Fréttablaðið - 28.10.2006, Side 99
58 28. október 2006 LAUGARDAGUR
FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen
verður væntanlega í fremstu víg-
línu í kvöld þegar Barcelona
tekur á móti Recreativo í
spænsku úrvalsdeildinni. Þetta
verður kjörið tækifæri fyrir Eið
að opna markareikninginn á Nou
Camp, heimavelli Börsunga, en
Eiður hefur skorað öll fjögur mörk
sín á tímabilinu á útivelli.
Hann er markahæstur leik-
manna Barcelona ásamt Samuel
Eto‘o sem er meiddur og verður
frá næstu mánuðina. Af þeim
sökum hefur Eiður fengið meiri
ábyrgð á sínar herðar og spænska
pressan var fljót að gagnrýna
hann eftir að honum mistókst að
skora gegn Real Madrid og Barce-
lona í síðustu viku.
„Það var gott fyrir mig að ná að
skora þessi mörk eftir að hafa
ekki nýtt tækifærin í Madríd,“
sagði Eiður í samtali við spænska
dagblaðið As. „Ég er hingað kom-
inn til að skora mörk fyrir Barca.
Ég skil af hverju fólk hefur verið
gagnrýnið.“
Eiður virðist geta tekið gagn-
rýninni en félagar hans hafa verið
fljótir til að koma honum til varnar
og lýsa ánægju sinni með hann.
Ludovic Giuly gekk skrefinu
lengra og gagnrýndi fjölmiðla.
„Fjölmiðlar eru of fljótir að gagn-
rýna. Ef leikmaður skorar ekki í
tvo leiki í röð er hann slakur en
svo skorar hann tvö í sama leikn-
um og þá er hann orðinn góður.“
Eiður byrjaði skoraði sigur-
markið í 3-2 sigurleik á Celta Vigo
og svo gegn Athletic Bilbao í
fyrsta leiknum eftir að Eto‘o
meiddist. Svo liðu 253 mínútur
áður en fyrra markið gegn Bada-
lona í bikarkeppninni leit dagsins
ljós.
- esá
Eiður Smári Guðjohnsen er markahæsti leikmaður Barcelona:
Vill brjóta ísinn á Nou Camp
Á ÆFINGU Eiður Smári glaðbeittur á æfingu með Barcelona. NORDIC PHOTOS/AFP
FÓTBOLTI Franski sóknarmaðurinn
Pierra-Alain Frau, leikmaður
Paris Saint-Germain, hefur verið
dæmdur í tveggja mánaða bann
fyrir tæklingu sem leiddi til þess
að Stephane Noro, leikmaður
Sedan, sleit krossband og verður
frá keppni í sex mánuði.
„Við tókum tillit til þeirrar
staðreyndar að Frau er ekki
grófur leikmaður og að tæklingin
var ekki framkvæmd með það
fyrir augum að meiða Noro. Frau
er dæmdur í þetta bann vegna
þess að Noro verður frá keppni í
sex mánuði. Ef ætlun Frau hefði
verið að meiða Noro þá hefði
bannið verið lengra,“ stóð í
dómnum sem kveðinn var upp í
gær.
PSG-menn sögðu frá því á
heimasíðu sinni að dómurinn
væri út í hött og að félagið ætlaði
sér að áfrýja dómnum. - dsd
Leikmaður Paris St. Germain:
Fékk tveggja
mánaða bann
FÓTBOLTI Sir Alex Ferguson,
framkvæmdastjóri Manchester
United, hefur nú komið kollega
sínum hjá Bolton til varnar, en
Bolton hefur oft verið gagnrýnt
fyrir spilamennsku sína.
„Ástæðan fyrir því að Allar-
dyce er gagnrýndur er einfald-
lega vegna þess að hann nær
árangri. Engum er vel við að tapa
og eflaust telja sumir að Bolton
spili óheiðarlega. Þetta gæti verið
einhver sálfræðilegur hernaður,
en þetta eru kjánaleg rök og ég
skil þau ekki. Allir hafa sinn stíl
og ég hugsa að stuðningsmenn
Bolton séu ánægðir með viðsnún-
inginn sem hefur orðið á liðinu
síðustu ár,“ sagði Ferguson.
