Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.10.2006, Qupperneq 103

Fréttablaðið - 28.10.2006, Qupperneq 103
 28. október 2006 LAUGARDAGUR62 HRÓSIÐ … „Markaðsfólkið sá ekki fram á að geta kynnt Ísland á jákvæðum nótum,“ segir Einar Bárðarson, umboðsmaður Nylon-flokksins, en útgáfu á breiðskífu Nylon í Bret- landi hefur verið frestað fram yfir áramót. Upphaflega stóð til að gefa hana út í nóvember. Ástæðan er fyrst og fremst neikvæð umræða í garð íslensku þjóðarinnar og allt sem henni tengist vegna ákvörðunar stjórnvalda um að hefja aftur hvalveiðar í atvinnu- skyni. Einar var harðorður í garð íslenskra stjórnvalda og sagðist kunna sjávarútvegsráðherranum og nafna sínum, Einari K. Guðfinns- syni, litlar þakkir fyrir þessar óþörfu kvalir. Hann viðurkennir að hann hafi miklar áhyggjur af gengi smáskífunnar Closer en fyrr í vikunni sagði Fréttablaðið frá því að að umboðsskrifstofa sveitar- innar, Believer, vildi afmá öll tengsl hennar við Ísland vegna útgáfu á smáskífunni Closer sem inniheldur einnig Sweet Dreams, lag sem sló eftirminnilega í gegn á breskum dansstöð- um. Nú er hins vegar orðið ljóst að Nylon-flokkurinn er fyrsta fórnarlamb hval- veiðistefnunnar. „Við ætl- uðum að nýta okkur velgengni Nylon að undan- förnu og hamra járnið á meðan það er heitt,“ bætir Einar við og segir stjórnvöld ekki gera sér grein fyrir því að þau séu að kasta minni hagsmun- um fyrir meiri. „Málið snýst ekki bara um okkur heldur hef ég haft fregnir af því að fólk sé að afpanta ferðir til Íslands,“ segir umboðs- maðurinn og augljóst að hval- veiðarnar snerta útrás íslenskra listamanna. Einar upplýsir jafnframt að búið sé að eyða tugum milljóna í að vinna Nylon brautargengi en hann viti einnig af því að þetta sé einn harðasti tónlistarmarkaður í heimi, hlutirnir breytist hratt. „Ísland hefur notið velvildar hérna úti en nú hefur orðið breyting á. Vonandi varir þetta þó stutt,“ segir Einar en reiknað er með því að breiðskífan komi út í byrjun næsta árs og verði þá ennfremur herjað á Þýskaland og Japansmarkað. „Stelpurnar hafa verið mjög duglegar, verið á tón- leikaferð næstum allt árið en eru pollrólegar yfir þessu öllu. Eini ljósi punkturinn er kannski sá að þær geta eytt jólunum með ástvinum sínum, eitthvað sem við reiknuðum ekki með.“ freyrgigja@frettabladid.isv 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÁRÉTT 2 voða 6 sjúkdómur 8 mál 9 spíra 11 kring- um 12 veldis 14 mannvera 16 í röð 17 líða vel 18 kættist 20 tveir eins 21 heila. LÓÐRÉTT 1 lítill 3 bardagi 4 lauslæti 5 angan 7 fiskur 10 keyra 13 svelg 15 pottréttur 16 upphrópun 19 belti. LAUSN LÁRÉTT 2 pali, 6 ms, 8 tal, 9 ála, 11 um, 12 ríkis, 14 maður, 16 aá, 17 una, 18 hló, 20 gg, 21 alla. LÓÐRÉTT 1 smár, 3 at, 4 lausung, 5 ilm, 7 slímáll, 10 aka, 13 iðu, 15 ragú, 16 aha, 19 ól. ... fær Eyjólfur Elíasson fyrir að skrifa Matreiðslubók íslenska lýðveldisins og leyfa almenn- ingi að njóta þeirra unaðslegu rétta sem hann og faðir hans hafa eldað handa fyrirmönnum heimsbyggðarinnar. Kvikmynd Gunnars Björns Guðmunds- sonar, Astrópía, er nú á klippiborðinu og ríkir mikil spenna í kringum hvernig útkoman verður. Þeir Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp hjá Kisa sem framleiða myndina gera sér miklar vonir um gott gengi hennar og á heimasíðu kvikmynda- fyrirtækisins má sjá enskt vinnu- heiti á myndinni, Dorks & Damsel. Kunnugir segja að hér sé verið að vísa til hins þekkta ævintýris, Fríða og dýrið, auk þess sem fyrstu stafirnir myndi DD, rétt eins og eitt þekktasta nördaspil heims, Dungeons & Dragons. Auðunn Blöndal er að öllum líkindum ákaflega kátur um þessar mundir. Þáttur hans Tekinn hefur slegið rækilega í gegn hjá íslenska ungviðinu sem skemmtir sér kon- unglega yfir því að sjá fræga fólkið verða fyrir hrekkjum Audda. Bjarni Ákason og félagar hjá Apple- umboðinu hér á landi hafa nú gripið þessar vinsældir á lofti og bjóða iTunes notend- um upp á að hlaða þáttinn inn á tölvuna sína. Lagið Ég er kona eftir Egil Ólafsson hefur vakið mikla athygli en lagið er að finna á nýjustu plötu Hildar Völu, Lala. Það er ekki síður textinn sem hefur gripið fólk en hann þykir ákaflega feminískur enda er söngv- ari Stuðmanna þekktur fyrir að vera hlynntur jafnréttisbaráttu kvenna. Færri vita hins vegar að lagið er rúm- lega ellefu ára gamalt og var samið fyrir söngleik- inn Come Dance With Me sem settur var upp á Off