Fréttablaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 85

Fréttablaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 85
 28. október 2006 LAUGARDAGUR44 K veikjan að þessari samantekt, um ill- menni í íslenskum kvikmyndum, er frábær frammistaða Theódórs Júlíusson- ar í hlutverki Elliða í Mýrinni. En þegar til kastanna kom reyndist flóknara að finna hreinræktuð fúl- menni í íslenskum bíómyndum en ætla hefði mátt í fyrstu. Í ágætum pistli sem Sigríður Pétursdóttur kvikmyndafræðing- ur skrifaði í fagtímaritið Land og syni fyrir nokkru: „Þá riðu hetjur um héruð...“, um karlímyndina í íslenskum kvikmyndum, kemur fram skortur á hetjum, úrræða- góðum og atkvæðamiklum. Hins vegar hefur borið mest á karl- mönnum sem eru „liðleskjur, margir hverjir óheiðarlegir, latir, sjálfselskir, halda fram hjá, eru oft á tíðum algjör kvikindi og ekk- ert á þá að treysta. Eða eru bara aumingjar með hor sem láta kerl- ingar ráðskast með sig.“ Í ljósi þessa ætti að vera af nægu að taka þegar illmennin eru annars vegar. En það er öðru nær. Annað hvort er um paródíu á „vonda kallinn“ að ræða og/eða duglausum aumingjum Sigríðar er til að dreifa. Séu þeir illmenni, eða fremji illvirki, þá eru þeir afsprengi umhverfis síns og þannig gjarnan fórnarlömb sjálfir. Svo virðist sem íslenskum kvik- myndagerðarmönnum upp til hópa sé í mun að skapa samúð með þess- um aumingjum sínum og þá getur reynst erfitt að flokka persónurn- ar sem rakin illmenni. Kvik- myndasérfræðingar Fréttablaðs- ins settu þó saman topp tíu lista illmenna og var rétt svo að tókst að skrapa saman í hópinn. jakob@frettabladid.is 1. ELLIÐI Theódór Júlíusson í Mýrinni eftir Baltasar Kormák. Elliði er svo óárennilegur og sannfærandi sem illmenni, fauti og refsifangi að þegar Theódór Júlíusson hringdi í frambjóðand- ann Guðmund Steingrímsson, þá búinn að sjá Mýrina, til að lýsa yfir stuðningi við framboð hans, þá varð Guðmundur hálf hræddur. Reyndar er annað illmenni í Mýr- inni sem vel kom til álita á lista yfir illmenni, en það er Rúnar sem Eyvindur Erlendsson leikur. En Elliði drepur aumingjann Rúnar sem því fær ekki að fljóta með hér. 2. KAUPAMAÐURINN Sveinn M. Eiðsson í Óðali feðranna eftir Hrafn Gunnlaugsson Þessi persóna Hrafns var með slíkum ósköpum að mörg börn fengu martröð eftir að hafa séð Óðal feðr- anna. Kaupa- maðurinn reynist algert ómenni, sóða- og suddaleg- ur aumingi sem notfærir sér aðstöðu sína og neyðir þroskahefta heima- sætuna til samræðis. Sveinn M. Eiðsson var frábær í hlutverkinu og svo sannfærandi að margir urðu, á hinum mikla vori í íslenskri kvikmyndagerð, til að tengja hann ómaklega persónunni. 3. RÓBERT Steindór Hjörleifsson í Morðsögu eftir Reyni Oddsson Í þessari fyrstu alíslensku kvik- mynd í fullri lengd leikur Steindór ofbeldisfullan heimilisföður af miklu öryggi. Róbert kúgar eigin- konu sína og nauðgar stjúpdóttur sinni. Þetta verður til þess að þær mæðgur drepa ódáminn og segja þá bíógestir: Farið hefur fé betra. 4. SÍRA JÓN MAGNÚSSON Hilm- ir Snær Guðnason í Myrkrahöfð- ingjanum eftir Hrafn Gunnlaugs- son Síra Jón er vitaskuld frægur úr sögunni og gerir Hrafn sér mat úr Píslarsögu hans í Myrkrahöfðingj- anum. Hugumdjarfur tekur hann við brauði vestur á fjörðum en verður fljótlega fórnarlamb óra sinna og paranoju. Hann sér galdramenn og fordæður í hverju horni sem leiðir til þess að sjálf- ur verður hann kvalari sóknarbarna sinna. Hér má vissu- lega segja að Jón sé sjálfur ákveð- ið fórnarlamb veiki sinnar – en á móti kemur að segja má að ill- menni teljast tæplega heil á geði þegar allt kemur til alls. 5. NATAN Baltasar Kormákur í Agnesi eftir Egil Eðvarðsson Natan er vissulega fórnarlamb einnig plús það að ganga á hlut annarra. En í mynd Egils er Natan einkum ómenni sem gengur í skrokk á Agnesi og svífst einskis. Varmennsku hans er við- brugðið og verður til þess að Agnes og Friðrik grípa til þess að ráða hann af dögum. Með þekkt- um afleiðingum. 