Fréttablaðið - 12.10.2006, Qupperneq 2
2 12. október 2006 FIMMTUDAGUR
SPURNING DAGSINS
Kristín Gísladóttir sjúkraþjálfari aðstoðar við val
á réttri dýnu alla fimmtudaga á milli kl. 16 og 18.
Opið virka daga: 10-18
Reykjavík: Mörkin 4, s: 533 3500
AÐALATRIÐI Í SKÝRSLU
I Verndar- og nýtingaráætlun
1. Alþingi samþykki lög um vernd og
nýtingu auðlinda eigi síðar en 2010.
2. Víðtækt samráð verði um mótun
verndar- og nýtingaráætlunar með
skipun starfshóps sem í verði
fulltrúar forsætisráðuneytis, Orku-
stofnunar, Íslenskra orkurannsókna,
náttúruverndarsamtaka, Samorku
og Sambands íslenskra sveitar-
félaga.
3. Áætlunin um vernd og nýtingu
auðlinda verði gerð með tilliti til
niðurstaðna rannsókna og mats á
hugsanlegum virkjunarkostum.
4. Stjórnvöld tryggi fjármuni til að
ljúka grunnrannsóknum vegna
rammaáætlunar um nýtingu vatns-
afls og jarðvarma árið 2009.
II Framtíðarstefna mörkuð
1. Í gildi eru sjö rannsóknarleyfi vegna
jarðhita, þar af tvö vegna hitaveitna.
Meirihluti nefndarinnar telur að
leyfishafar eigi að fá að halda áfram
rannsóknum sínum og fram-
kvæmdum.
2. Tólf umsóknir vegna jarðhitarann-
sókna og níu umsóknir vegna
vatnsaflsrannsókna.
3. Meirihluti nefndarinnar telur að
ekki skuli veita leyfi til rannsókna
og nýtinga á öðrum kostum til
raforkuöflunar nema að undan-
gengnum rannsóknum og mati, og
með samþykki Alþingis.
III Breyting á afgreiðsluferli
1. Lögfestar verði verklagsreglum um
hvernig staðið verði að afgreiðslu
milli umsókna um rannsókna- og
nýtingarleyfi auðlinda.
2. Landeigendur ráða því við hvaða
aðila þeir semja um rannsóknir og
nýtingu auðlinda, á þeirra landi.
3. Úthlutun rannsókna- og nýtingar-
leyfa færist til Orkustofnunar.
4. Auglýst skal eftir umsóknum um
leyfi til rannsókna á nýtingarmögu-
leikum og setja í þær lágmarkskröf-
ur um fjárhagslegt bolmagn.
5. Gjald verði tekið fyrir nýtingu
auðlinda í þjóðlendum og landi í
ríkiseigu. Ef fleiri en einn sæki um
verði tekið hagkvæmasta tilboði.
Það er, hæsta boði.
6. Sú meginregla gildir að rannsóknar-
leyfi geti falið í sér forgang til
nýtingar.
AUÐLINDIR Auðlindanefnd leggur
til, í skýrslu sem kynnt var í gær,
að Alþingi samþykki verndar- og
nýtingaráætlun fyrir jarðvarma
og vatnsafl á Íslandi eigi síðar en
árið 2010.
Karl Axelsson, formaður
nefndarinnar, sagðist vonast til
þess að efni skýrslunnar, sem ber
heitið „Framtíðarsýn um verndun
og nýtingu auðlinda í jörðu og
vatnsafls“, legði grunninn að
meginlínum stefnumótunar sem
gæti skapað „farveg þjóðar-
sáttar“ um nýtingu vatnsafls og
jarðvarma.
Jón Sigurðsson, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, sagði að um
tímamót væri að ræða. „Þetta eru
mikilvæg og ánægjuleg tímamót
sem verða við það að nefndin nær
heildrænu samkomulagi um þessi
mikilvægu atriði, sem er undir-
búningur að gerð áætlunar um
nýtingu og vernd auðlinda lands-
ins. Í þessu felst meðal annars að
búa til vandaðar reglur um hvern-
ig á að velja úr umsóknum um
rannsóknar- og starfsleyfi, og
hvaða viðmiðum á að fylgja þang-
að til heildaráætlunin verður til-
búin en hún getur orðið til innan
þriggja ára, samkvæmt markmið-
um nefndarinnar.“
Kolbrún Halldórsdóttir, þing-
kona Vinstrihreyfingarinnar −
græns framboðs, segist ekki líta á
skýrslu nefndarinnar sem tíma-
mótaframlag í umræðu um nýt-
ingu og vernd orkuauðlinda.
