Fréttablaðið - 28.10.2006, Qupperneq 20
20 28. október 2006 LAUGARDAGUR
Fangbrögð, njósnir
og útúrsnúningar
Fór – í fyrsta sinn á ævinni – á
glímukeppni. Hélt ég ætti það ekki
eftir. Keppnin fór fram hjá Mjölni
á Mýrargötu og glíman sem keppt
var í er kölluð „gólfglíma“ en á
útlensku „submission wrestling“.
Þetta er fangbragðakeppni sem
fer þannig fram að keppendur
þreyta með sér fangbrögð uns
annar aðilinn hefur náð slíku
fantataki á hinum að hann biðst
vægðar, gefst upp.
Ég fór til að horfa á
og hvetja hann
Krumma minn
sem var að
keppa í fyrsta
sinn í þessari
íþrótt til til-
breyting-
ar frá
japönsku
glímunni
karate sem
hann hefur stundað frá því að
hann fór að standa út úr hnefa. Í
fyrstu glímunni sinni lenti hann á
móti tröllauknum kappa sem var
að minnsta kosti 50 kílóum þyngri
svo að ég gerði ráð fyrir að við
feðgarnir myndum eyða enn
einum frídegi á slysavarðstofunni.
Þær áhyggjur reyndust ástæðu-
lausar því að tröllið var mjúk-
hentara en ég bjóst við og
Krummi komst lifandi og
ómeiddur frá sinni fyrstu
glímu – en ákaflega móður.
Ekki naívisti!
Mér sjálfum er farin að blöskra
svo mín eigin ósvífni að ætla
að halda málverkasýningu að
ég fékk listfræðing til að koma
og kíkja á málverkin mín.
Það sem hann sagði róaði
mig soldið. Að vísu sagðist
hann ekki telja að ég væri
naívisti. Það þykir mér verra.
Ekki gat ég pínt hann til að
greina mig nánar en hann sagði
að lokum að hann hefði aldrei séð
myndir sem mínar myndir líkt-
ust.
Það getur náttúrlega bæði vitað
á gott og vont.
Að villast á úlfinum
og Rauðhettu
Saltfiskur í
kvöldmatinn. Árni Þór gaf
mér fiskinn en hann er
skipstjórinn minn uppi á
Skaga og kann að verka
saltfisk með himneskum
árangri.
Stundum eru fréttirnar
mikið grín:
„Geir H. Haarde
forsætisráð-
herra sakar stjórnarandstöðuna
um að reyna að koma höggi á
Björn Bjarnason dómsmálaráð-
herra með ómaklegum hætti í
umræðu um símahleranir.“
Nú er búið að snúa dæminu við
og spenna kerruna fyrir hestinn.
Það eru ekki þeir sem njósnað var
um sem eru fórnarlömb, heldur er
dómsmálaráðherra landsins orð-
inn píslarvottur og þeir sem eru
reiðir yfir leynipukri, njósnum og
landráðastarfsemi taka upp á
þessu til þess eins að koma höggi
á karlgreyið.
Svona útúrsnúningar eru dag-
legt brauð í því sem við hérna á
skerinu iðkum í staðinn fyrir
stjórnmálaumræðu. Ekki var
fyrrverandi utanríkisráðherra
fyrr búinn að upplýsa að sím-
inn hans hefði verið hleraður
en fram komu ásakanir um að
hann hefði sjálfur látið njósna
um samráðherra sinn, Svavar
Gestsson, en hann langaði til
að vita hvort einhver gögn um
Svavar hefðu fundist í dánar-
búi Stasi.
Engum datt í hug að gera
sér það ómak að greina mun-
inn á því að spyrjast fyrir
um feril einhvers og að
ráða leyniþjón-
ustumenn til
njósna um hann.
Fólk sem
verið er að ráða í
vinnu sér varla
neitt athugavert
við að vinnu-
veitandi
hafi sam-
band við einhvern sem
þekkir til viðkomandi og spyrji út
í ferilinn.
En ef væntanlegur vinnuveit-
andi ræður einkaspæjara til að
hlera síma starfsmannsins eða
felur myndavél í svefnherberginu
hans er hins vegar um njósnir að
ræða.
Furðulegt hvernig hægt er að
flækja mál með orðhengilshætti
og ámátlegt að forsætisráðherr-
ann okkar sem ég hélt að væri
réttsýnn maður skuli bregða sér í
líki skógarhöggsmannsins í þessu
skuggalega ævintýri – og ekki er
það traustvekjandi að forsætis-
ráðherrann okkar skuli ekki
þekkja Rauðhettu frá úlfinum.
Fitusnautt og sykur-
skert froðusnakk
Ef þjóðin ætti að sækja
sér næringu í þá froðu
sem vellur upp úr
stjórnmálamönnum á
öndverðum kosn-
ingavetri þá þætti
mönnum sem hung-
ursneyð væri brost-
in á og hætt við að
þorri kjósenda væri
fallinn úr andlegri
ófeiti löngu fyrir
kosningar.
Það er greini-
legt að stjórn-
málaflokkar sem
í árdaga voru
hugsaðir sem
uppeldisstöðvar
fyrir nýstárleg-
ar og fram-
sæknar hug-
myndir eru
Slagorðasúpugutl!
Í Dagbók Þráins Bertelsson
ar er fjallað um
fitusnautt og sykurskert slag
orðasúpugutl úr
prófkjörseldhúsinu. Einnig e
r fjallað um glímu,
njósnir, saltfisk, úlfinn og R
auðhettu og spurt
hvort stjórnmálaflokkar séu
uppeldisstöðvar
fyrir hugmyndir eða hagsm
unapotara.
Kæra
Dagbók
Þráinn Bertelsson skrifar
Október
21
LAUGARDAGUR
Október
23
MÁNUDAGUR
Október
24
ÞRIÐJUDAGUR
Október
25
MIÐVIKUDAGUR