Fréttablaðið - 28.10.2006, Page 78

Fréttablaðið - 28.10.2006, Page 78
 28. október 2006 LAUGARDAGUR38 F yrsta kvikmyndin sem var gerð um Hitler var Sigur viljans eftir Leni Riefenstahl frá árinu 1935, þar sem Hitler sjálfur fer með aðalhlutverk á samkomu nas- ista í Nuremberg. Í nokkurs konar óbeinu framhaldi, Ólympíu frá árinu 1938, hvetur foringinn sína menn áfram á Ólympíuleikunum í Berlín tveimur árum áður. Vegna frammistöðu hans í þessum kvik- myndum en þó fyrst og fremst vegna ræðu- hæfileika hans á sviðinu sagði Charlie Chaplin að Hitler væri einhver besti leikari sem hann hefði séð, enda þarf ekki lítinn sannfæringarkraft til að sannfæra heila þjóð um að allir skuli vera hávaxnir og ljós- hærðir þegar maður sjálfur er lítill, dökk- hærður og þybbinn (Hitler bætti duglega á sig í Landesberg-fangelsinu, þar sem hann borðaði rjómabollur og ritaði áðurnefnda bók, Mein Kampf). Einræðisherrann mikli Chaplin var þó minna hrifinn af Hitler sem stjórnmálamanni og árið 1938 réðst hann í gerð stórvirkisins „The Great Dictator“, þar sem hann sjálfur fer með hlutverk einræðis- herrans Adenoid Hynkel. Stóru kvikmynda- verin höfðu áhyggjur af því að myndinni myndi verða dræmlega tekið á hinum mikil- væga Þýskalandsmarkaði, og fór það því svo að Chaplin sjálfur fjármagnaði gerð hennar. Tökur myndarinnar tóku næstum tvö ár og sendi Roosevelt Bandaríkjaforseti Chaplin bréf þar sem hann hvatti hann áfram þegar flestir aðrir höfðu snúið við honum baki. Ætlun Chaplins var að vara við ógninni sem stafaði af Hitler, en þegar kvikmyndin var loks frumsýnd árið 1940 hafði Hitler þegar lagt undir sig París og ógnin því orðin flestum ljós. „Einræðis- herrann“ varð vinsælasta mynd Chaplins frá upphafi þrátt fyrir að vera bönnuð í flestum löndum á meginlandi Evrópu. Hitl- er sá hana tvisvar og segja aðstoðarmenn hans að hann hafi skemmt sér vel, þó ekki hafi hann leyft almennar sýningar á mynd- inni. Myndin telst enn meðal heldri verka kvikmyndalistarinnar, en hafði ekki teljandi áhrif á seinni heimsstyrjöldina aðra en þau að skemmta Hitler eins og eina eða tvær kvöldstundir. Síðustu dagarnir Endalok Hitlers eru vinsælt efni, eins og metsölubók Anthony Beevor, Fall Berlínar, er til vitnis um, nú nýútkomin á íslensku. Síðustu dagarnir í lífi Hitlers hafa oft verið kvikmyndaðir, Alec Guinness lék hann í myndinni Hitler: The Last Ten Days, frá 1973, meðan Anthony Hopkins lék hann í sjónvarpsmyndinni The Bunker árið 1981. Móðir allra mynda um síðustu daga Hitlers er vafalaust hin þýska Der Untergang, þar sem Bruno Ganz (annar englanna úr Der Himmel Uber Berlin) leikur foringjann. Flestar myndir um síðustu daga Hitlers eiga það sameiginlegt að vera byggðar á verkum sagnfræðinga, Last Ten Days byggir á Hugh Trevor Roper, fyrsta sagnfræðiritinu um endalokin, The Bunker byggir á samnefndri bók James O. Donnell og Der Untergang er byggð á bók Joachim Fest um lífið í byrginu. Einnig hafa æviminningar einkaritara Hitl- ers, Traudl Junge, haft áhrif á kvikmynda- gerðarmenn. Hitler og Frú dauði Þegar kemur að fyrstu árum Hitlers hafa menn hins vegar gefið ímyndunaraflinu lausan tauminn, enda minna vitað fyrir víst um líf Hitlers þá. Leikritið Mein Kampf er hreinræktað skáldverk, aðrar persónur en Hitler eru ekki sannsögulegar, svo sem gyð- ingurinn Slómó og Frú Dauði. Kvikmyndin Max gerist á mánuðunum rétt eftir fyrri heimsstyrjöld. John Cusack leikur listaverkasalann og gyðinginn Max Rothmann sem misst hefur aðra hendi, og þar með listamanns- ferilinn, í stríð- inu. En með hjálp þekkingar sinnar og fjölskylduauðæva verður hann í staðinn áhrifamikill listaverkasali. Að hluta til vegna samúðar með hermann- inum Hitler, sem á í engin hús að venda, að hluta til vegna þess að honum finnst hann í raun efnilegur, ef ekki endilega góður lista- maður, tekur