Fréttablaðið - 28.10.2006, Page 89

Fréttablaðið - 28.10.2006, Page 89
 28. október 2006 LAUGARDAGUR48 > Dustaðu rykið af Dýrheimum eftir Rudiyard Kipling. Verk- ið kom fyrst út í íslenskri þýðingu í heild sinni 1945 en þá höfðu sögur hans frá Indlandi verið vinsælar í ýmsum útgáf- um í hartnær hálfa öld. Nýir Dýrheimar komu út á sjötta áratugnum. Síðan hafa sögurnar um Móglí eignast nýtt líf í meðförum Disneys, en upphaflegu sög- urnar eru miklu skemmtilegri og meira kjöt á mögnuðum aðstæðum manna og dýra á Indlandi sem hann hefur að söguefni. Ólafur Haukur Símonarson gerði sér mat úr einni þeirra í söngleik fyrir börn: Kötturinn sem fer sínar eigin leiðir. RUDYARD KIPLING Stelpurnar í Gjörninga- klúbbnum ætla að fremja gjörning eftirmiðdaginn í dag. Þær verða ekki einar að verki. Með þeim er par frá Hollandi sem vinnur mikið fyrir auglýsingar, kvik- myndir og tónlistarbrans- ann. Þau eru þekkt fyrir að gera furðulega búninga, mikið af uppblásnu dóti og mörgu mjög skemmtilegu sjónrænu dóti og kalla sig Nepco. Gjörningaklúbburinn er skipaður þremur lista- mönnum, þeim Eirúnu Sigurðardóttur, Jóní Jónsdóttur og Sigrúnu Hrólfsdóttur. Þær hafa unnið saman síðastliðin tíu ár og getið sér gott orð bæði á Íslandi og á erlendri grundu. Gjörningaklúbburinn og Nepco ætla í þessum gjörn- ingi að skoða gildi þess að vera geymdur lifandi á safni, hversu lengi lifa hlutir og hversu lifandi eru þeir? Einnig er mikilvægt að „sýna sig og sjá aðra”, setja sig í samhengi. Gjörningurinn er hluti af Sequenses gjörningalistahá- tíð sem er búin að vera í gangi síðan 13. okt og endar núna um helgina og er innlegg Gjörningaklúbbs- ins eitt af síðustu atriðunum. Gjörningurinn hefst í dag kl.16 og verður í Þjóð- minjasafninu við Suðurgötu í Reykjavík. Gjörningaklúbburinn í safni GJÖRNINGAR Stöllurnar í klúbbnum hafa getið sér gott orð víða um lönd og eru með þekktari hóp íslenskra listamanna á erlendum vettvangiurinn. Það er stund milli stríða í Lista- safni Reykjavíkur á Miðbakkan- um. Sýningunni Pakkhúsi postul- anna er pakkað og von á einhverri stærstu sýningu sem saman hefur verið tekin um unga listamenn bandaríska. En í millitíðinni er hó í húsinu: hönnunarmaraþon hefst þar í dag kl. 14.00. Um er að ræða röð stuttra fyr- irlestra þar sem 24 hönnuðir halda átta mínútna kynningu á sér og verkum sínum. Viðburðurinn er skipulagður af nemendum Lista- háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík og ber yfirskriftina RJÓMI. Hugmyndin er að gefa gestum kost á að kynnast íslenskum hönnuðum og verkum þeirra: arkitekt- úr, grafíska hönnun, vöruhönnun og tísku- hönnun. Fyrirlestrarnir ættu að gefa góða mynd af því helsta sem á sér stað í hönnunargeiranum á Íslandi um þessar mund- ir auk þess sem einstakl- ingar sem hafa haft mót- andi áhrif munu einnig taka þátt. Verkstæði og stúdíóhönnuða eru á víð og dreif úti um allan bæ og er atburðurinn hugs- aður sem kjörið tækifæri til að fá vitneskju um þessa aðila beint í æð. Formið á fyrirlestrun- um er þannig að fólk geti auðveldlega komið og farið, skroppið í kaffi og komið aftur. Þeir allra hörðustu munu auðvitað koma sér vel fyrir og fylgjast með allan tím- ann. Maraþonið ætti að gefa góða mynd af tíðar- andanum í hönnunar- geiranum á Íslandi í dag. Samhliða hönnunar- maraþoninu verður opnuð sýning, þar sem afrakstur tólf