Fréttablaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 12.09.2006, Blaðsíða 49
ÞRIÐJUDAGUR 12. september 2006 25 [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Það er aldeilis líf í Stuart Mur- doch og félögum hans í Belle & Sebastian. Ég man að minnsta kosti ekki eftir því að þessi sveit hafi hljómað svona hamingjusöm áður. Hún hefur nú svo sem aldrei verið að spila neina jarðarfarar- tónlist, þvert á móti, en það er vissulega bjartara yfir þessari plötu en yfir seinni tíma verkum þeirra. Á The Life Pursuit nær sveitin að kristalla allt það sem hefur gert þessa sveit svona vinsæla. Þessi plata er full af lögum sem geisla svo af hamingju að það er auðvelt að gleyma öllum heims- ins erjum með þessa tónlist í eyr- unum. Suike In the Graveyard hljóm- ar eins og það gæti verið óður til Davids Bowie, einskonar kven- kynsútgáfa af Ziggy sem spilaði á gítar. Another Sunny Day hljóm- ar eins og það hafi verið samið í grillveislu á sólríkum degi. Dress You Up in You er svo falleg ball- aða að hætti Stuarts Murdoch, með kaldhæðnum og fyndnum texta, eitt undarlegasta ástarbréf sem ég hef lesið. Belle & Sebastian er sveit sem hefur algjörlega náð að þroskast rétt. Byrjuðu sem skólaverkefni sem átti bara að verða stuttlíft, einskonar tilraun til þess að gera tónlist bara ánægjunnar vegna. Þróaðist svo út í það að verða alvöru hljómsveit þar sem egó rákust saman og liðsmenn gáfust upp á leiðinni. wÍ dag eru línurnar skýrar, og stílinn fullmótaður og ekki annað að heyra nema það sé mikil ham- ingja á hljómsveitaræfingum. Ég hef ekki haft svona gaman af Belle & Sebastian síðan The Boy With the Arab Strap kom út árið 1998. Birgir Örn Steinarsson Nóg eftir af sumrinu BELLE & SEBASTIAN THE LIFE PURSUIT Niðurstaða: Vinir Emilíönu Torrini voru að skila af sér sinni bestu plötu í lengri tíma. The Life Pursuit er full af sólríkum popplögum eins og Belle & Sebastian gera best. Uppistandsgrínarinn Rökkvi Vésteinsson gerði góða ferð til Kan- ada í síðasta mánuði þar sem hann tók þátt í og sigraði í fyrstu umferð The Great Canadian Laugh off uppistandskeppninni í Ottawa. „Keppnin er haldin af Yuk Yuk´s grínklúbbakeðjunni sem er víst ein sú stærsta sinnar tegundar í heim- inum,“ segir Rökkvi vígreifur og fullyrðir að hann hafi unnið keppn- ina með yfirburðum. Keppnin teygir sig yfir Kanada þvert og endilangt en með sigrin- um öðlaðist Rökkvi rétt til að keppa til úrslita í Ottawa í byrjun október. Sigri hann þá umferð kemst hann í landskeppnina þar sem hann mun þá etja kappi við reynda atvinnu- menn í gríninu. „Ég bjó og starfaði í Kanada árið 2005 og byrjaði þá að reyna fyrir mér í uppistandinu og er orðinn sæmilega þekktur í ákveðnum kreðsum í Ottawa og Montreal. Það var síður en svo auðvelt að komast að en eftir að ég samdi sérstakt prógramm fyrir Kanada náði ég eyrum áhorfenda og hef fengið að troða reglulega upp síðan.“ Rökkvi segir það ekki vænlegt til árangurs að flytja íslenskan húmor út hráan þar sem áheyrend- ur séu miklu viðkvæmari í Kanada en hér heima. „Ég er miklu grófari á Íslandi en það sem þykir í góðu lagi hér getur stuðað fólk úti. Þar er fólk miklu viðkvæmara fyrir þessu,“ segir Rökkvi sem fór flatt á þessu í frum- raun sinni í Kanada þar sem hann talaði eins og hann stæði á sviðinu á Gauknum. „Þegar þetta gerist fer maður bara heim með skottið milli lappanna og hugsar sinn gang sem ég og gerði.“ - þþ Íslenskt grín of gróft fyrir Kanadamenn RÖKKVI VÉSTEINSSON Hitti í mark hjá kanadískum grínklúbbagestum eftir að hann tónaði sig niður. Nú gerir hann óspart grín að sjálfum sér og smæð íslensku þjóðarinnar með góðum árangri. David Hasselhoff vill láta jarð- setja sig í glerbúri undir Holly- wood-stjörn- unni sinni þegar hann deyr. Strand- vörðurinn fyrrverandi vill ómögulega að fólk gleymi honum þegar hann fer yfir móðuna miklu. „Ég vil vera í glerbúri horf- andi upp svo að fólk geti litið niður og séð mig rotna,“ sagði Hoffarinn í léttu gríni. Hann segist einnig vera með háleitar hugmyndir um hvað eigi að standa á legsteini hans, „Góður vinur, góður faðir. Skemmti sér vel,“ er ein þeirra. Grafinn í glerbúri DAVID HASSELHOFF Vill láta grafa sig í glerbúri svo að fólk geti séð hann rotna. Kvikmyndin Death of a President, sem fjallar um það þegar George W. Bush Bandaríkjaforseti er myrtur, fékk góðar viðtökur þegar hún var frumsýnd á kvikmynda- hátíðinni í Toronto. Í myndinni eru alvöru myndir af Bush settar yfir andlit leikara sem er skotinn til bana af leyni- skyttu í Chicago árið 2007. Repúblikanaflokkurinn í Band- aríkjunum hefur gagnrýnt mynd- ina harðlega og segir hana fara langt yfir strikið. Gabriel Range, leikstjóri myndarinnar, segir að margir hafi dæmt hana fyrir fram. Bætir hann því við að myndin upphefji ekki dauða forsetans. „Það kemur aug- ljóslega fram í myndinni að það yrði hryllilegur atburður,“ sagði Range. „Ég held að enginn myndi fá þá hug- mynd að ætla að myrða Bush eftir að hafa horft á þessa mynd.“ Fær góðar viðtökur GEORGE W. BUSH Forseti Bandaríkjanna er myrtur í kvikmyndinni Death of a President. Það á ekki af Bítilnum Paul McCartney að ganga. Hann stend- ur sem kunnugt er í skilnaði við eiginkonu sína, Heather Mills, en nú er hann líka kominn í stríð við yfirvöld í Bretlandi. Áætlað er að leggja neðanjarð- arlest undir hljóðver hans í Lond- on. McCartney er hræddur um að hávaði og titringur frá lestinni eyðileggi vinnu í hljóðveri sínu í Soho og hefur sent þingmönnum bréf vegna málsins. Þar krefst hann skaðabáta, gangi lagning járnbrautarinnar eftir. Þykir þetta mál vekja upp óþægilegar minningar fyrir Paul en Cavern-klúbburinn í Liverpool, þar sem Bítlarnir slógu í gegn, var rifinn og járnbraut lögð í staðinn. Í stríð við yfirvöld PAUL MCCARTNEY Þarf nú að kljást við yfirvöld í Bretlandi vegna lagningu neðan- jarðarlestar undir hljóðver hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.