Fréttablaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 97

Fréttablaðið - 28.10.2006, Blaðsíða 97
56 28. október 2006 LAUGARDAGUR sport@frettabladid.is FÓTBOLTI Arnljótur Ástvaldsson skrifaði í gær undir tveggja ára samning við Þrótt en hann gekk til liðs við félagið fyrir tímabilið. Hann lék 21 leik fyrir félagið í sumar og skoraði í þeim fjögur mörk. Arnljótur er uppalinn KR- ingur og lék einn leik með liðinu í Landsbankadeildinni árið 2004 en hefur í tvígang verið lánaður til Þórs þar sem hann lék í tvö ár, spilaði samtals 23 leiki og skoraði í þeim tvö mörk. Fyrr í mánuðinum samdi Þróttur við Adolf Sveinsson sem lék með Reyni Sandgerði í sumar. Hann var markahæsti leikmaður 2. deildarinnar með þrettán mörk í sautján leikjum. Gunnar Oddsson var ráðinn þjálfari Þróttar fyrir skömmu en þjálfaði einmitt lið Reynis frá Sandgerði í sumar og stýrði liðinu upp í 1. deildina. - esá Arnljótur Ástvaldsson: Áfram í Þrótti GEGN GRINDAVÍK Arnljótur í baráttu við Jóhann Þórhallsson í vor. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FÓTBOLTI Magni Fannberg, annar aðstoðarþjálfari Sigurðar Jónssonar hjá Grindavík í sumar, hefur verið ráðinn þjálfari þriðja flokks Vals sem og yfirþjálfari yngri flokka karla hjá Val. Mun hann ásamt Elísabetu Gunnars- dóttur, þjálfara kvennaliðs Vals, leiða uppbyggingu og undirbún- ing fyrir verkefnið „Afrekshópur Vals“ sem hefur göngu sína næsta haust. Magni var orðaður við aðalþjálfarastöðuna hjá Grinda- vík eftir að Sigurður hætti en hætti svo sjálfur hjá félaginu þegar í ljós kom að staðan stóð honum ekki til boða. - esá Magni Fannberg: Ráðinn til Vals MAGNI FANNBERG Orðinn yfirþjálfari yngri flokka Vals. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI HANDBOLTI Alfreð Gíslason stillti upp fremur óreyndu liði í fyrri æfingaleik íslenska landsliðsins í handbolta gegn Ungverjum ytra í gær. Leikar fóru 39-31 fyrir heima- menn en staðan í hálfleik var 19- 11. Logi Geirsson og Ragnar Ósk- arsson voru markahæstir Íslendinga með sjö mörk hver en eins og úrslit leiksins gefa til kynna var varnarleikur og mark- varsla ekki í hávegum höfð. Íslendingar misstu Ungverja fram úr sér strax í fyrri hálfleik en leikurinn var mjög hraður. Verkefnið reyndist einfaldlega of erfitt fyrir þetta íslenska lið. Marga fastamenn vantaði í liðið, svo sem Ólaf Stefánsson, Snorra Stein Guðjónsson og Einar Hólm- geirsson. Guðjón Valur Sigurðsson náði sér ekki á strik og skoraði tvö mörk. „Ég bjóst nú ekki við neinu stór- kostlegu í þessum leik en þó betra en þetta,“ sagði Alfreð Gíslason í samtali við Fréttablaðið eftir leik. „En þetta var svo sem ekki það mikilvægur leikur, heldur tæki- færi til að prófa leikmenn sem hafa lítið spilað með landsliðinu undanfarið og notfærði ég mér það. Það var margt sem ég var óánægður með, til að mynda hluti sem við höfum verið að æfa nýlega en líka gömul leikatriði sem leik- menn hafa oft útfært betur.“ Alfreð stillti upp 5-1 vörn lengst af en breytti í 6-0 vörn undir lok leiksins. Varnarleikurinn gekk illa og var markvarslan því langt undir því sem ásættanlegt er. Þrír mark- verðir fengu að spreyta sig í leikn- um, fyrst Björgvin Gústavsson í fyrri hálfleik, Birkir Ívar Guð- mundsson lék lengst af í þeim seinni og Ólafur Gíslason síðustu mínúturnar. Skyttur Íslands í leiknum voru Logi Geirsson og Ásgeir Örn Hall- grímsson, leikmenn Lemgo. Ólaf- ur Stefánsson á við þrálát meiðsli í öxl að stríða og segir Alfreð vissu- lega óttast það að hann geti misst af HM. „Hann er að fara í hefð- bundna meðferð við meiðslunum þar sem læknarnir á Spáni vildu hvorki framkvæma uppskurð né sprautumeðferð. Það er bara von- andi að hann verði orðinn góður fyrir HM.