Fréttablaðið - 12.09.2006, Side 24

Fréttablaðið - 12.09.2006, Side 24
 12. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR4 Streita er eðlilegt viðbragð manneskju við atburðum sem hún skynjar sem hættulega eða ógnandi á einhvern hátt. Streituviðbragðið gerir fólki kleift að laga sig að nýjum aðstæðum og bregðast hratt við ef þörf er á og er því í raun lífsnauðsynlegt. Streita er því ekki öll slæm streita. Það er til dæmis gott að vera hæfilega stress- aður ef maður þarf að skila af sér mikilvægu verkefni í vinnunni. Það verður til þess að maður einbeit- ir sér frekar að verkefninu og lætur ekki trufla sig þar til því er lokið. Það er ekki gott að vera of afslappaður eða áhyggjulaus því þá kemur maður hugsanlega engu í verk. Á hinn bóg- inn er heldur ekki gott að vera of stressaður því þá er hætta á að fólki verði lítið úr verki. Helstu lífeðlislegu einkennin sem streita hefur í för með sér eru aukið magn streituhormóna, hraðari hjart- sláttur og aukin vöðvaspenna. Streita hefur líka áhrif á hugarfarið og getur gert fólk fjandsamlegt öðrum. Svo lengi sem þessi streitueinkenni eru ekki viðvarandi en ganga hratt yfir eru þau skaðlaus en þegar þau vara í langan tíma geta þau haft neikvæð áhrif á heilsu manna. Langvarandi streita getur orsakað hjartasjúkdóma, háan blóðþrýsting, meltingartruflanir, langvarandi þreytu, höfuðverki, bak- verki, svefnleysi, pirring og einbeiting- arleysi svo nokkur dæmi séu nefnd. Helsta ástæðan fyrir því að streita verður viðvarandi er að það er eitt- hvað í nánasta umhverfi fólks sem truflar og því finnst að ætti að vera öðruvísi. Þetta geta til dæmis verið veikindi í fjölskyldu, mikið vinnuálag eða óöruggt umhverfi. Vinnutengda streitu er hægt að skil- greina sem samsafn aðstæðna í vinnu sem valda flestum streitu, til dæmis of mörg verkefni miðað við þann tíma sem er til umráða ásamt vaxandi gagnrýni eða óþolinmæði frá yfirmönnum. Vinnutengda streitu er líka hægt að skilgreina sem streit- una sem hver og einn upplifir í vinnu, til dæmis hvort viðkomandi hefur reynslu eða menntun til að sinna starfinu. Almennt er vinnutengd streita þó skilgreind sem samspil vinnuaðstæðna og eiginleika starfs- manns sem verður til þess að starfs- manni finnst hann ekki geta staðið undir þeim kröfum sem starfið gerir til hans og að hann muni ekki ráða við starfið. Það eru aðallega tvenns konar orsak- ir fyrir ofstreitu í vinnu. Í fyrsta lagi orsakir sem finna má í vinnuumhverf- inu eins og samskiptavandi, upplýs- ingatregða, ófullnægjandi endurgjöf eða ótryggt vinnuumhverfi. Í öðru lagi orsakir sem finna má hjá starfsfólk- inu sjálfu og eru stundum mjög ein- staklingsbundin vandamál. Það getur til dæmis verið streituvaldandi fyrir þann sem finnst hann eiga að mæta á réttum tíma í vinnuna á hverjum morgni að koma korteri of seint. Oft er hægt að lagfæra vinnu- aðstæður og gera þær þannig að þær valdi ekki ofstreitu hjá starfsfólki. Það er til dæmis hægt að tryggja að hver og einn viti nákvæmlega hvert hlutverk hans er á vinnustaðnum og hver stefna fyrirtækisins er, það dregur úr óvissu og streitu vegna hennar. Stundum er þó ekki hægt að gera breytingar á þennan hátt, það felst einfaldlega í vinnunni að það er mikið að gera og fólk þarf að vinna undir miklu álagi. Sumir þrífast vel í þess háttar umhverfi en aðrir eiga erfitt með að aðlaga sig. Þá skipta viðhorf og hugsanir um þær aðstæður sem fólk lendir í öllu máli. Jafnvel þó að fólk telji að vinnu- álag valdi streitu gleymist stundum eða er ekki vitað að vinnuálagið er ekki bein orsök streitunnar, heldur hvernig hugsað er um aðstæður sem koma upp í vinnu eða þær túlkaðar. Þegar svo háttar er lykilatriði að reyna að breyta hugsunum og viðhorfi til aðstæðna og gera þær minna streitu- valdandi á þann hátt. Virk slökun, gott mataræði og hæfi- leg hreyfing eru einnig lykilatriði í að takast á við streitu. Aðrar miður góðar aðferðir eru ofát, óhófleg áfengis- neysla, reykingar og sjónvarpsgláp. Þær gera einungis illt verra og þó það geti hjálpað í stuttan tíma að slaka á með því að fá sér drykk eða sígarettu þá hefur það skaðleg áhrif til langs tíma. Vinnutengd streita Lyf sem vinnur gegn of bráðu sáðláti hefur verið lýst skað- laust eftir prófanir á mönnum. 