Fréttablaðið - 12.09.2006, Síða 59

Fréttablaðið - 12.09.2006, Síða 59
ÞRIÐJUDAGUR 12. september 2006 35 FÓTBOLTI Eiður Smári og félagar hans í Barcelona byrja titilvörn sína á heimavelli gegn Levski Sofia frá Búlgaríu en Barcelona stefnir á að vera fyrsta liðið í sautján ár til að vinna Meistara- deildina tvö ár í röð. Síðasta liðið til að afreka það var AC Milan, sem vann keppnina sem þá hét Evrópukeppni meistaraliða, á árunum 1989 og 1990. „Þetta snýst ekki bara um leik- inn gegn Chelsea, heldur líka um leikina gegn Werder Bremen og Levski. Við þurfum að spila eins vel og við getum í öllum leikjum og ef við vinnum þá alla þá erum við í góðum málum,“ sagði Eiður Smári um riðilinn. Leikmenn Liverpool eru stadd- ir í Hollandi og mæta PSV. John Arne Riise er eini leikmaður Liverpool sem fór ekki með til Hollands en hann meiddist á ökkla um síðustu helgi í grannaslag gegn Everton. Þessi lið hafa aldrei áður mæst í Evrópukeppnum en Ronald Koeman, þjálfari PSV, var við stjórn hjá Benfica á síðustu leiktíð þegar Benfica sló Liver- pool út úr Meistaradeildinni. PSV hefur misst nokkra lykilmenn frá síðustu leiktíð en meðal leik- manna sem félagið hefur fengið til sín er Jan Kromkamp sem áður lék með Liverpool. Philip Cocu er í leikbanni og það munar um minna hjá PSV. „Við fengum á okkur þrjú klaufaleg mörk gegn Everton á laugardaginn og það er ljóst að við þurfum að bæta varnarleik- inn hjá okkur. Á síðustu leiktíð var varnarleikurinn hjá okkur frábær og við þurfum að rifja það upp og byrja upp á nýtt,“ sagði Rafa Benitez í gær. Ensku meistararnir í Chelsea fá þýska liðið Werder Bremen í heimsókn í kvöld. Chelsea hefur alltaf unnið opnunarleik sinn í Meistaradeildinni en þetta er í fjórða skiptið sem félagið tekur þátt. Búist er við því að Claude Makalele verði í liðinu í kvöld en hann var hvíldur um helgina og einnig er búist við því að Joe Cole verði orðinn heill, en hann meidd- ist fyrir tímabilið og hefur ekkert leikið í deildinni til þessa. Arjen Robben er hins vegar enn frá vegna ökklameiðsla. Töluverð meiðsli eru í herbúðum Werder Bremen, markvörðurinn Tim Wiese er veikur og leikur ekki með og þá er óvíst hvort þrír aðrir leikmenn geta verið með, en það eru þeir Miroslav Klose, Tim Bor- owski og Torsten Frings. Þetta eru allt burðarásar í liði Bremen og því mikil blóðtaka fyrir Þjóð- verjana ef þeir verða ekki með í kvöld. Michael Ballack, þýski miðju- maðurinn hjá Chelsea, sagði að stefnan hjá Chelsea væri að vinna Meistaradeildina. „Ég hefði aldrei komið hingað ef ég teldi Chelsea ekki nógu sterkt til að sigra Meist- aradeildina. En það verður mjög erfitt og það er alltof snemmt að spá okkur í úrslitaleikinn,“ sagði Ballack. Bayern München tekur á móti Spartak frá Moskvu í kvöld en Franz Beckenbauer, forseti Bay- ern, lét nýlega hafa eftir sér að Bayern væri ekki með nógu sterkt lið til að vinna Meistaradeildina. Inter Milan hefur styrkt sig mikið fyrir komandi leiktíð en félagið á erfiðan leik fyrir hönd- um í kvöld gegn Sporting í Lissa- bon. - dsd Barcelona hefur titilvörnina í Meistaradeildinni á heimavelli í kvöld gegn Levski: Eiður Smári varar við kæruleysi EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Það verður fróðlegt að sjá hvort Eiður fær að spreyta sig í kvöld þegar Barcelona tekur á móti Levski í Meistaradeild Evrópu. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES A-riðill: BARCELONA - LEVSKI SOFIA CHELSEA - WERDER BREMEN B-riðill: BAYERN MÜNCHEN - SPARTAK MOSKVA SPORTING LISBON - INTER C-riðill: GALATASARAY -BORDEAUX PSV EINDHOVEN - LIVERPOOL D-riðill: OLYMPIAKOS - VALENCIA ROMA - SHAKTAR DONETSK LEIKIR KVÖLDSINS FRJÁLSAR Líklegt þykir að hlaupa- drottningin Marion Jones muni keppa í heimsbikarkeppninni í frjálsum íþróttum sem fram fer í Aþenu um næstu helgi. Jones hefur mikið verið á milli tann- anna á fólki síðustu dagana en hún var sýknuð af ásökunum um inntöku ólöglegra lyfja á dögun- um. Hún hefur þó ekki enn samþykkt boð um þátttöku á mótinu. „Jones er inni í áætlunum okkar í 100 metra hlaupi og við gerum ráð fyrir að hún mæti til leiks,“ sagði framkvæmdastjóri bandaríska frjálsíþróttaliðsins, Sandy Snow. Marion Jones hefur þegar tryggt sér þátttökurétt á mótinu um næstu helgi en hún á þrjá af fimm bestu tímum sem settir hafa verið á þessu ári. - dsd Marion Jones: Keppir líklega um næstu helgi MARION JONES Er líkleg til sigurs ef hún tekur þátt í 100 metra hlaupi um næstu helgi. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES FÓTBOLTI Ashley Cole, leikmaður Chelsea, sagði frá því í gær að ástæðan fyrir því að hann hefði yfirgefið Arsenal væri sú að stjórn félagsins hefði ekki sýnt nógu mikinn áhuga á að halda honum hjá félaginu. Cole vildi fá 60 þús- und pund, rétt rúmar 8 milljónir íslenskra króna, á viku í laun hjá Arsenal en stjórn Arsenal hefði aðeins verið tilbúið að bjóða honum 55 þúsund pund á viku, sem eru um 7,5 milljónir íslenskra króna. „Ég trúi ekki að stjórnin hafi haft nokkurn áhuga á því að halda mér fyrst þeir voru ekki tilbúnir að hækka boðið um 5 þúsund pund,“ sagði Cole. Cole telur líka að stjórnin hafi ekki sýnt sér álíka áhuga og hún sýndi Thierry Henry, sem endaði með að framlengja samning sinn við Arsenal. „Félagið gekk á eftir Henry með grasið í skónum og sagði opinberlega að það vildi að hann yrði áfram. En hvað með mig? Ég var aldrei boðaður á fund og fékk aldrei símtal frá neinum. Þannig er mál með vexti og á síðasta tímabili sýndi Arsenal aldrei áhuga á að halda mér,“ sagði hinn bitri Ashley Cole. - dsd Ashley Cole hefur ekki sagt sitt síðasta: Stjórn Arsenal vildi ekki halda mér SÁR VIÐ STJÓRN ARSENAL Arsenal var eingöngu tilbúið til að bjóða Ashley Cole sultarlaun sem hann var ekki sáttur við.NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.