Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.10.2006, Qupperneq 76

Fréttablaðið - 28.10.2006, Qupperneq 76
 28. október 2006 LAUGARDAGUR36 ��� �� � �� ��� ��� �� �� � �� �� ������� �� ��� �� ��� �� � �� ��� ����� ������� �� ��� �� �� � �� �� ALP MEHMET Sendiherra Bret- lands á Íslandi „Eins og við höfum sagt erum við á móti hvalveiðum, Bretland er eitt þeirra landa sem hefur staðfast- lega hafnað öllum hugmyndum um að nauðsynlegt sé að veiða hvali, hvort sem er í atvinnuskyni eða undir yfirskrift vísindaveiða. Við höfum alltaf sagt að við bregðumst við þessu sem vinir, ekki óvinir, en við getum ekki skilið af hverju það er nauðsynlegt að veiða hvali, það er ekki rökrétt ákvörðun að veiða 30 hrefnur og 9 langreyðar, og fólki, sem hefur skoðanir á þessu, stendur ekki á sama.“ IAN CAMPBELL Umhverfisráðherra Ástralíu „Ísland sýnir umheiminum fyrirlitningu með því að hefja hvalveiðar í atvinnuskyni. Þeir eru í raun að gefa heiminum fingurinn. Um er að ræða sorg- ardag fyrir heiminn þegar fyrsta heims ríki, þróað land eins og Ísland, eyðileggur eitt af mestu afrek- um umhverfissinna á síðustu öld, sem var hvalveiðibannið. Ég held að þetta muni vekja upp efasemdir um heim allan um stefnu Íslands í umhverfismálum.“ EUGENE LAPOINTE Forseti IWMC World Conversation Trust „Andstæðingar halda því fram að það sé ekki nægileg eftirspurn eftir hvalkjöti. Ef þeir hafa rétt fyrir sér hvernig geta þeir þá haft áhyggjur af ofveiði hvala? Ísland mun veiða svo lítinn hluta hvala- stofnanna að menn hljóta að vera með óráði ef þeir halda því fram að veiðarn- ar hafi langtímaáhrif á stofnana.“ JOTH SINGHAL Þjóðadýraverndunar- sjóðurinn „Hvalveiðarnar eru grimmd- arlegar og óþarfar.“ FUMIKO SAIGA Sendiherra Jap- ans á Íslandi „Það hvalkjöt sem fellur til af vísinda- veiðum Japana er meira en nóg til að anna innlendri eftirspurn. Mér þykir leitt að segja það en Japanar eru ekki í aðstöðu til að flytja inn hvalkjöt frá Íslandi eða nokkru öðru landi. Við eigum í vandræðum með að neyta alls þessa hvalkjöts. CHRIS CARTER Ráðherra Nýsjá- lendinga sem fer með verndunar- mál „Ákvörðun Íslend- inga veldur miklum vonbrigðum. Nýsjá- lendingar munu gera íslenskum stjórnvöld- um það ljóst að við munum mótmæla atvinnuhvalveiðum kröftuglega og veru þeirra í Alþjóðahvalveiði- ráðinu.“ KARSTEN KLEPSVIK Sendifulltrúi Noregs hjá Alþjóðahvalveiðiráðinu „Það eru mjög góðar ástæður fyrir því að hefja veiðar á ný.“ CARLOS M. GUTIERREZ Viðskiptaráðherra Bandaríkjanna „Ákvörðunin veldur von- brigðum og Íslendingar stefna í ranga átt í málinu. Íslendingar telja sig óbundna af hvalveiðibanni alþjóða hvalveiðisáttmálans. Við mótmælum því.“ F réttin um að Íslendingar hygðust hefja atvinnu-hvalveiðar eftir rúmlega tuttugu ára hlé fór sem eldur í sinu um heimsbyggðina. Allir helstu fjölmiðlar heims fjöll- uðu um málið daginn sem veiðileyf- ið var gefið, og síðan tók að berast gagnrýni málsmetandi stjórnmála- manna og málsvara umhverfissam- taka úr öllum heimshornum. Hinn almenni borgari hefur líka haft sitt að segja og birtingarmynd þess er í anda tæknisamfélagsins sem við búum í. Bréf hafa borist ráðuneyt- um, sendiráðum og fjölmiðlum í tugþúsunda