Fréttablaðið - 12.09.2006, Page 56

Fréttablaðið - 12.09.2006, Page 56
32 12. september 2006 ÞRIÐJUDAGUR sport@frettabladid.is E N N E M M / S IA / N M 2 3 3 6 2 SKJÁREINN næst í gegnum Skjáinn og Digital Ísland Í kvöld kl. 20.00 á SKJÁEINUM Queer Eye for the Straight Guy Á sunnudaginn gerðu ÍBV og FH 1-1 jafntefli í Vestmannaeyj- um og í marki ÍBV stóð enginn annar en Guðjón Magnússon. Töluverð umræða hefur verið í gangi að undanförnu vegna stöðu Guðjóns hjá ÍBV en í leik liðsins gegn KR í umferð- inni á undan var kallað í Birki Kristinsson til að standa á milli stanganna. Birkir treysti sér hins vegar ekki til að spila á sunnudaginn og því fór svo að Guðjón varði markið og stóð sig með prýði. Guðjón hefur vermt varamannabekkinn hjá ÍBV í langan tíma en var mjög ánægður að fá tæki- færið gegn FH. „Þetta var bara mjög góð tilfinning og ég er ánægður með frammi- stöðuna, allt liðið var að spila vel,“ sagði Guðjón. Guðjón er ekki í vafa um að þetta gefi honum aukið sjálfstraust fyrir komandi leiki, en ÍBV á tvo erfiða leiki eftir í deildinni, gegn ÍA á Akranesi og heimaleik gegn Fylki. „Þetta gefur manni að sjálf- sögðu aukið sjálfstraust en á laugardagskvöldið hafði Birkir Kristinsson líka samband við mig og við áttum gott spjall saman. Hann leiðbeindi mér í gegnum þetta. Það voru forréttindi að hafa fengið að æfa með honum og alltaf gott að eiga jafn góðan mann og Birki innan handar til að leiðbeina sér,“ sagði Guðjón. Staðan sem upp er komin er engin óskastaða fyrir Guðjón en hann var kokhraustur og sagðist treysta sér í verkefnið. Birkir Kristinsson hefur fulla trú á Guðjóni. „Ég treysti honum vel til að klára þessa leiki sem eftir eru. Ef ég ge r ð i það ekki þá hefði ég nú reynt einhverja hluti til þess að spila sjálfur. En ég held að hans tími sé bara kominn, hann er búinn að sitja lengi á bekknum og tími til að hann fái að spreyta sig. Þetta eru hins vegar erfiðir leikir sem hann er að koma inn í,“ sagði Birkir. Birkir kvaðst vera í ágætu formi sjálfur og hafi ekki kennt sér mein eftir leikinn gegn KR á dögunum en hann væri samt sem áður ekki 100% klár. Hann meiddist á öxl í fyrra og hefur aldrei náð sér að fullu eftir það. „Ég hef nú aðeins verið að lyfta og grípa inn í æfingar og þá finn ég vel fyrir öxlinni. Á meðan svo er þá er ekki sniðugt að vera að spila,“ sagði Birkir. GUÐJÓN MAGNÚSSON: FÉKK LOKSINS TÆKIFÆRI MEÐ LIÐI ÍBV OG ÞÓTTI STANDA SIG MJÖG VEL: Birkir treystir Guðjóni fullkomlega til að standa í markinu HANDBOLTI Geir Sveinsson segir varaformann handknattleiksdeild- ar Fram, Hjálmar Vilhjálmsson, hafa verið undir dulnefni á spjall- borði Vals þar sem hann hafi skap- að óróa innan félagsins. Hjálmar neitar sök en gögn sem Valur býr yfir sýna að einstaklingurinn á spjallborðinu hafði ítrekað skrifað inn á spjallið af vinnustað Hjálm- ars. Aðili sem gekk undir nafninu „Rieg“ á spjallborði Vals skapaði mikinn usla á spjallborði Hliðar- endamanna undir lok síðasta vetr- ar með ummælum sínum. Þegar smellt var á notandann til að fá frekari upplýsingar kom í ljós að maðurinn notaði tölvupóstfangið geirisveins@yahoo.se og var einn- ig sagður búa í Eskihlíð þar sem Geir Sveinsson býr. Þess utan er „Rieg“ nafnið Geir skrifað aftur á bak. Valsmaðurinn Geir Sveinsson stóð ekki að baki þessum skrifum og var afar ósáttur við að þessi aðili væri að skapa usla í skjóli síns nafns og fleiri menn innan Vals voru einnig ósáttir enda lágu margir þeirra undir grun um að vera þarna að verki. Ein aðalá- stæðan fyrir því að Geir og aðrir fóru af stað í málinu var sú stað- reynd að „Rieg“ gekk mjög hart fram í því að kalla sig stuðnings- mann Vals og lét menn sem efuð- ust um heilindi hans gagnvart félaginu heyra það. Margt af því sem „Rieg“ skrifaði var svo gróft að það hefur verið fjárlægt af spjallborðinu. Þegar ip-tala þessa notanda var rakinn kom í ljós að flest skilaboð „Rieg“ komu úr tölvu i fyrirtæki sem Hjálmar Vilhjálmsson, vara- formaður handknattleiksdeildar Fram, starfar hjá. Fréttablaðið hefur undir höndum gögn sem staðfesta ip-töluna. Geir fór í kjöl- farið á stúfana í fyrirtækið og hitti þar Hjálmar að máli. „Ég vildi nú ekki trúa því að Hjálmar hefði þarna verið að verki en ég fór til hans, skellti blöðum á borðið hans og spurði hvort hann stæði virkilega á bak við þetta. Hann gat ekki neitað þar sem sönnunargögnin töluðu sínu máli og hann játaði fyrir mér að hafa skrifað þetta,“ sagði Geir Sveinsson sem fór skömmu síðar á fund Guðmundar B. Ólafssonar, formanns Fram, og óskaði þess að Hjálmar bæði sig sem og Val afsökunar á framkomu sinni. „Hann hafði gert marga menn grunsamlega og reynt að skapa óróa innan félagsins sem er ótrú- legt að maður í trúnaðarstarfi hjá öðru félagi geri.