Fréttablaðið - 28.10.2006, Page 92
LAUGARDAGUR 28. október 2006
María Reyndal leikstjóri frumsýn-
ir annað kvöld leikverk sem hún
setti saman með leikhóp sem hún
stofnaði til í fyrra. Hún vildi vinna
með innflytjendum, sótti um styrk
til verksins hjá leiklistarráði og
fékk hann. Seinna bætti Borgar-
sjóður í púkkið.
Í kvöld frumsýnir hópurinn í
Iðnó afrakstur vinnunnar. Þau
kalla sig Rauða þráðinn og verkið
nefna þau eftir kunnum frasa
þjóðtungunnar: Best í heimi.
Best í heimi er háðsádeila á
íslenskt samfélag í dag. Gert er
grín að þjóðarstolti Íslendinga og
varpað ljósi á spaugilegar aðstæð-
ur útlendinga við að fóta sig í nýju
landi. Hverjir eru betri til þess en
þeir sem hafa sest hér að; glöggt
er gests augað segir máltækið.
Með auknum fjölda innflytjenda á
Íslandi eiga sér stað miklar breyt-
ingar á okkar litla samfélagi
frammi fyrir allra augum en við
tökum fæst eftir þeim. Straumur
tímans er svo hraður. Allir þurfa
að aðlagast breyttum aðstæðum.
Best í heimi fjallar um samskipti
og árekstra ólíkra menningar-
heima. Verkið á að draga fram
hinar spaugilegu en jafnframt
sorglegu og erfiðu hliðar á því að
vera útlendingur á Íslandi.
Verkið er spunaverk samið af
leikhópnum, Hávar Sigurjónsson
leikskáld og leikstjóri var settur í
ljóðmóðurhlutverk og Maríu
Reyndal lagði sitt til málanna sem
forkólfur í starfinu. Stuðst er við
reynslu listamannanna, viðtöl við
innflytjendur og Íslendinga og
sögur sem hópurinn hefur viðað
að sér. Leikhópinn skipa Caroline
Dalton frá Englandi, Dimitra Dra-
kopoulou frá Grikklandi, Pierre-
Alain Giraud frá Frakklandi og
Tuna Metya frá Tyrklandi. Leik-
mynda- og ljósahönnun annast
Egill Ingibergsson og Móeiður
Helgadóttir, búningar eru í hönd-
um Dýrleifar Ýr Örlygsdóttur og
Margrétar Einarsdóttir, tónlist
semur Þorkell Heiðarsson en
dansa Lára Stefándóttir.
Aðstoðarmaður leikstjóra er
Marlene Pernier.
Boðið er upp á leikhúsmatseðil
fyrir sýningar í Iðnó en stefnt er að
sýningum fram til áramóta. - pbb
Hvaða þjóð er best í heimi
BEST Í HEIMI Leikendur koma víða að en hópinn skipa þau Pierre-Alanin Giraud, Dimitra Drakopoulou, Tuna Metya og Caroline Dalton.
STÓRA SVIÐIÐ kl. 20:00
Miðasala í síma 551 1200 og á netinu www.leikhusid.is
Þjóðleikhúsið fyrir alla!
Afgreiðsla er opin kl. 12:30 – 18:00 mán. – þri. Aðra daga kl. 12:30 – 20:00.
STÓRFENGLEG eftir Peter Quilter
2. sýn. í kvöld lau. 28/10 uppselt, 3. sýn. sun. 29/10 örfá sæti laus, 4. sýn. lau. 4/11 örfá
sæti laus, 5. sýn. sun. 5/11 örfá sæti laus, 6. sýn. lau. 11/11 örfá sæti laus, 7. sýn. sun.
12/11 örfá sæti laus, 8. sýn. lau. 18/11 örfá sæti laus.
SITJI GUÐS ENGLAR eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikgerð Illugi Jökulsson.
Sun. 29/10 uppselt, sun. 5/11 kl. 14:00 uppselt, lau. 11/11 kl. 14:00 örfá sæti laus,
sun. 12/11 kl. 14:00 örfá sæti laus, lau. 18/11 kl. 14:00 örfá sæti laus, sun. 19/11
kl. 14:00 uppselt, fös. 29/12 kl. 20:00, lau. 30/12 kl. 14:00, sun. 7/1 kl. 14:00.
