Fréttablaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 29
ATVINNA
SUNNUDAGUR 29. október 2006 9
Curves
Líkamsræktarstöð fyrir konur
vantar hressar konur til starfa í hlutastörf
aðallega seinni part dags
Um er að ræða móttöku og þjálfun í tækjasal,
reynsla eða þekking á líkamsþjálfun æskileg.
Umsóknir með mynd sendist á
curves@simnet.is fyrir 3.11.06
Viltu líflega og gefandi
aukavinnu hjá traustu fyrirtæki?
SPRON leitar að dugmiklum og traustum einstaklingum til starfa hjá úthringiveri SPRON.
Vinnutími er frá kl. 17:30-21:30 og er hægt að vinna 2-4 kvöld í viku – allt eftir því sem hentar
hverjum og einum! Frábær vinnuaðstaða, góður starfsandi og frekari atvinnumöguleikar eru
í boði hjá SPRON fyrir þá sem standa sig vel!
Starfið felst í þátttöku í skemmtilegum átaksverkefnum hjá SPRON þar sem góð laun fást fyrir
góðan árangur. Hvetjum fólk á öllum aldri til að sækja um starfið (lágmarksaldur 20 ára).
Hæfniskröfur:
Reynsla og/eða áhugi á sölu
Hæfni í mannlegum samskiptum
Umsóknir óskast sendar til starfsmannaþjónustu
SPRON á netfangið starfsmannathjonusta@spron.is.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jón Óli Sigurðsson,
verkefnastjóri úthringivers, á netfanginu jonoli@spron.is.
SPRON er handhafi viðurkenningar Jafnréttisráðs 2006.
AR
G
U
S
/ 0
6-
05
85
Frá Kvennaskólanum í Reykjavík
Kvennaskólinn í Reykjavík vill ráða starfsmann til aðstoðar
í mötuneyti kennara og nemenda skólans. Um er að ræða
70% starf (gæti jafnvel orðið fullt starf síðar með öðrum
verkefnum).
Umsóknarfrestur er til 3. nóv. n.k. Umsóknir ásamt upplýsing-
um um menntun og fyrri störf berist skólanum að Fríkirkju-
vegi 9. Ekki þarf sérstakt umsóknareyðublað.
Launakjör eru skv. Stofnanasamningi Kvennaskólans og SFR.
Skólameistari eða aðstoðarskólameistari veita nánari upplýs-
ingar í síma 580-7600.
Skólameistari
MatreiðslumaðurVelferðarsvið Reykjavíkurborgar
Óskað er eftir samstarfsaðilum vegna reksturs
Gistiskýlis fyrir heimilislausa Reykvíkinga
Borgaryfi rvöld í Reykjavík hafa ákveðið að leita eftir samstarfs-
aðilum til að reka Gistiskýli fyrir heimilislausa Reykvíkinga.
Markmið með rekstri Gistiskýlisins er að veita heimilislausum
Reykvíkingum næturgistingu og samastað í skamman tíma.
Lögð er áhersla á:
• Aðgengilega og góða þjónustu
• Ráðgjöf og stuðning við þá sem eftir þjónustunni leita
• Náið samstarf með starfsmönnum Velferðarsviðs
• Góða samvinnu við áfengis- og vímuefnameðferðarstöðvar,
lögreglu og aðra sem koma að málefnum heimilislausra
Varðandi samstarfsaðila er einkum horft til einstaklinga/félaga-
samtaka sem hafa reynslu af þjónustu við einstaklinga sem eiga
við margháttaða félagslega erfi ðleika að stríða með sérststakri
áherslu á reynslu af vinnu með einstaklinga sem eiga við áfengis-
og vímuefnavanda að stríða. Gerður verður sérstakur þjónustu-
samningur vegna rekstursins.
Nánari upplýsingar veitir Ellý A. Þorsteinsdóttir skrifstofustjóri
á Velferðarsviði í síma 411-9000. Netfang:
elly.alda.thorsteinsdottir@reykjavik.is.
Umsóknir sendist Ellý A. Þorsteinsdóttur skrifstofustjóra á
Velferðarsviði, Tryggvagötu 17 101 Reykjavík, merkt “Gistiskýli”
fyrir 10. nóvember 2006.
Velferðarsvið fer með ábyrgð á velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar þ.m.t. barnavernd og félagsþjónustu. Það ber ábyrgð á að framfylgt sé stefnumótun
og áætlanagerð í velferðarmálum, eftirliti og mati á árangri, samhæfi ngu og samþættingu í málafl okknun. Þróun á mati á gæðum velferðarþjónustu,
tengslum rannsókna og þjónustu, nýsköpun og þróun nýrra úrræða í velferðarþjónustu. Að auki annast Velferðarsvið rekstur ýmissa úrræða.
Tæknimenn við jarðgangagerð
Metrostav - Háfell ehf. óskar eftir að ráða tæknimenn
til starfa við gerð Héðinsfjarðarganga. Aðilar með jarð-
fræðimenntun koma einnig til greina. Um er að ræða
störf á Siglufi rði og Ólafsfi rði. Nánari upplýsingar veitir
Magnús Jónsson Verkefnisstjóri í síma 863 9968 netfang:
magnus@hafell.is