Fréttablaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 18
 29. október 2006 SUNNUDAGUR18 Þ að liggur vel á Sig- urði þegar blaðamað- ur hittir hann á kaffi- húsi í Höfðatúni. Hann afþakkar kaffi en þiggur appelsín í gleri. „Ég var einmitt að spá í að hafa samband við fjölmiðla og segja þeim frá að annálarnir eru komnir á netið, þá hringdir þú,“ segir Sigurður, sem hefur nýlokið við að safna saman öllum lýsing- um um veðurfar sem finna má í íslenskum annálum og setja þær á netið. Nánast heltekinn Sigurður Þór á mörg áhugamál – „músík, bókmenntir og allan fjand- ann“ - og sinnir þeim af elju. Hann hefur skrifað um tónlist fyrir dag- blöð og gefið út eina skáldsögu. Veðrið er þó sérstakasta hobbíið að hans sögn og hann játar að vera allt að því heltekinn. „Þetta er síð- asta áhugamálið sem ég fann. Ég kann ekki skýringar á hvað það er sem heillar mig en ég man þegar áhuginn kviknaði, hinn 9. júlí 1967. Kannski hafði það eitthvað að segja að þetta var á hafísárunum en á þessum tímapunkti var hita- bylgja yfir landinu, þó aðallega á Austurlandi, og þennan dag fékk ég gífurlegan áhuga á veðri. Síðan þá hef ég lesið allt um íslenskt veðurfar sem ég hef komið hönd- um yfir.“ Áhuginn hefur ekki rénað með árunum heldur þvert á móti færst í aukana, sérstaklega eftir að netið kom til sögunnar. „Guð hjálpi for- eldrum mínum ef netið hefði verið til þegar ég var unglingur. Það er auðvelt að týna sér þegar það er hægt að fylgjast með veðrinu í öllum heiminum. Ég hef hins vegar takmarkað mig við íslenskt veðurfar fyrst og fremst og held þannig áttum.“ Annálarnir bara byrjunin Sigurður segir að sektarkennd hafi rekið sig til þess að safna saman öllum veðurlýsingum úr annálum allt aftur frá landnámi og setja á netið. „Ég hef haft áhuga á veðrinu allan þennan tíma en hafði lítið sinnt annálunum, sem eru mikil- vægar heimildir um veðurfar. Svo byrjaði ég að lesa þá og vinsa út þá kafla sem fjölluðu um veður. Ég gætti þess að kynna mér hvaða annálar væru taldir áreiðanlegir og studdist aðeins við þá, sjáðu til. Og af því að ég hafði trassað þetta svona lengi vildi ég bæta fyrir eigin vanrækslu með því að setja þetta allt á netið. Þá hefur fólk aðgang að þessu á einum stað og þarf ekki að fletta í hinum og þess- um bókum. Stafsetningin er held- ur ekkert aðlaðandi í fornritunum en ég hef fært hana til nútíma- horfs.“ Sigurður var að í tvær til þrjár stundir á hverjum degi í heilan vetur að safna saman lýsingunum og skrifa þær upp. Fyrir rúmum mánuði opnaði hann svo bloggsíðu – nimbus.blog.is – og setti þær á netið. „Þetta er bara byrjunin, því nú ætla ég að taka saman öll met á veðurstöðvum um allt land. Svo ætla ég að kíkja í dagblöð frá 19. öld og setja veðurlýsingar þaðan á síðuna,“ segir Sigurður sem blogg- ar líka um daginn og veginn. „Já, ég ætla líka að skrifa um tónlist og fleira en þessa síðu setti ég upp fyrst og fremst til að fjalla um veðrið. Hitt eru svona krúsídúll- ur.“ Vill bara hafa sól og sumar Auk þess að skrifa í dagblöð, blogg og bækur hefur Sigurður haldið ítarlega dagbók frá því hann var fjórtán ára gamall. „Hún er orðin ofboðslega stór og nýtist mér oft vel. Til dæmis ef ég vil rifja upp hvað ég var að gera í hitabylgjunni 1991 og þess háttar. En dagbókin er sjálfstæð og kemur veðrinu þannig séð ekk- ert við.