Bolton tekur á móti Manchest-
er United í dag. - dsd
Sir Alex Ferguson:
Kemur Allar-
dyce til varnar
SAM ALLARDYCE Hefur nú fengið stuðn-
ing frá Alex Ferguson. NORDIC PHOTOS/GETTY
FÓTBOLTI Spænska knattspyrnulið-
ið Real Sociedad rak þjálfarann
Jose Maria Bakero úr starfi á
fimmtudaginn og réðu í hans stað
Miguel Angel Lotina, fyrrum
þjálfara Espanyol og Celta Vigo.
„Ef maður lítur á stöðuna þá er
hún ekki góð. Með tilliti til þess
þá þarf ekkert að koma á óvart að
Bakero hafi verið rekinn,“ sagði
Morten Skoubo, leikmaður Real
Sociedad, í gær.
Real Sociedad situr á botni
spænsku deildarinnar með tvö
stig eftir sjö leiki. - dsd
Real Sociedad:
Bakero rekinn,
Lotina ráðinn
MIGUEL ANGEL LOTINA Nýr þjálfari Real
Sociedad. NORDIC PHOTOS/GETTY
ÚRSLIT LEIKJA Í GÆR
Iceland Express deild karla
FJÖLNIR-KEFLAVÍK 110-108 (E.FRAL.)
ÍR-TINDASTÓLL 78-94
Stig ÍR: LaMar Owen 30, Ólafur Sigurðsson 14,
Fannar Helgason 10, Sveinbjörn Claessen 7, Ómar
Örn Sævarsson 5, Trausti Stefánsson 5, Davíð Fritz-
son 3, Benedikt Pálsson 2, Eiríkur Önundarson 2.
Stig Tindastóls: Lamar Karim 29, Svavar Birgisson
19, Milojica Zekovic 14, Steve Parillion 10, Gunn-
laugur Elsuson 7, Helgi Viggósson 7, Ísak Einars-
son 5, Bjarni Bjarnason 2, Ingvi Guðmundsson 1.
Mainz-Werder Bremen 1-6
Þýska úrvalsdeildin
MAINZ-WERDER BREMEN 1-6
0-1 Klose (14.), 0-2 Hunt (20.), 0-3 Klose (20.), 1-3
Azaouagh (74.), 1-4 Hunt (75.), 1-5 Naldo (80.),
1-6 Diego (88.).
�
�����������
�
���������� ��������������������������������������������������
����������������������������������������������������������
���������������������������������������
���������������� �
������������������
���������������������������������������������� �������������
��������������������������������
������������������������ ������������������������������������������
�
�� ���������������������
�� ����������������������������������������� ����������
����������������������� ���������������
����������������������������������������������
�
� ����������������������
�����������������
������������������
�
��������������
��������������������� ������
Hádegisverðarfundur ÍSÍ
H
ád
eg
is
ve
rð
ar
fu
n
du
r
Siðfræði íþrótta
Mánudaginn 30. október heldur Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
hádegisverðarfund í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Jens Evald, form. Anti Doping
Danmark og prófessor við Háskólann í Árósum flytur erindi um siðfræði íþrótta.
Fundurinn hefst kl. 12:00 og mun standa til kl. 13:00. Aðgangur er ókeypis.
Hægt er að kaupa hádegisverð hjá café easy sem
staðsett er á jarðhæð Íþróttamiðstöðvarinnar
Frekari upplýsingar má finna á
www.isisport.is
FÓTBOLTI Sænska úrvalsdeildar-
liðið Hammarby réð í gær hinn
33 ára gamla Tony Gustavsson
sem nýjan aðalþjálfara liðsins.
Hann tekur við starfinu að tíma-
bilinu loknu en tvær umferðir
eru eftir af deildarkeppninni.
Tveir Íslendingar eru hjá liðinu,
þeir Pétur Marteinsson og
Gunnar Þór Gunnarsson.