6. ÞURÍÐUR Tinna Gunnlaugs- dóttir í Ungfrúin góða og húsið eftir Guðnýju Halldórsdóttur Tinna er húsfrú á kaupmanns- heimili. Hún lítur niður á kotunga og annan lýð, telur sig yfir hann hafinn. Af allt öðru sauðarhúsi er systir hennar sem Ragnhildur Gísladóttir leikur. Af snobbi Þur- íðar hljótast svo hin verstu örlög en sjálf hefur hún ekki úr háum söðli að detta því siðferðisvitund hennar er ekki burðug þegar hún sjálf á í hlut. Hún snobbar fyrir dansknum og leggst með honum. Sem sagt: Hið versta man. 7. KÓNGURINN ÓLAFUR TRYGGVASON Egill Ólafsson í Hvíta víkingnum eftir Hrafn Gunnlaugsson Ólafur konungur er hið dæmi- gerða illmenni. Dreginn skýr- um dráttum. Grimmur, gráðugur og illur drífur hann frásögn- ina áfram með því að standa í vegi fyrir því að elskendur nái saman. Hrafn Gunnaugsson er af skóla Kúr- úsava og Serge Leone – þar sem hann lætur ekki eftir leikurum eitthvert dund við að dýpka per- sónur í krókaleið til að kalla fram samúð áhorfenda. Egill leikur svo konunginn vonda af stakri snilld. 8. ÞÓRÐUR Helgi Skúlason í Hrafninn flýgur eftir Hrafn Gunn- laugsson Þeir voru stærri glæpirnir í hefndarþjóðfélagi landnámsaldar en þekkjast nú. Þórður drepur for- eldra Gests og gerir systur hans að frillu sinni. Sæmileg illmennska það. Í meðförum Helga heitins Skúlasonar verður þessi fauti að einu eftirminnilegasta illmenni íslenskrar kvikmyndasögu þó ef til vill megi finna meiri illvirkja þar – samansúrraða öfugugga og ljóta karla. 9. SVEPPI Steinn Ármann Magn- ússon í Veggfóðri eftir Júlíus Kemp og Jóhann Sigmarsson Nauðgarinn, dóphrossið og smákrimminn Sveppi kemst á lista, ekki síst fyrir að láta sér ekki duga glæpahneigð og pervertísk- ar kenndir heldur tekur hann polo- roid-myndir af fórnar- lömbum sínum og hengir upp á vegg. Krókódílamaðurinn í sam- nefndum texta Megasar. Steinn Ármann í essinu sínu. Margir gætu freistast til þess að telja Sveppa vera eins konar paródíu á illmennið, slík steríótýpa er hann, en gegnheil illmenni eru nú einu sinni steríótýpur og hér, við þetta tækifæri, verður ekki öðru haldið fram en að þeir Júlíus og Jóhann hafi verið fullkomlega einlægir í sinni bíómyndagerð. 10. HANDRUKKARINN Gísli Örn Garðarsson í Börnum eftir Ragnar Bragason Einhvern veginn liggur í hlut- arins eðli að handrukkarar eru vondir. Þeir hljóta að teljast illir sem leggja fyrir sig þá iðju að lim- lesta og meiða menn til að rukka skuldir fyrir dópsala. Hitt er að nokkur dýpt er lögð í karaktera í Börnum og handrukkari Gísla Arnar hefur til að bera vott af sið- ferðiskennd. Hins vegar, þegar kemur að því að snúa við blaðinu, sést að þetta er það eina sem hand- rukkarinn kann. Að beita ofbeldi. Ágæt frammi- staða Gísla Arnar tryggir þessari persónu tíunda sætið í þessari samantekt þótt hann sé ekki alvondur sem slík- ur. Hreinræktuð íslensk illmenni Alveg er á hreinu hver íslenskra kvikmyndagerðar- manna hefur verið duglegastur við að skaffa íslenskum bíógestum skúrka, óbermi og fúlmenni – hreinræktuð illmenni – á hvíta tjaldið. Hrafn Gunnlaugsson er þar sem kóngur í ríki sínu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.