Tíminn - 06.01.1979, Side 20
Sýrð eik er
sígild eign
iiu&CiQCiH
TRÉSMIDJAN MEIDUR
SÍDUMÚLA 30 ■ SÍMI: 86822
Gagnkvæmt
tryggingafé/ag
Verzlið
búðin ' sérverzlun með
skiphoití i9. iT —y litasjónvörp
og hljómtæki
sími 29800, (5 línur)
Laugardagur 6. janúar 1979 — 4. tölublað—63. árgangur
Gnn knýja veitingamenn á um
Rýmri opnunartíma
skemmtistaða
Lögreglustjóri hefur gefiö jákvæða umsögn
Snæfellsnes:
Kás — „Veitingamenn hafa um
árabil knúið á um frjálslegri
skemmtanalöggjöf og aimenna
rýmkun á þeim regium og sam-
þykktum, er sniöa rekstri veit-
ingahúsa þröngan stakk. Er
markmiöiö aö gefa skemmtana-
lifi frjálsiegri blæ og koma til
móts viö óskir og þarfir fólks i nú-
timaþjóöfélagi”, segir i upphafi
bréfs sem Samband veitinga- og
gistihúsaeigenda sendi borgar-
ráöi fyrir skömmu.
,Téöar reglur eru allar sem ein
komnar mjög til ára sinna án þess
aöstafkrók þar I hafi veriö breytt.
Viröist ráöa þar mestu almennt
áhugaleysi yfirvalda og afstaða
þrýstihóps, er telur enga fram-
komna tillögu til breytinga á nú-
verandi ástandi til hins betra.
Eitt atriöi hefur þó komist á
nokkurn rekspöl, en þaö er rýmri
opnunartfmi skammtistaöa,
ásamt afnámi 23.30 lokunartim-
ans. Hefur lögreglustjóri gefiö já-
kvæða umsögn þar um og um
andstööu annarra ráðamanna
viröist ekki vera aö ræöa.
Afrit umsagnar lögreglustjóra
var sent borgarráöi I mars s.l. en
það hefur enn ekki tjáö sig um
máliö. Má ætla aö afstaöa þess
ráöi úrslitum um framgang máls-
ins og annarra skyldra, og þar
meö um alla mótun skemmtana-
lifs- og veitingahúsamenningar
Reykjavikur I framtiöinni”, segir
i bréfi veitingamanna.
A borgarráösfundi 2. jan. s.l.
var bréf veitingamanna tekiö
fyrir, og samþykkt aö visa þvi til
viðræöunefndar, sem skipuö var
á fundi borgarráös 3. mai áriö
1977. Sú viöræöunefnd mun hafa
veriö komin nokkuö áleiðis, á sin-
um tima, meö tillögur i átt til
svipaðra breytinga og fjallaö er
um I bréfi veitingamanna nú, en
þá var málinu slegiö á frest aö
beiöni þáverandi formanns Sam-
bands veitinga- og gistihúsaeig-
enda.
„Hiö versta
veður, élja- og
sjógangur”
SS — ,,A Gufuskálum var
hvassast á miönætti, 10 vind-
stig af suðaustan og á skipi
sem var rétt vestan viö jökul-
inn voru suö-suöaustan 11 stig,
og má búast viö aö þaö hafi
jafnvel veriö meira sums
staöar norðan til á nesinu, þaö
veröur þaö oft i sunnanátt-
inni”, sagöi Páll Bergþórsson
veöurfræöingur um óveöriö á
Snæfellsnesi.
„Núna (kl. 18 I gær) er
þarna vestan 9 u.þ.b. og jafn-
vel 10 á sjónum. Það er hiö
versta veöur og éljagangur og
vafalaust mikiil sjógangur.
tJtlist er fyrir aö þaö dragi nú
heldur úr þessu I nótt”.
Benedikt til Svíþjóðar
ESE — Benedikt Gröndal, ut-
anrikisráöherra, hefur þegiö
boö Hans Blix utanrfkisráö-
herra Sviþjóöar um aö koma I
opinbera heimsókn til Svfþjóö-
Mun heimsóknin standa f
þrjá daga, frá 15.-17. janúar
n.k. og veröur Höröur Helga-
son, skrifstofústjóri i utan-
rikisráöuneytinu, i för meö
ráöherra.
•Breiðholt
h.f. úrskurð-l
að gjald-
þrota
ESE — 1 gær var kveöinn upp
úrskuröur hjá borgarfógeta-
embættinu f Iteykjavlk um aö
fyrirtækiö Breiöholt h.f. skuli
tekiö til gjaldþrotaskipta.
Alls gera fimm aöilar kröfur
á hendur Breiöholti h.f. fyrir
utan Gjaldheimtuna i Reykja-
vik, og nema þær um 65
milljónum króna.
