Fréttablaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 78
30 29. október 2006 SUNNUDAGUR
sport@frettabladid.is
�
�����������
�
���������� ��������������������������������������������������
����������������������������������������������������������
���������������������������������������
���������������� �
������������������
���������������������������������������������� �������������
��������������������������������
������������������������ ������������������������������������������
�
�� ���������������������
�� ����������������������������������������� ����������
����������������������� ���������������
����������������������������������������������
�
� ����������������������
�����������������
������������������
�
��������������
��������������������� ������
FÓTBOLTI Tímabilið í þýsku úrvals-
deildinni hefur ekki gengið að
óskum hjá Gunnari Heiðari Þor-
valdssyni. Í vor samdi hann við
Hannover 96 en meiðsli hafa hald-
ið honum á hliðarlínunni nánast
allt tímabilið. Liðinu hefur einnig
gengið skelfilega það sem af er
tímabilinu og er í næstneðsta sæti
með sex stig eftir átta leiki.
Gunnar Heiðar varð marka-
hæsti leikmaður sænsku úrvals-
deildarinnar í fyrra er hann lék
með Halmstad. Í kjölfarið varð
hann mjög eftirsóttur og vann sér
þar að auki fast sæti í íslenska
landsliðinu. Hann skoraði til að
mynda fyrsta mark Íslands í sigr-
inum á Norður-Írum í Belfast í
byrjun september.
Síðan þá hefur hann lítið getað
spilað fótbolta og gekkst undir
aðgerð á nára fyrir þremur vikum
síðan. Það var þó aðeins smávægi-
leg aðgerð og býst hann við að vera
orðinn klár jafnvel strax í næstu
viku.
Er með íþróttanára
„Ég er ekki orðinn 100 prósent klár
en þetta er allt í rétta átt,“ sagði
Gunnar Heiðar við Fréttablaðið.
„Þetta byrjaði fyrir fjórum vikum.
Þá fór ég að finna fyrir eymslum í
náranum og í kjölfarið reyndi ég
að gera ákveðnar æfingar og hvíla
vel á milli. Sjá hvort þetta myndi
ekki lagast. En viku síðar var ég
sendur til sérfræðings í Berlín sem
skoðaði mig vel. Hann sagði að
þetta væri sennilega það sem kall-
að væri íþróttanári og er algeng
álagsmeiðsli hjá íþróttamönnum.
Það þurfti að framkvæma smá
uppskurð og fékk ég að vita að ég
yrði 4-6 vikur að jafna mig.“
Gunnar Heiðar segir að þetta
hafi komið upp á versta tíma fyrir
sig því liðið hafi verið nýbúið að
skipta um þjálfara. „Það er mikil
pressa á mér að ég fari í gang
enda hef ég ekki sýnt neitt síðan á
undirbúningstímabilinu. Þá gekk
mér mjög vel, skoraði mikið og
lék vel. Það hafa því verið margir
að bíða spenntir eftir því að ég
kæmist í gang með liðinu í deild-
inni. Þetta hefur verið ótrúlega
erfiður tími, þessar síðustu
vikur.“
Nýi þjálfarinn, Dieter Hecking,
vildi snemma sýna hver hefði vald-
ið að sögn Gunnars. „Hann er ekki
mikið fyrir að anda með nefinu.
Strax setti hann tvær æfingar á
dag og ég var þá einmitt nýkominn
aftur eftir landsleikjahlé og var
mjög þreyttur. Þetta reyndist bara
of mikið á þessum stutta tíma fyrir
mig. En við áttum ágætt spjall um
daginn og hann hefur trú á mér.
