Fréttablaðið - 28.10.2006, Page 6
6 28. október 2006 LAUGARDAGUR
KJÖRKASSINN
Innri friður - Innri styrkur
Sjálfsefl ing - lífsstíll til framtíðar
Helgarnámskeið fyrir konur verður haldið í náttúruvænu og heimilislegu
umhverfi að Fögruhlið í Fljótshlíð helgina 3-5 nóvember.
Helstu markmið eru að:
• Byggja upp grunnundirstöðu í sjálfsþekkingu
• Auka innri styrk
• Efl a samskiptahæfni
• Kynnast mætti fyrirgefningar og kærleikans í samskiptum
• Læra að leysa árekstra með lausnarmiðaðri sýn
• Upplifa áhrifamátt kyrrðar og hugarróar
• Kveðja það liðna með jákvæðu hugarfari
• Læra að lífa ,,í Núinu”
Eftirfylgd
Þátttakendum er boðið upp á mánaðarlega fundi í Kópavogi, í þrjá mánuði.
Styrkir
V.R. ásamt fl eiri stéttarfélögum, styrkir félagsmenn til þátttöku á námskeiðinu
Nánari upplýsingar á www.liljan.is og í síma 863 6669.
VINNUMARKAÐUR Hnattvæðingin
og íslenskur vinnumarkaður, var
yfirskrift ársfundar ASÍ nú í
vikunni. Grétar
Þorsteinsson,
forseti ASÍ,
sagði í setning-
arræðu sinni að
grundvallarfor-
sendan fyrir
því að geta nýtt
þau tækifæri
sem felast í
hnattvæðing-
unni væri
stöðugleiki í
efnahagslífi og á vinnumarkaði.
„Ólga í efnahagsmálum og á
vinnumarkaði á undanförnum
árum er ekki síst til komin vegna
þess að stjórnvöld hafa litið
hlutina öðrum augum. Stefna
ríkisstjórnarinnar hefur þannig
beinlínis ýtt undir neikvæðar
afleiðingar hnattvæðingarinnar,“
sagði hann. - ghs
Forseti ASÍ:
Stöðugleiki er
forsendan
GYLFI ARNBJÖRNS-
SON, FORSETI ASÍ.
VINNUMARKAÐUR Tillaga um
skipulagsbreytingar á Alþýðu-
sambandi Íslands, ASÍ, var felld
á ársfundinum í gær. Tillagan
hlaut 61 prósent atkvæða,
rúmlega 30 prósent voru á móti,
en 66,7 prósent atkvæða hefði
þurft til að hún næði fram að
ganga.
Aðalsteinn Baldursson,
formaður verkalýðsfélags
Húsavíkur, segir að þetta hafi
ekki komið sér á óvart. „Þessar
breytingar hefðu þýtt að vægi
landsbyggðarinnar hefði minnkað
og konum hefði fækkað í æðstu
stjórnunarstörfum ASÍ. Ég fann
fyrir andstöðu víða á landsbyggð-
inni. Við þetta gátu margir ekki
unað,“ segir hann. - ghs
Ársfundur ASÍ:
Tillaga um nýtt
skipulag felld
HEILBRIGÐISMÁL Ákvörðun um að
leggja niður áhættumeðgöngu-
vernd á vegum Miðstöðvar mæðra-
verndar er harðlega mótmælt af
hálfu Ljósmæðrafélags Íslands og
Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga.
Talsmenn félaganna, sem hafa
sent frá sér yfirlýsingu vegna
þessa, benda á að Miðstöð mæðra-
verndar sinni nú um 700 konum á
ári hverju. Langflestar séu þær í
áhættumeðgöngu. Þá sinni mið-
stöðin ráðgjafaþjónustu fyrir
heilsugæslustöðvar, auk annarra
fræðsluverkefna.
Fram kom á fundi sem ljós-
mæður höfðu óskað eftir með
framkvæmdastjórn Heilsugæslu
höfuðborgarsvæðisins í gær, að
fyrirhugað sé að stofna nýja deild
innan Landspítala - háskólasjúkra-
húss fyrir konur í áhættumeð-
göngu.
Talsmenn félaga ljósmæðra og
hjúkrunarfræðinga benda á að
þegar einungis þrjár vikur séu til
stefnu liggi ekki ljóst fyrir hvar
sú starfsemi verði né hvernig
henni verði háttað.
Ljósmæður lýsa enn fremur
yfir áhyggjum af þeirri óvissu
sem skapist hjá skjólstæðingum
Miðstöðvarinnar með áframhald-
andi mæðravernd, þegar starf-
semi hennar verði lögð niður í
núverandi mynd eftir einungis
þrjár vikur. - jss
ÁHÆTTUMEÐGANGA Langstærstur hluti
þeirra sjö hundruð kvenna sem Miðstöð
mæðraverndar sinnir á ári hverju er í
áhættumeðgöngu.