vís. Skilaboðin hafa verið á einn veg að heitið getur. Ákvörðunin og veiðarnar eru for- dæmd og ljóst að mörgum er ofboð- ið. Raddir þeirra sem styðja hval- veiðar eru ekki eins háværar og sumir þeirra vilja meina að þar fari hinn þögli meirihluti. Þremur sólarhringum eftir að stjórnvöld gáfu leyfi sitt bárust þær fréttir að Hvalur 9 hefði náð að veiða sína fyrstu langreyði. Daginn eftir, þegar myndir birtust af löndun og verkun fyrsta hvals- ins, reis mótmælaaldan að nýju af hálfu meiri krafti en í fyrstu, og viðbúið að skoðanaskiptin séu rétt að hefjast. Hvalur á hvers manns vörum HELGE PEDERSEN Sjávarútvegsráðherra Noregs „Þetta eru góð tíðindi. Íslendingar hafa vistfræði- legar forsendur fyrir því að hefja hvalveiðar að nýju og hinn vísindalegi þáttur málsins er alveg skýr.Það er ánægjulegt að önnur þjóð en við sýnum ábyrga umgengni um auðlindir hafsins á þennan hátt.“ ANDREAS CARLGREN Umhverfisráðherra Svíþjóðar „Framganga Íslands er algjörlega óásættanleg og ögrun við öll lönd sem vilja byggja upp hvalastofna í útrýmingar- hættu innan Alþjóðahval- veiðiráðsins.“ FRODE PLEYM Talsmaður Grænfriðunga „Íslendingar hafa engan markað fyrir hvalkjöt, en þeir hafa feikistóran og verðmæt- an markað fyrir hvalaskoð- unarferðir. Í stað þess að veðja á eins manns herferð fyrir því að blása lífi í úrelta og þarflausa atvinnugrein, sem getur aðeins valdið þjóðinni álitshnekki út um allan heim, ættu Íslendingar að færa sér vaxandi áhuga á hvalaskoðun í nyt. Þetta brýtur augljóslega í bága við markmið hvalveiðibannsins.“ PAUL WATSON Forseti og stofnandi Sea Shepherd „Þið eruð Norður-Kórea hvalveiðiþjóða sem sýna almenningsáliti alls heims- ins fyrirlitningu og hafið að engu regluverk alþjóðalaga. Það sem Ísland er að gera er glæpur og við ætlum okkur að senda tvö skip til Íslands næsta sumar til að hindra atvinnu- hvalveiðarnar.“ RUNE FRØVIK Leiðtogi Norðurheims- skautssamtakanna „Þetta er skref í rétta átt. Það er gott að tvær þjóðir skuli nú heimila hvalveiðar í atvinnu- skyni.“ Þann 17. október sté Einar K. Guðfinnsson sjávar- útvegsráðherra í ræðustól á alþingi og tilkynnti þingheimi að hann hefði ákveðið að atvinnuveið- ar á hval yrðu hafnar á ný. Á sama tíma skreið Hvalur 9, gamalt en nýuppgert hvalveiðiskip Hvals hf., út úr Reykjavíkurhöfn með stefnu setta á Hvalfjörð. Eins og þjóðin öll hefur Svavar Hávarðsson fylgst með atburðarásinni. BEN BRADSHAW Sjávarútvegsráðherra Breta „Við teljum þetta brot á alþjóðlegum samþykktum á vettvangi Alþjóða hval- veiðiráðsins. Við skiljum ekki ástæðurnar sem liggja að baki. ... Ákvörðunin um hvalveiðar hefur valdið afar mikilli reiði meðal fólks, ekki bara á Bretlandi, heldur um allan heim. Ég trúi ekki að Íslendingar séu svo barnalegir að þeir ímyndi sér að ákvörðun um að hefja atvinnuhvalveiðar muni ekki hafa áhrif á tvíhliða samskipti þjóðanna.“ Japan 1.233 dýr 5 búrhvalir, 100 sandreyðar, 50 skorureyðar og 1.078 hrefnur Noregur 647 dýr 647 hrefnur Grænland 193 dýr 13 langreyðar, 180 hrefnur Rússland 126 dýr 124 sandlægjur og 2 norðhvalir Bandaríkin 68 dýr 68 norðhvalir Kandada 1 dýr 1 hnúfubakur HVALVEIÐAR ÁRIÐ 2005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.