Fréttablaðið - 28.10.2006, Síða 2

Fréttablaðið - 28.10.2006, Síða 2
2 28. október 2006 LAUGARDAGUR SPURNING DAGSINS ÖRYGGISMÁL „Ég var komin í and- nauð og það mátti engu muna að það yrði stórslys,“ segir kona sem ekið hefur leigubifreið í fimm ár, um árás sem hún varð fyrir nýlega í vinnu sinni af hendi farþega. Fréttablaðið ræddi við hana og starfssystur hennar, sem báðar hafa orðið fyrir alvarlegu áreiti og ofbeldisverkum í starfi. Þær báðust undan því að koma fram undir nafni þar sem kærumál eru í gangi vegna atvika sem önnur þeirra hefur lent í. Fréttablaðið greindi frá því fyrr í vikunni að öryggisbúnaði í leigubílum sé ábótavant og á sumum leigubílastöðvum sé alls enginn slíkur búnaður til staðar. Forsvarsmenn tveggja leigubíla- stöðva voru þá á einu máli um að huga þyrfti að úrbótum í þessum efnum vegna vaxandi áreitis og jafnvel ofbeldisverka af hálfu far- þega. Allir viðmælendur blaðsins hafa hins vegar lagt áherslu á að almennt séu viðskiptavinir prúðir og kurteisir. Leigubílstjórinn sem um ræðir hér að framan var með fullan bíl af farþegum þegar atvikið átti sér stað. Einn þeirra þurfti að kasta upp svo bílstjórinn bjóst til að stöðva bílinn. Maður sem sat fyrir aftan konuna við stýrið trylltist þá, greip hana föstu kverkataki og skipaði henni að aka áfram og halda hraða, sem hún gerði. Hann herti takið heldur en hitt og keyrði höfuð hennar aftur. Það varð fólk- inu til happs að sjúkrabíll sem kom á móti stoppaði eftir að bíl- stjórinn hafði blikkað háu ljósun- um. Ofbeldismaðurinn lét sig hverfa út í myrkrið, en atburður- inn var kærður til lögreglu. Þessi sami bílstjóri hafði áður lent í því að farþegi kallaði hann öllum illum nöfnum, hótaði honum margsinnis lífláti, sló hann stöðugt í öxlina meðan á ferðinni stóð og braut loks vínflösku sem hann ætlaði síðan að skaða bílstjórann með. Bílstjórinn náði að sparka manninum út úr bílnum þegar hann hallaði sér út til að brjóta flöskuna. Það atvik var einnig kært. Hin konan sem Fréttablaðið ræddi við hefur einnig komist í hann krappan. Hún hefur einnig verið tekin kverkataki við akstur, rifið hefur verið í hár hennar, hún hefur verið stungin með penna í andlitið meðan á akstri stóð, og svo mætti áfram telja. Hún hefur orðið fyrir því að farþegi tók annan farþega kverkataki og herti að þar til það fór að korra í honum, hann blánaði upp og missti með- vitund. Þá klöngraðist árásarmað- urinn í framsætið og hóf að áreita hana gróflega, þar til hinn komst til meðvitundar. Þá fór maðurinn aftur í aftursætið og hélt áfram misþyrmingunum, sem enduðu með kynferðislegu ofbeldi. jss@frettabladid.is TVEIR LEIGUBÍLSTJÓRAR Skora á Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra að setja reglur um skylduöryggisbúnað í leigubíla. Þær segjast vilja sjá búr úr plexigleri utan um hvern einasta leigubílstjóra. Þeir séu óvarðir eins og búið sé að þeim í dag, en fái stundum fólk vopnað hnífum í bílana. Tekin kverkataki og skipað að aka áfram Öryggisbúnaður í leigubifreiðum er í lágmarki eða alls enginn. Tveir leigubíl- stjórar segja hér frá atvikum sem þeir hafa upplifað í starfi. Um er að ræða líkamlegt