Tíminn - 06.01.1979, Blaðsíða 17

Tíminn - 06.01.1979, Blaðsíða 17
Laugardagur 6. janiiar 1979 17 Leikarar, framkvæmdastjóri og leikstjóri á blaóamannafundi. Gisli Rúnar Jónsson, Edda Björgvins- dóttir, Lilja Guörún Þorvaldsdóttir, Hanna Maria Karlsdóttir, Stefán Baldursson, Ólafur örn Thorodd- sen, Kjartan Ragnarsson og Sigfús Már Pétursson. TimamyndGE Alþýðuleikhúsið frumsýnir Ærslaleik um verðbólguvandann Lilja Guörún Þorvaidsdóttir, Gisli Rúnar Jónsson og Hanna Marfa Karlsdóttir I Viö borgum ekki! i Lindarbæ SJ — A sunnudagskvöld kl. 8.30 frumsýnir Alþýöuleik- húsiö-sunnandeild nýlegan ærslaleik eftir Italann Dario Fo: Viö borgum ekki! Viö borgum ekki! i Lindarbæ. Leik- rit þetta var fyrst sýnt á ttaliu fyrir rúmum tveim árum, en hefur siöan veriö sýnt viöa um Evrópu viö fádæma vinsældir. Þýöingu leikritsins geröu Ingi- björg Briem, Guörún Ægisdóttir og Róska, leikmynd og búninga geröi Messiana Tómasdóttir, lýsingu annaöist David Walters og leikstjóri er Stefán Baldurs- son. Sex leikarar koma fram i sýn- ingunni: Kjartan Ragnarsson, sem leikur sem gestaleikari frá Leikfélagi Reykjavikur, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Hanna Maria Karlsdóttir, Gisli Rúnar Jónsson, Sigfús Már Pétursson og Ólafur Orn Thoroddsen. Leikritið gerist i Milanó og byggir á atburðum, sem raun- verulega áttu sérstað þar, er al- menningur tók það ráö gegn vaxandi verðbólgu aö ákveða sjálfur verölag á vörum og húsaleigu. Dario Fo notar þessa hugmynd sem bakgrunn verks- ins en býr þó allt i búning fars- ans, þar sem hver misskiln- ingurinn á fætur öörum knýr at- buröarásina áfram. Meö sýningunni á leikriti Dario Fos hefur Alþýðuleik- húsið nú starfsemi sina i Lindarbæ, sem það hefur tekiö á leigu I vetur. Verður frumsýn- ingin á sunnudagskvöld sem fyrr segir, 2. sýning á mánu- dagskvöld og þriöja sýning á fimmtudagskvöld. Skömmu fyrir jól voru hafðar fjórar for- sýningar á þessu verki fyrir fullu húsi áhorfenda en almenn- ar sýningar hefjast sem sé fyrst nú. — Þess má geta að Alþýöu- leikhúsiö-sunnandeild hefur I vetur sýnt leikritið Vatnsberana eftir Herdisi Egilsdóttur I barnaskólum og eru sýningar orðnar yíir 50 talsins. Þá standa nú yfir æfingar á tveim verkefn- um: islenskum kabarétt og barnaleikriti. Miöasala Alþýðuleikhússins i Lindarbæ eropin daglega kl. 5-7 siðdegis, en 5-8.30 sýning- ardaga. Tinna Gunnlaugsdóttir og Edda Björgvinsdóttir fram- kvæmdastjórar ieikhússins eru til viðtals kl. 10-2 daglega. Sim- inn í Lindarbæ er 21971. „Á leið í paradís” Alþjóðleg ljósmyndasýning um þróun mannkyns að Kjarvalsstöðum SJ — Alþjóöleg ijósmyndasýn- ing sú þriöja meö nafninu „A leiö I Paradfa”, veröur opnuö aö Kjarvalsstööum I dag. Þýska timaritiö „Stern”, sem frægt er fyrir ljósmyndir sinar hefur séö um val myndanna, sem eru 422, þar