Pétur hefur áður sagt við
Fréttablaðið að hann ætli að bíða,
þar til nýr þjálfari verði ráðinn,
með að taka ákvörðun um hvort
hann framlengi samninginn sinn
við félagið um tvö ár eða haldi
heim á leið. Ákvörðun hans verð-
ur að vænta bráðlega en hann
hefur helst verið orðaður við KR
hér heima.
Hammarby er sem stendur í
fjórða sæti deildarinnar með 37
stig og á ekki lengur möguleika á
sænska meistaratitlinum en liðið
hóf mótið vel og var lengi vel í
efsta sæti deildarinnar.
Gustavsson er ekki nema 33
ára gamall og er fyrsti þjálfarinn
í sænsku úrvalsdeildinni sem
hefur menntað sig í fótboltaþjálf-
un á háskólastigi. Hann stýrði
síðast liði Degerfors og hefur
gert það í tvö ár. Sem leikmaður
náði hann aldrei miklum frama
og lék lengst af með neðrideild-
arliðum. Árið 2004, þá sem aðstoð-
arþjálfari hjá Degerfors, hjálp-
aði hann liðinu að komast upp í
sænsku 1. deildina.
Þess má einnig geta að Pétur
Marteinsson er þremur mánuð-
um eldri en Gustavsson. - esá
Hinn 33 ára gamli Tony Gustavsson tekinn við Hammarby:
Hammarby ræður þjálfara til starfa
KÖRFUBOLTI ÍR-ingar tóku móti
Tindastóli í Seljaskóla í gær. Bæði
lið höfðu hvort unnið einn leik og
tapað einum fyrir leikinn og mátti
búast við að barist yrði fram á síð-
ustu sekúndu. Sú varð þó ekki raun-
in því Stólarnir gerðu út um leikinn
í þriðja leikhluta þar sem ÍR skor-
aði 6 stig gegn 23 gestanna. Það var
því aðeins formsatriði að klára leik-
inn.
En heimamenn áttu góðan fyrsta
leikhluta þar sem Ólafur Sigurðs-
son náði sér vel á strik og leiddi
sókn ÍR af miklum myndarskap.
LaMar Owen, nýi Kaninn í liði ÍR,
var duglegur að setja stigin og
leiddu þeir með þriggja stiga mun
eftir fyrsta leikhlutann.
Leikar stóðu svo jafnir þegar
sex mínútur voru eftir af fyrri hálf-
leik og þá tók Kristinn Friðriksson,
þjálfari Tindastóls, leikhlé. Það
skilaði sínu því Stólarnir skoruðu
næstu sextán stig í leiknum og
unnu næstu 15 mínúturnar samtals
43-13.
Á þessum stundarfjórðungi var
ótrúlegt að sjá til sóknarleiks ÍR
þar sem hreinlega ekkert gekk.
Erfiðleikarnir undu upp á sig og
urðu sóknartilburðir leikmanna
algerlega tilviljanakenndir. Á sama
tíma keyrðu Stólarnir yfir þá í
sínum sóknum og gerðu út um leik-
inn. Lamar Karim var duglegur að
safna stigunum og leggja upp á
félaga sína. Hann, Svavar Birgis-
son og Milojica Zekovic áttu mjög
góðan leik eins og reyndar fleiri í
Stólunum.
„Mér fannst menn ekki vera að
leggja sig fram,“ sagði Bárður
Eyþórsson, þjálfari ÍR. „Vörnin var
alveg skelfileg í leiknum. Það var
svo alveg sama hverju við hentum í
sókninni, það fór ekkert ofan í. Það
gekk ágætlega í fyrsta leikhluta en
eftir það var þetta mjög dapurt. Ef
menn ætla að ná árangri verða þeir
að koma baráttuglaðir í leikina, það
er alveg grundvallaratriði.“
eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
Stólarnir keyrðu yfir ÍR-inga
Eftir að hafa leitt eftir fyrsta leikhluta datt allur botn úr leik ÍR gegn Tindastóli
í gær. Liðið skoraði aðeins sex stig í þriðja leikhluta og var það nóg til að gera út
um alla von ÍR-inga.
HART BARIST Heimamenn stóðu sig vel í fyrsta leikhluta en leikar voru jafnir í hálf-
leik.