Max það á sig að reyna að selja verk hans með lítilli velgengni. Stjórnmál eða list „Hitler, þú ert maður sem erfitt er að vera vel við, en ég ætla að reyna,“ segir Max við hann í eftirminnilegu atriði. Hitler er hér mikill leiðindagaur, drekkur hvorki áfengi né kaffi og reykir ekki (Þorgrímur Þráins- son mætir Gengis Khan), sem er sögunni samkvæmt. Max Rothman sjálfur er hins vegar ekki sannsögulegur karakter, en kjarni myndar- innar er sannur; aumkunarverðar tilraunir Hitlers til að öðlast vinsældir sem ganga meira að segja svo langt að hann spyr Max eftirvæntingarfullur hvernig honum hafi fundist ræða hans gegn gyðingum. Og hið hrikalega lokaatriði þar sem hann þarf að velja á milli listarinnar og stjórnmálanna. En þá er svo komið að æstur múgurinn, tendrað- ur af ræðum Hitlers, ræðst á Max og gerir þar með útaf við listaferil Hitlers sjálfs. Skoskur Hitler Önnur mynd sem fjallar um upphafsár Hitl- ers er sjónvarpsmyndin Hitler: The Rise of Evil, þar sem hann er leikinn af Skotanum Robert Carlyle. Í forgrunni er samband Hitlers við Ernst Hanfstaengl, útgefanda listaverkabóka, sem átti stóran þátt í að kynna Hitler fyrir heldri fjölskyldum Þýskalands en flúði seinna til Bandaríkj- anna og vann þar fyrir Roosevelt. Sum atriði í myndinni, svo sem þegar Hitler ræðst inn á heimili Hanfstaengl-fjölskyld- unnar og eyðileggur fyrir þeim jólin, eru óviljandi fyndin. Annars er allt gert til að gera Hitler að djöfli í mannsmynd, hann er sýndur berja hund þrátt fyrir að í raun hafi hann verið mikill dýravinur. Þessi einhliða lýsing gerir Hitler óskiljanlegan sem persónu og stend- ur hún því myndum eins og Max og Der Untergang langt að baki. Glæpaverk Hitl- ers eru nógu mörg fyrir, óþarfi er að skálda fleiri. Hitler í Brasilíu Hitler hefur einnig komið fyrir í ýmsum öðrum myndum sem gera ekki tilkall til sannsöguleika. Í myndinni The Boys from Brazil frá 1978 reynir dr. Mengele að ein- rækta Hitler í frumskógum Suður-Ameríku. Í myndinni The Producers, sem varð seinna að söngleik, reyna tveir leikhússtjórar að setja á svið söngleikinn Springtime for Hitl- er. Á hinn bóginn er þýska myndin Schtonk frá 1992 sannsöguleg gamanmynd sem fjall- ar um falsanir dagbóka Hitlers, en titillinn er vísun í ræðu Chaplins í Einræðisherran- um. Helstu áhrif Hitlers á kvikmyndasög- una voru þó önnur og verri. Áður en hann komst til valda hafði þýski kvikmynda- iðnaðurinn keppt við þann bandaríska næstum á jafnréttisgrundvelli. Eftir valdatökuna fluttu flestir af hæfustu leik- stjórunum, svo sem Fritz Lang, til Holly- wood, meðan ritskoðunin þaggaði niður í öðrum. Þýskaland hefur aldrei síðan end- urheimt stöðu sína í kvikmyndagerð, né heldur hefur neinu Evrópuríki síðan tek- ist að keppa við Hollywood hvað vinsæld- ir varðar. ■ Raunir Hitlers unga HREINRÆKTAÐ SKÁLDVERK Leikritið Mein Kampf í Borgarleikhúsinu. „Þú ert lélegur leikari, Hitler, þú ættir frekar að einbeita þér að stjórnmálum.“ Eitthvað á þessa leið segir gyðingurinn Slómó við hinn misheppnaða listmálara Adolf í leikritinu Mein Kampf, sem nú er sýnt á fjölum Borgarleikhússins. Verkið er blessunarlega ekki byggt á samnefndri bók, sem þykir æði endurtekningar- söm, heldur er eftir ungverska leikskáldið George Tabori og fjallar hálft í öðru um lista- mannsár Hitlers í Vín á árun- um fyrir fyrri heimsstyrjöld. Tabori þessi er ekki fyrsti mað- urinn til að sviðssetja líf Hitl- ers, né heldur eru allir á sama máli um leikhæfileika Hitlers. Valur Gunnarsson fer yfir sögu Hitlers á hvíta tjaldinu og á leikfjölunum. MÓÐIR ALLRA MYNDA UM SÍÐUSTU DAGA HITLERS: Bruno Ganz í hlutverki Hitlers í Der Untergang. „HITLER, ÞÚ ERT MAÐUR SEM ER ERFITT AÐ VERA VEL VIÐ EN ÉG ÆTLA AÐ REYNA.“ Kvikmyndin Max fjallar um upphafsár Hitlers.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.