Fréttablaðið - 12.09.2006, Page 21

Fréttablaðið - 12.09.2006, Page 21
 Heimild: Almanak Háskólans Smáauglýsingasími 550 5000 Auglýsingasími Allt 550 5880 Þú getur pantað smáauglýsingar á visir.is FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ O.FL. Ný stundaskrá er komin fyrir vatnsleikfimi, leikfimi og sund- kennslu eldri borgara, að því er fram kemur á vefsíðu Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur, www.itr.is. Sundleikfimi fer fram í Sundhöllinni, Laugardalslaug, Grafarvogslaug, Breiðholtslaug og Vesturbæjarlaug en leikfimi í íþróttahúsi Víkings. Loft, ráðstefna um tóbaksvarnir, verður haldin í Kirkjulundi, Kirkjuvegi 25 í Reykjanesbæ, dagana 14.-15. september 2006. Á ráðstefn- unnar verða óbeinar reykingar og reyklausir vinnustaðir tekin til umfjöllunar. Nánari upplýsingar eru á vef ráðstefnunnar: http:// www.congress.is/loft2006/ Útivist stendur fyrir göngum á fimmtudögum. Þá er farið kl. 18.00 frá bílastæði við austur- enda göngubrúarinnar yfir Kringlumýrarbraut í Fossvogi og gengið vestur með Öskjuhlíð, um Nauthólsvík og út í Skerja- fjörð. Sama leið er farin til baka en gangan tekur samanlagt rúma klukkustund. Sjá www.utivist.is ALLT HITT [HEILSA] LÍÐANIN HEFUR ÁHRIF Á ALLT Idol-stjarnan Davíð Smári vill hjálpa þjóðinni að komast í form. HEILSA 2 VINNUTENGD STREITA Streita er ekki öll slæm, segir Eggert Birgisson, sálfræðingur hjá persona.is HEILSA 4 Vísindamenn velta nú vöngum yfir fjölgum krabbameinstilfella í skjaldkirtli, meðal annars í ljósi þess að dauðsföllum af völdum tiltekinna krabbameins- afbrigða hefur almennt farið fækkandi að undanförnu. Niðurstöðurnar voru kynnt- ar í sameiginlegri ársskýrslu bandarískra krabbameins- félaga, en þar kemur fram að tilfellum skjaldkirtilskrabba- meins fjölgaði um 2,2 prósent hjá konum á árunum 1981 til 1993, 4,6 prósent á árunum 1993 til 2000 og 9,1 prósent frá 2000-2003. Tilfellum fjölg- aði einnig hjá körlum en ekki í sama magni. Sérfræðingar telja að þessa þróun megi meðal annars rekja til skilvirkari sjúkdóms- greiningar en áður hefur þekkst. Á þessu stigi málsins er þó ekki vitað hvort annar þáttur spili þar einnig inn í. Vísindamenn undrandi AUKNING Á SKJALDKIRTILSKRABBAMEINI VELDUR HEILABROTUM. Sólarupprás Hádeigi Sólaralag Reykjavík 6.41 13.24 20.05 Akureyri 6.23 13.09 19.53 Hjörleifi Kristinssyni rafmagnstækni- fræðingi finnst fjallgöngur tilvaldar til að koma sér í gott form. „Fjallgangan er liður í átaki sem ég fór í á þessu ári, en ég hleyp líka og sæki stíft átaks- námskeið fyrir karla hjá Rósu Guðmunds- dóttur í World Class,“ segir Hjörleifur, sem finnur á sér mikinn líkamlegan mun eftir að hann byrjaði. Hjörleifur hefur um nokkurt skeið farið í miðvikudagsgöngutúra með vinnufélögun- um hjá Opnum kerfum þar sem gamall skáti og mikill göngugarpur leiðir hópinn. Hann segir það þó ekki skipta höfuðmáli fyrir hópinn að fara á fjöll, en verði það ofan á hafi Esjan oftar en ekki orðið fyrir valinu enda úr mörgum góðum gönguleiðum að velja á fjallinu. „Flestir sem farið hafa á Esjuna hafa gengið Mógilsá og þekkja þá leið vel,“ segir hann. „Ég vil því hvetja þá og aðra að reyna nýjar leiðir, til dæmis við Esjuberg og Móskarðshnjúka, sem hefur raunveruleg- an tind.“ Hjörleifur bendir á að fyrir fjallgöngu- menn sé mikill kostur að búa á höfuðborgar- svæðinu og nágrenni því ekki þurfi að leita langt yfir skammt til að finna góð fjöll. „Hafnarfell í Hafnarfirði er gott dæmi um það, auk Úlfarsfells,“ segir hann. Hjörleifur vill að lokum ráða mönnum það heilræði að vera vel útbúnir ætli þeir sér í fjallgöngu, auk þess að hafa varann á. „Máli skiptir að hver fari á sínum hraða,“ segir hann. „Sjálfur hleyp ég stundum Esjuna en gæti þess þá að fara ekki of geyst á niðurleið til að slasa mig ekki.“ roald@frettabladid.is Finnur á sér mun Hjörleifi finnst gaman að fara á fjöll og segir marga staði koma til greina á höfuðborgarsvæðinu og í nágrenninu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA GÓÐAN DAG! Í dag er þriðjudagurinn 12. september, 255. dagur ársins 2006. Krabbameinsfrumur

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.