Ljósmæðrafélag Íslands og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga:
Mótmæla harðlega breyting-
um á áhættumeðgönguvernd
AÐSTOÐ Í BAUGSMÁLINU
4. mars 2004 og 23. apríl 2004
Embætti ríkislögreglustjóra óskar eftir
því að lögregluyfirvöld í Lúxemborg
aðstoði við rannsókn á hendur Tryggva
Jónssyni og Jóni Ásgeir Jóhannessyni.
Í réttarbeiðninni eru Tryggvi og Jón
Ásgeir sagðir meðal annars grunaðir
um fjárdrátt, fjársvik, innherjasvik og
peningaþvætti í tengslum við viðskipti
við Kaupthing Lúxemborg.
12. júlí og 26. júlí 2004
Francois Prum, lögfræðilegur aðstoðar-
maður Baugs Group hf., sendir Martine
Solovieff, saksóknara í Lúxemborg, bréf
þess efnis að nauðsynlegt sé að ítreka
það við embætti ríkislögreglustjóra að
aðeins sé hægt að nota gögnin sem
aflað var í Lúxemborg í tengslum við
áðurnefnd sakarefni.
3. ágúst 2004
Saksóknari í Lúxemborg sendir ítrekun-
arbréf til embættis ríkislögreglustjóra,
þar sem tekið er sérstaklega fram að
ekki sé hægt að nota gögnin sem aflað
var í Lúxemborg í málum sem ekki
snerta fyrrnefnd sakarefni. Embætti
ríkislögreglustjóra hefur ekki svarað
ítrekunarbréfinu.
23. október 2006
Jón Ásgeir afhendir lögregluyfirvöld-
um bréf, stílað á Jón H.B. Snorrason, í
yfirheyrslu vegna meintra brota á skatta-
lögum sem snerta starfsemi Fjárfestinga-
félagsins Gaums ehf. og Baugs Group
hf. árið 2004. Jón Ásgeir biður embætti
ríkislögreglustjóra að upplýsa um það,
hvaða gagna var aflað í aðgerðunum í
Lúxemborg árið 2004.
28. október 2006
Martine Solovieff, saksóknari í Lúxem-
borg, segir í Fréttablaðinu að það sé
óheppilegt að lögregluyfirvöld hafi ekki
svarað bréfi hennar. Jón H.B. Snorrason
segir bréfið ekki hafa gefið tilefni til svars.
BAUGSMÁL Jón H. B. Snorrason,
yfirmaður efnahagsbrotadeildar
ríkislögreglustjóra, segir bréf
Martine Solovieff, saksóknara í
Lúxemborg, ekki hafa gefið tilefni
til þess að því væri svarað efnis-
lega.
Eins og greint var frá í Frétta-
blaðinu sagðist Martine aldrei
hafa fengið svar frá embætti rík-
islögreglustjóra við bréfi sínu þar
sem hún ítrekaði að ekki væri
hægt að nota gögnin, sem aflað
var í Lúxemborg árið 2004, nema
vegna þeirra sakarefna sem frá
var greint í réttarbeiðni íslenskra
lögregluyfirvalda.
Í henni kemur fram beiðni um
aðstoð vegna gruns um að Tryggvi
Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannes-
son hafi gerst sekir um peninga-
þvætti, fjárdrátt, innherjasvik og
fjársvik.
Jón H. B. Snorrason segist hafa
verið í stöðugu sambandi við sak-
sóknara í Lúxemborg. „Þetta til-
tekna bréf, sem saksóknari sendi 3.
ágúst 2004, gaf ekki tilefni til þess
að því væri svarað sérstaklega.
Saksóknari sendir bréfið, eftir
kvartanir frá lögmanni Baugs.
