Fréttablaðið - 12.09.2006, Side 51

Fréttablaðið - 12.09.2006, Side 51
ÞRIÐJUDAGUR 12. september 2006 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? SEPTEMBER 9 10 11 12 13 14 15 Þriðjudagur ■ ■ ÚTIVIST  17.45 Gönguklúbbur SÁÁ gengur á Keili þriðjudaginn 12. septemb- er. Fararstjóri verður Valgerður Rúnarsdóttir læknir á Vogi en þátt- takendur hittast við kirkjugarðinn í Hafnarfirði og eru hvattir til að mæta með nesti og góða skó. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Francesco Milazzo heldur erindi á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri og fjallar þar um guð- spjöllin og einkaréttinn. Milazzo er prófessor í Rómarrétti við lagadeild háskólans í Catania og flytur erini sitt í Þingvallastræti 23, stofu 25.  12.05 Þórarinn Eldjárn heldur erindi á vegum Sagnfræðingafélags Íslands í Þjóðminjasafni Íslands. ■ ■ SÝNINGAR  10.00 Sýningin Pakkhús postul- anna stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Ellefu listamenn eiga verk á sýningunni en sýningarstjór- ar eru Daníel Karl Björnsson og Huginn Þór Arason.  11.00 Sumarsýning Listasafns Íslands, Landslagið og þjóðsagan, geymir verk úr eigu safnsins þar sem viðfangsefnið er þjóðsagnaarfur og landslagslist íslenskra myndlistar- manna, allt frá Jóni Stefánssyni til Georgs Guðna. Safnið er opið frá 11-17.  12.00 Halla Gunnarsdóttir sýnir málverk og skúlptúra í galleríi Turpentine við Ingólfsstræti. Opið frá þriðjudögum til föstudaga frá 12- 18 og laugardaga kl. 11-16. ■ ■ UPPÁKOMUR  20.00 Bjarni Jónsson leikskáld heldur fyrirlestur um Bertolt Brecht í tilefni af fimmtíu ára ártíð hans. Að loknu erindi verður myndin Abschied von Buckow sýnd. Kvikmyndin er á frummáli með enskum texta. Dagskráin er skipu- lögð á vegum Goethe Institut og Listaháskóla Íslands og fer fram í húsakynnum Leiklistardeildarinnar á Sölvhólsgötu 13. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, sem hefst 28. september, verður íslensk fram- leiðsla í öndvegi en þar verða sýndar sex myndir sem Íslend- ingar koma að auk tveggja þátta úr nýrri syrpu um fjölskrúðugt mannlíf í Latabæ. Teiknimyndin Anna og skap- sveiflurnar, eða Anna and the Moods, í leikstjórn Gunnars Karlssonar er tölvuteiknuð mynd sem er gerð eftir handriti rithöf- undarins Sjón en stórstjörnurnar Damon Albarn, Björk og Terry Jones ljá persónum myndarinnar raddir sínar. Myndin verður for- sýnd sérstaklega á fjölskyldudegi hátíðarinnar. Góðir gestir er ný íslensk stuttmynd eftir Ísold Ugga- dóttur sem verður frum- sýnd á hátíðinni. Þar segir af ungri konu sem er við nám erlendis en kemur heim til þess að vera viðstödd afmæli afa síns. Í veislunni kemur í ljós að hún og afinn eiga sameigin- legt leynd- armál. Reiði guðanna (Wrath of Gods) eftir Jón Gústafs- son er heimildarmynd í fullri lengd og fjallar um gerð Bjólfs- kviðu Sturlu Gunnars- sonar sem var frumsýnd í lok ágúst. Á ýmsu gekk á meðan myndin var í fram- leiðslu, allt frá vandræðagangi við fjármögnun myndarinnar vegna gengisbreytinga til skað- ræðisveðráttu sem eyðilagði átta farartæki á einum tökudegi. Jón Gústafsson var í aukahlutverki í myndinni og notaði frítima sinn á tökustað til að gera þessa mynd. Nýjasta mynd Ólafs de Fleur Jóhannessonar, Act Normal, verð- ur líka frumsýnd á hátíðinni en Ólafur hefur áður gert myndina Africa United. Heimildarmyndin fjallar um enskan búddamunk og svolítinn sveimhuga sem segir skilið við einlífið, giftist á ný en skilur síðan við konuna sína og gerist munkur aftur. Glæpamyndin Dead Man‘s Cards í leik- stjórn James Marquand er fram- leidd af Sigvalda J. Kárasyni, sem hefur starfað við klippingu fjölda íslenskra mynda. Myndin gerist að mestu á næturklúbbi í Bret- landi og segir frá dyravörðunum Tom og Paul. Myndinni hefur verið líkt við Lock, Stock and Two Smoking Barrels. Barnamyndin When Children Play in the Sky eftir ítalska leik- stjórann Lorenzo Hendel er að hluta til framleidd af SagaFilm en myndin gerist á Grænlandi og segir tvær samhliða sögur af ungum drengjum, öðrum í upp- hafi 20. aldarinnar og hinum í upphafi þeirrar 21. Á sérstökum fjölskyldudegi hátíðarinnar hinn 8. október næst- komandi verða síðan tveir þættir úr nýrri Latabæjarsyrpu frum- sýndir, en tökum á þeim lauk í síðustu viku. Þættirnir eru útbún- ir sérstaklega fyrir kvikmynda- hús og munu persónur úr þáttun- um mæta og skemmta viðstöddum auk þess sem fleira fjölskyldu- vænt efni verður á boðstólnum. - khh SKAPSVEIFLUR ÖNNU VERÐA FORSÝND- AR Í OKTÓBER Íslenskri framleiðslu verður hampað á Alþjóðlegu kvikmynda- hátíðinni í haust. Íslensk framleiðsla upp á tjald JÓN GÚSTAFSSON SÝNIR MYNDINA REIÐI GUÐANNA Gerði heimildarmynd um kvik- myndun Bjólfskviðu á Íslandi. ������������ ������������ ������� ����� �������������� ����� ����������������� ���� �������������������� ���������� ��� �������������� ���������

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.