verkefna sem nemendur hafa unnið að í fimm vikur verður sýndur. Markmið sýning- arinnar er að draga fram sérkenni íslenskrar hönnunar – í formi við- skiptahugmynda. Viðskiptahug- myndirnar greina frá tækifærum sem felast í markaðssetningu á grafískri hönnun, fatahönnun, vöruhönnun og arkitektúr. Maraþonið er hluti af sameigin- legu verkefni um íslenska hönnun sem nemendur Háskólans í Reykjavík og Listaháskóla Íslands hafa unnið undanfarnar vikur. Til samstarfsins var stofnað með það að markmiði að efla tengsl við- skipta- og hönnunarlífs á Íslandi. Þetta er í fimmta sinn sem nám- skeiðið er kennt. Í ár var ákveðið að taka örlítið hliðarspor, í stað þess að hanna nýja vöru eða hugmynd og koma henni á markað hafa nemendur unnið rannsóknarvinnu og kort- lagt hönnunargeirann á Íslandi í dag. Í framhald- inu hófst úrvinnsla, hug- myndavinna og leitin að því sem er EKTA í íslenskri hönnun. Þá eru þróaðar viðskiptahug- myndir í kringum valda hluti sem lýsa spennandi tækifærum þar sem sér- kenni íslenskrar hönnun- ar eru dregin fram. Nem- endur skólanna tveggja hafa unnið að tólf mismun- andi verkefnum sem snúa að grafískri hönnun, vöru- hönnun, fatahönnun og arkitektúr.Afrakstur þess- ara verkefna verður sýnd- ur í Listasafni Reykjavík- ur áður en hönnunarmaraþonið hefst eða frá kl. 13.00 - 14.00. Þann 29. október mun sýningin færast yfir til Marels og vera opin til 11. nóvember 2006. Allar frekari upplýsingar eru á www.rjomi.is. -pbb Hönnunarmaraþon KYNNING Á ÍSLENSKUM HÖNNUÐUM Hjólabretti hannað af Katrínu Péturdóttur Young Kammermúsíkklúbburinn í Reykjavík hefur um áratugaskeið staðið fyrir kraftmikilli starfsemi sem hin síðari ár hefur verið í Bústaðakirkju. Á sunnudagskvöld verða tónleikar við Bústaðaveginn sem eru helgaðir Robert Schum- ann. Schumann (1810-1856) samdi lítið annað en píanótónlist fyrsta áratug tónskáldaferils síns. En upp úr 1840, fór honum að þykja píanóstíll sinn ófullnægjandi og hann einsetti sér að setja markið hærra, fyrst með hljómsveitartón- list 1841 og síðan með kammertón- list 1842. Strengjakvartettar hans þrír op. 41 komu út vorið 1842. Eftir kvartettana þrjá sá Schumann ástæðu til að taka aftur til við píanóverk og samdi píanó- kvintettinn op. 44, fyrsta verk sinnar tegundar í veröldinni, og þykir það dæmalaust vel heppnað. Schumann hélt áfram smíði kamm- erverka fram á árið 1843 þegar hann lauk við Andante og tilbrigði fyrir tvö píanó, tvö selló og horn op. 46 og píanótríóið Phantasie- stücke sem flutt er á tónleikunum. Þessir tónleikar eru helgaðir Robert Schumann meðal annars í tilefni af því að um þessar mundir eru 150 ár liðin frá andláti hans. Önnur verk á dagskránni eru Píanókvartett í Es-dúr, op. 47, og Strengjakvartett nr. 3 í A-dúr, op. 41 Flytjendur á tónleikunum á sunnudag eru Sif Tulinius, fiðla; Elfa Rún Kristinsdóttir, fiðla; Þór- unn Ósk Marinósdóttir, víóla; Sig- urgeir Agnarsson, selló og Edda Erlendsdóttir, píanó. Þeir hefjast kl. 20. Áhugasömum er bent á að klúbburinn hefur komið sér upp vænni vefsíðu: www.kammer.is.