Fréttablaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 83
 28. október 2006 LAUGARDAGUR42 U ndanfarna fjóra laugardaga höfum við fylgst með þeim Siggu, Ástu og Elísa- betu þar sem þær hafa fylgt aðferðum bókarinnar Þú léttist – án þess að fara í megrun. Bókin leggur til ákveðna dagskrá þar sem bent er á leiðir til að brjótast út úr vana- festu, eitt skref á dag, sem getur falið í sér að fara aðra leið í vinn- una eða lesa annað dagblað þann daginn. Árangurinn hjá konunum þrem- ur hefur verið misgóður og sumir kaflar bókarinnar reynst þeim erfiðari en aðrir. Karen segir það alveg eðlilegt að þeim þyki sumt erfitt sem bókin býður þeim að gera enda séum við öll dálítið föst í viðjum vanans. „Það getur verið óþægilegt fyrir suma að reyna eitthvað nýtt og þess vegna ákváð- um við að láta fólk breyta ein- hverju örlitlu á hverjum degi í staðinn fyrir að gera stórar breyt- ingar,“ segir Karen og leggur áherslu á að sú tilbreyting sem bókin leggur til fyrir hvern dag þurfi aðeins að gera einu sinni yfir daginn. „Það er ekki ætlast til þess að persónuleikanum sé breytt yfir heilan dag, heldur bara litlu í einu. Smám saman fer fólk síðan að verða áræðnara við að stíga út fyrir sitt þægindasvið og þá fer það að léttast.“ Venjurnar leiða til ofáts Ástæðuna fyrir því að fólk léttist við það eitt að verða sveigjanlegra í athöfnum segir Karen vera þá að venjurnar sem fólk er fast í hvetja margar hverjar til ofáts. „Til dæmis er algengt að fólk fari beint í ísskápinn þegar það kemur heim úr vinnunni og setjist síðan við sjónvarpið um kvöldið með snakk í skál. Það er mun auðveldara fyrir fólk að ráðast beint að munstrinu í kringum matarvenjurnar heldur en beint á matarvenjurnar sjálfar. Það eru svo margar kveikjur yfir daginn sem verða til þess að fólk fær sér að borða. Ef venjurnar yfir daginn eru brotnar upp þá breytast matarvenjurnar sjálf- krafa líka,“ útskýrir Karen og bætir því við að fólk hætti smám saman að borða of mikið og breyti öllum matarvenjum sínum þannig að þær verði heilbrigðari. „Ef þú sleppir því að horfa á sjónvarpið eitt kvöld þá sleppir þú því líka að narta í snakkið sem þú ert alltaf með við sjónvarpið. Þegar fólk síðan venst því að verða sveigjan- legra verður það hamingjusamara og leitar því ekki huggunar eða félagsskapar í matnum. Það er of upptekið við að njóta lífsins.“ Langtímalausnir taka lengri tíma Karen segir árangur kvennanna þriggja í átaki Fréttablaðsins vel ásættanlegan. „Það er mikilvægt að þeir sem nýta sér þessa leið geri sér grein fyrir því að þetta er engin skyndilausn þar sem lofað er að fólk grennist um tvær buxnastærð- ir á tveimur vikum. Þetta verður að vera langtímalausn og tekur því aðeins lengri tíma. Þessar skyndi- lausnir virka oft vel í stuttan tíma en á endanum er fólk búið að bæta við sig öllu aftur og oft meiru til. Þess vegna er ekki betra að léttast hratt og með öfgafullum aðgerðum heldur hægt og örugglega,“ segir Karen og bendir á að þessar hröðu megranir séu oft kallaðar jójó- megranir sem fólk stundi þó jafn- an árum saman þangað til þær fari að hafa verulega slæm áhrif, bæði líkamlega og andlega. Karen hefur þau skilaboð til Siggu, Ástu og Elísabetar að halda áfram og gera þetta á þeirra eigin hraða. „Reynið að hugsa þetta ekki eins og þið séuð undir þrýstingi og gerið verkefnin í þeirri röð sem hentar ykkur. Reynið bara að gera þau og breyta einhverju örlitlu á hverjum degi meðan þið eruð að venjast þessu. Á endanum ætti ykkur að vera farið að finnast þetta skemmtilegt og þá njótið þið þess að breyta til.