ofbeldi, líflátshótanir og áreiti. Þeir vilja aukið öryggi í starfi. FRAKKLAND, AP Franska lögreglan sendi í gær mikinn liðsauka út í úthverfi Parísar, þar sem óttast var að óeirðir brytust út á ný í nótt. Í gærkvöldi voru tveir strætisvagnar brenndir. Rétt ár er liðið frá því að mikil óeirðaalda upphófst í innflytjendaúthverfunum í kjölfar þess að tveir unglingar úr norður- afrískum innflytjendafjölskyldum dóu af slysförum þegar þeir reyndu að fela sig fyrir lögreglunni. Í fyrrinótt voru um 100 bílar brenndir í borgum landsins, helmingurinn í Parísarúthverfun- um. Í ofbeldisöldunni fyrir ári náðu óeirðaseggir að brenna allt að 1.400 bíla á nótt, auk annarra skemmdar- verka. - aa Götuóeirðir í Frakklandi: Bílar brenndir ári eftir ölduna KRÖFUGANGA Íbúar Parísarúthverfisins Clichy-sous-Bois í kröfugöngu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP JÓL Jólatré hefur verið reist við Blómaval við Skútuvog og er um að ræða stærsta íslenska jólatréð sem fellt hefur verið hér á landi að sögn Hreins Óskarsson- ar, skógar- varðar á Suðurlandi, sem sá um að velja og fella tréð. Tréð var fellt í Skógarlundi við Kirkju- bæjarklaust- ur og mun hafa verið gróðursett um eða upp úr 1950. Það þurfti nú að víkja vegna útsýnis að Systra- fossi og í staðinn verður komið upp áningarstað fyrir ferðamenn í lundinum fyrir andvirði trésins. - sdg Jólin farin að gera vart við sig: Stærsta íslenska jólatréð reist JÓLATRÉÐ Í SKÚTU- VOGI Tréð er sitkagreni og teygir sig um 16,8 metrar upp í loft. LÖGREGLUMÁL Lögreglan í Reykjavík ætlar að auka viðbúnað í miðbænum um helgina vegna þriggja nauðgana sem hafa átt sér þar stað í skjóli nætur síðastliðnar tvær vikur. ,,Það er hægt að rífa manneskju inn í næsta húsagarð, nauðga henni og enginn sér eða veit neitt. Við þurfum að koma í veg fyrir svona hrottaskap, Slíkar árásir eru hins vegar fátíðar og því kom mér á óvart þegar ég heyrði af þess- um þremur nauðgunum,“ segir Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn um aukinn viðbúnað lögregl- unnar í miðbænum um helgina. Einkennis- og óein- kennisklæddir lögreglu- menn, á merktum og ómerktum bílum, munu vakta mið- bæinn um helgina að sögn Geirs Jóns. ,,Við munum beita öllum til- tækum ráðum til að auka eftirlit næst veitingastöðum og við mið- borgina. Og við munum setja eins marga menn og við getum á vakt. Menn sem eru í þessum hugleið- ingum geta því ekki verið öruggir með sig; við ætlum að reyna að koma í veg fyrir að slíkur hrylling- ur endurtaki sig,“ segir Geir Jón. Hann bætir því við að nauðsyn- legt sé að koma upp fleiri öryggis- myndavélum í miðbænum og að samþykkt liggi fyrir því hjá Reykjavíkurborg. - ifv Lögreglan eykur viðbúnað í miðbænum vegna nauðgunarmála: Óeinkennisklæddir lögreglu- menn á vakt um helgina GEIR JÓN ÞÓRISSON VIÐSKIPTI Öryggi gagnaflutninga stendur áætlunum stjórnvalda um að koma hér á fót alþjóðlegri fjár- málamiðstöð fyrir þrifum. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skýrslu nefndar um alþjóðlega fjár- málastarfsemi á Íslandi. Skýrslan var kynnt á fundi ríkisstjórnarinnar í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneytinu stendur til að kynna efni hennar enn frekar á sér- stakri ráðstefnu áður en langt um líður. Í skýrslunni eru reifaðar margvíslegar hugmyndir um hvernig skapa mætti hér umhverfi sem stuðlað gæti að auk- inni fjármálastarfsemi. „Við reyndum að vinna þetta sem hugmyndabanka fremur en ákveðnar tillögur,“ segir Sigurður Einars- son, formaður nefndar ráðuneytisins. „Það er svo frekar stjórnmálamanna og löggjafans að vinna úr þessum hugmyndum, en þær snúa fyrst og fremst að því umhverfi sem gæti stuðlað að aukningu á fjár- málastarfsemi hér.“ Hann segir þó bent á atriði í almennu umhverfi hér sem stingi í augu, líkt og vönt- un á alþjóðlegum skólum og að hér skuli ekki vera öruggt varasamband gagnaflutninga til útlanda. Í skýrslunni er lögð áhersla á að ekki þurfi mikið að koma til í fjármálageiranum til að skila litlu þjóð- arbúi eins og okkar miklum ávinningi. - óká VIÐ STJÓRNARRÁÐIÐ Nefnd um Ísland sem fjármálamiðstöð leggur til að könnuð verði alþjóðleg lífeyrissjóðastarfsemi og stiglækkandi tekjuskattur á fyrirtæki. Skýrsla nefndar forsætisráðherra um alþjóðlega fjármálastarfsemi á Íslandi: Tryggja þarf gagnaflutninga LÖGREGLUMÁL Tveir Íslendingar sitja í gæsluvarðhaldi vegna stórfellds fíkniefnainnflutnings. Hörður Jóhannesson, aðstoðaryf- irlögregluþjónn, staðfestir að þeir hafi verið handteknir um síðustu helgi eftir að þeim hafi borist pakki með ætluðum fíkniefnum með hraðsendingu frá Danmörku. Á vef vísi.is í gær kom fram að um væri að ræða tíu kíló af hassi og að lögreglan í Reykjavík ynni að rannsókn málsins í samstarfi við dönsk lögregluyfirvöld. Hörður vildi þó ekki staðfesta slíkt né magn og tegund efnanna. - þsj Stórfelldur fíkniefnainnflutningur: Tveir menn í gæsluvarðhaldi Konan sem lést þegar bíll hennar rann fram af klettum við heilsugæslustöð- ina á Vopnafirði í fyrradag hét Stefanía Arnfríður Heiðar Sigur- jónsdóttir og var til heimilis að Kolbeinsgötu 5 á Vopnafirði. Stefanía var fædd 21. júní árið 1941 og því 65 ára þegar hún lést. Stefanía lætur eftir sig fjórar dætur og einn son. Stefanía Sigurjónsdóttir: Lést í bílslysi á Vopnafirði STEFANÍA SIG- URJÓNSDÓTTIR Hver er niðurstaðan í fyrsta bindi ævisögunnar? Hannes Hólmsteinn hefur verið blár frá rennblautu barnsbeini; hann drakk í sig Friedman og Hayek með móðurmjólkinni. Óttar Martin Norðfjörð heimspekingur er ævisagnaritari Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar. Fyrsta bindið, ,,Nóttin er blá, mamma“, er 2 bls að lengd og kemur út í byrjun desember. DANMÖRK Danska Extrabladet birtir á morgun umfjöllun um meint tengsl rússneskrar mafíu við íslenskt viðskiptalíf. Þann tíunda þessa mánaðar leitaði Extrabladet til fimm íslenskra nemenda sem eru við Viðskipta- háskólann í Kaupmannahöfn, Copenhagen Business School. Nemendunum var sendur tölvupóstur þar sem þeim er boðin greiðsla fyrir þýðingar, að skoða reikninga og „veita inn- blástur um aðra mögulega vinkla“. Í bréfinu kemur fram að unnið hafi verið í nærri mánuð að umfjölluninni. - kóþ Umfjöllun Extrabladet: Leituðu til ís- lenskra nema
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.