Nokkrir mánuöir munu trú-
lega llöa þangaö til endanleg
gjaldþrotaskipti fyrirtækisins
fara fram, en enn hefur ekki
veriö lagöur fram eignalisti
fyrirtækisins.
pspsn
<4 ■
ISgJffP1
'Snfi
löffi
Og þá kom hlákan! Henni fylgdi mikil hálka i Reykjavfk og
niöurföll, sem svelgst haföi á aö gleypa gamlaársdagssnjóinn
jafn hratt og hann bráönaöi þurftu hiö bráöast kokhreinsunar
viö. Djúpir og lygnfr fióar mynduöust i lægðum og viö gatnamól
og á þeim miöjum maraöi margur farkostu -inn i kafi meö dauöa
vél, eftir stutta siglingu. Tfmamynd GE
r
#s,
fM
jÉsa5i
. ■
■A'j
..
'
•Islenskur
sjómaður
drukknar á
Eystrasalti
ESE — Þaö slys varö s.i. miö-
vikudag aö 2. stýrimaöur á
Disarf ellinu, Siguröur
Brynjólfsson, 35 ára gamall tii
heimilis aö Harðarhaga 56,
Reykjavik, féll fyrir borö og
drukknaði.
Disarfelliö var statt á
Eystrasalti er slysiö varö, á
leiö frá Helsinki til Svnedborg
i Danmörku og var veður
mjög slæmt, litiö skyggni og 12
stiga frost.
Þegar eftir aö Siguröur heit-
inn féll fyrir borö var leit haf-
in, en hún bar engan áraneur.
Sjópróf i málinu munu fara
fram f Svendborg.
Nýr flokkur vaxta-
aukainnlána:
Bundin til þriggj a
mánaða með 25% vexti
Kás — Um miöjan mánuöinn
veröur tekinn upp nýr
bundin veröa til þriggja mánaöa
og beri 25% vexti. Er ætlunin meö
honum aö bæta hag þeirra spari-
fjáreigenda, sem ekki telja sér
hentugt aö binda fé sitt til 12
mánaöa, eins og gildir um al-
menn vaxtaaukalán, en vextir af
þeim veröa óbreyttir.
Fyrrnefndar upp-
lýsingar komu fram i frétt frá
Seðlabankanum. Frá 10. þessa
mánaöar tekur gildi breyting á
lánskjörum endurkeyptra
afurðalána vegna útflutnings, en
vextir af þeim lækka úr 18% i
8.5%, en jafnframt veröa lánin
bundin gengi Bandarikjadollars,
svoaölánskjör verðaekkislðri en
þau, sem erlend fyrirtæki, sem
keppa viö islenska útflytjendur,
búa viö. Eiga þessi nýju kjör bæöi
viö um venjuleg endurkaupanleg
lán út á útflutningsframleiöslu
og sérstök útflutningslán, sem
ætlunineraö taka upptil aö flýta
greiöslu afuröaandviröis til fram-
leiöenda.
Samtimis þessum breytingum
á vaxtakjörum hefur veriö ákveö-
iö aö gera ráöstafanir til þess aö
draga úr vaxandi misræmi milli
endurkaupa Seölabankans á
afuröalánum annars vegar og
ráöstöfunarfjár hans f formi
bundinna innistæöna frá innláns-
stofnunum hins vegar. Munu
endurkaupahlutföll miöaö viö af-
uröaverömæti lækka um þrjú
prósentustig viö upphaf þessa
árs, en jafnframt er þess vænst,
aö innlánsstofnanir auki viö-
bótarlán si'n út á viökomandi
afuröir um sama hlutfall, svo aö
heildarfjármögnun afurðabirgöa
haldist aö jafnaöi óbreytt.
Þá hefur Seðlabankinn uppi
hugmyndir um aö hækka enn
frekar vexti einkum á vaxtaauka-
innlánum til að tryggja ennmeiri
innlendan sparnaö. En tölulegar
athuganir hafa sýnt náiö sam-
hengi milli peningalegs sparnaö-
ar og hæöar raunvaxta.
Af framkvæmd þeirra veröur
þó ekki I bili, aö ósk rikisstjórnar-
innar, þar sem heildarstefnumót-
un i efnahagsmálum liggur ekki
fyrir.
1 frétt frá Seölabankanum
segir, aö án ráöstafana til þess aö
tryggja raunhæfa lánskjara-
stefnu, er tryggi bæöi eölilegt
framboö á innlendu lánsfé og
komi i veg fyrir verulegan eigna-
tilflutning frá sparifjáreigendum
tii skuldara vegna neikvæöra
raunvaxta, geti oröiö erfitt aö
ráöa bót á þeim efnahagsvanda,
sem nú er við aö glima.