“ sigridurh@frettabladid.is Lítil skref að nýjum lífsstíl Dr. Karen Pine er einn höfunda bókarinnar Þú léttist – án þess að fara í megrun. Hún er dósent í þróunarsálarfræði við Háskólann í Hertfordskíri í Englandi auk þess sem hún hefur unnið við fjölda rannsókna um hugsunar- hátt barna og líkamsímynd kvenna. Sigríður Hjálmarsdóttir ræddi við hana um bókina og árangurinn sem næst við að fylgja henni. ENGIN SKYNDILAUSN Karen leggur áherslu á að aðferðirnar í bókinni virki vel til lengri tíma litið en ekki sé um neinar skyndilausnir að ræða. N ú eru þær Sigga, Ásta og Elísabet búnar að fylgja eftir hinni byltingarkenndu bók, Þú léttist – án þess að fara í megrun, í fjórar vikur og hafa samanlagt lést um 4,5 kíló. Allar eru þær mjög hrifnar af bókinni og ákveðnar í að fara í gegnum hana aftur og þá á eigin hraða og eigin forsendum. Bókin leggur til lífsstílsbreytingu sem felur í sér að brjóta upp vanafestuna og reyna eitthvað nýtt á hverjum degi. Með því móti á að vera hægt að breyta munstrinu í matarvenjum og fólk léttist, eins og konurnar þrjár hafa reynt. Sigga Lund Hvernig gekk síðasta vikan? Síðasta vikan búin, sem betur fer en þetta var mjög pirrandi vika. Verkefnin voru virki- lega erfið og kröfðust mikilla pælinga, auk þess að horfast í augu við sinn eigin ótta. Ástæðan fyrir því að síðasta vika var svona pirrandi var að ég leyfði mér bara að vera í friði með mína vana. Það er bara stundum erfitt að breyta og gera öðruvísi en maður er vanur. Þannig að það fór í taug- arnar á mér. Í heildina er ég núna búin að léttast um tvö kíló á þessum fjórum vikum og það er bara alveg eins og mælt er með. Hvernig finnst þér vikurnar fjórar hafa verið? Mér finnst þessi bók fínasta aðferð til þess að takast á við líf sitt og aukakílóin í leiðinni. Ég mæli alveg með því að fólk prófi þetta og taki sér góðan tíma í það. Bókin eykur á trúna á að þetta sé ger- legt. Ég held ekki lengur að ég verði alltaf of þung, eins og ég hef oft haft á tilfinningunni. Um árin hef ég verið að sprikla í ræktinni, farið í endalausar megranir og þá hugsa ég oft í upp- gjöf að ég nenni þessu ekki enda verði ég bara svona. Núna sé ég að það er hægt að breyta hegðuninni og munstrinu í sambandi við mataræðið þó það sé ekkert farið í mataræði bókinni. Heldurðu að þetta breyti lífsstíl þínum til langframa? Mér finnst það engin spurning að þetta geti verið lífstíðarbreyt- ing á svo margan hátt. Ekki bara hvað varðar áhyggjurnar af mataræðinu og aukakílóunum, heldur opnar þetta bara huga manns rosalega mikið og er pínulítil sjálfsskoðun að auki. Ég er alveg ákveðin í því að fara aftur í skrefin frá upp- hafi á mínum eigin forsendum og án allra skýrslugerða. Ég ætla að gera þetta af miklu meiri ástríðu og samviskusemi enda veit ég núna að hverju ég geng. Bókin hefur gert það að verkum að ég hugsa öðruvísi um mataræðið í dag en áður en ég byrjaði. Ef ég fæ einhverja þörf fyrir að kaupa mér nammi meðan ég horfi á sjónvarpið þá bremsa ég mig af og ákveð að breyta til í það skipti, í staðinn fyrir að rjúka út í sjoppu að kaupa mér bland í poka. Þannig að í rauninni þá hefur hugsunarhátturinn breyst gagnvart þessu án þess að ég hafi beinlínis tekið eftir því. Ásta Sólveig Hjálmarsdóttir Hvernig gekk síðasta vikan? Það gekk bara mjög illa í þess- arri viku, verr en í síðustu viku enda er ég núna búin að bæta á mig