Embætti ríkislögreglustjóra hefur
verið í stöðugu sambandi við sak-
sóknara og yfirvöld í Lúxemborg,
vegna málsins og samstarfið hefur
verið byggt á lagalegum og fagleg-
um grunni og gengið vel.“
Gestur Jónsson, lögmaður Jóns
Ásgeirs, segir það einkennilegt að
lögregluyfirvöld hér á landi skuli
ekki sjá sér fært að svara bréfum
yfirvalda í Lúxemborg. „Út af fyrir
sig, er það alvarlegur hlutur ef
íslensk lögregluyfirvöld, sem
fengu aðstoð frá lögregluyfirvöld-
um í Lúxemborg á grundvelli saka-
refna sem tiltekin eru í réttar-
beiðni, skuli ekki sjá sér fært að
svara bréfum sem koma frá yfir-
völdum í Lúxemborg. Það eru ekki
fagleg vinnubrögð í stóru máli eins
og þessu.“
Martine segir það alvarlegt mál
ef í ljósi komi að gögnin hafi verið
notuð í öðrum tilgangi en tiltekið
er í réttarbeiðninni. „Ef í ljós
kemur að gögnin hafi verið notuð í
tengslum við önnur sakarefni, en
nefnd eru í réttarbeiðninni, þá
getur það verið alvarlegt mál. En
ég hef engar forsendur til þess að
meta það hvernig gögnin hafa verið
notuð í málinu, þar sem ég hef ekki
fengið upplýsingar um það frá
embætti ríkislögreglustjóra.“
magnush@frettabladid.is
Efni bréfs saksóknara í Lúxem-
borg gaf ekki tilefni til svars
Jón H. B. Snorrason yfirmaður efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra segir ítrekunarbréf saksóknara
í Lúxemborg frá 3. ágúst 2004 ekki hafa gefið tilefni til svars. Einkennilegt að lögregluyfirvöld svari ekki
bréfinu, segir Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar.
SAKSÓKNARI AFHENDIR MÁLSGÖGN Í HÉRAÐSDÓMI Málsgögn, sem aflað var í Lúx-
emborg árið 2004, hafa valdið deilum. Saksóknari í Lúxemborg segir það óheppilegt
að ítrekunarbréfi hans hafi ekki verið svarað. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LÖGREGLUMÁL Ungur maður
slasaðist við vinnu sína í
sláturhúsi SS á Selfossi um hálf
tólfleytið á fimmtudagskvöldið.
Að sögn lögreglunnar á
Selfossi var maðurinn að færa
450 kg kassa, sem í voru frosnir
hryggir, með staflalyftara og
datt kassinn ofan á hann úr um
þriggja metra hæð. Lögreglan
vinnur nú að frekari rannsókn á
slysinu.
Maðurinn var fluttur á
heilsugæslustöðina á Selfossi en
var fluttur þaðan á bráðamót-
töku LSH í Fossvogi.
Ekki hafa fengist upplýsingar
um líðan mannsins. - ifv
Starfsmaður SS slasaðist:
Fékk 450 kg
ofan á sig
AUGL†SINGASÍMI
550 5000
FYLGIR FRÉTTABLA‹INU ALLA MI‹VIKUDAGA
LÖGREGLUMÁL „Ég sé ekki beint
ástæðu til þess að förum að
spyrjast fyrir um málið,“
svarar Matthías Halldórsson
landlæknir aðspurður hvort
embætti hans rannsaki mál
Þórðar Einars Guðmundssonar
sem fannst látinn í farþega-
ferjunni Norrænu fimmtudaginn 19. október.
Þórður velti nýlegum Fiat bíl sínum í sunnanverð-
um Berufirði seint á þriðjudagskvöldið 17. október.
Bíllinn endastakkst áður en hann endaði á hjólunum
úti í skurði. Maður sem kom þar að ók Þórði á
Djúpavog en þar var enginn læknir svo hann var
fluttur með sjúkrabíl á heilsugæsluna á Egilsstöðum.
Eftir stutta skoðun á heilsugæslunni þar sem ekkert
alvarlegt kom í ljós hélt Þórður um nóttina niður á
Seyðisfjörð og steig um borð í Norrænu.
Um borð í Norrænu deildi Þórður klefa
með nokkrum öðrum farþegum. Hann mun
hafa lagst til svefns á miðvikudagskvöldið.
Hann var látinn þegar ferjan kom til
Þórshafnar í Færeyjum á fimmtudeginum.
Lögreglan á Austurlandi hefur ekki
fengið upplýst frá yfirvöldum í Færeyjum
hver dánarorsök Þórðar er talin hafa
verið. Í fréttum NFS á fimmtudag var hins vegar haft
eftir barnsmóður hans að hún hefði fengið þær
upplýsingar frá Færeyjum að komið hefði í ljós við
krufningu að gat hafi verið á milta Þórðar og að sá
áverki hafi dregið hann til bana.
„Það er alþekkt í læknisfræðinni að einkenni geta
komið fram eftir nokkra daga eftir áverka sem ekki
er hægt að sjá fyrir. En ef einhver óskar eftir athugun
á málinu þá munum við náttúrlega gera hana,“ segir
Matthías landlæknir. - gar
Landlæknir um manninn sem lést um borð í Norrænu:
Einkenni áverka geta birst síðar
NORRÆNA Maður lést um borð í Nor-
rænu á siglingu til Færeyja.
KJÖRKASSINN
Geta borgarbúar gengið öruggir
um götur?
Já 31,5%
Nei 68,5%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Hefur þú keyrt bíl undir áhrif-
um áfengis?
Segðu skoðun þína á visir.is