagsmunir að leiðarljósi og vandséð að eðlilegt sé að þeir geti vegið þyngra en hagsmunir barnsins. Auk þess verður ekki annað séð en að sniðganga Héraðsdóms Reykjavíkur á þjónustu Barnahúss brjóti í bága við Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem kveður á um að hagsmunir barna skuli ævinlega hafðir í fyrirrúmi. Héraðsdómur Reykjavíkur kýs að nota ekki þjónustu Barnahúss. Reykvísk börn gjalda STEINUNN STEFÁNSDÓTTIR SKRIFAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.