af 95 i litum, frá 86 iöndum og eftir 170 ljósmyndara. Þetta er I fyrsta sinn aö sýning þessi kemur til islands en hún hefur veriö á 350 stööum og vakiö mikla athygli. Heiti sýningarinnar á að tákna þróun mannkynsins, þótt stór hluti myndanna fjalli um allt annaðen þróun til hins betra — nefnilega strið, mengun, eyðileggingu, vandamál fólks- fjölgunarinnar, kynþáttabar- áttu, náttúruhamfarir, órétt- læti, fátækt, ofbeldi, einmana- kenndina f þjóðfélagi nútimans o.sír. En myndirnar eru jafn- framt ákall til áhorfandans. Myndavél ljósmyndarans er notuð sem hljóður gagnrýnandi en stundum lýsir hún einfald- lega smúðsinni með kvölum og þjáningum mannkynsins. Eins og veröldin er I dag, er breitt bil á milli rikra og fátækra. Gagn- rýnendur hafa í sambandi viö sýningunaoft bent á það að hún sé „neikvæö”, eöa sýni aöeins hinar neikvæöu og sorglegu hliðar lifsins. Það er ef til vill að vissuleyti rétt, en þaö sem sum- um finnst neikvætt og gerir þá dapra, er fyrir aöra sjálfur raunveruleiki lifsins. Stór hluti mannkynsins fær ekki að hugsa sjálfstætt og getur ekki dæmt um það, hvort eitthvaö sé nei- kvætt — hann verður aö búa við þessar „neikvæðar hliöar” og þola þær. Jöröin, Helvíti og Paradfe — hvar eru þau? Það kemur greinilega fram á sýningunni, að Helvfti er skapað af mönnum á jörðinni, en ýmisskonar trúar- brögð, stjórnmálastefnur og velferöarþjóöfélög lofa okkur Paradís. Maðurinn reynir alltaf að bjarga sér Ur öllum vandræðum I kringum hann. Myndirnar sýna okkur lika ást, félagsskap, hugleiöslu, skqiunargáfu. Ef þessar hliöar I lffinu væru ekki teknar með, þá vantaöi eitthvað I mynd okkar af veröldinni. Unniö aö uppsetningu sýningar- innar, sem hefst i dag. Tfma- myndir GE Með því að við gerum okkur grein fyrir umhverfi okkar og drögum af þvl ályktanir, ööl- umst við ef til vill jákvæöar hugmyndir — nefnilega von um það, aö með sameiginlegu átaki mannanna megi gera lifskjörin mannsæmandi. Myndirnar á sýningunni eru fræöandi, frábærlega vel teknar og stundum meira að segja skemmtilegar. Sýningin kemur hingað á veg- um þýsk-islenska félagsins Germaniu og þýska bókasafns- ins. Henni lýkur 20. janúar. Jón L efstur á jólaskákmótinu í Prag ESE — Jón L. Arnason, skák- meistari skaust upp I efsta sætiö á Jólaskákmótinu I Prag á fimmtudag er hann sigraöi Bravoda frá Tékkóslóvakiu i 10. umferð mótsins. Hefur Jón nú 6,5 vinninga aö 10 umferöum loknum, en næstu menn eru meö 6 vinninga. Eins og áöur hefur komiö fram var taliö aö Jón þyrfti aö- eins 2,5 vinninga úr 4 siöustu skákum sinum til þess aö hljóta aiþjóölegan meistaratitil, en nú viröist sá möguleiki úr sögunni þar sem að Jón heföi þurft aö tefia a.m.k. 24 kappskákir á mótum sem fram fóru eöa byrjuöu á siöasta ári, en eins og málin standa i dag vantar Jón eina skák upp á aö þvi