Tíminn - 06.01.1979, Qupperneq 6

Tíminn - 06.01.1979, Qupperneq 6
ó Laugardagur 6. janúar 1979 r v. (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þóararinsson og Jón Sigurðsson. Augiýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldslmar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verö I lausasölu kr. 125.00. Askriftargjald kr. 2.500.00 á mánuði. Blaöaprent J Erlent yfirlit Otti við atvinnuleysi er vaxandi í Noregi Stefnan er fundin Einn af helztu greinahöfundum Morgunblaðsins, Sigurgeir Sigurðsson, komst svo að orði i áramóta- hugleiðingu i blaðinu i fyrradag, að árið 1978 hafi m.a. einkennzt af þvi, að „Sjálfstæðsflokkurinn hóf leit að stefnu,” en litið hafi farið fyrir stefnu hans siðan Gieir Hallgrimsson kom þar til valda. Að von- um var það ein heitasta nýársósk Sigurgeirs Sjálf- stæðisflokknum til handa, að Sjálfstæðisflokkurinn finni stefnuna. Sigurgeir Sigurðsson getur nú fagnað þvi, að hon- um hefur þegar orðið að ósk sinni. Forustugreinar Morgunblaðsins i gær báru þess áugljósan vott, að Geir Hallgrimsson er búinn að finna stefnuna, a.m.k. meðan flokkurinn er i^stjórnarandstöðu. Forustugreinar Morgunblaðsins i gær fjalla báð- - ar um fiskverðið og eru að efni til eins og teknar upp úr Þjóðviljanum fyrir ári, þegar fiskverðið var til umræðu um áramótin þá. Morgunblaðið bölsótast yfir þvi, að fiskverðið hafi verið ákveðið alltof lágt og hafi fulltrúar sjómanna hér alveg brugðizt hlut- verki sinu. Samtimis heldur blaðið þvi svo fram, að nýja fiskverðið leggi alltof þungar byrðar á fiskiðn- aðinn, þannig heimtar Morgunblaðið bæði hækkun fiskverðsins og lækkun þess i sömu andránni.alveg eins og Þjóðviljinn gerði i fyrra. Lúðvik Jósepsson lék þá mikinn vin sjómanna, en hann gætti þess jafnframt að vera vinur fiskiðnaðarins. Stefnan, sem Geir Hallgrimsson hefur fundið, er þvi ekki ýkja frumleg. En Geir Hallgrimsson hugs- ar sem svo, að fyrst Alþýðubandalaginu gafst þessi stefna vel i fyrra, geti hún þá ekki gefizt Sjálf- . stæðisflokknum vel nú? Meðan Sjálfstæðisflokkur- inn finnur ekki aðra betri stefnu, sé a.m.k. ekki annar kostur skárri en að fara i slóð Lúðviks. Ef til vill verður Sigurgeir Sigurðsson ánægður með þennan árangur af leit Geirs Hallgrimssonar, en verða óbreyttir liðsmenn Sjálfstæðisflokksins það eða óháðir kjósendur, sem gera vaxandi kröfur til flokkanna? Sætta þeir sig við það, að Sjálf- stæðisflokkurinn segi annað i ár en i fyrra? Sætta þeir sig við, að Sjálfstæðisflokkurinn reyni að temja sér áróðursbrögð Alþýðubandalagsins, sem að visu hafa heppnazt stundum, en brugðizt oftar? Gera þeir ekki meiri kröfur til ábyrgrar stefnu forustu- manna Sjálfstæðisflokksins en að þeir heimta sam- timis hækkun fiskverðs og lækkun þess og reyni þannig að koma sér i mjúkinn bæði hjá sjómönnum og hraðfrystihúsaeigendum? Eða er Sjálfstæðis- flokkurinn ef til vill að fitla við það, að hækkun fisk- verðsins hefði átt að verða meiri og bæta siðan hraðfrystihúsunum það með riflegri gengisfell- ingu? Areiðanlega munu margir óbreyttir liðsmenn Sjálfstæðisflokksins vilja fá svar við þessari spurn- ingu. En staðreyndin er sú, að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að finna stefnu, ef stefnu skyldi kalla. Hún er fólgin i þvi, að láta Morgunblaðið og fylgiblöð þess endurbirta forustugreinar Þjóðviljans litið breyttar meðan Alþýðubandalagið var i stjórnarandstöðu, þannig er ógilt næstum allt það, sem Sjálfstæðis- flokkurinn hélt fram um efnahagsmál og beitti sér fyrir á þeim vettvangi fyrir réttu ári. Eru Sjálfstæðismenn ekki stoltir af foringjum sin- um og árangrinum af stefnuleitun þeirra? íhaldsflokkurinn virðist hagnast á ástandinu Ólafur Noregskonungur NÝARSRÆÐUR Ólafs Noregskonungs og Nordlis for- sætisráöherra báru þess merki. að Norömenn búa við verulega efnahagslega erfiöleika og viröast ekki sjá fýrir endalok þeirra aö sinni. Þó hefur olíu- veröhækkunin sem OPEC-rikin boðuöu fyrir jólin oröiö þeim nokkur huggun, en hún mun bæta stööu olíuvinnslunnar sem haföi ekki reynzt eins arövænleg og horfur