Fréttablaðið - 28.10.2006, Page 26

Fréttablaðið - 28.10.2006, Page 26
 28. október 2006 LAUGARDAGUR26 timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkisatburði, stórafmæli og útfarir í smáletursdálkinn hér að ofan má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. MERKISATBURÐIR 1492 Kólumbus finnur Kúbu og slær eign sinni á hana fyrir hönd Spánar. 1636 Harvard-háskóli í Bandaríkjunum er stofnaður. Skólinn er ein virtasta menntastofnun heims. 1848 Dómkirkjan í Reykjavík er vígð. 1922 Benito Mussolini, leiðtogi fasista, tekur við völdum. 1943 Einar Ólafur Sveinsson hefur lestur á Njálu en það er í fyrsta sinn sem Íslendingasaga í fullri lengd er flutt í útvarpinu. 1987 Þátturinn á Tali hjá Hemma Gunn er í fyrsta sinn á dagskrá Sjónvarpsins. Á tali var vinsælasti þáttur í íslensku sjónvarpi um árabil. BILL GATES ER 51 ÁRS Í DAG Ég fæ ruslpóst eins og aðrir. Yfirleitt er verið að benda mér á leiðir til að losna við skuldir eða verða ríkur á skömmum tíma. Gates er eigandi tölvurisans Microsoft og sá ríkasti í heimi. Á þessum degi árið 1886 vígði Grov- er Cleveland, forseti Bandaríkjanna, frelsisstyttuna í höfninni í New York. Styttan, sem er 46 metra há, var gjöf frá Frökkum til Bandaríkjamanna. Hugmyndin að styttunni kom frá franska sagnfræðingnum Edouard de Laboulaye til að minnast sam- starfs Frakka og Bandaríkjamanna í uppreisninni gegn Bretum. Styttan var hönnuð af Frederic-Aug- uste Bartholdi og er af konu sem lyftir kyndli til himins. Hið geysistóra stálvirki styttunnar var hannað meðal annars af Alexandre-Gustave Eiffel sem hannaði Eiffelturninn í París. Í maí árið 1884 lauk gerð styttunnar í Frakklandi og þremur mánuðum síðar var lagður hornsteinn að undir- stöðum hennar á Bedloe-eyju við New York. Í júní 1885 kom styttan í bútum til Nýja heimsins. Uppsetningu stytt- unnar lauk þann 28. október 1886 í vígslu sem forsetinn leiddi. Á stalli styttunnar er ljóð eftir Emmu Lazarus sem býður innflytjendur velkomna til Bandaríkjanna en árið 1892 varð Ellis-eyja í New York- höfn skráningarmiðstöð fyrir innflytjendur. Árið 1924 var styttan gerð að minnismerki og árið 1956 fékk Bedloe-eyja nafnið Liberty-eyja. Miklar endur- bætur voru gerðar á styttunni á níunda áratugnum. ÞETTA GERÐIST: 28. OKTÓBER 1886 Frelsisstyttan vígð AFMÆLI Egill Eðvarðsson framleiðslu- stjóri hjá RÚV er 59 ára. Guðmundur Steingríms- son tónlistar- maður er 34 ára. Steinn Ármann Magnússon leikari er 42 ára. 40 ára afmæli Hjörtur Lúðvíksson tekur á móti gestum í Kíwanishúsinu við fl ugvöllinn í Mosfellsbæ frá kl 20.00 til 24.00 í dag. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Valgerður Jóna Pálsdóttir frá Sunnutúni, Eyrarbakka, Baugstjörn 6 Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands 26. október. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ingunn Hinriksdóttir Sigurður Ingólfsson Jón Halldórsson Svana Pétursdóttir Stefán Halldórsson Erna Friðriksdóttir Páll Halldórsson Ingibjörg Eiríksdóttir Anna Oddný Halldórsdóttir Jón Sigurðsson barnabörn og barnabarnabörn Legsteinar Kynningarafsláttur af völdum tegundum Fjölbreytt úrval Hagstæð verð Stuttur afgreiðslufrestur Kennarablokkin á Hjarðar- haga í Vesturbænum, sem teiknuð var af Skúla Nordal arkitekt, er fimmtíu ára á þessu ári. Í tilefni þess efna íbúar blokkarinnar til hátíðahalda í dag. „Saga hússins verður rifjuð upp og Reynir Jónasson harmon- ikkuleikari spilar gömlu lögin frá sjötta áratugnum til að koma gestum í stemn- ingu. Svo hefur Auðunn Bragi Sveinsson samið