Tíminn - 21.03.1979, Blaðsíða 17

Tíminn - 21.03.1979, Blaðsíða 17
MiOvikudagur 21. mars 1979. 17 Jónas Jónsson, Brekknakoti: Slakið á! Takiðá samtaka! Mikillæti og „flottræfils- háttur” okkar tslendinga kemur viöa fram. Stundum virðist þó vanta aura til þess nauðsynleg- asta. Já, stundum! En hvað um „reisur" til sólarlanda, ein- staklinga, tvistirna og hópa — að „sýna sig og sjá aöra”, fint- og léttklædda, svo og hópferðir út til þinga og keppni, með miklu aukaliði? Hvað um kröfur okkar um gerð opinberra bygginga: verslunar- og bankahalla, heilsugæslustöðva, stærð og óhemju lúxus i einkaibúðum, (þótt þakið e.t.v. leki, á kostnað tískunnar!), svo að eitthvaö sé ne&it. Þegar mál þessi eru rædd við þá, sem til þekkja úti, i fjölmiðl- um eða i heimahúsum, kemur oft i' ljós, að vel stæðar grann- þjóðir okkar, með jafnvel minna en 1/5 af verðbólgu okkar, telja sér ekki fært að sýna neitt sam- bærilega rausn — og eyðslu. Nóg dæmi gætu verið á takteinum þessu til sönnunar frá hinum Norðurlöndunum, Bretlandi o.v. aö. Nú virðast flestír sammála um stórhættuleg áhrif verðbólg- unnar.bæði i efnalegum og sið- ferðileg um skiptum. Margsagt og viða að allir verði að leggja eitthvaðaf mörkum, til þessað sigra megi þann höfuðfjanda þjóðarinnar. En þegar til á að taka , æpir hver af öörum: „Ekki ég! Ég læt ekkert af þvi sem mér hefur verið lofað!” En þetta dugir ekki. Verð- bólgan fer sinu framog heimtar og heimtir sinar fórnir, og þær þvi' stærri sem lengur er þrjóskast við að „láta hendur standa fram úr ermum”, og verkin látin tala. Það verður hreinlega að viðurkennast, að einhverjir hafa „lofað upp i ermina sina”, og að ekki er mögulegt — hvað þá hægt— að heimta „samning- ana i gildi”, og fá sitt fram. A- fallið verður þá bara enn meira. „Neyðin kennir naktri konu að spinna” — og spara. En getum við ekki lært án þeirrar kennslu? Nýja stjórnin brá til úrræða s.l. haust, — að visu umdeildra — sem þónokkuðhafa ..slegið á LESENDABREF bálið”. Svo kom efnahagsfrum- varp forsætisráðherra á borðin ogbætirenn um, ef gildi nær, en það mættí þó — of snemma — skarpri andstöðu samstarfs- manna i rikisstjórn, hvernig sem úr rætist. — Nú kemur spurningin um framkomu okkar við blessaðan þorskinn inn i myndina. Mörg- um þótti forsætisráðherra okkar djarfyrtur i þvi sambandi við lok sjónvarpsþáttar nýlega. Fiskifræðingar vildu hafa vaðið fyrir neðan sig, eðlilega. Reyndir togara-,,karlar” virð- ast standa frekar ráðherra- megin. Bilbeggja, 275 þús. tonn yrðu liklega viðsættanlegast! Svo kemur „oliukreppan”. Sú gerir sannarlega gróft strik i reikninginn. Það litur illa út, en vonandi rætist eitthvaö úr. Bent hefur verið á eitt og annað til aö spara þá aðkeyptu orku. En álagiðverður mikið og fé veröur einhvers staðar aö fást, til þess að borga dýru olluna, svo að ekki stöðvist helstu atvinnutæk- in. Nú tjáir ekki lengur að sýna frekju og æpa: „Ekki ég”. Allir verða að vera meö, og það strax, þegar kallaö er. Launþegahópar fullyrða að það séu ekki launin, sem valdi verðbólgunni. Vitanlega kemur fleira til, en þó skyldi þess gæta, að á launakröfum fólksins veltur alveg möguleiki margra fyrirtækja þjóðarinnar til að starfa eða stöðva, lifa eða deyja! Og það, þótt aðeins séu 5% á oddinum og það bara einu sinni á árinu. Og hvað tæki þá við? Því betur þekkjum við ekki af eigin reynslu á siðustu ára- tugum alvarlegt atvinnuleysi, en flestir ættu að geta gert sér i hugarlund það Uf, sem þvi fylg- ir, það