Broadway 1995. - fgg FRÉTTIR AF FÓLKIEINAR BÁRÐARSON: BREIÐSKÍFU NYLON FRESTAÐ VEGNA HVALVEIÐA Stjórnvöld að kasta meiri hagsmunum fyrir minni Ævar Örn Jósepsson, rithöfundur, mun blanda sér nokkuð óvænt í glæpasagnaslaginn í ár en Sá yðar sem syndlaus er, fjórða bók hans um rannsóknarlögreglumanninn Stefán og félaga hans, kemur út hjá bókaútgáfunni Uppheimum á Akranesi þann 10. nóvember. Ævar vakti nokkra athygli með skáldsögu sinni Blóðbergi sem kom út í fyrra og fjallaði um morðrannsókn á virkjanasvæðinu við Kárahnjúka. Fyrri bækur hans þrjár hafa komið út hjá Eddu en höfundurinn hefur nú flutt sig til Uppheima. „Þetta skýrist aðallega af því að ég var mjög seinn með handritið og eddumönnum fannst ég of seinn og vildu geyma hana fram á næsta ár,“ segir Ævar Örn. „Kristján Kristjánsson, frændi minn í Upp- heimum, treysti sér aftur á móti til þess að koma henni út og ég ákvað að slá til þar sem mér fannst mikilvægt að koma bókinni út núna.“ Ævar segir að það hafi ekki verið nein „dramatík eða hasar“ í kringum forlagaskiptin. „Þetta fór bara svona.“ Sá yðar sem syndlaus er fjallar um rannsókn á morði fráskilins manns á miðjum aldri sem hefur verið látinn í nokkurn tíma áður en hann finnst í íbúð sinni. „Því er nú oft svo farið með menn sem skilja á miðjum aldri að lífið fer svolítið á hliðina finni þeir sér ekki nýja konu fljótlega og þannig fór fyrir þessum manni, Ólafi, þangað til hann fann Guð, með stóru g-i, en í framhaldinu þurfa svo Stefán og hans fólk að finna morðingja hans,“ segir Ævar sem segir Sá yðar sem syndlaus er vera „nokkuð klassíska, íslenska sakamálasögu“ sem skoðar það hvernig fólk getur einangrast í þessari litlu stórborg sem Reykja- vík er. - þþ Ævar drepur hjá nýjum útgefanda ÆVAR ÖRN JÓSEPSSON Sendir frá sér í nóvember reyfarann Sá yðar sem syndlaus er. Kárahnjúkareyfarinn hans, Blóðberg, fékk góðar viðtökur gagnrýnenda í fyrra og hann krukkar áfram í íslenskan samtíma þótt hann láti heit pólitísk deilumál eiga sig að þessu sinni. Hólmsteinn Össur Kristjánsson, grafískur hönnuður á auglýsinga- stofunni Fíton, tók þátt í alþjóðlegu fússballmóti grafískra hönnuða í New York í gær ásamt Steini Steins- syni. Auglýsingastofan karlsson- wilker er annar skipuleggjenda mótsins, en Íslendingurinn og stjörnuhönnuðurinn Hjalti Karls- son er annar eigenda hennar. „Þetta er mjög fagmannlegt mót og menn taka þessu rosalega alvar- lega,“ sagði Hólmsteinn á fimmtu- dag. „Margir þarna eru nánast fag- menn í íþróttinni.“ Þeir Hólmsteinn og Steinn hafa látið útbúa landsliðs- búninga fyrir keppnina. „Við erum náttúrulega að koma fram fyrir hönd Íslands og verðum að koma vel fyrir,“ sagði Hólmsteinn. Fúsball- íþróttin var gerð fræg í Friends- þáttunum en um er að ræða fót- boltaspil á borði þar sem keppendur stjórna ellefu mönnum á prikum. Á meðal þátttakenda eru lið frá MTV og New York Times. „Þarna verða stórstjörnur úr grafíska heiminum, þetta er eins og að fara að hitta heimsfræga rokkara,“ sagði Hólmsteinn. „Fússball er líka mjög vinsæl íþrótt í hönnunar- bransanum,“ sagði Hólmsteinn. Lið frá Íslensku auglýsingastofunni er einnig skráð til leiks og segist Hólmsteinn halda að Nonni og Manni muni einnig gera menn út af örkinni. Íslensku liðin hafa þó ekki keppt innbyrðis til að undirbúa sig. „Það vannst ekki tími til þess,“ sagði Hólmsteinn, „en við reynum það kannski næst.“ - sun Keppa í fússballmóti í New York ÁFRAM ÍSLAND Hólmsteinn og Steinn vilja vera til fyrirmyndar fyrir Ísland á mótinu í New York. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR HJALTI KARLSSON Auglýsingastofa hans gerir það gott í New York og hefur tekið að sér verkefni fyrir Puma og MTV. EINAR BÁRÐARSON Hvalveiðar Íslendinga hafa haft mikil áhrif á gengi Nylon flokks- ins en tugum milljóna hefur verið eytt í að vinna honum brautargengi. VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á bls. 8 1 Færeyingar 2 Úr þrjátíu milljónum í tuttugu 3 Óttar M. Norðfjörð NYLON Útgáfu á nýjustu breiðskífu sveitarinnar hefur verið frestað fram yfir áramót. Stúlkurnar geta því haldið jólin hér heima. EINAR K. GUÐFINNSSON Einar Bárðarson kann nafna sínum litlar þakkir fyrir þessar óþörfu kvalir, að hefja hvalveiðar aftur í atvinnu- skyni. 1 dálkur 9.9.2005 15:21 Page 8 �������������� ������� ���������� ���� ���������������� �������������� ������
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.