„Þetta er ekki tímamótasátt í
mínum huga. Menn virðast ekki
hafa metnað til að nýta tímann
framundan til þess að klára áætl-
unina, heldur er það vilji stjórn-
valda að koma orkufyrirtækjun-
um í skjól með öll sín áform, áður
en skrefið verður tekið til fulls.
Að auki hefur rammaáætlun ríkis-
stjórnarinnar aldrei hlotið sam-
þykki eða um hana verið rætt á
málefnalegum nótum á Alþingi. Á
bak við þá áætlun eru ófullnægj-
andi gögn og hún er því ekki
góður grundvöllur til leyfisveit-
inga í þessum efnum. Metnaðar-
fyllsta skrefið, og um leið það
ábyrgðarfyllsta, hefði verið að
stoppa af framkvæmdir vegna
áforma um álver vítt og breitt um
landið. Aðeins þannig hefði verið
hægt að skapa raunverulega sátt
um málið.“
Í nefndinni sátu Karl Axelsson
formaður, Agnar Olsen, Albert
Albertsson, Arnbjörg Sveinsdótt-
ir, Birkir Jón Jónsson, Hjörleifur
B. Kvaran, Ingileif Steinunn
Kristjánsdóttir, Jóhann Ársæls-
son, Kolbrún Halldórsdóttir og
Sigfús Ingi Sigfússon. Þrír nefnd-
armenn, Agnar, Albert og Hjör-
leifur, voru tilnefndir af Samorku
en formaður nefndarinnar var til-
nefndur af iðnaðarráðherra.
magnush@frettabladid.is
Alþingi semji áætlun
um nýtingu auðlinda
Skýrsla um verndun og nýtingu orkuauðlinda í jörðu og vatnsafls var kynnt í
gær. Tímamótasátt, segir Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra. Metnaðarlaust þar
sem orkufyrirtækin komast í skjól með sín áform, segir Kolbrún Halldórsdóttir.
FRÁ FUNDINUM Í ÞJÓÐMENNINGARHÚSINU Karl Axelsson, formaður nefndarinnar,
skýrði frá meginatriðum skýrslunnar á blaðamannafundi í Þjóðmenningarhúsinu í
gær. Nefndarmenn eru ekki allir sammála um að skýrslan feli í sér sköpun farvegs að
þjóðarsátt um auðlindanýtingu. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
ÍRAK, AP Samkvæmt nýrri breskri rannsókn, sem birt
er í læknatímaritinu Lancet, hafa nærri 655 þúsund
Írakar látið lífið af völdum stríðsátakanna frá því
að Bandaríkjaher gerði innrás í landið ásamt
bandamönnum sínum í mars árið 2003.
Þetta er meira en tíu sinnum hærri tala en
venjulega hefur verið nefnd um mannfall af völdum
átakanna í Írak. Flestir hafa talað um að tala látinna
Íraka geti verið um það bil 50 þúsund.
Rannsóknin er þó umdeild, því hún er ekki byggð
á beinum upplýsingum um tölu látinna, heldur á
viðtölum við fjölskyldur í Írak og er út frá þeim
dregin ályktun um mannfallið. Þetta er sams konar
aðferð og beitt er þegar hjálparstofnanir meta
mannfall af völdum náttúruhamfara.
Ríkisstjórn Íraks sagði í gær að þessi tala væri
„ýkt“ og „langt frá sannleikanum“. Stjórnin nefndi
þó ekki neina tölu um mannfallið, og hefur reyndar
aldrei gert það.
George W. Bush Bandaríkjaforseti sagðist í gær
hafna þessari tölu um mannfallið, hann teldi rann-
sóknina „ekki trúverðuga“. Fyrir einu ári sagði Bush
að 30 þúsund Írakar hefðu fallið, en hann hefur ekki
nefnt aðra tölu um mannfallið síðan þá. - gb
ÍRASKUR HERMAÐUR KANNAR UMMERKI BÍLASPRENGJU
Tveir vegfarendur létust og sextán særðust þegar sprengja
sprakk í þessari bifreið í gær, fyrir utan lögreglustöð í Bagdad.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Breskir fræðimenn birta áætlun um mannfall í Írak:
Nær 655 þúsund látnir í Írak
Lækkaði símreikningur utan-
ríkisráðuneytisins ekki umtals-
vert við þessa uppgötvun, Jón?
