Fréttablaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 45
ÞRIÐJUDAGUR 12. september 2006 21 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.101 +0,10% Fjöldi viðskipta: 348 Velta: 7.980 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 64,80 -0,31% ... Alfesca 4,77 +0,42% ... Atlantic Petroleum 572,00 +0,00% ... Atorka 6,35 +0,79% ... Avion 32,80 -1,21% ... Bakkavör 54,30 -0,91% ... Dagsbrún 4,91 -0,81% ... FL Group 20,50 +0,00% ... Glitnir 19,80 +0,00% ... KB banki 833,00 +0,00% ... Landsbankinn 25,90 +1,17% ... Marel 77,50 -0,64% ... Mosaic Fashions 17,90 +0,56% ... Straumur-Burðarás 16,80 +0,60% ... Össur 120,00 +0,00% MESTA HÆKKUN Landsbankinn +1,17% Atorka +0,79% Straumur-Burðarás +0,60% MESTA LÆKKUN Tryggingamiðstöðin -3,62% Avion -1,21% Bakkavör -0,91% Hannes Smárason, forstjóri FL Group, hefur aukið hlut sinn í FL um tæp 1,5 prósent í gegnum eign- arhaldsfélagið Oddaflug. Nam fjárhæð viðskiptanna um 2.350 milljónum króna. Hlutabréf í FL hækkuðu um tæp tólf prósent á föstudaginn í síðustu viku í miklum viðskiptum. Má reikna með að Oddaflug hafi átt bróðurhlutann í þeim viðskipt- um og hreyft við gengi bréfanna. Félag Hannesar er eftir sem áður stærsti hluthafinn í FL með um fimmtungshlut af heildar- hlutafé. Greiningardeild KB banka gagnrýndi í gær kaup Hannesar og sagði óheppileg þar sem stutt væri í að niðurstaða uppgjörs þriðja ársfjórðungs lægi fyrir innan félagsins. Að auki gætu nú legið fyrir einhverjar viðkvæmar upplýsingar um stöðu og fyrir- ætlan varðandi skráningu Ice- landair Group í Kauphöllina. - eþa Hannes kaupir í FL Group HANNES SMÁRASON, FORSTJÓRI FL Kaupir fyrir um 2,2 milljarða í FL Group. Fulltrúar aðildarríkja OPEC, sam- taka olíuútflutningsríkja, sam- þykki á fundi sínum í gær að halda olíuframleiðslu óbreyttri þrátt fyrir að hætta sé á að hátt olíu- verð geti dregið úr hagvexti. Hins vegar var haldið þeim möguleika opnum að draga úr framleiðslunni síðar á árinu. Aðildarríki OPEC eru 11 talsins en þau framleiða 28 milljón tunn- ur af hráolíu á degi hverjum. Verð á olíu fór hæst í rúma 78 dali á tunnu um miðjan júlí og hafði olíuverð aldrei verið hærra. Verðið hefur lækkað talsvert síðan og stendur nú í tæpum 64 dölum á tunnu. Slíkt verð hefur ekki sést síðan í mars á þessu ári. - jab OLÍUVINNSLUSTÖÐ Ekki er búist við að OPEC geri breytingar á olíuframleiðslu fyrr en í fyrsta lagi á næsta ári. Óbreytt olíu- framleiðsla Mosaic Fashions hefur nú lokið áreiðan- leikakönnun á bókum bresku smásölukeðj- unnar Rubicon Retail og hefur skrifað undir bindandi samning þess efnis að kaupa öll hlutabréf í keðjunni. Heildarvirði viðskipt- anna er um 320 milljónir punda, sem jafn- gildir um 43 milljörðum íslenskra króna. Til þess að samningurinn geti gengið í gegn er nú beðið samþykkis hluthafa og breskra samkeppnisyfirvalda. Í fréttatil- kynningu frá Mosaic Fashions segir að því verði væntanlega lokið innan 45 daga frá undirskrift samningsins og verður kallað til hluthafafundar hjá Rubicon Retail innan skamms. Rubicon rekur meðal annars Shoe Studio, sem hefur mörg þekkt vörumerki á sínum snærum, auk kvenfatamerkjanna Warehouse og Principles. Með samrunan- um verður til ein stærsta kvenfatasmá- sölukeðja Bretlandseyja, með um 1.700 verslanir í 27 löndum. Áætlað er að heild- arársvelta sameinaðs félags verði um 818 milljónir punda, sem nemur um 110 millj- örðum íslenskra króna. - hhs DEREK LOVELOCK Derek er forstjóri Mosaic Fashions, en fyrirtækið hefur nú lokið áreiðanleika- könun á Rubicon Retail. Mosaic yfirtekur Rubicon Viðræður eru sagðar hafnar um hugsanleg kaup bandaríska verð- bréfamarkaðarins Nasdaq á OMX- markaðnum, sem rekur kauphallir í Stokkhólmi, Helsinki, Kaup- mannahöfn og Eystrasaltslöndun- um. Ekki eru taldar líkur á að af kaupum verði fyrr en Nasdaq hefur tekið ákvörðun um næstu skref varðandi Kauphöllina í Lúndunum en Nasdaq hefur átt rétt rúman fjórðung bréfa í henni síðan á vordögum þessa árs. Lundúnakauphöllin hafði einn- ig áhuga á samruna við OMX í fyrra, en þær viðræður runnu út í sandinn í nóvemberlok þegar Lundúnakauphöllin varðist óvin- veittri yfirtöku ástralska fjárfest- ingarbankans Macquarie. - jab Horfa til OMX AUGL†SINGASÍMI 550 5000
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.