PÉTUR GAUTUR eftir Henrik Ibsen. Leikgerð Baltasar Kormákur.
Fim. 2/11 örfá sæti laus, fös. 3/11 örfá sæti laus, fim. 9/11 uppselt, fös. 10/11 örfá
sæti laus, fim 16/11, fös. 17.11.
SMÍÐAVERKSTÆÐIÐ aðalbyggingu Lindargötumegin, kl. 20:00
SKOPPA OG SKRÍTLA eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur.
Í dag lau. 28/10 kl. 11:00 uppselt og kl. 12:15 uppselt, sun. 29/10 kl. 11:00 uppselt og
kl. 12:15 uppselt, lau. 4/11 kl. 11:00 uppselt og kl. 12:15 uppselt, sun. 5/11 kl. 11:00
uppselt og kl. 12:15 uppselt, lau. 11/11 kl. 11:00 uppselt og kl. 12:15 uppselt, sun.
12/11 kl. 11:00 uppselt og kl. 12:15 uppselt.
LEIKHÚSLOFTIÐ aðalbyggingu, kl. 11:00 og 12:15
UMBREYTING – brúðusýning fyrir fullorðna eftir Bernd Ogrodnik.
Lau. 4/11 örfá sæti laus, sun. 5/11 kl. 17:00, sun. 12/11 kl. 17:00.
KÚLAN Lindargötu 7, kl. 20:00
PATREKUR 1,5 eftir Michael Druker.
Lau. 4/11, sun. 5/11, fös. 10/11 örfá sæti laus.
FOSSE HÁTÍÐ:
SUMARDAGUR eftir Jon Fosse.
Í kvöld lau. 28/10 örfá sæti laus. Allra síðasta sýning!
NAFNIÐ OG SONURINN – leiklestur á tveimur verkum eftir Jon Fosse
Í dag lau. 28/10 kl. 15:00–17:00. Aðgangur ókeypis.
MÁLÞING UM HÖFUNDARVERK JONS FOSSE
Sun. 29/10 kl. 15:00–17:00. Aðgangur ókeypis. Nánari upplýsingar á www.leikhusid.is.
Gjafakort í Þjóðleikhúsið
opnar ævintýraheim!
Hallgrímur Helgason er kominn
heim eftir upplestrarferð um
Þýskaland þar sem hann las upp í
sjö borgum á sjö dögum. Í viðtali
við Fréttablaðið sagði hann að ferð-
in hefði heppnast vel: „Þjóðverjar
eru duglegir að sækja bókmennta-
hús sín og á fjölmennasta upplest-
urinn mættu 200 manns.“
Með í för var þýðandi Hall-
gríms, Karl Ludwid Wetzig, og lásu
þeir upp úr bókinni Rokland sem
kom út í haust hjá Klett-Cotta í
Stuttgart. Bókin hefur fengið góðar
viðtökur og víða verið fjallað um
hana. Á sjónvarpsstöðinni ZDF
sagði Brid Roesner að Rokland
væri „stórskemmtileg lestrarupp-
lifun“. Á Südwestrundfunk sagði
Uwe Kossack söguna „frískandi“
lestur þar sem lágmenningu og
hámenningu væri blandað saman á
skemmtilegan hátt í „bók fyrir
alvarlega þenkjandi húmorista“.
Þá kom „Islands forfatter“ (Höf-
undur Íslands) nýverið út í Dan-
mörku og Noregi og hefur fengið
góða dóma. Jyllandsposten kallar
bókina „lestrarveislu haustsins“
sem sýni vel hver sé Höfundur
Íslands þessa stundina. Sama orða-
lag notar norska blaðið Dag og Tid
og þá fékk bókin 6 stjörnur af 6
mögulegum í síðdegisblaðinu VG í
liðinni viku. - pbb
Lestrarferð
��������������� ������������������������������
���
���� ���
�
�
�� �������� ������ ���
�������������������
�����������������
���������������� ����
�
���
���
�������
��������
�������������������������������������� ��� ����� ���������������
���������� ������������������������ ������������������������ ���������
������������ �� �� ����������������� ���� ����������������
� �� �� ����������������� ���� ��������������������������������������
����
�����
���������������
���������������������� �� � �
������
��
��� ������ �� ������������� �� � � �������� ������ ������������ �� � ���� ��� ������ �������������������� �������� ������� � �