Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.10.2006, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 28.10.2006, Qupperneq 4
4 28. október 2006 LAUGARDAGUR GENGIÐ 27.10.2006 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 118,7107 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 67,73 68,05 128,06 128,68 85,82 86,30 11,511 11,579 10,329 10,389 9,301 9,355 0,5708 0,5742 100,02 100,62 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR Verð á ður: 3. 450.0 00- Tilboð : 2.990. 000.- ÍRAN, AP Írönum hefur tekist að tvöfalda getu sína til auðgunar úrans með fjölgun á þar til gerðum skilvind- um. Frá þessu greindi íranska fréttastofan ISNA í gær, en með þessu storka Íranar öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, sem er að undirbúa ályktun um refsiaðgerð- ir gegn Írönum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. ISNA hefur eftir ónafngreindum embættismanni að fyrstu tilraunir með starfrækslu nýs nets af úran- gas-skilvindum hefðu gefið góða raun. Með nýju skilvindunum tvöfaldaðist afkastagetan til auðgunar úrans. Með auðgun úrans er bæði hægt að framleiða eldsneyti til rafmagnsframleiðslu í kjarnorkuverum og efni í kjarnorkusprengjur. Fréttin vakti blendin viðbrögð. Franska utanríkis- ráðuneytið sagði hana „neikvæð skilaboð“ sem taka þyrfti með í reikninginn við samningu ályktunar öryggisráðsins um refsiaðgerðir. Sergei Ívanov, varnarmálaráðherra Rússlands, sagði hins vegar að þessi tíðindi gæfu „ekki tilefni til að hafa áhyggjur“. Rússar og Kínverjar, tvær af fimm þjóðum sem fara með neitunarvald í öryggisráðinu, hafa viljað fara hægar í sakirnar en Vesturveldin við að standa í hótunum við Írana vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. - aa AUÐGA ÚRAN Í þessari verksmiðju í Isfahan, og víðar, er talið að Íranar stundi auðgun úrans. NORDICPHOTOS/AFP Deilan um kjarnorkuáætlun Írana: Tvöfölduð geta til úranauðgunar VINNUMARKAÐUR Magnús Stefáns- son félagsmálaráðherra sagði á ársfundi ASÍ, sem haldinn var nú í vikunni, að mikilvægt væri að fjölgun erlendra fyrirtækja og útlendinga á innlendum vinnu- markaði raskaði ekki þeim reglum og hefðum sem hefðu skapast á vinnu- markaði. „Tryggja þarf að erlent starfsfólk njóti þeirra réttinda og kjara sem gilda hér á landi sem og að stuðla að því að milliliðalaust ráðningar- samband milli vinnuveitanda og starfsmanna verði áfram meginreglan,“ sagði hann. - ghs Félagsmálaráðherra: Tryggja þarf réttindi og kjör MAGNÚS STEFÁNSSON STJÓRNMÁL Pétur H. Blöndal alþingismaður varði 2,7 milljón- um króna til auglýsinga- og kynningarstarfs í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Pétur upplýsti þetta í gær. Pétur efndi til fundaraðar og varði 1,6 milljónum til kynningar á henni, bæði í fjölmiðlum og með bæklingi sem dreift var á öll heimili í borginni. Hann keypti hefðbundnar auglýsingar fyrir rúmar 600 þúsund krónur og um 400 þúsund krónur runnu til gerðar heima- síðu framboðsins og leigu á fundarsölum. Pétur starfrækti ekki hefð- bundna kosningaskrifstofu í prófkjörinu. -bþs Prófkjör Péturs H. Blöndal: Kostaði 2,7 milljónir króna PÉTUR H. BLÖNDAL NEYTENDAMÁL Stjórn Neytenda- samtakanna hefur ákveðið að koma á fót starfsnefndum sem félagsmenn geta tekið sæti í. Neytendasamtökin hvetja neytendur til að taka þátt í starfsemi samtakanna og á þann hátt efla neytendastarf. Nefndirnar eru átta og munu taka á ýmsum málefnum. Sem dæmi má nefna matvæli, fjármál heimila, heilbrigðisþjónustu, samkeppni, öryggi neysluvöru, neytendalöggjöf, markaðssetn- ingu Neytendasamtakanna og úttekt á kostum og göllum Evrópusambandsaðildar fyrir neytendur. - sdg Starf Neytendasamtakanna: Neytendur taki þátt í nefndum ÁSTRALÍA, AP Ástralar eru yfir sig hneysklaðir á orðum Sjeik Taj Aldin al Hilali, ástralsks múslima- klerks, um að konur sem ekki ganga með höfuðklút bjóði hættunni á nauðgunum heim, því þær séu líkastar „kjöti“ sem skilið sé eftir utandyra þar sem kettir komast í það. Klerkurinn sagði síðar að hann hefði ekki verið að bera í bætifláka fyrir nauðgara og að ástralskar konur mættu sín vegna klæðast eins og þær vildu. „Hugmyndin um að nauðganir séu konum að kenna er fráleit,“ sagði forsætisráðherrann John Howard, en aðrir múslimaklerkar og stjórnmálamenn fordæmdu orð Hilali. - smk Ástralskur múslimaklerkur: Líkir konum við óvarið kjöt MÚSLIMAKLERKUR Ástralar eru afar hneykslaðir á orðum Sjeik Taj Aldin al Hilali, til vinstri, um klæðnað kvenna. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur fengið aðgang að bréfasafni Halldórs Laxness eftir að Þjóðarbók- hlaðan opnaði safnið fyrir honum nú þegar þriggja ára lokunartími er yfir- staðinn. Í dag er munnlegur málflutn- ingur í héraðsdómi í höfundarréttar- máli Auðar Laxness gegn Hannesi. Þá munu bæði Hannes og og dóttir nóbelsskáldsins, Guðný Halldórsdóttir gefa skýrslur. DÓMSTÓLAR Hannes má skoða Laxness-skjölin FJÖLMIÐLAR Guðbjörg Hildur Kol- beins, stundakennari í fjölmiðla- fræði við Háskóla Íslands, hélt því fram í fyrirlestri í Lögbergi í gær að fyrirtækið Baugur Group hf. héldi uppi tekjum Fréttablaðsins með því auglýsa í blaðinu í miklu meira mæli en öðrum miðlum. Athugun Guðbjargar á auglýs- endum í Fréttablaðinu byggðist á því að telja saman heil- og hálfsíðu- auglýsingar í blaðinu eftir að Baug- ur Group hf. kom að fyrirtækinu sem einn af eigendum móðurfyrir- tækis blaðsins árið 2002. Sagði Guðbjörg meðal annars í erindi sínu: „Heyrst hefur að Baug- ur niðurgreiði ókeypis útgáfu Fréttablaðsins með auglýsingum verslana sinna, sérstaklega með auglýsingum Hagkaupa, Bónus og Debenhams.“ Vitnaði Guðbjörg þar meðal annars til greina Páls Vil- hjálmssonar, upplýsingafulltrúa Rannís, um málefni Baugs í því samhengi. „Páll heldur því alltaf blákalt fram að Jón Ásgeir Jóhann- esson hafi átt þá hugmynd að beina auglýsingum fyrirtækja Baugs til Fréttablaðsins. Þetta er mjög góð viðskiptahugmynd! Alveg rökrétt,“ sagði Guðbjörg og sagði síðan að megintilgangur athugunar sinnar hefði verið að kanna tengsl milli eignarhalds á íslenskum dagblöð- um og auglýsingum sem í þeim birtust. „Ég taldi bara hreinlega allar heil- og hálfsíðuauglýsingar sem birtust í Fréttablaðinu, Morg- unblaðinu, DV og Blaðinu. Ég henti öllum kálfum út, vegna þess að það eru aðalblöðin sem skipta máli,“ sagði Guðbjörg. Niðurstaða athugunar Guðbjarg- ar var sú að „fjórðungur stórra auglýsinga í Fréttablaðinu væri frá verslunum í eigu Baugs eða fyrir- tækjum innan Dagsbrúnar,“ eins og segir orðrétt í niðurstöðukafla greinar Guðbjargar, Af kaupmönn- um og hjartans börnum. Ari Edwald, forstjóri 365, stóð upp á fundinum og sagði Guðbjörgu gera sig seka um ótrúlegar rang- túlkanir, vanþekkingu á rekstrar- umhverfi fjölmiðlafyrirtækja og rakalausan málflutning sem væri ekki kennara við Háskóla Íslands til sóma. „Fjölgun á auglýsingum í Fréttablaðinu helst að sjálfsögðu í hendur við vaxandi dreifingu og lestur, enda Fréttablaðið nú með yfirburðastöðu á íslenskum mark- aði sem auglýsingamiðill. Tal Guð- bjargar um að Baugur, og önnur fyrirtæki sem hún tengdi við Baug, væri með fjórðung af öllum auglýs- ingum er rakalaust rugl. Auk þess er staða Fréttablaðsins það sterk að blaðið getur vel borið sig án allra auglýsinga fyrirtækja tengdum Baugi, þótt það kæmu engar í stað- inn. Guðbjörg tekur til að mynda ekki tillit til Allt-hluta Fréttablaðs- ins, sem er langsamlega stærsti tekjuhluti blaðsins og næstum helmingur af öllum tekjum þess. Mér finnst til háborinnar skammar að Guðbjörg Hildur Kolbeins skuli stíga fram og tengja sig við Háskóla Íslands og ráðstefnuhald á vegum skólans, og slá fram upplýsingum um fyrirtæki á markaði, sem ekki eiga við nein rök að styðjast. Þessi málflutningur Guðbjargar er for- kastanlegur.“ magnush@frettabladid.is Fjallaði um fjölmiðla á umdeildum rökum Guðbjörg Hildur Kolbeins sagði fyrirtæki í eigu Baugs Group auglýsa einkennilega mikið í Fréttablaðinu í fyrirlestri í Lögbergi. Vitnaði hún meðal annars til greina Páls Vilhjálmssonar í upphafi erindis síns. Rakalaust rugl, segir Ari Edwald. FRÁ FUNDINUM Í LÖGBERGI Fundargestir sjást hér hlýða á erindi Þorbjörns Brodda- sonar, prófessors við Háskóla Íslands. Guðbjörg Hildur Kolbeins hélt síðan erindi um grein sína, Af kaupmönnum og hjartans börnum. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.