hátíðaljóð sem verður sung- ið við lagið „Hvað er svo glatt“,“ sagði Halldór Reyn- isson, íbúi í blokkinni og einn skipuleggjenda hátíð- arinnar í samtali við Frétta- blaðið. Hann segir alla sem tengjast sögu hússins vera velkomna á skemmtunina. „Við viljum helst sjá gamla íbúa líta við, þá bjóðum við þeim upp á pylsu og kók,“ sagði hann, en á dagskránni eru einnig gamlir leikir. „Við ætlum að kenna krökkunum leiki eins og Fallin spýta og Hlaupið í skarðið og endur- vekja leikjahefðina,“ sagði Halldór. Þorsteinn Sigurðsson kennari hefur búið í blokk- inni frá því að hún var byggð. Hann segist ekkert hafa hugsað sér til hreyf- ings á þessum fimmtíu árum. „Það er alveg stór- kostlegt að vera hér. Húsið er mjög skemmtilegt og á góðum stað.“ Byggingasam- vinnufélag barnakennara byggði blokkina og kemur nafnið Kennarablokkin þaðan, en Þorsteinn var með í ráðum þegar blokkin var byggð. „Þegar við fengum blokkina voru nokkrir braggar úr Tripolikampi hérna á lóðinni. Til að koma einu af þessum fimm húsum fyrir þurftum við að flytja braggann á eigin kostnað,“ sagði hann. Saga blokkar- innar er nokkuð rík, eins og von er til, og er hún og hverf- ið í kring til dæmis sögusvið Djöflaeyjunnar eftir Einar Kárason. „Bókin gerist hérna úti í garði hjá okkur,“ sagði Sigurður, en hús þeirra Jósefínu frá Nauthól og Halldórs fisksala, sem Einar gerði ódauðlegt, stóð inni á lóð Kennarablokkarinnar. Þorsteinn segir blokkar- samfélagið hafa verið mjög náið. „Það er þægilegt leik- svæði hér og krakkarnir úr blokkinni léku sér mikið saman. Það hefur auðvitað breyst, skólatíminn, við- fangsefni æskulýðsins og samfélagið allt,“ sagði Þor- steinn. Hann sagðist gjarn- an vilja sjá fleiri börn að leik í garðinum. „Það eru allt of fáir við leiki þar, en það er fyrst og fremst af því að þau hafa í öðru að snú- ast,“ sagði hann. sunna@frettabladid.is KENNARABLOKKIN Á HJARÐARHAGA: FIMMTÍU ÁRA Á ÁRINU Sögusvið Djöflaeyjunnar ÞORSTEINN SIGURÐSSON VIÐ KENNARABLOKKINA Segir mikla hugsuði hafa verið á bak við hönnun hússins, en þar var meðal annars gert ráð fyrir sorpbrennsluofni. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Kvöldmessur með yfir- skriftinni hjónaband og sambúð eru hafnar í Garða- sókn en önnur messan verð- ur á morgun. Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Garðasókn, segir messurnar kjörna leið til upplyftingar fyrir fólk sem er í hjóna- bandi eða sambúð. „Margir líta á þetta eins og stund til að rækta hjónabandið alveg eins og að fara í leikhús, út að borða eða í helgarferð til London,“ segir Jóna Hrönn sem telur Íslendinga vera opnari fyrir leiðsögn í dag en áður fyrr. „Stærsti hluti minnar sálgæslu sem prest- ur er hjónaráðgjöf en þá er fólk að koma vegna erfið- leika og vill leita sér hjálpar áður en vandinn er orðinn of stór. Þetta er mjög já- kvætt.“ Í messunum koma hinir ýmsu fyrirlesarar til með að uppfræða söfnuðinn og á morgun verða þær Erla Grétarsdóttir, sálfræðingur, og Berglind Guðmundsdótt- ir, sem var að ljúka doktors- námi í Bandaríkjunum með fyrirlestur. „Þær hafa búið til fyrirlestur í sameiningu um áhrif áfalla á hjónabönd og sambönd og ætla að fjalla um það í messunni á morg- un,“ segir Jóna Hrönn og bendir á að þarna tengist saman helgihaldið og hrein fræðsla. - sig Helgihald og fræðsla HJÓNAMESSUR Í GARÐASÓKN Séra Jóna Hrönn Bolladóttir segir hjóna- messurnar vera kjörnar fyrir fólk til að rækta hjónabandið, rétt eins og að fara í leikhús eða út að borða. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.