Fréttablaðið - 29.10.2006, Blaðsíða 71
SUNNUDAGUR 29. október 2006 23
Tónlistin úr kvikmyndinni Borat,
sem verður frumsýnd þriðja nóv-
ember, kemur út á plötu sama
dag.
Á plötunni syngur Sacha Baron
Cohen meðal annars slagarann
Born to be Wild. Einnig syngur
hann lagið You Be My Wife ásamt
bróður sínum Erran Baron Cohen
sem er trompetleikari og tónskáld.
Syngur Erran tvö lög til viðbótar á
plötunni.
Myndin Borat, sem heitir réttu
nafni, Borat: Cultural Learnings
of America for Make Benefit Glor-
ious Nation of Kazakhstan, fjallar
um sjónvarpsmanninn Borat frá
Kasakstan sem lendir í hinum
ýmsu ævintýrum.
Bræður á
Borat-plötu
BORAT Sacha Baron Cohen fer með
hlutverk Borats í nýju myndinni.
Lagið Livin´ On A Prayer með
rokksveitinni Bon Jovi frá New
Jersey hefur verið valið besta lag
níunda áratugarins í nýrri skoð-
anakönnun tónlistarstöðvarinnar
VH1.
Lagið, sem var gefið út árið
1986, vann lög á borð við Pour
Some Sugar On Me með Def Lepp-
ard, Hungry Like The Wolf með
Duran Duran, Billie Jean með
Michael Jackson og When Dove´s
Cry með Prince.
Bon Jovi á
toppnum
BON JOVI Hljómsveitin Bon Jovi á besta
lag níunda áratugarins að mati áhorf-
enda VH1.
Fjölskylda gítarsnillingsins Jimi
Hendrix er að íhuga að höfða mál
vegna þess að mörg af bestu lögum
kappans voru nýverið seld á upp-
boði fyrir rúman milljarð króna.
Fjölskyldan segist eiga lögin og
réttinn á að selja þau. Um er að
ræða lög á borð við Purple Haze
og Voodoo Chile.
Lögin voru boðin upp sem hluti
af eigum umboðsmanns Hendrix,
Michael Jeffery, sem lést árið
1973. Hendrix dó í London þremur
árum fyrr, aðeins 27 ára.
Hendrix er ennþá gríðarvin-
sæll og seljast plötur hans á hverju
ári í um það bil 600 þúsund eintök-
um.
Fjölskyldan
höfðar mál
JIMI HENDRIX Gítarsnillingurinn samdi
þekkt lög á borð við Purple Haze og
Voodoo Chile.
David Hasselhoff er æfur þessa
dagana vegna þess að atriði í skiln-
aðarmáli hans og eiginkonu hans,
Pamelu Bach, hafa verið gerð opin-
ber í fjölmiðlum. Þetta gerðist
eftir að hjónin voru hjá dómstólum
í Los Angeles til að leysa öll deilu-
mál sín á milli vegna skilnaðarins.
Í þessum gögnum kemur meðal
annars fram að Hasselhoff hafi
haldið framhjá Bach oftar en einu
sinni og átt við áfengis- og eitur-
lyfjavandamál að stríða. Bach
kemur heldur ekki vel út úr þessu
því hún greindist með kókaín í
blóðinu fyrir tveimur mánuðum,
meðal annars í afmælisveislu sex-
tán ára dóttur sinnar.
Hasselhoff er reiður út í fjöl-
miðla vestan hafs vegna þessa og
segir að þessar upplýsingar séu
rangar og skaði börn þeirra hjóna.
Æfur út í fjölmiðla
DAVID HASSELHOFF Æfur út í fjölmiðla
eftir að gögn sem tengjast skilnaði
kappans við Pamelu Bach voru gerð
opinber í fjölmiðlum.
Ekki hefur verið ákveðið hvaða
hljómsveit mun hita upp fyrir Syk-
urmolana á endurkomutónleikum
sveitarinnar í Laug-
ardalshöll 17. nóvem-
ber.
Sigtryggur Bald-
ursson trommari
staðfesti að búið væri
að ráða plötusnúð til
að keyra upp stemn-
inguna í höllinni en
ekki væri búið að
ákveða hvaða hljóm-
sveit myndi sjá um
lokaupphitun. Tók
hann fram að aðeins
ein hljómsveit myndi
hita upp.
Miðasala á tónleik-
ana hefur gengið vel. Miðar í stúku
seldust upp á hálftíma en enn eru
til rúmlega 700 miðar í stæði sem
kosta 5.350 krónur
stykkið. Seljast þeir
þó hratt, m.a. vegna
mikils áhuga erlend-
is, en þegar hafa um
700 manns pantað sér
flug og miða í gegn-
um Icelandair.
- fb
Plötusnúður hitar upp
BJÖRK Björk á tónleikum
með Sykurmolunum
árið 1988. Sveitin spilar
í Laugardalshöll 17. nóv-
ember.
Lagersala - Faxafeni 12
Opið virka daga kl. 09-18 • laugardag kl. 10-16
50-80% afsláttur
Lagersala
Súlur
vind- og regnheldur jakki
verð áður 24.500 kr.
nú 9.800 kr.
Súlur
vindheld og hlý
verð áður 14.490 kr.
nú 5.800 kr.
Freyja
regnjakki
verð áður 3.410 kr.
nú 1.700 kr.
Freyja
regnbuxur
verð áður 2.890 kr.
nú 1.400 kr.
í eina viku
66
°N
o
rð
u
r/
o
kt
06