Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.09.2006, Qupperneq 51

Fréttablaðið - 12.09.2006, Qupperneq 51
ÞRIÐJUDAGUR 12. september 2006 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? SEPTEMBER 9 10 11 12 13 14 15 Þriðjudagur ■ ■ ÚTIVIST  17.45 Gönguklúbbur SÁÁ gengur á Keili þriðjudaginn 12. septemb- er. Fararstjóri verður Valgerður Rúnarsdóttir læknir á Vogi en þátt- takendur hittast við kirkjugarðinn í Hafnarfirði og eru hvattir til að mæta með nesti og góða skó. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.00 Francesco Milazzo heldur erindi á Lögfræðitorgi Háskólans á Akureyri og fjallar þar um guð- spjöllin og einkaréttinn. Milazzo er prófessor í Rómarrétti við lagadeild háskólans í Catania og flytur erini sitt í Þingvallastræti 23, stofu 25.  12.05 Þórarinn Eldjárn heldur erindi á vegum Sagnfræðingafélags Íslands í Þjóðminjasafni Íslands. ■ ■ SÝNINGAR  10.00 Sýningin Pakkhús postul- anna stendur yfir í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. Ellefu listamenn eiga verk á sýningunni en sýningarstjór- ar eru Daníel Karl Björnsson og Huginn Þór Arason.  11.00 Sumarsýning Listasafns Íslands, Landslagið og þjóðsagan, geymir verk úr eigu safnsins þar sem viðfangsefnið er þjóðsagnaarfur og landslagslist íslenskra myndlistar- manna, allt frá Jóni Stefánssyni til Georgs Guðna. Safnið er opið frá 11-17.  12.00 Halla Gunnarsdóttir sýnir málverk og skúlptúra í galleríi Turpentine við Ingólfsstræti. Opið frá þriðjudögum til föstudaga frá 12- 18 og laugardaga kl. 11-16. ■ ■ UPPÁKOMUR  20.00 Bjarni Jónsson leikskáld heldur fyrirlestur um Bertolt Brecht í tilefni af fimmtíu ára ártíð hans. Að loknu erindi verður myndin Abschied von Buckow sýnd. Kvikmyndin er á frummáli með enskum texta. Dagskráin er skipu- lögð á vegum Goethe Institut og Listaháskóla Íslands og fer fram í húsakynnum Leiklistardeildarinnar á Sölvhólsgötu 13. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birtingu. Á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, RIFF, sem hefst 28. september, verður íslensk fram- leiðsla í öndvegi en þar verða sýndar sex myndir sem Íslend- ingar koma að auk tveggja þátta úr nýrri syrpu um fjölskrúðugt mannlíf í Latabæ. Teiknimyndin Anna og skap- sveiflurnar, eða Anna and the Moods, í leikstjórn Gunnars Karlssonar er tölvuteiknuð mynd sem er gerð eftir handriti rithöf- undarins Sjón en stórstjörnurnar Damon Albarn, Björk og Terry Jones ljá persónum myndarinnar raddir sínar. Myndin verður for- sýnd sérstaklega á fjölskyldudegi hátíðarinnar. Góðir gestir er ný íslensk stuttmynd eftir Ísold Ugga- dóttur sem verður frum- sýnd á hátíðinni. Þar segir af ungri konu sem er við nám erlendis en kemur heim til þess að vera viðstödd afmæli afa síns. Í veislunni kemur í ljós að hún og afinn eiga sameigin- legt leynd- armál. Reiði guðanna (Wrath of Gods) eftir Jón Gústafs- son er heimildarmynd í fullri lengd og fjallar um gerð Bjólfs- kviðu Sturlu Gunnars- sonar sem var frumsýnd í lok ágúst. Á ýmsu gekk á meðan myndin var í fram- leiðslu, allt frá vandræðagangi við fjármögnun myndarinnar vegna gengisbreytinga til skað- ræðisveðráttu sem eyðilagði átta farartæki á einum tökudegi. Jón Gústafsson var í aukahlutverki í myndinni og notaði frítima sinn á tökustað til að gera þessa mynd. Nýjasta mynd Ólafs de Fleur Jóhannessonar, Act Normal, verð- ur líka frumsýnd á hátíðinni en Ólafur hefur áður gert myndina Africa United. Heimildarmyndin fjallar um enskan búddamunk og svolítinn sveimhuga sem segir skilið við einlífið, giftist á ný en skilur síðan við konuna sína og gerist munkur aftur. Glæpamyndin Dead Man‘s Cards í leik- stjórn James Marquand er fram- leidd af Sigvalda J. Kárasyni, sem hefur starfað við klippingu fjölda íslenskra mynda. Myndin gerist að mestu á næturklúbbi í Bret- landi og segir frá dyravörðunum Tom og Paul. Myndinni hefur verið líkt við Lock, Stock and Two Smoking Barrels. Barnamyndin When Children Play in the Sky eftir ítalska leik- stjórann Lorenzo Hendel er að hluta til framleidd af SagaFilm en myndin gerist á Grænlandi og segir tvær samhliða sögur af ungum drengjum, öðrum í upp- hafi 20. aldarinnar og hinum í upphafi þeirrar 21. Á sérstökum fjölskyldudegi hátíðarinnar hinn 8. október næst- komandi verða síðan tveir þættir úr nýrri Latabæjarsyrpu frum- sýndir, en tökum á þeim lauk í síðustu viku. Þættirnir eru útbún- ir sérstaklega fyrir kvikmynda- hús og munu persónur úr þáttun- um mæta og skemmta viðstöddum auk þess sem fleira fjölskyldu- vænt efni verður á boðstólnum. - khh SKAPSVEIFLUR ÖNNU VERÐA FORSÝND- AR Í OKTÓBER Íslenskri framleiðslu verður hampað á Alþjóðlegu kvikmynda- hátíðinni í haust. Íslensk framleiðsla upp á tjald JÓN GÚSTAFSSON SÝNIR MYNDINA REIÐI GUÐANNA Gerði heimildarmynd um kvik- myndun Bjólfskviðu á Íslandi. ������������ ������������ ������� ����� �������������� ����� ����������������� ���� �������������������� ���������� ��� �������������� ���������
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.