Fréttablaðið - 12.10.2006, Side 41

Fréttablaðið - 12.10.2006, Side 41
FIMMTUDAGUR 12. október 2006 9 París stendur á öndinni meðan á tískuvikunni stendur en henni lauk á sunnudag. Þeir mikilvæg- ustu úr heimi tískunnar frá hinum ýmsu löndum mæta hér til að fylgjast með nýjustu straum- um í borginni sem er nú einu sinni borg tískunnar. Tískuvikan í París er líklega einn mikilvæg- asti ef ekki mikilvægasti við- burður í heimi af þessu tagi. Margir hafa beðið lengi eftir að stundin renni upp en svo líður þessi vika eins og augnablik. Öll stóru tískuhúsin hafa sérþjálfað starfsfólk sem eingöngu vinnur við útstillingar í glugga og upp- stillingar innivið. Þetta fólk hefur eytt löngum tíma í að fullkomna útlit tískuhúsanna fyrir tískuvik- una og taugarnar eru þandar til hins ýtrasta. Það eru ekki aðeins tískupenn- arnir sem streyma til Parísar fyrir tískuvikuna heldur sömu- leiðis stjörnurnar sem mörgum hverjum er boðið á sýningarnar hjá vinsælustu hönnuðunum sem aftur tryggir þeim enn meiri umfjöllun í blöðunum því allir vilja vita hverjir voru hvar og með hverjum. Þessi hópur þvælist svo milli tískuteita um alla borg (það flottasta í Olymp- ia-tónleikahúsinu fræga í tilefni af 30 ára starfsafmæli Jean-Pauls Gaultier). Á milli tískusýninga og kampavínsboða er svo farið um tískuhúsin í innkaupaleið- angra. Tískublaðamennirnir fá flestir þrjátíu prósenta afslátt. Sama er að segja um fræga fólk- ið, sumt hvert, ef ekki er hrein- lega um að ræða gjafir fengnar í gegnum blaðafulltrúa tískuhús- anna. Allt fer eftir því hver sam- böndin eru og hversu líklegt er að það skili einhverju að gefa viðkomandi blaðamanni eina tösku eða kjól. Margir hafa líklega lesið bók- ina „The Devil Wears Prada“ og myndin verður frumsýnd í Reykjavík á morgun. Það verður að segjast eins og er að margt er líkt með þeim persónum sem þar er lýst og því sem raunverulega gerist í heimi tískunnar þar sem enginn er annars bróðir í leik. Fyrirmynd Miröndu Priestley og hennar líkar sjást samt aldrei í búðum, þeir senda aðstoðarfólkið fyrir sig eða fá hreinlega dýr- gripina senda beint í vinnuna. Þeir sem lægra eru settir gera starfsfólki verslananna lífið leitt með frekri framkomu og merki- legheitum enda engir meðaljónar á ferðinni. Því ef einhverjir við- skiptavinir eru erfiðari en fyrir- sæturnar, sem sömuleiðis eru á sveimi, þá eru það tískublaða- mennirnir. En tískuhúsin þurfa á tískublaðamönnum og tískublöð- um að halda til að lifa af í hörðum heimi samkeppninnar og því er rauði dregillinn tekinn fram til að taka á móti þessum viðskipta- vinum sem að auki borga minna en aðrir og sölufólkið bítur á jaxl- inn og kreistir fram bros. bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Djöfullinn klæðist ekki bara Prada! Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Sænski hönnuðurinn Paulo Melim Andersson hefur verið ráðinn yfirhönnuður hjá tísku- húsinu Chloe. Allt frá því að Phoebe Philo, stjörnuhönnuður Chloé, sagði skil- ið við tískuhúsið hefur gengið verið brösótt. Chloé er þó loksins komin með hönnuð sem getur fetað í fótspor Phoebe og eru bundnar miklar vonir við hann. Hinn 34 sænski hönnuður, Paulo Melim Andersson, varð fyrir val- inu og var tilkynnt um ráðningu hans í gærmorgun. Hann státar af gráðu frá Central Saint Martins og London‘s Royal College of Art og var áður hönnuður hjá Marni í ein sjö ár. „Við erum mjög spennt yfir því að Paulo hafi ákveðið að koma til okkar, og hlökkum við til þess að hann verði hluti af sögu Chloé,“ sagði Ralph Toledano, fram- kvæmdastjóri Chloé, þegar hann tilkynnti um ráðninguna í gær- morgun. Áður hafa Karl Lager- feld, Stella McCartney og Phoepe Philo starfað sem yfirhönnuðir Chloé. Hönnun Paulos fyrir Chloé mun fyrst líta dagsins ljós þegar haust- og vetrarlínan fyrir 2007-8 verður kynnt. Nýr hönnuð- ur hjá Chloe Paulo Melim Andersson fetar í fótspor Stellu McCartney sem hóf feril sinn sem yfirhönnuður Chloé. BENETTON HEFUR STARFAÐ Í FJÖRUTÍU ÁR OG VAR AFMÆLI FYRIRTÆK- ISINS NÝVERIÐ FAGNAÐ MEÐ POMPI OG PRAKT. Í tilefni af afmælinu var heljarinnar tískusýningu slegið upp í Pompid- ou-safninu í París síðastliðinn þriðjudag. Yfirleitt eru nokkrar sýningar í húsinu í einu en þetta er í fyrsta sinn sem Benetton sýnir þar. Í framhaldi af uppákomunni verður sýningin „Efni: Hafðu augun opin“ höfð í safninu út næsta mánuðinn. Á heimasíðunni www.benetton.com er hægt að nálgast útsendingu frá sýningunni, baksviðsmyndir og stuttmyndina, eða öllu nær örmynd- ina „Fjörtíu ár á fjörtíu sekúndum“, þar sem saga Benetton er rakin. Fertugum flest fært Föt frá Benetton njóta vinsælda víða um heim en hér sést frá einni af tískusýningum framleiðandans. Nýbýlavegi 12, Kóp. Sími 554 4433. Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl. 10-16. FLOTT FÖT Fyrir konur á öllum aldri XSTR EAM D ESIG N AN 06 10 002 Fjörður • Hafnarfirði 565 7100 *Tilboðsverð 2006 S e p t.2 0 0 6 Nicorette Fruitmint Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Handhafimarkaðsleyfis: Pfizer ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. www.nicorette.is Nýttbragð semkemurá óvart 25% afsláttur *

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.