“ Næsti leikur Íslands verður í dag í Ungverjalandi. eirikur.asgeirsson@frettabladid.is Mörk Íslands: Logi Geirsson 7, Ragnar Óskarsson 7, Ásgeir Örn Hallgrímsson 5, Markús Máni 3, Guðjón Valur Sigurðsson 2, Snorri Steinn Guðjónsson 2, Róbert Gunn- arsson 2, Vignir Svavarsson 2, Einar Örn Jónsson 1. ALFREÐ GÍSLASON Ósáttur við leik íslenska landsliðsins í Ungverjalandi í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Átta marka tap fyrir Ungverjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta lék í gær fyrri æfingaleik sinn af tveimur gegn Ungverjum og tapaði, 39-31. Logi Geirsson og Ragnar Óskarsson voru markahæstir með sjö mörk hver. > Pauzolis til Burgdorf Litháíska skyttan Robertas Pauzolis hefur samið við þýska 1. deildarliðið TSV Hannover-Burgdorf eftir að hafa leikið með Eintracht Hildesheim til skamms tíma. Pauzolis ákvað að rifta samningi sínum við félagið og greindu þýskir fjölmiðlar frá því að hann ætlaði annaðhvort að fara aftur til Litháens eða til Íslands þar sem hann lék í sjö ár með Selfossi, Fram og Haukum. Það reyndist ekki rétt og hefur þessi sterki leikmaður ákveðið að reyna áfram fyrir sér í Þýskalandi. Hann samdi við Hannover-Burgdorf til loka leiktíðarinnar. Hér heima höfðu Fylkismenn mikinn hug á að næla í leikmanninn. Kristján Guðmundsson, þjálfari Keflvíkinga í knattspyrnu, gekk í það heilaga á dögunum og leikmenn liðsins ákváðu að gera þjálfara sínum grikk í tilefni giftingarinnar. Leikmenn- irnir settu auglýsingu í Víkurfréttir, með mynd af Chesterfield sófasetti, og í auglýsingunni stóð að þetta tiltekna sófasett þyrfti að seljast fyrir ákveðinn tíma. Verðið á sófasettinu var að sögn ekki mikið og undir öllu þessu var símanúmerið hjá Kristjáni. „Síminn hjá mér beinlínis logaði alveg frá rúmlega ellefu og fram eftir degi. Ég er nú orðinn sérfræðingur í Chesterfield sófasettum, eftir tugi símtala,“ sagði Kristján léttur í bragði. Kristján bætti því við að hann hefði ekki látið á neinu bera á æfingum í vikunni á eftir og að leikmenn hefðu verið farnir að spyrja út í þetta mál þegar leið á vikuna. Þetta var þó ekki það eina sem leikmennirnir gerðu. „Dætur mínar langaði mikið í hamstur og ég var búinn að segja þvert nei, þetta kæmi sko ekki inn á mitt heimili. Svo hef ég einhvern tímann misst þetta út úr mér á æfingu og leikmennirnir hafa greinilega munað eftir þessu því þeir gáfu okkur tvo hamstra í brúðkaupsgjöf, karl og konu,“ sagði Kristján sem hafði augljóslega húmor fyrir þessu athæfi strákanna. Guðmundur Steinarsson, fyrirliði Keflvíkinga, var að sjálfsögðu innsti koppur í búri í þessum uppátækjum. „Kristján er mikill húm- oristi og oft léttur í lund. Hann reyndi að fara voðalega leynt með þetta brúðkaup og lét bara aðstoðarþjálfarann vita og einhverja í stjórninni. Þessar upplýsingar komust auðvitað til okkar, Við ætluð- um að vísu að gera eitthvað meira sem búið var að plana en við vildum ekki trufla undirbúninginn fyrir bikarúrslitin. Við vissum að þessi auglýsing hafði borið árangur af því að við báðum fólk í kringum okkur að hringja í hann og ónáða hann. Við pössuðum okkur á segja ekki neitt af því að við áttum eftir að gera meira,“ sagði Guðmundur. „Það verður bara að koma í ljós hvernig undirbúningstímabilið fer af stað, hvort við fáum að finna fyrir því þá,“ bætti Guðmundur við og hló. KRISTJÁN GUÐMUNDSSON: GIFTI SIG Á DÖGUNUM OG FÉKK FURÐULEGA GJÖF FRÁ LÆRISVEINUM SÍNUM Í KEFLAVÍK Auglýstu sófasett til sölu í hans símanúmeri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.