Fréttablaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 23
ÞRIÐJUDAGUR 12. september 2006 3 Fyrir þá sem hafa tilhneigingu til þess að vera með poka undir aug- unum getur verið gott að nota næringu kringum augun sem hefur fyrirbyggjandi áhrif og dregur úr þeim. Í kringum tuttugu ára aldur er talið óhætt að fara að nota augn- krem. Til þess að losa sig við bauga er einnig gott húsráð að bleyta tepoka, setja í ísskáp og kæla hann í smástund og setja loks á augun. Þetta kemur fram á heimasíðu Lyfju, www.lyfja.is. Pokana burt! Tepokar gætu virkað vel á pokana og er þá ekki átt við Prada-pokana heldur þessa leiðinlegu undir augunum. Tepokar virka til að viðhalda frísklegu útliti. Eldri borgar eru líklegri til að verða lyfjamistökum að bráð. Ný rannsókn sýnir að eldri borgarar eru í meiri hættu en aðrir á að ruglast á lyfjaskömmt- um, en það getur haft lífshættu- legar afleiðingar í för með sér. Niðurstöðurnar voru kunngerðar á ráðstefnu breska lyfjaeftirlits- ins í Manchester. Við framkvæmd rannsóknar- innar var eftirlit haft með 695 eldri borgurum á aldrinum 78 til 86 ára sem bjuggu á vernduðum heimilum. Um það bil helmingur þátttak- enda tók að meðaltali inn fimm ólíkar lyfjategundir á degi hverj- um. Einn af hverjum fimm tók síðan inn minnst tólf mismunandi lyf og fjórtán prósent þeirra neyttu lyfja sem líkleg eru til að valda einhvers konar eituráhrif- um. Líklegra er að slíkur lyfja- fjöldi valdi ruglingi og skapi því hættu. Einnig kom í ljós að tíðar breyt- ingar á lyfjaskömmtum eldri borgara eru líklegar til að auka hættuna á mistökum og óhöppum. Einn af hverjum tíu þátttakend- um tilkynnti að lyfjaskammtar sínir hefðu breyst að minnsta kosti fjórum sinnum á tólf mánuð- um. Talið er að í það minnsta eitt til tvö prósent innlagna megi rekja til lyfjamistaka af einhverju tagi, þar sem aldraðir koma oft við sögu. Er nú stefnt að því grípa til viðeigandi ráðstafana til að sporna við þessari þróun. Frá þessu er greint á vefsíðu BBC, www.bbc. co.uk. Aldraðir í meiri hættu Aldraðir eiga á hættu að ruglast á lyfja- skömmtum. GETTY IMAGES Í nýlegri grein blaðsins um breska rannsókn á bólusetningu gegn krabbameini urðu leið mis- tök við þýðingu. Í greininni segir að rannsókn- in hafi bent til þess að dauðsföll- um úr ákveðinni tegund krabba- meins mundi fækka um 75 pró- sent ef allar tólf ára stúlkur fengju bólefni gegn því. Við þýð- ingu gekk blaðamaður út frá því að um krabbamein í hálsi væri að ræða en hið rétta er að rann- sóknin náði til krabbameins í leg- hálsi, sem skýrir af hverju stúlkubörn áttu ein að vera bólu- sett. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Leiðrétting: Legháls en ekki háls Niðurstöður breskrar rannsóknar mælir með því að stúlkubörn séu bólusett gegn krabbameini í leghálsi, en ekki hálsi eins og sagt var frá fyrir skömmu. Lille Collection
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.