2.600 menn tóku þátt í rann- sókninni. Hið virka efni lyfsins heitir dapoxetín en það er virkar á svip- aðan hátt og algeng þunglyndislyf. Munurinn er hins vegar sá að efnið er mun vægara, ekki þarf að taka það nema fyrir samfarir og mun minni hætta er á aukaverk- unum sem oft fylgja þunglyndis- lyfjunum. Niðurstaða rannsóknarinnar varð sú að á meðan tími samfara lengdist úr minna en mínútu í 1 mínútu og 45 sekúndur hjá þeim sem fengu lyfleysu lengdist tími þeirra sem fengu lyfið mun meira. Þeir sem fengu 30 mg af dapoxet- íni lengdu samfaratíma upp í 2 mínútur og 47 sekúndur og þeir sem fengu 60 mg héldu út í 3 mín- útur og 19 sekúndur að meðaltali. Rannsóknin tók 12 vikur. Of brátt sáðlát hrjáir að sögn rannsakenda um þriðjung karl- manna. Þessu lyfi ætti því að vera tekið fagnandi er það kemur á markað. - tg Lyf gegn of bráðu sáðláti Nýja lyfið gefur þeim von sem klára of fljótt. Vísindamenn hafa fundið horm- ón sem skýrt getur þyngdartap af völdum prótínneyslu. Vitað er að mikil prótíninntaka dregur úr matarlyst og veldur seddutilfinningu. Talið er að þetta sé vegna hormónsins PYY sem framleitt er í meltingarveginum. Þrátt fyrir að hormónið hafi verið þekkt í tuttugu ár var það ekki fyrr en nýlega sem vísindamenn komust að virkni þess. Tilraun sem gerð var á músum sýndi að ef PYY var ekki til staðar borðuðu mýsnar mun meira en eðlilegt er og urðu feitar. Þegar PYY var bætt í matinn leitaði mat- arlystin í eðlilegt horf og kjör- þyngd var náð. Af þessu draga vís- indamenn þá ályktun að prótínrík fæða ætti að vera uppistaðan í mataræði þeirra sem vilja létt- ast. - tg Prótín til megrunar Prótínrík fæða getur verið megrandi. Persona.is EGGERT S. BIRGISSON, SÁLFRÆÐINGUR SKRIFAR Ný treyja fótboltaliðs Barce- lona er merkt UNICEF. Nýlega tilkynntu íþróttafélagið Barcelona og UNICEF að þau ætluðu að hefja samstarf um að bæta líf barna í þróunarlöndum. Þau fyrstu sem munu njóta góðs af samstarfinu eru börn sem hafa orðið fórnarlömb HIV-veir- unnar og alnæmis í Svasílandi. Barselóna kynnti nýja treyju knattspyrnuliðs síns fyrir árið 2006-2007 sem skartar UNICEF- merkinu að framan. Þetta er í fyrsta skipti í 107 ára sögu félagsins sem félagið hefur sett merki á treyjurnar. Auk þess að merkja treyjurn- ar UNICEF mun félagið veita í það minnsta 1,5 milljónum evra, tæpum 134 milljónir króna, á ári næstu fimm árin til verkefna UNICEF um allan heim. Pening- unum verður fyrst varið í HIV- verkefni í Svasílandi sem miða að því að koma í veg fyrir smit milli móður og barns, veita lyf og heilsugæslu til HIV-smitaðra, byggja upp forvarnarstarf til að koma í veg fyrir smit meðal ung- menna og veita þeim börnum umönnun sem hafa misst for- eldra sína vegna alnæmis. Börsungar styðja UNICEF Þetta er í fyrsta sinní 107 ára sögu fótboltafélagsins Barceona sem merki hefur verið sett á treyjur þess. Vissir þú ... að ein sígaretta eyðir 25 mg af C- vítamíni? ... að manneldisrannsóknir sýna að 47 prósent kvenna og 36 prósent fullorðinna karla þjást af D-vítam- ínskorti yfir vetrarmánuðina? ... að meira en einn áfengur drykk- ur á dag getur valdið skorti á B1, B6 og fólínsýru? ... að P-pillan eyðir B6, B12, fólín- sýru og C-vítamíni? að þú þarft aukið magn af B6 ef þú neytir mikils prótíns? ... að B1 getur komið í veg fyrir bílveiki? ... að B12 getur komið í veg fyrir timburmenn? heimild: Ný og betri bætiefna- biblía Athyglisverðar staðreyndir Næstu námskeið og fyrirlestrar 12. sept. Þarmafl óran og heilbrigði kl 17:30 – 19:00 Helgi Valdimarsson læknir 19. sept. Ayurveda kl 17:30 – 19:00 Sigurlín Guðjónsdóttir 20. sept. Þú ert það sem þú hugsar. . . kl 17:30 – 19:00 Guðjón Bergmann 27. sept. Heilsukostur – Matreiðslunámskeið kl 18:00 – 21:00 28. sept. Candida sýking í líkamanum kl 17:30 – 19:00 Hallgrímur Magnússon læknir SÓMABAKKAR Nánari uppl‡singar á somi.is *Gildir a›eins ef panta› er fyrir meira en 3.000 kr. PANTA‹U Í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING*

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.