Fréttablaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 12
 28. október 2006 LAUGARDAGUR12 Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] ICEX-15 6.3711 -1,59% Fjöldi viðskipta: 456 Velta: 21.933 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Actavis 65,30 -1,36% ... Alfesca 4,99 +0,00% ... Atlantic Petroleum % ... Atorka 6,32 -1,86% ... Avion 34,30 +0,00% ... Bakkavör 60,80 +0,17% ... Dagsbrún 4,94 -1,20% ... FL Group 23,00 -1,71% ... Glitnir 23,00 -1,71% ... Kaup- þing 853,00 -1,73% ... Landsbankinn 26,00 -1,89% ... Marel 79,50 +0,00% ... Mosaic Fashions 16,60 -2,35% ... Straumur-Burðarás 16,60 -2,35% ... Össur 123,00 -1,60% MESTA HÆKKUN Bakkavör +0,17% MESTA LÆKKUN Nýherji -5,66% Tryggingamiðstöðin -2,44% Mosaic -2,35% Kaupþing hagnaðist um 67,2 millj- arða króna á fyrstu níu mánuðum ársins sem er nærri tvöföldun frá sama tíma í fyrra. Allt árið í fyrra hagnaðist bankinn um 49,3 millj- arða króna. Hagnaður bankans á þriðja ársfjórðungi einum nam 35,4 milljörðum króna og jókst um 265 prósent á milli ára. Arðsemi eigin fjár það sem af er ári er 47,2 prósent á ársgrund- velli borið saman við 32,3 prósent í fyrra. Þar með hefur Kaupþing skilað mestum hagnaði íslensks fyrir- tækis á einu ári og slegið hagnað- armet í Kauphöll á einum ársfjórð- ungi. Fyrra metið átti Exista en það síðara Burðarás. Helsta skýringin fyrir þessari góðu afkomu bankans á þriðja árs- fjórðungi liggur í sölu á eignarhlut í Exista og skráningu þess félags á markað í september. Nam gengis- hagnaður á þriðja ársfjórðungi 37,3 milljörðum króna, sem er 681 prósenti meira talið frá sama tíma í fyrra, en gengishagnaður af Exista var 26 milljarðar. Rekstrartekjur Kaupþings fyrstu níu mánuðina voru 126 milljarðar króna og jukust því um 82 prósent. Þær námu tæpum sex- tíu milljörðum króna á þriðja árs- fjórðungi einum. Þegar þriðji árs- fjórðungur er borinn saman við annan ársfjórðung sést samdrátt- ur í hreinum vaxtatekjum vegna minni verðbólgu en einnig dragast þóknunartekjur saman. Tekjur af verðbréfastarfsemi aukast hins vegar verulega, eins og áður sagði. Heildargjöld voru 13,8 milljarðar á þriðja ársfjórð- ungi og gerist það í fyrsta skipti um langa hríð að þau dragast saman á milli samliggjandi árs- fjórðunga. Kostnaðarhlutfall var lágt, um 32,6 prósent. Heildareignir Kaupþings voru í lok september komnar í 3.663 milljarða króna og höfðu vaxið um 44 prósent frá byrjun árs. Eigið fé bankans stóð á sama tíma í 267,7 milljörðum króna en hefur síðar lækkað þar sem bankinn greiddi út aukaarð í formi hlutabréfa í Exista. Eiginfjárhlutfall (CAD) var 14,1 prósent í lok september samanborið við 12,2 prósent í byrj- un árs. Stjórnendur bankans hafa unnið að því hörðum höndum að dreifa fjármögnun bankans á síð- ustu vikum meðal annars með útgáfu skuldabréfa á nýjum mörk- uðum, í Bandaríkjunum og Japan. eggert@frettabladid.is ÞEIR SIGURÐUR EINARSSON OG HREIÐAR MÁR SIGURÐSSON HAFA RÍKA ÁSTÆÐU TIL AÐ BROSA Kaupþing hagnaðist meira á fyrstu níu mánuðum ársins en áður hefur þekkst í sögu íslensks athafna- og viðskiptalífs. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Kaupþing slær Íslandsmet Hagnaður fyrstu níu mánuðina er meiri en áður hefur þekkst. Gengishagnaður af Exista skýrir met- hagnað bankans á þriðja ársfjórðungi. UPPGJÖR KAUPÞINGS Á 3. ÁRSFJÓRÐUNGI* Hagnaður 35.393 Spá Glitnis 39.346 Spá Landsbankans 31.059 Spá um meðaltalshagnað 35.202 *í milljónum króna Kaupþing skilaði meiri hagnaði á þriðja ársfjórðungi en allir stóru sænsku bankarnir að Nordea, langstærsta fjármálafyrirtæki Norðurlanda, undanskildu. Allt eru þetta samkeppnisaðilar á norrænum fjármála- mörkuðum. Ef hagnaðartölur bankanna fyrir skatta eru skoðaðar kemur í ljós að Nordea skilaði langmestum hagnaði á þriðja ársfjórðungi eða 91,4 milljarði. Hagnaður Kaupþings, 43,2 milljarðar fyrir skatta, dugar bankanum til að skjótast upp fyrir SEB, Handelsbanken (SHB) og Swedbank sem skiluðu 28-36 milljörðum í hús á þriðja ársfjórðungi. Kaupþing er með hæstu arðsemi eigin fjár á