„Jú, reyndar, þökk sé leyniþjónustu
Sjálfstæðisflokksins.“
Jón Baldvin Hannibalsson upplýsti á
dögunum að sími hans í utanríkisráðu-
neytinu hefði verið hleraður.
VIÐSKIPTI Tryggingaálag á
skuldabréf bankanna (CDS) er nú
sambærilegt við stöðuna áður en
halla tók undan fæti í umræðu um
þá og efnahagslífið. Forstöðu-
maður alþjóðlegrar fjármögnun-
ar Glitnis býst við hægum bata.
Í gær var álag á bréf Glitnis 37
punktar, 46 á bréf Landsbankans
og 56 á bréf Kaupþings. Hinn 9.
febrúar var álagið á bréf Glitnis
það sama, 37 punktar, 44 á bréf
Landsbankans og 47 punktar á
bréf Kaupþings. Almenn banka-
vísitala Iboxx sem sýnir fjár-
mögnunarkostnað í Evrópu ber
hins vegar með sér að almennt
hafi þar ríkt stöðugleiki, þótt kjör
íslensku bankanna hafi sveiflast.
- óká / sjá síðu 28
Tryggingaálag á bréf bankanna:
Svipuð staða og
var uppi í febrúar
UTANRÍKISMÁL Valgerður Sverris-
dóttir og Geir Haarde funduðu í
gær með Condoleezzu Rice, utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna, í
Washington. Eftir fundinn, sem
var „stuttur, en vinsamlegur“ að
sögn Valgerðar, var skrifað undir
samkomulag um framtíðarhlut-
verk Bandaríkjanna í vörnum
Íslands. Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra var viðstaddur,.
Á fundinum var frekari sam-
vinna þjóðanna rædd, til dæmis í
viðskiptum og á sviði endurnýjan-
legrar orku. Í samtali við Frétta-
blaðið sagðist Valgerður hafa nýtt
sér tækifærið til að bjóða Condol-
eezzu Rice velkomna í heimsókn
til Íslands og að ráðherrann banda-
ríski hefði þekkst boðið.
Valgerður lýsti einnig yfir
ánægju með fund sinn fyrr um
daginn með Paul Wolfowitz, for-
seta Alþjóðabankans. Á honum
voru rædd þróunarmál og hugsan-
legt samstarf bankans og Íslands
á því sviði, sérstaklega við fisk-
veiðar og orkunýtingu. „Það eru
gríðarlegir möguleikar og mikil
þörf í ýmsum þróunarlöndum sem
eiga auðlindir en kunna ekki að
vinna úr þeim. Það væri verðugt
verkefni að Íslendingar kæmu þar
að málum en við gerum það ekki
án samstarfs við bankann,“ sagði
Valgerður. - kóþ
Sendiför forsætisráðherra, utanríkisráðherra og dómsmálaráðherra til Washington:
Undirrituðu nýtt varnarsamkomulag
VALGERÐUR SVERRISDÓTTIR, CONDOLEEZZA RICE OG GEIR HAARDE Fundurinn fór
fram í utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna í Washington í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
SAMGÖNGUMÁL Búið er að leggja
lokahönd á breytingar á Löngu-
hlíð og er gatan nú aðeins með
einni akrein í hvora átt en ekki
tveimur eins og áður var. Stefán
Finnsson, deildarstjóri mann-
virkja í Reykjavíkurborg, segir
ástæðu breytinganna hafa verið
þrýsting íbúa í hverfinu. Mörg
börn fari þar um til að komast í
skólann og nauðsynlegt hafi verið
að bæta öryggi þeirra. Einhverjar
kvartanir hafi borist vegna þess
að bílastæðum var ekki fjölgað
samhliða breytingunum. Það hafi
þó ekki verið mögulegt þar sem
þau valda oft hættu fyrir börn
þar sem þau eigi til að skjótast á
milli kyrrstæðra bíla. Því hafi
verið kosið að setja upp hjólarein
í staðinn. Varðstjóri umferðar-
deildar lögreglu segir þessar
breytingar af hinu góða þó að
einstaka ökumaður hafi kvartað
vegna þeirra. - kdk
Lokahönd lögð á Lönguhlíð:
Segja öryggi
barna aukið