“ Hann viðurkennir að sumum þyki áhugamál hans skrýt- ið. „Til dæmis einum vini mínum, hann á erfitt með að skilja þetta. Fæstum sem þekkja mig finnst þetta þó skrýtið, því þetta er bara eitt af mörgum hugðarefnum mínum.“ Þrátt fyrir óseðjandi áhuga á veðurfari kveðst Sigurður vera hálfgerð kuldaskræfa. „Ég er bara stofuáhugamaður. Helst vil ég allt- af hafa sól og sumar, þess vegna er mér dillað út af þessum gróður- húsaáhrifum, svona þannig séð. En ég hef engan áhuga á að upp- lifa blæbrigði veðurs á sjálfum mér.“ Eins og gefur að skilja missir hann helst ekki af veðurfréttum í sjónvarpi, en kveðst þó ekki eiga neinn uppáhaldsveðurfræðing á skjánum. „Ég hef ofboðslegar mætur á þeim öllum.“ ■ SIGURÐUR ÞÓR Kann ekki skýringar á veðuráhuga sínum en man hvenær hann kviknaði, hinn 9. júlí 1967. Þá var hitabylgja yfir landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Með veðrið á heilanum Frá tvítugsaldri hefur Sigurður Þór Guðjónsson, rithöfundur og tónlistarskríbent, haft óslökkvandi áhuga á veðri og öllu sem því tengist. Bergsteinn Sigurðsson ræddi við Sigurð um þessa merkilegu ástríðu. Skrifaði ævisögu Schuberts Sigurður er kunnur tónlistarrýnir og skrifaði um músík, aðallega klassíska, í dagblöð í 25 ár með hléum. „Það var bara fyrir tilviljun að ég festist í þessu,“ segir hann. „Jón Baldvin Hannibalsson fékk mig til að skrifa um tónlist í Alþýðublaðið þegar hann ritstýrði því og þetta bara vatt upp á sig. Ég reyni alltaf að komast endrum og eins á tónleika. Núna er ég orðinn tónlistargagn- rýnandi Salarins í Kópavogi og skrifa um tónleikana þar í vetur á bloggsíðuna mína.“ Á sjöunda áratugnum gaf Sigurður út skáldsöguna Truntusól. Hann hefur nú lokið við nýtt verk sem hann langar að gefa út. En það eru ljón í vegi; um er að ræða ævisögu þýska tónskáldsins Franz Schubert og bókin er risavaxin. „Þetta er ekki þýðing, taktu eftir, heldur mitt eigið verk sem ég byggi á heimildum. Það tók mig átta ár að skrifa hana og ég lauk við hana fyrir um tveimur árum. Hún er nú hjá útgefanda sem er tvístígandi vegna stærðar verksins og umfangs, hún er um þúsund blaðsíður allt í allt. Ég aflaði um 400 ljósmynda, sem þarf sennilega eitthvað að skera niður.“ FRANZ SCHUBERT Sigurður hefur lokið við að skrifa risavaxið verk um ævi tónskáldsins. Íslendingar og útlendingar fá allar upplýsingar á ensku um allt það sem heimsborgin Reykjavík státar af á hverjum tíma.; menningarviðburðir, tónleikar, skemmtistaðir, veitingastaðir, söfn, gallerí, tíska, verslanir og næturlíf. Íslendingar þurfa líka að fyl jast með! Íslendingar og útlendingar fá allar upplýsingar á ensku um allt það sem heimsborgin Reykjavík státar af á hverjum tíma.; menningarviðburðir, tónleikar, skemmtistaðir, veitingastaðir, söfn, gallerí, tíska, verslanir og næturlíf. Íslendingar þurfa líka að fylgjast með! Íslendingar og útlendingar fá allar upplýsingar á ensku um allt það sem heimsborgin Reykjavík státar af á hverjum tíma.; menningarviðburðir, tónleikar, skemmtistaðir, veitingastaðir, söfn, gallerí, tíska, verslanir og næturlíf. Íslendingar þurfa líka að fylgjast með!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.