Fréttablaðið - 12.09.2006, Síða 36
■■■■ { börnin okkar } ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■10
Í leikskólanum Hlíðarborg
er leirað og litað, sungið
og spilað, leikið og lært.
„Það er valtími í leikskólanum
Hlíðarborg þegar Fréttablaðsfólk
er þar á ferð um hálf tíuleytið
einn morguninn. Hafragrauturinn
er kominn upp í munn og ofan í
maga, þangað sem allur matur á að
fara, eins og kunnugt er. Rólegar
samverustundir á hverri deild fyrir
sig eru líka afstaðnar. Nú hefur at-
hafnasemin tekið völdin hjá flest-
um og meðan sumir leira eru aðrir
að lita og enn aðrir hafa snúið sér
að eldhússtörfum, byggingum eða
öðrum veigamiklum viðfangsefn-
um. Kennararnir hafa góðar gætur
á öllu og leiðbeina ungviðinu eftir
þörfum. Svona valtími er fastur
liður í dagskipulaginu fyrir hádegi,
að sögn Heiðu Bjargar Scheving
leikskólastjóra, og markmiðið er að
börnin velji sér sjálf viðfangsefni
og beri ábyrgð á þeim.
Fimmtíu börn eru í leikskólanum
í þremur deildum á Hlíðarborg og
þau eru á aldrinum eins og hálfs til
fimm ára. Deildirnar heita Álfahlíð,
Drekahlíð og Tröllahlíð. Auk þess
er salur sem ber heitið Gáskahlíð
og er samnýttur af öllum deildum
og Listahlíð er stofa sem myndlistin
er kennd í. Lautin er svo stofa fyrir
ýmis elstubarnaverkefni og þar er
úrval af spilum í hillunum.
Yngstu börnin halda til í Álfa-
hlíð og þegar blaðafólkið er á ferð-
inni eru þau að komast á stjá eftir
morgunhvíldina. Svo er útiverutími
fram undan og það tekur sinn tíma
að koma öllum í viðeigandi galla.
Þar sem enn er hlýtt í veðri er úti-
veran stærri liður í dagskránni en
þegar líða tekur á haustið, að sögn
Heiðu Bjargar. „Vetrardagskrá-
in okkar tekur gildi smám saman
á næstu dögum. Við höfum verið
að taka inn marga nýja nemendur
eins og ævinlega á þessum árstíma
og aðlögunin tekur sinn tíma. Svo
kemst bráðum allt í enn fastari
skorður,“ segir hún.
- gg
Valtími er fastur liður
Alexander Már, bak við hann er Þóra Rún sem er að leika við Kjartan í köflóttu skyrtunni og Katrín Inga situr þar fyrir aftan. Þau eru að
hefja daginn eftir morgunhvíld. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Áki Hlynur, Arnór Tjörvi, Máni og Róbert
sinna heimilis- og uppeldisstörfum. Kjartan og Maríus Alvin leira.
Tara Líf fann sér gott næði til að hugsa um eitthvað skemmtilegt.
Elísabet Thelma, Íris Björk og Erna Katrín
spá í spilin.
„Mér finnst töluverður munur á
þessari meðgöngu og þeirri fyrstu,“
segir María Heb,a sem er komin
sex mánuði á leið, en fyrir á hún
sautján mánaða dreng.
„Mér finnst meðgangan erfiðari
í þetta sinn, þótt hún sé jafn yndis-
leg og tilhökkunin eins mikil,“ segir
hún til útskýringar. „Ætli munur-
inn sé ekki helst sá að ég get ekki
slappað af þegar ég kem heim af
æfingum á Gunnlaðar sögu eins og
ég gerði þegar ég gekk með soninn,
heldur verð ég að sinna honum af
fullum krafti.“
Maríu Hebu finnst hún af þeim
sökum vera svolítið sundurtætt á
milli vinnunnar og einkalífsins, þótt
hún sé ekki þreytt á því að standa á
sviðinu svona langt komin á með-
göngu. „Ég elska vinnuna mína og
finnst streðið af þeim sökum þess
virði,“ segir hún.
„Meðgangan hefur hins vegar
kennt mér að ofurkonur eru ekki til,
að minnsta kosti ekki eins og þeim
hefur verið lýst,“ segir María Heba.
„Ofurkonur eru einfaldlega konur
sem vinna mikið og fá góða aðstoð,
hvort sem það er frá ættingjum,
vinum eða dagmömmum. Sjálf er
ég heppin að eiga góðan mann sem
passar upp á mig og yndislegt sam-
starfsfólk sem tekur tillit til mín.“
„Meðganga er að vissu leyti svo-
lítið eins og sköpun leiksýningar,
hún er og á að vera gleðiefni og ég
er full tilhlökkunar að hitta þessa
nýju manneskju,“ segir hún glöð í
bragði. -rve
Ofurkonur ekki til
María Heba Þorkelsdóttir leikkona fer með tvö hlutverk í
Gunnlaðar sögu og lætur það ekki á sig fá að vera komin
sex mánuði á leið.
María Heba stendur í ströngu því auk þess að vera barnshafandi leikur hún í Gunnlaðar
sögu sem frumsýnd verður í Hafnarfjarðarleikhúsinu á föstudaginn. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
„Minnisstæðustu sögurnar frá barn-
æsku eru Bláskjár og Óliver Tvist,“
segir Einar Már Guðmundsson rit-
höfundur. „Bláskjár var oft lesinn
fyrir mig þegar ég var lítill og ég
man ekki efnisatriðin nákvæm-
lega en ég man áhrifin og hvað
allt leystist farsællega. Óliver Tvist
var leikrit í útvarpinu sem hélt mér
alveg í spenntri kryppu og það varð
til þess að Óliver Tvist varð fyrsta
bókin sem ég keypti mér. Samt er
hún ekkert endilega barnabók.
Kannski hef ég lesið fullorðinsbæk-
ur sem barn og svo barnabækur
sem fullorðinn.“
Bláskjár og Óliver Tvist
Einar Már Guðmundsson, rithöfundur
EFTIRLÆTIS BARNABÆKURNAR
Full búð af flottum
haustvörum
Nýjar vörur í hverri viku
�����������
������������
�����������
Smáralind
sími 517-5330
www.adams.is
adams@adams.is