þóttu á um skeið. AU- ur stofnkqstnaöur hefur oröiö umfangsmeiri og dýrari en sér- fræöingar höföu áætlaö. Ólafur konungur lét svo um- mælt f nýársræöu sinni, aö áriö 1978 hefði reynzt Norömönnum erfitt ár og þýöingarmiklar og rótgrónar atvinnugreinar ættu erfiða tima framundan meöan þær væru aö samlaga sig breyttum aöstæðum. Þær atvinnugreinar sem konungur átti hér viöi munu fyrst og fremst hafa verið ýms- ar greinar útflutningsfram- leiöslunnar, ásamt siglingun- um. Oddvar Nordli forsætis- ráöherra vék nánar ab þessu i nýársræðusinni. Hann sagöi aö Norðmenn heföu orðiö þess meira varir á árinu 1978 en áöur, aö alþjóðleg viöskipti heföu fariö úr skorðum og heföi þetta bitnað á útflutningsfram- leiöslunni. Norskar vörur eru oftast góöar vörur, sagöi hann, en þaö dregur úr sölu þeirra ef þær verða dýrari en vörur keppinautanna. Þá veröur at- vinnuörygginuhætt og geta okk- ar minnkar til aö greiöa þaö sem við neytum. I þessu er vandi okkar fólginn og viö veröum aö leysa hann á annan hátt en þann aö gera tugi þús- unda manna atvinnulausa. Nordli sagöist ekki krefjast neinna stórra fórna til að af- stýra miklu atvinnuleysi. Norö- mennheföu valdiö stærra verk- efni en aö stööva kauphækkanir og verðhækkanir um sinn til þess að draga úr framleiöslu- kostnaðinum og auka út- flutn ingsmöguleikana. NORDLI forsætisráöherra átti hér viö stöövun kauphækk- ana og verðhækkana sem stjórnin ákvaö meö bráöa- birgöalögum I september siðastliönum og Stórþingiö hefur nú samþykkt meö at- kvæöum allra flokka, þegar Sósíaliski vinstri flokkurinn er undanskilinn.en hann hefur aö- eins tvo menn á þingi. Sam- kvæmt þessum lögum má kaup ekki hækka neitt til ársloka 1979 og verðlag ekki heldur, aö und- anskildum veröhækkunum á út- lendum vörum. Reiknaö er meö, aö þær hækkanir geti svarað til 4% kjaraskeröingar. Ekki aö- eins stjórnarandstööuflokkarn- ir, aö einum undanskildum, féll- ust á þessa róttæku aögerð, heldur einnig verkalýös- hreyfingin, þótt gildandi samningar væru þannig felldir úr gildi meö lagasetningu og kjörin skert. Forvigismenn hennar geröu sér ljóst, aö annað hvort var um slika ráöstöfun aö velja eöa stórfellt atvinnuleysi. Þeir höfnuöu eindregið slöari kostinum. Þótt kaup- og veröbindingin komi aö verulegu gagni á þessu ári, eru margir farnir aö óttast þaö ástand, sem getur skapazt, þegar bindingunni lýkur. Þá hafi safnaztsaman ýmsar kröf- ur. Kjarasamningarnir sem koma til sögu 1980, geta þvi orðiö mjög erfiöir. Arbeider- bladet, sem er málgagn rikis- stjórnarinnar og Verkamanna- flokksins, birti nýlega viötal viö einn af bankastjórum Norges Bank, Hermond Skáland, þar sem hann vlkur aö þessu. Hann varar eindregiö viö öllum kjarabótum á árinu 1980og telur vafasamt að um raunhæfar kjarabætur geti oröiö aö ræöa fram til 1985. Samkeppnisstaða útflutningsatvinnuveganna mun ekki leyfa þaö. Iblöðum stjórnarandstæöinga er bent á,að þetta sé gjaldið.sem þjóöin veröi að greiöa fyrir þaö, aö hún hafi lifaö um efni fram undanfarin ár og hafi stjórnar- stefna Verkamannaflokksins átt sinn þátt i því. 1 nýársræöu sinni viðurkenndi Nordli forsætis- ráöherra, aö rikisstjórnin kynni aðhafa metiö efnahagsástandiö rangt og tæki hún á sig ábyrgö á þvl. Annars skipti nú annaö meira máli endeilur um mistök eöa sigra á liðnum árum. HVORT sem þaö stafar af umræddum efnahagsaögeröum eöa ekki, benda skoöana- kannanir I Noregi til þess, aö Ihaldsflokkurinn auki stööugt fylgi sitt. Hann gerir þaö aö vissu leyti á kostnaö miöflokk- anna, en þó mest á kostnað Verkamannaflokksins. Meira en helmingurinn af fylgisaukn- ingu hans kemur frá Verka- mannaflokknum. Samkvæmt siöustu skoöanakönnun nýtur Ihaldsflokkurinn nú stuönings 31,7% kjósenda en hann fékk ekki nema 16% greiddra at- kvæöa I þingkosningunum 1973 og 24,7% f þingkosningunum 1977. 1 haust eiga aö fara fram sveitar- og bæjárstjórna- kosningar I Noregi og verður fróðlegt aösjáhvort niöurstööur skoöanakannanna reyriast þá réttar. þ.Þ. Þ.Þ. Nordli aö flytja nýársræöuna.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.