“ - pbb Schumann í Bústaðakirkju Hyllingardiskur er kominn út sem helgaður er Megasi. Alls eru það þrettán ópusar sem ýmsir listamenn taka með sínu lagi og er þetta í annað sinn sem söngva- safn er dregið úr lagabálkum Magnúsar Þórs Jónssonar. Hug- myndin að plötunni kviknaði snemma á síðasta ári en upptök- ur hafa staðið yfir frá liðnu sumri og fram á haust. Flytjendur tóku þátt í gerð plötunnar á eigin for- sendum, völdu sér lag og hljóð- rituðu sem þeir kunnu. Á plöt- unni má finna ákveðinn þverskurð íslenskra tónlistarmanna og tón- listarstefna enda átti valið að vera fjölbreytt. Nú þegar hefur svanasöngur Hjálma, Saga úr sveitinni, sem upphaflega kom út í flutningi Megasar og Spilverks þjóðanna á plötunni Á bleikum náttkjólum, heyrst mikið í útvarpi. Aðrir flytjendur eru KK, Ragnheiður Gröndal, Magnús Eiríksson, Hera, Baggalútur, Þrumukettir, Raxon Paxon (Ragga Gísla og Bryndís dóttir hennar), María Rós, Papar, Rúni Júl, Páll Óskar og Mónika og Trabant. Nafn plötunnar er að sjálf- sögðu fengið úr smiðju meistar- ans en „Pældu í því sem pælandi er í“ mun vera uphaflega hug- myndin að viðlagstexta sem síðar hljómaði svo: „Spáðu í mig og þá mun ég spá í þig.“ Umslag plötunnar er skreytt sjálfsmyndum eftir Megas, bæði blýantsteikningum og ætingum sem flestar eru frá árunum upp úr 1980. Safnið sýnir enda hin mörgu andlit Magnúsar. Hljómlistarmenn eru teknir í vaxandi mæli að hljóðrita lög Magnúsar fyrir diska sína, Ragn- heiður Gröndal, Hera og Björg- vin Halldórsson eru þeirra á meðal. Fyrir rúmum áratug kom út safnið Megasarlög og á næst- unni kemur úrval söngva Magn- úsar á diski í flutningi Möggu Stínu. Svokallaðir klassískir söngvarar hafa ekki enn fundið sig í þeirri námu sem söngvasafn hans er, líklega vegna skorts á píanóútsetningum. Djassistar hafa aftur fundið sig í lagasafn- inu og leikið sér með það. Um miðjan nóvember munu þrjár áður útgefnar plötur Megasar, Þrír blóðdropar, Drög að upprisu og Hættuleg hljóm- sveit & glæpakvendið Stella koma út að nýju, allar uppfullar af aukaefni en Sena (þá Skífan) stóð árið 2002 fyrir glæsilegri útgáfuröð á fyrstu 10 plötum Megasar og heldur endurútgáf- unni nú áfram. Auk þessara mun senn fjórða platan bætast í hóp- inn en það er áður óútgefin upp- taka frá tónleikum Megasar ásamt kjarna Sykurmolanna frá árinu 1991. Sá gripur ber heitið Greinilegur púls. - pbb Mörg andlit Megasar RJÓMADAGSKRÁ KAMMERMÚSIKKLÚBBURINN Sif Tulinius, Elfa Rún Kristinsdóttir, Þórunn Ósk Marin- ósdóttir, Sigurgeir Agnarsson og Edda Erlendsdóttir. KAMMERMÚSIKKLÚBBURINN ■ ■ VÖRUHÖNNUÐIR kl. 14-15 Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir Gunnar Magnússon Katrín Pétursdóttir Young Óðinn Bolli Tinna Gunnarsdóttir Þórdís Zoëga ■ ■ GRAFÍSKIR HÖNNUÐIR kl. 15-16 Atli Hilmarsson Ámundi Sigurðsson Gunnar Karlsson Siggi Eggertsson Sól Hrafnsdóttir Stefán Kjartansson ■ ■ FATAHÖNNUÐIR kl.16-17 Bergþóra Guðnadóttir ELM Aftur Sigrún Baldursdóttir Steinunn Sigurðardóttir Sunna Dögg Ásgeirsdóttir ■ ■ ARKITEKTAR kl. 17-18 Arkibúllan Einrúm Guðmundur Jónsson Hjördís og Dennis Sólveig B. Björnsdóttir / Ásdís H. Ágústsdóttir Teiknistofan Tröð RJÓMI 24 HÖNNUÐIR 240 MÍNÚTUR PÆLDI Í ÞVÍ Umslag plötunnar er skreytt sjálfsmyndum eftir Megas. kl.17 Opnun hjá Unni Ýr Helgadóttur á myndlistarsýningu á Kaffi Sólon í gamla húsi Málarans við Banka- strætið og tekur listamaðurinn á móti gestum og gangandi. Hún tvinn- ar saman grafíska hönnun sem hún hefur nýklárað í Listaháskólanum og sitt gamla áhugaefni, myndlistina. Sýningin stendur til 24. nóv. menning@frettabladid.is !
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.