Fréttablaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 17
SUNNUDAGUR 29. október 2006 17 Neyðarmóttakan er staðsett á slysa- og bráðadeild Landspít- ala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi og hefur verið þar til húsa frá stofnun, 8. mars 1993. Aðgengi er allan sólarhinginn, bæði fyrir konur og karla sem hafa orðið fyrir nauðgun eða tilraun til nauðgunar og er þjónustan þeim sem leita til hennar að kostnaðarlausu. Auk þess er þjónusta Neyðarmót- töku forgangsþjónusta, sem þýðir að þeir sem þangað snúa sér þurfa ekki að bíða eftir aðhlynningu á biðstofu. Alger nafnleynd ríkir og ef málið er kært til rannsóknar- lögreglu þá veitir brotaþoli skriflega heimild sína til þess að nota megi læknaskýrslur og sakargögn sem tekin voru í málinu. Sakargögn eru geymd í allt að fjóra mánuði en skýrsl- ur, vottorð og ástandslýsingar auk ljósmynda eru geymd áfram. Ákvörðun um að kæra er alfarið í höndum brotaþola og eru öll gögn geymd í níu vikur og því þarf ekki að taka slíka ákvörðun strax. Þó er það lagaleg skylda að tilkynna til barnaverndaryfirvalda ef unglingur er yngri en 18 ára. Slíkt er gert í samráði við ungmennin. Hjá móttökunni eru allir starfsmenn á bakvöktum og kallaðir til ef þörf þykir á. Þar starfa tólf hjúkrunarfræðingar og sjö læknar sem vinna við meðferð kvensjúkdóma. Auk þess starfa þar fimm ráðgjafar, fimm lögfræðingar og tveir sálfræðingar þar sem hlutverk Neyðarmóttökunnar er að draga úr eða koma í veg fyrir andlegt og líkamlegt heilsutjón sem afleiðingu af kynferðislegu ofbeldi. Þá er einnig veitt lögfræðileg ráðgjöf. Eftir fyrstu heimsókn á Neyðarmóttökuna eru brotaþol- ar boðaðir þrisvar í endurkomu- tíma; eftir tvær vikur, þrjá mánuði og sex mánuði. Þess er gætt að sami læknir og hjúkrun- arfræðingur sem sinntu brotaþola í fyrstu heimsókn sinni endurkomutímum. Starfsemi neyðarmóttöku Það eru margir sem sinna aðstoð vegna nauðgunar eða annarra kynferðis- brota. Ef þú hefur, eða einhver sem þú þekkir hefur orðið fyrir nauðgun eða öðru kynferðisbroti, er hægt að leita til: • Neyðarmóttöku vegna nauðgunar á Slysa- og bráðamóttökudeild Land- spítala - háskólasjúkrahúsi Fossvogi • Neyðarmóttöku vegna nauðgunar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri• Sjúkrahúsa út á landsbyggðinni• Heilsugæslustöðva• Lögreglu um allt land• Fulltrúa Félagsmálastofnanna um allt land• Stígamóta• Barnahúss, Barnarverndarstofu• Rauðakrosshússins• Hins hússins• Skóla; til skólahjúkrunafræðinga, kennara og námsráðgjafa• Félagasamtaka sem vinna að velferð barna; Barnaheill, Samfok, Heimili og skóli, Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur AÐSTOÐ VEGNA NAUÐGANA Á NEYÐARMÓTTÖKUNNI STENDUR BROTAÞOLA TIL BOÐA: 1. LÆKNISSKOÐUN: Er fyrst og fremst til að tryggja velferð brota- þola. Þar eru áverkar metnir og meðhöndlaðir auk þess sem tekin eru sýni til að útiloka sýkingar og þungun. Þá er í boði aðhlynning og dvöl á sjúkrahúsinu í sólarhring eða lengur ef þörf krefur vegna líkamlegra áverka, andlegrar vanlíðunar eða félagslegra vandamála. 2. RÉTTARLÆKNISSKOÐUN: Skoðun, sýnataka og varðveisla gagna. Frásögn brotaþola af atburðinum er skrásett og ástand og útlit brotaþola við komuna á slysadeild er skráð í læknaskýrslu. Nákvæm líkamsskoðun er framkvæmd þar sem allir allir áverkar eru skoðaðir og skráðir, tekin sýni til DNA-rannsókna, tekin hár- sýni, fatnaður skoðaður og geymdur. Þá eru teknar ljósmyndir af áverkum ef tilefni þykir til. 3. ANDLEG AÐHLYNNING: Veittur er sálrænn stuðningur fyrir brotaþola og hans nánustu. Brotaþola er sýnd umhyggja og nær- gætni og er látinn finna fyrir því að honum sé trúað. Boðið er upp á þjónustu sálfræðings og viðtalsmeðferð. Það er algerlega val brotaþolans hvort hann þiggi þessa þjónustu. 4. ÞJÓNUSTA LÖGFRÆÐINGS: Allir brotaþolar eiga rétt á viðtali við réttargæslumann hvort sem kært er í málinu eða ekki. Sú þjónusta er honum að kostnaðarlausu. Réttargæslumaðurinn fylgir kær- anda til lögreglu ef hann vill kæra. Ef um barn yngra en 18 ára er að ræða er haft samband við barnaverndaryfirvöld, en þau mál eru 38 prósent þeirra sem koma inn á borð neyðarmóttöku. koma fréttir af alvarlegum nauðg- unarmálum þá er það reynsla bæði okkar og Stígamóta að það koma fram fleiri konur.“ Fjölgun í yngsta aldurshópnum Eyrún segir að eðli þeirra árása sem komi til kasta neyðarmót- tökunnar hafi ekki breyst mikið frá því að hún var sett á laggirnar. „Flest brotin verða ennþá á heim- ili geranda eða þolanda. Oftar en ekki þekkjast þeir. Hann er náinn vinur, kunningi, fyrrverandi kær- asti eða jafnvel maki. Það er allt í því. Í fyrra var eina verulega fjölgunin í aldurshópnum 12 til 15 ára. Þá leituðu 24 einstaklingar á þeim aldri til okkar. Árið áður voru þeir 12. Við höfum verið að fá allt niður í 10 ára gömul börn hingað inn. Það er dapurlegt miðað við þann áróður og umræður sem hafa verið um þessi mál í samfélaginu að það skuli ekki vera að skila sér.“ Yfirleitt eru gerendur í þessum aldurshóp eldri en þolendurnir. „Þetta geta verið strákar á aldrin- um 17 og eitthvað yfir tvítugt. Það er áberandi í yngsta aldurshópnum að þetta eru mun eldri strákar. Því miður virðist ætla að verða aukn- ing á milli ára í komum til okkar. Í fyrra voru þetta 130 mál en það sem af er þessu ári eru þegar komin upp 121. Yfirleitt fáum við tvö til þrjú mál á viku. En þetta kemur alltaf í bylgjum eins og vill gerast með svo marga hluti.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.