marki sé náö. Haukur þriðji á Rilton þeir Haukur Angantýsson og Sævar Bjarnason. Haukur Angantýsson, stóö sig meö mikilli prýöi á mótinu ESE — I gær lauk I Stokkhólmi, hafnaöi i þriöja sæti meö 5.5 vinn- Rilton Cup skákkeppninni, en þátt inga af 9 mögulegum, en Sævar tóku i henni tveir tslendingar, Bjarnason hlaut 5 vinninga. Trausti Björnsson sigurvegari — á Jólahraðskákmóti Skáksambands Austurlands Jólahraöskákmót Skáksam- bands Austurlands 1978, var haldiöá Eskifiröi 28. des. Kepp- endur voru 14, frá Eskifiröi, Egilsstööum, Stöövarfiröi og Eiöum. Tefld var tvöföld um- ferö. Röð efstu manna var þessi: 1. Trausti Björnss., Eskif. 23 1/3 v. (af 26) 2. Gunnar Finnss., Eskif. 21 - 3. Aðalsteinn Steinþórss., Egilsst. 20 4-5. Viðar Jónss., Stöðvarf. 18 HákonSófuss., Eskif. 18 - 6. Hjálmar Jóelss., Egilsst. 17 7. Magnús Steinþórss., Egilsst 14 Happdrætti Krabbameinsfélagsins: Volvo bifreiðin kom á númer 48669 A aöfangadag var dregiö i Happdrætti Krabbameinsféiags- ins um fjóra vinninga. Volvo bif- reiöin, árgerö 1979, kom á miöa nr. 48669 enGrundig litsjónvarps- tæki á nr. 25154 , 50684 og 65979. Aö þessusinni féliu aliir vinningarn- ir á heimsenda miöa. Krabbameinsfélagiö þakkar innilega veittan stuöning ogóskar landsmönnum öllum gleöilegs árs. Bragi formaður tryggingaráðs Alþingi hefur nýlega kjöriö i tryggingarráö aö nýju og hlutu þessir kosningu: Bragi Sigurjónsson, alþingis- maður Guðmundur H. Garöarsson, við- skiptafr. Gunnar J. Möller, hrl. Stefán Jónsson, alþingism. Þóra Þorleifsdóttir, húsfrú Heilbrigðis- og trygginga- málaráðherra hefur samkv. 5. gr. laga 67/1971 um almanna- tryggingar skipað Braga Sigur- jónsson formann og Stefán Jónsson varaformann trygg- ingaráðs næsta kjörtimabil ráðsins. Þá hefur Alþingi ennfremur kjöriö af sinni hálfu 4 menn i stjórn atvinnuleysistrygginga- sjóös og hlutu þessir kosningu: Aöalmenn: Jón Ingimarsson, skrifstofu- stjóri Eövarö Sigurðsson, alþingis- maöur Pétur Sigurðsson varaþingmað- ur og Daði ólafsson, húsgagnabólstr- ari. Varamenn: Ragna Bergmann, verkakona Benedikt Daviösson, húsa- smiður Axel Jónsson, fyrrv. alþingis- maöur og Hákon Hákonarson, vélvirki. Heilbrigöis- ogtryggingamála- ráðherra hefur skv. 2. gr. laga 57/1973 um atvinnuleysistrygg- ingar skipað Jón Ingimarsson formann og EBvarö Sigurösson varaformann stjórnar atvinnu- leysistryggingasjóös næsta kjörtimabil ráðsins. Rannsókn á brunanum á Akranesi — stendur enn yfir ESE — Rannsókn á brunanum, sem varö I Rörsteypu Akraness aöfaranótt fimmtudags, stendur enn yfir. Aö sögn Gisla Guömundssonar hjá Rannsóknarlögreglu rikisins, voru rannsóknarlögreglumennir- nir, sem sendir voru á staðinn I fyrradag, ókomnir i gær, og aö þvi er best var vitaö var enn óljóst um eldsupptök.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.