viti. Vissulega er hér til láglauna- fólk, en enginn bætir sinn hag með atvinnuleysi, sist þeir, sem við bágust launakjör búa. Eins og nú er ástatt i efna- hagsmálum á Islandi, með hlið- sjónaf verðbólgu, sjávarútvegs- og iðnaðarmálum, þegar við bætist oliukreppan o.fl., ætti enginn Islendingur að láta sér detta i hug krafa um kauphækk- un á árinu. Og það hlýtur að vera skylda forustumanna þjóðarinnar, alþingismanna og siðan hinna hæstlaunuðu, t.d. bankastjóra, háskólakennara B.S.R.B. o.fl. aö gjörast fyrir- myndin„ slaka á kröfum sinum og sýnai verki.að þjóðarheill sé meira metin en eigin hagur. Þá myndu aörir eftir koma, ánþess að mögla. Skitug hneykslismá) eins og deilan milli félaganna viö flugvélastýrið syðra, gæti bara „gufaö upp”! — Hve mikið myndi svo rikið spara? Gæfist þá ekki möguleiki til að greiða eitthvað niður nauðsynjar — eins og oliuna o.fl. — tfl þess aö auka möguleika bjargræðis-at- vinnuveganna, viðhalda fullri atvinnu, halda kaupmætti launa, og e.t.v. á einhvern hátt, bæta kjör þeirra, sem lægst hafa launin? Þar hefi ég þó ekki bændur i huga. Þeir eru alveg sér á blaði. Framtið þeirra og möguleikar verða tfl umræðu I Alþingi og þar vonandi vel fyrir séð. En þeir hafa öðrum stéttum fremursýnt viljasinntil að taka á sig byrðar, öl aö rétta við at- vinnuveginn og um leið þjóðar- hag, eins og þeirra var von og visa. Að siðustu: Nú veltur á sam- stöðu i' rikisstjórn okkar. Þá á hún möguleika til sigra i glim- unni við verðbólgudrauginn. Þótt eitthvað verði að draga úr kröfum á óskalista getur samt miöað i áttina að markinu: Full atvinna, vaxandi kaupmáttur launa, jafnrétti i hvivetna, og friður i okkar fagra landi. Til hamingju, rikisstjórn! „Brekknakoti" a konudegi '79. Jónas Jónsson. Bókhlaða og blaða- útgáfa Mælifelli 19.3. Nýlega var á- kveðið að bókasafn Lestrarfélags Goðdalasóknar og Lestrarfélags Mælifellsprestakalls, sem bæði eru mjög gömul, skyldu sameinuð og ásamt með bókásafni Steins- staöaskóla, koinið fvrir undir einu þaki. Hinu nýja bókasafni byggðar- innar Lýtingsstaðahrepps, var valinn staður I svonefndu Laugarhúsi, en það stendur á jarðhitasvæðinu I Steinsstaða- byggð hið næsta Steinsstaðalaug. Hefur laugarhúsið sem i fyrstu var samkomustaður ungmenna- félagsins Framfarar, og siöar sveitarinnar, en loks kennslu hús- næði, verið innréttaö i samráði við bókafulltrúa rikisins. Er nú verið að koma bókunum þar skipulega fyrir, en breytingum og lagfæringum ýmsum er lokið.Alls munu vera i hinu sameinaða bókasafni á sjöunda þúsund bindi, en ekki er hægt að segja um það til fulls, þar sem eftir er aö skrá töluverðan hluta safnsins. í stjórn bókhlöðunnar eru Guörún Lára Ásgeirsdóttir, Hilmar Jónsson, kennari og Jón Guömundsson. Þá skal þess getið, að Framför, blaö ungmennafélagsins, er komið út 1. tbl. fjórði árgangur. t blaöinu er ýmislegt efni, framfaramál, til fróðleiksog ljóð. Er þar meðal annars sagt frá erni einum mikl- um, sem sást i Guðlaugstungum frammiá afrétti á sl. sumri. Rætt er um jarðhita, fjártektir og endurbyggingu Stafnsréttar, svo nokkuð sé nefnt. Meðal kvæða i blaðinu er kveðja til hinnar fyrri Stafnsréttar, eftir Jóhann Guð-. mundsson i Stapa, en hann er i ritnefnd blaðsins, ásamt Rós- mundi G. Ingvarssyni á Hóli og Kristjáni Kristjánssyni, kennara. K U B B U R bæði varningur og áhöfn bátsins er ófundin. Og skipstjórinn var mesti nytjamaöur þessarra eyja |N —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.