Fréttablaðið - 28.10.2006, Side 38

Fréttablaðið - 28.10.2006, Side 38
[ ]Kíkir ætti ávallt að vera með í för á ferðalögum. Einkum og sér í lagi þegar haustkvöldin eru stjörnubjört og norðurljósin braga. 27. janúar - 3. febrúar / 1 vika Verð: 123.970 kr. á mann í tvíbýli í 1 viku Saalbach - Hinterglemm er oft nefnt skíðaparadís Alpanna og hefur verið valið eitt af 10 vinsælustu skíðasvæðum Austurríkis. Gist verður á 4 stjörnu hóteli í þorpinu Hinterglemm. Hótelið er vel staðsett í jaðri bæjarins, rétt við skíðalyfturnar. Fararstjórar dvelja allan tímann á hótelinu og skipuleggja daglegar ferðir um skíðasvæðið. Innifalið er hálft fæði og rútuferðir til og frá flugvelli. Fararstjórar: Sævar Skaptason & Guðmundur K. Einarsson A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R Sp ör - Ra gn he ið ur In gu nn Á gú st sd ót tir til Saalbach - Hinterglemm Skíðaferð s: 570 2790 www.baendaferdir.is Taktu L-lestina frá Manhattan yfir í Vilhjálmsborg þar sem barir og veitingahús eru á hverju strái. Ferðalöngum sem hyggjast leggja leið sína til stórborgarinnar New York er vert að benda á að hinum megin við vatnið, í Brooklyn, er að finna skemmtilegt hverfi sem kall- ast Williamsburg. Þar til fyrir tíu árum voru það mestmegnis strang- trúaðir gyðingar sem sáust á vappi í þessu góða hverfi, en upp úr 1996 fór listamönnum fjölgandi sem tóku sér búsetu þar. Reyndar var það í kringum 1970 sem listamenn fóru að flytja frá Manhattan yfir til Brooklyn, sökum þess hversu dýrt húsnæðið var orðið þar á eyj- unni, en fyrir tíu árum hækkaði húsaleigan þar upp úr öllu veldi. Nú er svo komið að það eru aðal- lega listamenn sem búa í Williams- burg, ásamt þeim sem fyrir voru í hverfinu; gyðingum af gamla skól- anum. Nú er ekkert ódýrt að búa í Willi- amsburg lengur, enda sækja marg- ir í menninguna og fjörið sem loða vill við listamenn. Lögmálið um framboð og eftirspurn hefur líka leitt til þess að í Williamsburg er aragrúi af ótrúlega skemmtilegum veitingastöðum, verslunum, tón- leikastöðum, börum og skemmti- stöðum. Sem dæmi um veitinga- staði má nefna Relish, sem er „diner“ af gamla skólanum en þangað mæta listamennirnir þunn- ir í dögurð um helgar (myndbandið við lagið Milkshake með Kelis var tekið upp á Relish); Sea, sem er taílenskur staður sem margir aðdáendur Sex and the City kann- ast við en það er staðurinn þar sem Samantha fann unga Absolute Hunk kærastann sinn og Food Swings sem selur skyndibita úr lífrænt ræktuðu grænmeti. Að ætla sér að telja upp allt sem er að gerast í Williamsburg myndi fylla heila símaskrá og er því heppi- legra að benda áhugasömum á vef- síðuna www.freewilliamsburg. com þar sem hægt er að finna greinargóðan lista yfir veitinga- staði, bari og listasöfn í þessu gróskumikla og skemmtilega hverfi. Listamenn og gyðingar í góðum gír í Vilhjálmsborg Williamsburg í Brooklyn er áhugaverður og skemmtilegur staður en þar búa strang- trúaðir gyðingar og listamenn úr ýmsum stéttum, í sátt og samlyndi. Hægt er að sigla með ferjunni Baldri til Flateyjar allan árs- ins hring. Þegar siglt er yfir Breiðafjörð frá Stykkishólmi til Brjánslækjar er komið við í eyjunni Flatey. Eyjan er hrífandi og oft sagt að þar standi tíminn í stað þar sem umhverfið er sérstakt. Bygging- arnar eru flestar frá nítjándu öld og því er dvöl í Flatey eins konar afturhvarf til fortíðar. Þó svo vetrarveður verði fljótlega ráðandi er ekki úr vegi að skella sér til Flateyjar í eina skemmti- lega dagsferð. Ferjan fer frá Stykkishólmi. Nánari upplýsingar um ferðir út í Flatey má finna á www.seatours.is. Upplýsingar um eyjuna og ljósmyndir má finna á www.flatey.is. - jóa Dagur í Flatey Flatey er einstaklega falleg eyja sem vert er að heimsækja allan ársins hring. Vonarskarð Ferðafélag Útivistar ætlar í jeppaferð inn að Vonarskarði 2. til 5. nóvember. Gist verður í Hrauneyjum á fimmtudagskvöld. Ekið verður norður að Hágöngu- lóni en þaðan liggur leiðin norður Vonarskarð. Við Skjálfandafljót verður stefnan tekin til vesturs norðan Tungnafellsjökuls og í náttstað í Nýjadal. Á laugardag liggur leiðin síðan suður Kvíslaveituveg, um Sóleyjarhöfðavað, inn í Nautöldu og gist í Setrinu. Heim verður annaðhvort farin Klakksleið eða farið um Kerlingarfjöll. VHF-tal- stöð er skilyrði í allar vetrarferðir, hægt er að leigja talstöðvar á skrifstofunni. Fylgjast má með nánari upplýsingum um ferð- ina á www.utivist.is. jeppaferð }
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.