Fréttablaðið - 28.10.2006, Page 84
LAUGARDAGUR 28. október 2006
Jón Mýrdal
– djókari
„Það er alveg
frábært að vera
djókari. Þá fær
maður óskipta
athygli bæði í
matar- og kaffitímum. Er vinsæll. Svo
nýtur maður óttablandinnar virðingar.
Fólk vill síður lenda í djókaranum.
Sem er ég.“
Einar Rúnarsson
– djókari
„Jújú, maður er
náttúrlega alltaf
eitthvað að djóka
með Sniglabandinu.
Það getur tekið á að
djóka en annars hef
ég verið djókandi
alla tíð. Besta djókið
er það sem gerist
spontant á einhverj-
um Sniglabandsgiggum, til dæmis í
útvarpinu. Jájá, ég er sæll og sáttur
við að vera djókari. Kaupi það alveg.“
Anna Þóra Björnsdóttir
– djókari
„Takk fyrir komplím-
entið. Jú, það getur
tekið á að vera djók-
ari. Miklar kröfur eru
gerðar til manns. Og
oft erfitt að djóka eftir
pöntun. Annars getur þetta reynst
varasamt. Til dæmis brá Reyni Trausta-
syni illa þegar ég hringdi óvart í hann
og sagðist vera laundóttir Sonju
Zorillu. Hún hafi gefið mig og hann
komst umsvifalaust á þá skoðun að
líklega væri Onasiss skipakóngur
pabbi minn. Eftir á að hyggja fannst
mér verra að þetta væri allt eintóm
þvæla því þá væri ég ekki í þessu
basli alla daga.“
Sigurður Sveinsson
– djókari
Lífið gengur út á það að hafa gaman
af því. Annað væri náttúr-
lega skandall. En innst inni
er ég náttúrlega grafalvar-
legur maður. Ég held
að hver maður ætti,
til þess hreinlega að
lifa af, að leita eftir
húmornum í sjálfum
sér. Djókari eða ekki
djókari. Ég reyni að
hafa gaman að lífinu og
það er nú þess vegna sem ég lít út
fyrir að vera tvítugur.“
Sigríður Dögg Arnardóttir
– djókari
„Mér finnst það æði. Að vera djókari
er nátengt því að vera með þráhyggju.
Hugsanir sem koma allt
í einu, out of nowere,
og verða að koma
þeim á framfæri.
Djókarinn er þannig
hvatvís með vott
af þráhyggju.
Hugsar oft ekki
áður en hann
lætur vaða. Ég
vona að ég dansi
á línunni, sé fyndin og sniðug en ekki
taklaus og móðgandi.“
HVERNIG ER AÐ...
VERA DJÓKARI?
���������������
������
��
��������������
����������������
���
���� ���
�
����������������������������������������������������������������������������������
����������������������������������������
��������� �������� ������
�����������������
������
��
�� �������� ������ ������������������