“ Hjálmar gekkst hins vegar ekki við skrifunum við formann Fram og því fékk Geir ekki afsökunar- beiðnina sem hann var að leita eftir. Aðspurður vildi Hjálmar ekki ræða málið að neinu leyti efn- islega en sagði sögu Geirs ekki vera sanna. Þegar Fréttablaðið spurði Hjálmar að því að hvort Geir Sveinsson hefði heimsótt vinnustað hans og spurt hvort hann stæði á bak við skrifin neit- aði Hjálmar að svara. Þar sem Hjálmar bar af sér sakir í málinu hafði Fréttablaðið samband við framkvæmdastjóra fyrirtækisins sem hann starfar hjá, og ip-talan var rakin til, og spurði að því hvort einhver annar innan fyrirtækisins kæmi til greina að vera höfundur þessara bréfa en alls eru sex starfsmenn skráðir hjá fyrirtækinu sam- kvæmt heimasíðu þess. Aðspurð- ur sagði framkvæmdastjórinn að enginn í fyrirtækinu, fyrir utan Hjálmar, hefði vit eða áhuga á handbolta. Geir segir að eftir að hann hafi gengið á Hjálmar með málið hafi hvorki heyrst hósti né stuna frá „Rieg“ á spjallborði Vals. Hann óttast þó að Hjálmar hafi ekki alveg látið af athæfi sínu því nýr notandi á spjallborði Vals sé kom- inn fram og hafi sömu ip-tölu og „Rieg“. Sá notar nafn Stefáns Karlsson- ar, formanns handknattleiksdeild- ar Vals, í innskráningu spjallsins en Stefán sagði í samtali við Fréttablaðið ekki vera á bakvið notandanafnið. Bæði „Rieg“ og þessi nýi aðili, sem kallar sig „Valur1911“, hafa ip-tölu fyrirtækisins sem Hjálmar starfar hjá og lykilorðið sem þeir nota er einnig það sama. henry@frettabladid.is Varaformaður handknattleiksdeildar Fram borinn þungum sökum Geir Sveinsson, fyrrum landsliðsfyrirliði í handbolta, sakar Hjálmar Vilhjálmsson, varaformann hand- knattleiksdeildar Fram, um að fara huldu höfði á spjallborði Vals þar sem hann hafi skapað óróa innan félagsins. Hafi hann notað nafn Geirs í því sambandi. Hjálmar vísar ásökunum á bug. SAMI AÐILINN? „Rieg” og „Valur1911” á spjallborði Vals hefur verið að skrifa frá sömu ip-tölu. Það sem ýtir enn frekar stoðum undir að þar sé sami aðili á ferðinni er sú staðreynd að notað er sama lykilorðið en það er ekki sýnt á myndinni. HJÁLMAR VILHJÁLMSSON Öll spjót standa nú á varaformanni handknattleiksdeildar Fram. Hjálmar vildi ekki ræða málið í gær en sagði sögu Geirs Sveinssonar ósanna. > Einar til starfa hjá EHF Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri Handknattleikssam- bands Íslands, hefur verið ráðinn í vinnu hjá evrópska hand- knattleikssambandinu. „Ég er í markaðsvinnu fyrir sambandið sem tengist Meistaradeildinni. Starfið felst í að koma að umgjörð leikjanna í deildinni en það er búið að selja sjónvarps- réttinn og komnir peningar inn í mótið. Það er ákveðinn hópur sem var fenginn í þetta verkefni,“ sagði Einar en hann mun áfram sinna starfi framkvæmdastjóra HSÍ enda ekki um fullt starf að ræða. Að vera boðin slík staða er engu að síður viðurkenning fyrir Einar sem hefur unnið verulega gott starf fyrir handboltann á Íslandi. FÓTBOLTI Knattspyrnumaðurinn Sigurbjörn Hreiðarsson hefur framlengt samning sinn við Val til ársins 2008. Sigurbjörn átti eitt ár eftir af samningi sínum en fannst tímabært að framlengja. „Ég átti næsta ár eftir. Ég á ennþá eitthvað eftir í þessu og mun allavega vera hjá Val næstu tvö ár,“ sagði Sigurbjörn í gær en hann verður 31 árs síðar á þessu ári. Sigurbjörn sagði það væri hugur í Valsmönnum þegar litið er til framtíðar. „Við ætlum bara að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera síðustu þrjú ár og halda ótrauðir áfram.“ Valsmenn fengu fleiri góðar fréttir í gær því framherjinn Garðar Jóhannsson mun klára tímabilið með félaginu þar sem undanþága um félagaskipti til Fredrikstad fékkst ekki sam- þykkt af alþjóða knattspyrnu- sambandinu, FIFA. - dsd Gleði hjá Valsmönnum: Sigurbjörn framlengir SIGURBJÖRN HREIÐARSSON Fyrirliði Vals hefur framlengt samning sinn við félagið. FRÉTTABLAÐIÐ/E.ÓL.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.