hálfu kílói. Þannig að ég er farin að efast um að þetta virki nokkuð fyrir mig. Gekk voða vel fyrstu tvær vikurnar og þá léttist ég um rúm- lega eitt og hálft kíló en síðan hefur það ekki gengið nógu vel. Hvernig finnst þér þessar fjórar vikur hafa verið? Mér fannst þetta mjög skemmtilegt til að byrja með en svo varð þetta bara erfitt af því það var svo mikil pressa. Ég hef tekið eftir því síðasta mánuðinn að stundum þegar ég hef ekkert að gera þá ákveð ég að fá mér bara að borða. Svo fer ég að hugsa mig um og átta mig þá á því að ég sé í rauninni ekkert svöng og geti vel beðið með það fram að kvöldmat. Ég sé það núna að þetta er allt alveg svakalega mikil rútína. Heldurðu að bókin breyti lífsstíl þínum til langframa? Ég sé það alveg fyrir mér að þetta gæti orðið til lífsstílsbreyting- ar til lengri tíma litið enda hefur þegar orðið svo mikil breyting á mínum högum að mig munar varla um nokkra hluti í viðbót. Ég var náttúrlega að flytja, byrja í nýrri vinnu og fleira sem fylgir því. Þá ætti ekki að vera erfitt að breyta einhverju í viðbót. Ég ætla pottþétt að lesa bókina aftur þegar ég er búin að koma mér betur fyrir í Stykkishólmi enda er ég bara nýflutt þangað. Mér finnst bókin alveg frábær og ekki bara til þess að léttast heldur líka til að breyta viðhorfi. Það var rosalega gaman fyrstu vikuna að gera hluti sem maður er ekki vanur að gera en fyrirmælin voru mjög skýr þá viku. Síðan kom að því að breyta hugsunarhætti og framkomu og það er bara mjög erfitt. Mér fannst aðstæður mínar alls ekki bjóða upp á að vera með miklar breytingar gagnvart fólkinu í kringum mig. Aftur á móti þá langar mig mikið til þess að fara í bókina aftur og þá á mínum eigin hraða og án þess að það sé opin- bert átak. Mér finnst þetta mjög sniðug bók og ekkert endilega bara í tengslum við að léttast. Það er í rauninni margt annað sem skiptir meira máli í þessarri bók það er í raun bara bónus að léttast. Elísabet Ólafsdóttir Hvernig gekk fjórða vikan? Ég er búin að léttast um 600 grömm síðustu vikuna þrátt fyrir að hafa átt dálítið erfitt með að framfylgja öllu sem ég átti að gera. Ég las allt um verkefni vikunnar og fannst margir mjög góðir punktar í þessu eins og til dæmis að byrja að haga sér eins og forvitið barn og að taka eftir hlutum öðruvísi. Litlir hlutir eins og hvort það séu tyggjó á götunni eða hvort hún sé hrein. Hvernig finnst þér þessar fjórar vikur hafa verið? Ég ætla að gera þetta aftur og gefa mér meiri tíma í að átta mig á þeim skrefum sem ég réð illa við í fyrri umferðinni. Í heild- ina hefur þetta verið mjög skemmtilegt og ég er búin að fara á fjöldamörg trúnó í gegnum þetta allt og sökuð um allt of djúpt blogg í kjölfarið. Ég er hins vegar alveg viss um að þegar ég hætti að gefa skýrslu í Frétta- blaðið þá eigi ég eftir að njóta þess mun betur að gera þetta. Heldurðu að bókin breyti lífsstíl þínum til lang- frama? Mér finnst þetta mjög góð bók. Hún fjallar um að opna hug- ann og sjá sjálfan sig frá öðru sjón- arhorni. Þegar það gerist þá fer maður að hugsa betur um sjálfan sig og þar af leiðandi að lifa heilnæmara lífi. Bókin snýst um að fá fólk til að sjá að það getur breytt sjálfu sér og þá líður því betur. Þegar manni líður betur þá borðar maður hollari mat. Það er æðislegt. Hvort sem þetta er hin fullkomna megrunaraðferð eða ekki þá er þetta hin fullkomna lífsaðferð, finnst mér. ■ Léttari og ánægðari með lífið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.