Það er spurning hvernig þetta
verður þegar ég er orðinn leikfær
á nýjan leik.“
Er í óvissu
Aðspurður segir hann þó alls ekki
sjá eftir því að hafa gengið til liðs
við Hannover. Þegar hann valdi
það lið sagði hann að hann hefði
tekið sína ákvörðun þar sem hann
vildi fara til liðs þar sem hann
fengi að spila, sem hefur hingað til
ekki reynst raunin. „Maður veit
auðvitað lítið hvar maður stendur
gagnvart nýja þjálfaranum. En það
er rétt, það var hellingur af liðum á
eftir manni sem eru miklu betri en
Hannover. En ég sé ekki eftir neinu
enda líður okkur kærustunni vel
hér.“ Hann leynir því þó ekki að
árangur liðsins í ár hefur reynst
mikil vonbrigði.
Þýska úrvalsdeildin, „Bundes-
ligan“, er ein sú stærsta í Evrópu.
Hvergi annars staðar í álfunni
koma fleiri áhorfendur að meðal-
tali á leik og eftir HM í sumar
hefur áhuginn aldrei verið meiri.
„Þegar ég kom hingað fyrst bjóst
ég ekki við því að áhuginn yrði
svona mikill. Það kom mér bara
skemmtilega á óvart og setur meiri
pressu á mig eins og alla aðra.“
Og hann er ekki í vafa um hvað
næstu vikur og mánuðir muni bera
í skauti sér. „Nú fer minn tími að
koma. Það er vonandi að maður sé
jafn heitur og maður hefur verið
undanfarin ár. Það er erfitt að
standa á hliðarlínunni og sjá liðinu
ganga illa. Ég veit líka að ég get
staðið mig vel í þessari deild. Það er
kominn tími til að sýna þessum
Þjóðverjum hvað maður getur.“
eirikur.asgeirsson@frettabladid.is
GUNNAR HEIÐAR Hér í sínum eina leik á tímabilinu til þessa, gegn Alemannia
Aachen í lok ágúst þar sem hann kom inn á sem varamaður. NORDIC PHOTOS/BONGARTS
Hefur verið ótrúlega erfiður tími
Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur ekki átt sjö dagana sæla það sem af er tímabilinu í Þýskalandi. Meiðsli
hafa plagað hann undanfarnar vikur auk þess sem lið hans, Hannover 96, hefur skipt um þjálfara.
HANDBOLTI Stórskyttan Einar
Hólmgeirsson hefur samkvæmt
heimildum Fréttablaðsins skrifað
undir þriggja ára samning við
þýska stórliðið Flensburg sem
Viggó Sigurðsson stýrir tímabund-
ið. Einar verður fyrsti Íslending-
urinn sem spilar með þessu þýska
stórliði.
Samkvæmt heimildum blaðsins
var skrifað undir samninginn síð-
asta sumar og átti ekki að tilkynna
um undirskriftina fyrr en í desem-
ber einhverra hluta vegna. Í ljósi
þess að málið hefur lekið út er
ekki ólíklegt að því verði flýtt og
tilkynning um samninginn komi
strax í næstu viku.
Thorsten Storm, framkvæmda-
stjóri Flensburg, hefur til að
mynda staðið í ströngu við að neita
þessum fréttum sem nokkrir fjöl-
miðlar hafa sterkar heimildir um
að séu sannar.
Einar sagðist ekki geta staðfest
að hann væri búinn að skrifa undir
samning við Fréttablaðið í gær en
staðfesti þó að hafa fengið samn-
ingstilboð frá félaginu.
Samningur Einars er eins og
áður segir til þriggja ára og heim-
ildir Fréttablaðsins herma einnig
að um sé að ræða einn stærsta
samning sem íslenskur handknatt-
leiksmaður hefur gert í Þýska-
landi.
Þessi tíðindi þurfa ekki að koma
mikið á óvart enda hefur Flens-
burg lengi haft augastað á Einari
sem hefur slegið rækilega í gegn
með Grosswallstadt.
Einar er ekki að spila með
landsliðinu í Ungverjlandi vegna
meiðsla en hann sagðist þó vænt-
anlega vera klár í slaginn fyrir
næsta leik sem er merkilegt nokk
gegn Flensburg á útivelli.
