Fréttablaðið - 28.10.2006, Side 72

Fréttablaðið - 28.10.2006, Side 72
 28. október 2006 LAUGARDAGUR24 Fáir hafa fengið jafn mikla umfjöll- un í gulu pressunni að undanförnu og leikarinn Tom Cruise (1962), sem virðist hafa tekið við sæti umdeildustu stjörnunnar eftir að Michael Jackson hvarf til Austur- landa. Pressan hefur velt sér upp úr sögusögnum er varða inngöngu Cruise í Vísindakirkjun, samband hans við leikkonuna Katie Holmes og dóttur þeirra Suri, en á tímabili voru jafnvel getgátur uppi um að barnið væri tilbúningur til að vekja frekari athygli á þeim skötuhjúum. Segja má að Cruise eigi sinn þátt í þeirri óvild sem hann hefur skapað sér. Ekki hvað síst eftir undarlega hegðun sem hann sýndi í viðtali við þáttastjórnandann Opruh Winfrey, þar sem hann hoppaði upp í sófa til að lýsa yfir ást sinni á Holmes. Síðan hefur Cruise gert ýmislegt til að bæta ímynd sína, því enda þótt myndir hans hafi flestar fengið góða dóma hafa þær nýjustu goldið fyrir illt umtal um einkalíf hans. 1. Born on the Fourth of July (1989). Hermaður snýr heim úr Víetnamstríðinu með breytta afstöðu til lífsins. Þessi mynd sannaði að Cruise væri meira til lista lagt en að hnykla vöðvana, enda uppskar hann mikið lof fyrir frammistöðu sína og fékk fyrstu tilnefninguna til Óskarverðlauna. 2. Magnolia (1999). Sögur ólíkra persóna, í leit að hamingju og tilgangi, fléttast saman. Cruise er sannfærandi í hlutverki sjálfshjálp- argúrús með heldur vafasaman boðskap. Fyrir hlutverk sitt uppskar hann sína þriðju tilnefningu til Óskarsverðlauna, nú fyrir bestan leik karls í aukahlutverki. 3. Collateral (2004). Leigubílstjóri flækist inn í áform leigumorðingja, sem hyggst meðal annars myrða kærustu hans. Cruise er töluvert breyttur í hlutverki illmennisins, sem hann leikur af stakri snilld. Góður samleikur hans og Ósk- arsverðlaunahafans Jamies Foxx heldur myndinni uppi. 4. Interview with the Vampire (1994). Lífs ungs manns í sjálfs- morðshugleiðingum tekur stakka- skiptum þegar vampíra bítur hann. Margir áttu erfitt með að ímynda sér Cruise í hlutverki skúrksins, blóðsugunnar Lestat. Jafnvel höfundur sögunnar setti sig upp á móti ráðningu hans. Cruise sýnir að áhyggjurnar voru ástæðulausar. 5. Eyes Wide Shut (1999). Maður í hjónabandserfiðleikum leitar út í villt næturlíf með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Mörgum þótti þessi svanasöngur leikstjórans Stanlesy Kubrick hvorki fugl né fiskur, en Cruise sýnir góða takta í hlutverki ráðvillta eiginmannsins. Talið er að myndin hafi gengið af hjónabandi hans og Nicole Kidman dauðu, en hún fer með hlutverk eiginkon- unnar. TOPP 5:TOM CRUISE WINFREY OG CRUISE VORU KYNNAR Á FRIÐARVERÐLAUNAAFHENDINGU NÓBELS Í ÓSLÓ ÁRIÐ 2004. Önnu S. Björnsdóttur skáldkonu, sem gaf nýverið út ljóðabókina „By the Seaside - Icelandic Poems in English“, dreymir um notalega helgi í Vínarborg, þar sem hún ætti endurfundi með horfnum ástvini, eiginmanni sínum Einari Aðalsteinssyni. „Helgin er svolítið lituð af þeirri ósk Einars barnabarnsins míns um að sækja afa sinn í flugvél til að gleðja hana ömmu,“ bætir hún við til útskýringar. „Okkur hjónunum þótti gaman að ferðast á meðan hann var á lífi en gafst því miður ekki nógu mörg tækifæri til þess,“ segir Anna. „Í Vínarborg gistum við á góðu hóteli og snæddum fyrsta kvöldið á veitingastað í óperuhúsinu Stadt Opera. Svo lægi nú beint við að fara á óperusýningu í léttari kantinum.“ Að sýningu lokinni fengju hjónin sér góðan göngutúr og enduðu á American Skybar, þaðan sem er að sögn Önnu einstakt útsýni yfir borgina. „Þar sem þetta er draumahelgi yrði hún nálægt aðventu og daginn eftir færum við á útivörumarkað og keyptum okkur jötu,“ segir hún. „Við færum í ferð í hestvagni þegar dagur væri að kveldi kominn og fengjum okkur jólaglögg í miðbænum að henni lokinni.“ Daginn eftir myndi Anna skreppa yfir til Ungverjalands með Einari. Þangað hefur hún aldrei komið en er þess þó fullviss að hafa verið þar í fyrra lífi. „Ég myndi vilja athuga hvort ég fyndi fyrir einhverjum staumum,“ segir hún hlæj- andi og bætir við að hún myndi kaupa sér gott handverk í leiðinni. „Svo kveddum við Einar hvort annað, eftir vel- heppnaða helgi,“ segir hún að lokum. -rve DRAUMAHELGI Endurfundir með ástvini ANNA VÆRI TIL Í AÐ HEIM- SÆKJA VÍNARBORG, MEÐAL ANNARS TIL AÐ UPPLIFA MENNINGARLÍFIÐ. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Sex vikna námskeið hjá Goran Kristófer, íþróttafræðingi, er hannað til að koma þér af stað á mjög árangursríkan og einfaldan hátt. Tilgangur námskeiðsins er að koma þér á æðra stig hvað varðar líkamlega og andlega heilsu. Ef þú vilt: Léttast Styrkjast Efla ónæmiskerfið Bæta meltinguna Hormóna jafnvægið Andlega vellíðan Auka minni og einbeitinguna Auka orkuna Komast í form Bæta heilbrigði Þú kynnist nýjum möguleikum í matarvali, mat sem örvar fitubrennslu, hvernig þú átt að glíma við matar -og sykurþörfina, hvernig þú ferð a því að brenna meira og léttast. Fimm tímar í viku – Brennsla, styrking og liðleiki Takmarkaður fjöldi Vikulegar mælingar Eigið prógramm í tækjasal Persónuleg næringarráðgjöf Ráðgjöf við matarinnkaup Fræðsla og eftirfylgni – 2 fyrirlestrar Slökun og herð anudd í pottum að æfingu lokinni Hollustudrykkur eftir hverja æfingu Karlar kl. 7:30 Konur kl. 6:30, 7:30, 10:00, 13:00, 16:30 og 18:30 Skráning er hafin í síma 444 5090 eða nordicaspa@nordicaspa.is. Námskeið greiðist við skráningu. Rýmingarsala vegna flutnings – Mikill afsláttur Eldaskálinn | Brautarholti 3 | 105 Reykjavík eldaskalinn@eldaskalinn.is | www.invita.com Invita eldhúsinnréttingar – baðinnréttingar – fataskápar – heimilistæki o.fl. Opið laugardag og sunnudag kl. 10–14 Við flytjum í næstu viku ... og ýmsar aðrar gerðir Sý ni ng ar in nr ét tin g til í hv ítu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.