Fréttablaðið - 28.10.2006, Side 28

Fréttablaðið - 28.10.2006, Side 28
 28. október 2006 LAUGARDAGUR28 Ó hætt er að segja að stórsöngvarinn og hetjutenórinn Kristj- án Jóhannsson hafi verið fjallbrattur þegar Fréttablaðið náði af honum tali. Og gírar úr ítölskunni yfir í íslenskuna eins og ekkert sé: – „Sí.“ – Kristján? – „Sí“ – Jakob Bjarnar Grétarsson blaðamaður á Fréttablaðinu hérna megin. – „Já, blessaður!“ – Hvað syngur í þér? – „Bara helvíti fínt.“ Blaðamaður hitti á Kristján í essinu sínu. Þessi mikli matmaður og meistarakokkur stóð þá í eldhúsi villu sinnar við Gardavatn og eldaði skelfiskspasta og steikti smokkfisk á pönnu. Með ólífuolíu og hvítvíni. „Já, hér er nóg af hvítvíninu. Og svo örlít- ið af rauðum pipar.“ Syngur á íslensku fyrir páfa Í fyrra var Kristján að kenna söng við akademíuna í Páfagarði. Gegndi þar stöðu prófessors. Ekki verður framhald á því starfi Kristjáns fyrir páfa og hans menn. Hann segir það á vissan hátt vonbrigði og á ekki von á að taka upp þráðinn þar á nýjan leik. En Kristján segist ekki hafa hætt þar í illu, síður en svo. Þetta hafi verið hans ákvörðun. Og til marks um að allt er í góðu milli hans og páfa hefur Kristján verið kallaður til að syngja við messu Benedikts XVI nú um jólin. Á aðfangadag. „Við páfi erum í góðum málum. Og ég að fara að syngja fyrir hann nú um jólin. Þetta er reyndar í þriðja skipti sem ég syng við þessa jólahá- tíð þó það hafi ekki farið hátt. Mið- næturmessa á aðfangadag og mikið fjör. Þar ætla ég meðal annars að syngja Ave Maríu Kaldalóns á íslensku. Reikna má með að það verði um milljarður áhorfenda að hlusta og sjá en tónleikarnir eru sendir út til flestra kaþólikka sem eru einn sjötti mannkyns. Kristján hefur verið að færa sig meira og meira í átt til kennslu á undanförnum árum. Og fagnar því öðrum þræði að vera ekki fastráð- inn prófessor í Páfagarði. Enda í mörgu að snúast þegar kennslan er annars vegar. Hann er með tíu til tólf nemendur að jafnaði, „elsku- lega og talenteraða“ og þessa nem- endur velur Kristján sjálfur. Úr hópi umsækjenda. Það á betur við hann en að taka við hópi misgóðra nemenda. Syngur Heródes eftir Strauss Kristján er síður en svo hættur að koma fram þó kennslan hafi átt hug hans jafnframt að undanförnu. Og nú er hann að fara að takast á við eitt- hvert viðamesta hlutverk sem hann hefur sungið innan þýsku óperubók- menntanna. Heródes konungur í óperunni Salóme eftir Richard Strauss við texta eftir Oscar Wilde í Theater óperuhúsinu í Róm. Dell‘ Opera. Uppfærslan verður sannköll- uð flugeldasýning enda markar hún upphaf sýningarársins og búast má við öllum helstu fyrirmennum á Ítalíu á frumsýninguna. „Þetta er ný uppfærsla og mjög spennandi. Rosalega gaman. Ég hef sungið þýskar óperur áður og er þessi, fyrir kannski utan Tannhauser Wagners, sú mesta. Þetta er ennþá meira leikhúsverk en þessi klassíska ópera sem við þekkjum. Tónlistar- lega og ekki síður hvað textanum við- kemur. Viðfangsefnið ekki af verri endanum, úr Biblíunni. En hann Wilde fer gróft með það,“ segir Kristján sem hefur undanfarna tvo mánuði verið