Fréttablaðið - 28.10.2006, Page 73

Fréttablaðið - 28.10.2006, Page 73
LAUGARDAGUR 28. október 2006 Franski eðlisfræðingurinn Jean Bernard Léon Foucault, sem yfir- leitt gekk undir nafninu Léon Fou- cault, fæddist í París 18. septemb- er 1819. Hann hlaut ekki þjálfun í vísindastörfum en var óvenju næmur að skilja náttúruna og jafnframt gæddur rómaðri hand- lagni. Þessar gáfur gerðu honum kleift að gera ýmsar krefjandi og nákvæmar tilraunir. Foucault missti föður sinn ungur en bjó alla tíð hjá móður sinni í París. Hann varð snemma einrænn en móðir hans vildi veita honum góða menntun og setti hann í bestu skóla Parísarborgar. Fou- cault hafði þó ekki áhuga á skóla- göngu og kennararnir töldu hann latan við námið enda var hann alla tíð seinvirkur. Móðir hans reyndi að bæta úr þessu með því að fá honum sérkennara og bar það talsverðan árangur. Pilturinn lauk þó ekki háskólanámi eins og að var stefnt. Foucault féll í yfirlið Í stað þess að sinna skóla- bókunum fór Fou- cault að sýna aðra hæfileika. Á unglings- árum smíð- aði hann ýmis leik- föng, tæki og tól á borð við gufuvél og ritsíma. Hand- lagni hans varð til þess að móðir hans vildi gera úr honum lækni og hann innritaðist í læknaskóla í París tvítugur að aldri. Hann tók góðum framförum í fyrstu og vakti athygli kennara síns, Alfreds Donné (1801-1878). En svo kom að því að stúdentinn varð að heim- sækja spítala í náminu og sá blóð. Við það féll hann í yfirlið og gerði sér í framhaldinu grein fyrir því að hann mundi aldrei geta unnið læknisstörf. Kennarinn sá að engu að síður væri hægt að nýta hæfi- leika hans í þágu læknavísindanna og réð hann til sín sem aðstoðar- mann. Foucault eignaðist fáa vini en þó vildi svo til að nokkrir æskuvin- ir hans urðu síðar frægir vísinda- menn, einkum þó eðlisfræðingur- inn Armand Hippolyte Louis Fizeau (1819-1896). Þegar þeir félagar, Fizeau og Foucault, voru um tví- tugt hélt franski uppfinningamað- urinn Louis-Jacques Daguerre (1787-1851) fyrirlestra í París um brautryðjandi aðferðir sínar við ljósmyndun. Þeir hófust þegar handa um tilraunir og endurbætur og Foucault fann meðal annars aðferð til að taka ljósmyndir í smá- sjá á rannsóknarstofu Donnés. Vísindaritstjóri Donné var á þessum árum vísinda- ritstjóri dagblaðs í París en lét af því starfi árið 1845 og fékk Fou- cault til að taka við. Er skemmst frá því að segja að þessi feimni og pasturslitli ungi maður sinnti þessu starfi með miklum ágætum. Verkefnið fólst bæði í því að gera störf vísindamanna skiljanleg og aðgengileg almenningi og eins í að leggja mat á hvers kyns nýjungar og nýmæli. Frakkinn Francois Arago (1786- 1853), sem hafði upphaflega getið sér gott orð fyrir mælingar á lengdarbaugnum sem liggur um París og þar með á stærð jarðar- innar, tók eftir ljósmyndunartil- raunum Fizeaus og Foucaults. Hann fékk þá til að reyna að taka ljósmyndir af sólinni, sem þeim tókst fyrstum manna og sýndu myndir þeirra sólblettina vel. Eftir þetta lagði Arago fyrir þá að mæla hraða ljóssins í vatni. Þeir hófust handa en skömmu síðar skildu leiðir þeirra. Engu að síður gerðu þeir báðir tilraunir sem hafa orðið frægar í sögu ljós- fræðinnar og varða bæði hraða ljóssins og innsta eðli þess. Pendúll Foucaults í húsi Orku- veitunnar Eftir merkar tilraunir í ljósmynd- un og ljósfræði sneri Foucault sér að tilraunum og mælingum sem varða snúning jarðarinnar um möndul sinn. Hann smíðaði fyrst pendúl sem var þannig hengdur upp að hann gæti hreyfst eða sveiflast jafnt í hvaða stefnu sem er. Hann gerði sér grein fyrir því að jörð- in myndi snúast undir pendúlnum og því myndi okkur sýnast sveiflustefnan breytast í sífellu. Hægt er að skoð- að pendúl af þessu tagi í húsi Orku- veitu Reykjavík- ur á Bæjar- hálsi. En Fou- cault lét ekki hér við sitja heldur hélt áfram að rannsaka snúning jarðar með því að smíða svokallaðan snúð (e. gyroscope). Þá er snældu eða skopparakringlu komið þannig fyrir að ás hennar getur snúist miðað við jörð án mótstöðu. Þessi uppgötvun hafði ekki mikið nytjagildi þegar Fou- cault gerði hana um miðja 19. öld en nú á dögum er snúðurinn notað- ur til dæmis í flugvélum og við stýringu stjörnusjónauka, bæði á jörðu niðri og úti í geimnum í Hubble-sjónaukanum. Foucault heiðraður Þó að Foucault ynni mörg og merk vísindaafrek var á brattann að sækja fyrir hann í samfélagi vís- indanna í heimalandinu vegna menntunarskortsins. Þegar honum var loksins sýndur heiður í Frakk- landi var það ekki vísindasamfé- lagið sem þar var að verki heldur Napóleon þriðji keisari en hann lét stofna handa Foucault stöðu eðlis- fræðings við Keisaralegu stjörnu- athugunarstöðina í París. Á árunum eftir 1860 var Fou- cault sýndur margvíslegur heiður og sómi, bæði innan Frakklands og utan. En þegar líða tók á 7. ára- tuginn fór heilsu hans að hraka, hann fann til dofa í höndum og ágerðist sjúkdómurinn ört. Talið er hugsanlegt að veikindin hafi að hluta til stafað af því að Foucault fékkst alla ævi við sterk og eitruð efni á borð við kvikasilfur, en einn- ig kunna erfðir að hafa komið við sögu. Þessi frægi og eftirminni- legi vísindamaður, „furðufugl vís- indanna“ eins og hann hefur verið kallaður, lést á heimili sínu í París 11. febrúar 1868, einungis 49 ára að aldri. Þetta er stytt útgáfa af mun ýtarlegra svari sem hægt er að lesa á Vísindavefnum. Þorsteinn Vilhjálmsson, próf- essor í vísindasögu og eðlisfræði Jean Bernard Léon Foucault (1819-1868). Hver var vísindamað- urinn Léon Foucault? ������������� ��������������� Vísindavefur Háskóla Íslands fjallar um öll vísindi, hverju nafni sem þau nefnast. Að jafnaði birtast þar 15-20 ný svör í hverri viku. Slóð Vísindavefsins er www.visindavefur.hi.is.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.