- hbg
Stórskyttan Einar Hólmgeirsson á förum frá Grosswallstadt:
Einar til Flensburg næsta sumar
EINAR HÓLMGEIRSSON Hefur slegið í
gegn í Þýskalandi og er á leið til stórliðs
Flensburg. FRÉTTABLAÐIÐ/BONGARTS
GLÍMA Forystumenn glímunnar
eru búnir að spýta í lófana og
boða til veislu í hinu nýja
glímuhúsi Ármanns í Laugardal í
dag. Um er að ræða fyrsta
alþjóðlega glímumót sögunnar
sem ber heitið Icelandair Open.
Þátttakendur á mótinu koma
frá Íslandi, Þýskalandi, Dan-
mörku, Svíþjóð, Hollandi og
Belgíu. Um er að ræða lands-
keppni en ekki einstaklings-
keppni. Mótið hefst klukkan 10 í
dag og úrslitaglímurnar fara
fram á milli klukkan 13 og 14. - hbg
Glíman í sókn:
Alþjóðlegt mót
haldið í dag
> KR safnar liði
Í gær bárust tíðindi af því að markvörðurinn Stefán
Logi Magnússon hefði samið við KR. Stefán Logi er 26
ára gamall og lék með KS/Leiftri síðasta sumar. Hann
þótti á sínum tíma eitt mesta markvarðarefni landsins er
hann lék með unglingaliði Bayern München.
Hann stóð ekki undir þeim væntingum og
hefur lítið farið fyrir honum síðan. Teitur
Þórðarson, þjálfari KR, virðist þó hafa trú
á honum. Nú er spurt að því hvað verði
um hinn efnilega Atla Jónasson sem hélt
um tíma að hann myndi leysa Kristján
Finnbogason af hólmi næsta sumar er hann
legði skóna á hilluna. Nú er Kristján búinn að framlengja
og Stefán Logi kominn. Atli hlýtur að klóra sér í hausnum
yfir stöðunni sem upp er komin.
Sigurður Ingimundarson eða Valur Ingimundar-
son? Hvorugur. Eða nei, Valur.
Saknar þú George Byrd? Byrd gerði marga góða
hluti fyrir okkur.
Best við Borgarnes? Rólegheitin.
Fjósið er... Góður heimavöllur.
Besti erlendi leikmaður deildarinnar? Darryll Flake.
Besti íslenski leikmaður deildarinnar? Hlynur Bær-
ingsson.
Besti íslenski körfuboltamaður allra tíma? Pétur
Guðmundsson.
Af hverju ertu alltaf í
sveitinni? Ég ólst upp
á Stokkseyri og mér
hefur alltaf liðið vel í
sveitinni.
Bold eða Neighbours?
Hvorugt.
Hvernig tekur þú pylsuna
þína? Með öllu.
Garth Brooks eða Shania
Twain? Johnny Cash.
Erfiðasti útivöllurinn?
Njarðvík.
MEÐ VALI INGIMUNDARSYNI
60
SEKÚNDUR
FÓTBOLTI Matthías Guðmundsson
sagði í samtali við Fréttablaðið í
gær að flest benti til þess að hann
myndi spila á Íslandi næsta
sumar og að hann myndi ákveða
með hvaða liði í næstu viku.
Matthías sagði sem kunnugt er
upp samningi sínum við Val og
fór í kjölfarið utan til reynslu hjá
liðum í Danmörku og Noregi. Það
hefur enn ekki skilað neinu fyrir
Matthías.
Flest íslensku félögin hafa
borið víurnar í Matthías og hann
segir valið erfitt. Valur er á meðal
þeirra liða sem koma til greina
hjá Matthíasi en einhverjar
viðræður hafa átt sér stað.
- hbg
Matthías Guðmundsson:
Útilokar ekki
að fara í Val
MATTHÍAS GUÐMUNDSSON Gæti farið
aftur í Val þótt hann hafi sagt upp
samningi sínum við félagið.