að vinna að þessu hlut- verki. „Þetta er mikil ögrun fyrir mig. Heródes er skrítin persóna. Kannski eins vitlaus og ég. Þannig að við náum vel saman. Skrítinn og geggjaður texti,“ segir Kristján og hlær. Greini- legt er að þetta hlutverk á hug hans um þessar mundir. Í þessu er Kristján að snúast þessa dagana. Og svo vinna með krakkana, eins og hann segir, sem eru engin smábörn, í kringum þrítugt. Og ljóst er að Kristj- án fylgist grannt með gangi mála hjá skjólstæðingum sínum og fagnar afrek- um þeirra. „Já, nú síðast var Gissur Páll Gissurarson að vinna mik- inn sigur í Salnum um daginn. Ungur tenór. Hann hefur verið hjá mér í tvö ár. Ég er með fleiri íslenska nemend- ur og feykilega flottan ítalskan barít- ón. Já, það er gaman að lifa.“ Kennarinn Kristján Einhvern veginn er það nú svo að ekki er sjálfgefið að sjá Kristján, eina stærstu alþjóðlegu söngstjörnu sem landið hefur alið, fyrir sér í hlut- verki kennarans. En tenórinn leikur við hvurn sinn fingur þegar hann er inntur nánar um kennarann Kristján. Greinilegt er að þetta hlutverk á vel við Kristján og veitir honum lífsfyll- ingu. „Mér líkar vel að kenna þegar ég er með talent í höndunum. Öllum listamönnum er það kærkomið að fá ungt talent í hendurnar og fá að móta það. Ef þú ert hjá einhverjum stofn- unum þá náttúrulega færðu ýmiss konar efnivið í hendurnar. En ég fæ að velja. Það er sungið fyrir mig og ef ég sé eitthvað sem vekur athygli mína tek ég það að mér.“ Kristján segir að hann hafi byrjað í kennslunni nánast fyrir slysni. Fyrir um fimmtán árum. Þá átti hann, og á, ágætan vin, rúmenskan tenór, Georg- io að nafni, sem bjó hjá Kristjáni um hríð. „Hann var með bólgur og hnúta á raddböndunum, vitlausa raddbeitingu og bjó við þá sálarflækju sem því fylgdi. Þá byrjaði ég að vinna með hann. Og þó ég segi sjálfur frá – er ekki alltaf verið að segja þarna uppi á Íslandi að ég sé að grobba? – þá kom ég honum upp á svið eftir tvo og hálfan mánuð. Og hann er syngjandi enn. Þá byrjaði þetta.“ Kristján segir að þar sem hann Kristján syngur fyrir einn sjötta mannkyns um jólin Sigling á Gardavatni Kristján á öflugan hraðbát og siglir oft með fjölskyldu sína og vini á Gardavatni. Frá vinstri: Sverrir Jónsson, Guðrún Sæmundsen, Kristján, Sigurjóna Sverrisdóttir kona hans, Rannveig Guðmundsdóttir tengdamóðir Kristjáns og Ragnhildur Jóna Eyvindsdóttir sem er kærasta bróðursonar Kristjáns. Hetjutenórinn Kristján Jóhannsson nýtur lífsins á Ítalíu. Og ýmislegt spennandi er í vændum segir hann í samtali við Jakob Bjarnar Grétarsson: Kristján er nú að æfa hlutverk Heródesar í óperu eftir Strauss, hann mun syngja fyrir páfa og einn og hálfan milljarð manna nú um jólin og horfir til Íslands. Enda tekið að fenna í sporin eftir „Skandalaárið mikla“ sem Kristján kallar svo, fyrir tveimur misserum – þegar að hon- um var sótt úr öllum áttum. „Skandalaár- ið mikla! Já. Þetta var eitt- hvað klúður. Í mér sjálfum ekki síst. Og svo var líka einhver geðill- ur blaðamað- ur sem virtist hafa allt og mig á hornum sér.“
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.