ársgrund- velli, ríflega 47 prósenta arðsemi borið saman við 19-23 prósent hjá hinum bönkunum. Sænsku bankarnir eru þó nokkuð stærri en Kaupþing, bæði hvað varða í markaðsverðmæti og eignir. Nordea er um þrisvar sinnum verðmætara en Kaupþing. - eþa Slá stóru sænsku bönkunum við Kaupþing með meiri hagnað en SEB, SHB og Swedbank á síðasta ársfjórðungi. KAUPÞING OG SÆNSKU BANKARNIR – HAGNAÐUR FYRIR SKATTA OG AÐRAR TÖLUR 3. ársfjórð. Allt árið Arðsemi Markaðsvirði Nordea 91,4 245,4 22,6% 2.540 SEB 35,9 106,4 19,9% 1.320 Handelsbanken 27,9 112,8 20,1% 1.160 Swedbank 34,8 96,5 19,2% 1.130 Kaupþing 43,2 80,6 47,2% 567 Allar upphæðir í milljörðum króna 99 kr. 190 kr. 290 kr. 390 kr. 490 kr. 590 kr. 690 kr. 790 kr. 890 kr. 990 kr. 40- 90% afs látt ur Opnunartími: Virka daga kl. 12-18 Laugardaga kl. 10-17 Sunnudaga kl. 12-17 www.fjolvi.is Sími: 565 6500 BÓKAVEISLA NÚ Á AÐ TÆMA LAGERINN! Missið ekki af einstöku tækifæri til að gera reyfarakaup á frábærum bókum. Bækur fyrir alla fjölskylduna: Barnabækur - Teiknimyndasögur - Landakort - Tímarit Listaverkabækur - Heilsubækur - Ljóðabækur Skáldsögur - Ævisögur - Ferðabækur og margt fleira FJÖLVA Smiðjuvegi 4, Kópavogi, græn gata Allir sem kaupa fá bók í kaupbæti! Allir sem kaupa 3 eða fleiri Tinnabækur fá Tinnabol í kaupbæti! Kaupið jólagjafirnar fyrir alla fjölskyldunaá einu bretti FJÖLVI Krónan lækkaði um 2 prósent í 25,3 milljarða króna viðskiptum í gær. Edda Rós Karlsdóttir, for- stöðumaður greiningardeildar Landsbankans, segir þetta tals- verða lækkun en innan marka. Edda segir gengið hafa verið sterkt undanfarið og líklegt sé að fjárfestar hafi selt krónur og tekið út hagnað. Þá geti orðrómur haft áhrif á gengið en um helgina birt- ist umfjöllun um íslenskt við- skiptaumhverfi í danska blaðinu Ekstrabladet þar sem gefið er í skyn að rússneska mafían standi á bak við velgengni íslensks fjár- málalífs. „Ef margir haga við- skiptum sínum eftir orðrómi þá getur þetta spilað inn í,“ segir Edda. - jab Krónan veiktist í gær MARKAÐSPUNKTAR... Vöruskiptajöfnuður í september var óhagstæður um 7,6 milljarða króna. Alls voru fluttar út vörur fyrir 22,3 milljarða og inn fyrir 29,9 milljarða. Það er lægsti mánaðarhalli á vöruskiptum frá því í október á síðasta ári. Sextándu ÍMARK-verðlaunin voru veitt í gær. Icelandair stendur fremst íslenskra fyrirtækja í markaðssetningu og Björn og Dísa í World Class eru klárustu markaðsmenn landsins í dag að mati félagsmanna ÍMARK. Össur birtir ársfjórðungsuppgjör á mánudaginn. Spár greiningardeilda bankanna um hagnað félagsins á þriðja ársfjórðungi eru á bilinu 337 til 357 milljónir króna. Margt á prjónunum Bakkavör kynnti nýtt merki félagsins sam- hliða því sem birt var gott uppgjör síðasta ársfjórðungs. Nýja merkið er sérlega stílhreint og gegnum hugsað. Ö er vandræðastafur á alþjóðamarkaði. Lausnin felst í að breyta Ö í disk með gaffli. Þar við bætist að Bakkavör hugsar sér til vaxtar í Asíu og því er myndin þannig að auðveldlega má sjá matprjóna á diski út úr merki félagsins. Prjónarnir geta svo auðvitað auð- veldlega vísað til þess að stofn- endur félagsins, þeir Ágúst og Lýður Guð- mundssynir, eru þekktir fyrir það í viðskipt- um sínum að hafa jafnan eitt og annað á prjónunum. Danir í aðra atlögu Extra Bladet birtir á morgun mikla grein um íslenskt viðskiptalíf. Þar er boðuð afhjúpun á því hvaðan íslensku peningarnir komu. Í kynningu segir Extrablaðið: „Hefurðu átt viðskipti við Sterl- ing, Merlin eða Magasin? Og viltu vita hvert pen- ingarnir fara? Eða hefurðu lesið Nyhedsavisen nýlega og vilt vita hvaðan peningarnir koma?“ Blaðið lofar svo því að svara þessum spurning- um og leitar fanga til Rússlands, Lúxemborgar og Jómfrúaeyja. Það verður auðvitað fróðlegt að sjá hvaða tökum málin verða tekin, en alveg er ljóst að Danir kaupa ekki þær skýringar sem nærtækastar eru um árangur íslenskra kaupsýslumanna og telja að hann hljóti að vera sprottinn af öðru en útsjónarsemi og greiðum aðgangi að fjármagni. Peningaskápurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.