Fréttablaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 8
8 29. október 2006 SUNNUDAGUR
VEISTU SVARIÐ?
Réttu hjálparhönd
Félagsþjónusta Kópavogs óskar eftir að ráða fólk í heimaþjónustu.
Fjölbreytt og gefandi starf með sveigjanlegum vinnutíma.
Heilsdags- og hlutastörf. Kynntu þér kjörin, þau koma á óvart!
Nánari upplýsingar veita þjónustustjórar heimaþjónustunnar í síma 570 1400.
www.kopavogur.is
Meginmarkmið Félagsþjónustu Kópavogs er
að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi
Kópavogsbúa á öllum aldri svo þeir fái
tækifæri til að taka virkan þátt í samfélaginu.
Opnun kosningaskrifstofu
að Garðatorgi
Kæru sjálfstæðismenn
Í dag, sunnudaginn 29. október
kl.13 opna ég kosningaskrifstofu
að Garðatorgi 7 í Garðabæ.
Ég vil bjóða þér og þínum að
koma við og eiga með okkur
skemmtilega stund milli kl 13
15 af þessu tilefni. Boðið verður
upp léttar veitingar, ljúfa tóna og
skemmtun fyrir börnin.
Hlakka til að sjá ykkur.
Kær kveðja,
2
Bjarna Benediktsson í 2. sætið
Tryggjum trausta forystu
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í suðvesturkjördæmi
fer fram laugardaginn 11. nóv 2006
550 5000
AUGLÝSINGASÍMI
NORÐURLÖND Ríkisstjórnir Íslands
og Noregs vilja að Halldór
Ásgrímsson verði næsti fram-
kvæmdastjóri Norrænu ráð-
herranefndarinnar, að því er
fullyrt er í frétt finnska Hufvud-
stadsbladet í fyrradag.
Í fréttinni lýsir Outi Ojala,
formaður Finnlandsdeildar
Norðurlandaráðs, vonbrigðum
með það „leynimakk“ sem
Íslendingar hafi sýnt í kring um
framboð Halldórs, „á meðan
Finnland hefur haft spilin á borð-
inu“.
Finnar tefla fram Jan-Erik
Enestam, ráðherra umhverfis-
mála og samstarfsráðherra Norð-
urlanda í finnsku ríkisstjórninni,
í embættið. Þar sem enginn Finni
er sem stendur í háu embætti í
stjórnsýslu Norrænu ráðherra-
nefndarinnar og Norðurlandaráðs
yrðu þeir fyrir miklum vonbrigð-
um fái Enestam ekki fram-
kvæmdastjórastöðuna.
Hins vegar er forsætisráð-
herrareynsla Halldórs talin vega
þungt, auk þess sem Íslendingur
hefur aldrei gegnt stöðunni.
Tveir Finnar hafa hins vegar
gegnt henni áður.
Sigríður Anna Þórðardóttir,
formaður Íslandsdeildar Norð-
urlandaráðs, sagði á blaða-
mannafundi í gær að búast mætti
við að málið yrði útkljáð á fundi
norrænu ríkisstjórnarleiðtog-
anna á mánudaginn. Sjálf hefði
hún hins vegar engar upplýsing-
ar um að Halldór væri í fram-
boði. - aa
HALLDÓR
ÁSGRÍMSSON
Forsætisráð-
herrareynsla
„leynilega“
íslenska fram-
bjóðandans
er talin vega
þungt.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Finnar vonsviknir vegna framboðs Íslendinga:
Saka Íslendinga um leynimakk
SAMGÖNGUR Pétur K. Maack hefur
verið skipaður af samgöngumála-
ráðherra í embætti flugmála-
stjóra frá 1. janúar 2007. Pétur
hefur starfað sem framkvæmda-
stjóri flugöryggissviðs Flugmála-
stjórnar Íslands í tæpan áratug.
Reynsla Péturs af flugmálum er
víðtæk, hann hefur meðal annars
unnið að flugrekstri, flugverndar-
málum, rekstri flugvalla og að
samstarfi í alþjóðaflugmálum.
Pétur er rekstrarverkfræðing-
ur með meistarapróf í vélaverk-
fræði og doktorspróf í rekstrar-
verkfræði frá Danmarks
Tekniske Højskole. - jóa
Flugmálastjórn:
Pétur skipaður
flugmálastjóri
HVALVEIÐAR Ungir jafnaðarmenn,
ungliðahreyfing Samfylkingar-
innar, hvetja stjórnvöld til þess
að láta af hvalveiðum í atvinnu-
skyni þar sem meiri hagsmunum
sé fórnað fyrir minni með
veiðunum. Í ályktun frá félaginu
kemur fram að slíkar veiðar muni
að öllum líkindum skaða verulega
ímynd Íslands á alþjóðavettvangi.
Ungir jafnaðarmenn telja
hvalveiðar ekki vera einkamál
Íslendinga og vilja að ákvarðanir
um þær séu teknar í samráði og
sátt við aðrar þjóðir. Ekki sé
heldur öruggt enn hvort ýmsir
hvalastofnar séu úr útrýmingar-
hættu. - sgj
Ungir jafnaðarmenn:
Hvalveiðar skaða
ímynd Íslands
1. Hvað eru mörg ár síðan lög
um jöfn laun kynjanna voru
sett?
2. Hvaða frambjóðandi eyddi
minnstu í prófkjöri Sjáfstæðis-
flokksins?
3. Hver samdi dægurlagið Ég
er kona? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38
LÍBANON Ísraelsher gæti hafa notað
úransprengjur í innrásinni í Líb-
anon í sumar. Þetta kemur fram í
rannsókn breska dagblaðsins The
Independent sem birt var í gær.
Í greininni kemur fram að nú
þegar liggi fyrir að Ísraelar hafi
notað fosfórsprengjur í innrás-
inni, þótt þeir hafi neitað því áður,
en slík vopn eru bönnuð sam-
kvæmt Genfarsáttmálanum. Hins
vegar hafi vísbendingar komið
fram við rannsóknir á tveimur
sprengjugígum frá átökunum um
að úranbættar sprengjur hafi
verið notaðar.
Samkvæmt breskum sérfræð-
ingum eru tvær mögulegar ástæð-
ur fyrir því að úran fannst í jarð-
veginum. Annaðhvort hafi verið
um litla kjarnorkusprengju á til-
raunastigi eða venjulega sprengju
þar sem auðgað úran var notað í
stað rýrs úrans. Ljósmynd af fyrri
sprengjunni sýnir svartan reyk,
sem gæti verið orsök brennandi
úrans.
Í fréttinni kom fram að Ísraels-
her hafi slæmt orðspor þegar
kemur að því að segja satt um
vopnabúr sitt. Árið 1982 hafi her-
inn notað fosfórsprengjur og neit-
að því, þar til í ljós kom að það
kviknaði í sárum þeirra sem látnir
voru þegar súrefni komst í tæri
við líkin. - sgj
Talið er að Ísraelsher hafi notað ólögleg vopn:
Gruna notkun
úransprengna
BEIRÚT Í STRÍÐINU Grunur leikur á um að úransprengjur hafi verið notaðar í innrás-
inni í sumar. FRÉTTABLADID/AP