Tíminn - 22.03.1979, Side 7

Tíminn - 22.03.1979, Side 7
Fimmtudagur 22. mars 1979 7 VILHJÁIMUR HJÁLMARSSON, FYRRVERANDI RÁÐHERRA: Menntim kennara er meginatriði Þegar hafist var handa um barnauppfræðslu I hópkennslu voru vlst nokkur brögö aö þvl aö til starfsins veldust menn, sem voru fremur litlir fyrir sér og t.d. illa fallnir til erfiöisvinnu! Og eins og aö llkum lætur voru þeir þá ekki heldur I hávegum haföir. Getur þaö hugsast, aö áhrif frá þessum gömlu viöhorfum loöi viö okkur enn — I þriöja og fjóröa liö? Fjarstæöa, hugsa menn væntanlega. Menntun kennara og reisn kennara- stéttarinnar er jú traustasti hornsteinn I farsælu uppeldis- og fræöslustarfi I skólum. Og það vita allir En blöum viö. — Hvaö eftir annaö koma fyrir atvik, þar sem brotiö er upp á breytingum eða teknar ákvaröanir um kennaranámiö, án þess aö undirrótin sé markviss viöleitni aö bæta gæöi þess. Skulu nefnd dæmi. Sviptingarnar Laust eftir 1960 var ákveöiö aö slaka á inntökuskilyröum I Kennaraskóla íslands. Krafist haföi veriö landsprófs, en nú skyldi nægja gagnfræöapróf meö tiltekinni einkunn. Um þær mundir fékk skólinn svo heimild til að mennta og útskrifa stúdenta. Afleiöingar af þessum ákvöröunum uröu þær, aö skól- inn troöfylltist svo gersamlega, aö annaö eins hefur ekki þekkst i allri skólasögu Islendinga. — Vissar ástæður lágu aö baki þessum breytingum, umdeilan- legar eins og gengur. En óhugs- andi er aö ráöist hafi verið I þetta I þeim tilgangi sérstak- lega aö auka gæöi kennara- menntunarinnar. — ööru máli gegndi þegar kennaranámi var skipaö á háskólastig litlu siöar. Byggingamálin Ariö 1958 var hafist handa um byggingu nýs húss fyrir Kennaraskóla tslands, enda hafði skólinn fyrir löngu sprengt af sér gamla húsiö viö Laufás- veg. Gerö var heildaráætlun um húsnæöisþörfina miöað viö llk- legan nemendafjölda. Hönnuö var og teiknuö bygging um 1800 rúmmetrar, en jafnframt gert ráö fyrir verulegri viöbót. Byggöur var liðlega helmingur Vilhjálmur Hjálmarsson. hins teiknaöa húss og grafinn grunnur fyrir næsta áfanga. Var byrjaö aö kenna I hinu nýja húsi 1962, en fullgert var þaö nokkr- um árum slöar. Þegar hér er komiö sögu segja stjórnvöld stopp. Og nú má spyrja: Var stöövun bygg- inga við Kennaraskólann 115 ár gerö i þeim tilgangi aö bæta menntun kennara? Tilraunastarfið 1 lögum um Kennaraskóla Is- lands og siöar Kennaraháskóla lslands eru ákvæöi um Æfinga- og tilraunaskóla. Byggt var yfir hann á lóö Kennaraháskólans — aö sjálfsögöu, þvi kennslan i Æf- inga- og tilraunaskólanum er óaöskiljanlegur hluti af starf- semi Kennaraháskólans sjálfs. Mikil röskun hefur oröiö á ibúafjöldá einstakra borgar- hverfa i Reykjavik og alveg sér- staklega hefir börnum fækkaö i gömlu hverfunum. Eins og vonlegt er llta for- ystumenn rikis og Reykjavikur- borgar þetta mjög alvarlegum augum og leita leiða til hagræö- ingar. Þá skýtur upp kolli sú hugmynd, aö umbylta tilrauna- kennslu Kennaraháskóla Is- lands. Hvatinn að þeirri hugsun er ekki sá aö bæta aöstööu Kennaraháskólans til þess aö rækja þennan þátt skólastarfs- ins. Annað liggur aö baki og er raunar ekki fariö dult meö þaö. Hornreka Ég er þeirrar skoöunar, aö svona eigi ekki aö vinna aö þessum málum. Ég tel, aö sér- hver breyting sem gerö er eöa áformuö og varöar menntun kennara, eigi og bókstaflega veröi aö grundvallast á viöleitni til þess aö bæta gæöin. Menntun kennara er slikt grundvallar- atriöi, aö þaö veröur aö vera nr. eitt. Ég dreg I efa, aö viö höfum gefiö þessu nægan gaum aö undanförnu. Dæmin sem ég hef nú nefnt, renna stööum undir þá ályktun. Ég minni einnig á, aö meöan byggingarmál kennara- menntunarinnar voru fryst I 15 ár, þá var byggt mjög mikiö af ööru nauösynlegu skólahúsnæöi. — Þetta sýnir aö kennara- menntunin naut ekki forgangs aö þessu leyti heldur var horn- reka. Og þaö var siöur en svo létt verk aö fá á ný teknar upp fjárveitingar til framhalds- framkvæmda viö Kennarahá- skóla Islands. Þó vita allir, sem nálægt þessum málum koma, aö þrengslin þar eru gifurleg og hafa lengi valdiö ómældum erfiöleikum. Fjárhagur rikisins er vita- skuld atriöi, sem ekki veröur gengiö framhjá. Þegar þröngt er I búi færast menn mínna I fang en ella. Þaö leiöir af sjálfu sér, en má ekki veröa til þess aö menn tapi áttum. Framundan Þaö sem nú liggur fyrir aö gera á sviöi kennaramenntunar, er margt og m.a. þetta: Ljúka sem fyrst meö nýrri lagasetningu þeirri endurskoö- un á lögum um Kennaraháskóla Islands, sem fram hefir fariö og lögin sjálf mæla fyrir um. Stiga sporin til fulls og fela Kennaraháskólanum óskoraö forystuhlutverk I kennslu og visindarannsóknum á sviöi upp- eldis- og kennslufræöi. Byggja yfir stofnunina og búa henni eölilega aöstööu til starfa svo fljótt sem fjárhagsleg geta leyfir. Auka samstarf og treysta tengslin meö Kennaraháskóla Islands, skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytisins, Rikisútgáfu námsbóka og öör- um þeim stofnunum, er á þess- um vettvangi kunna aö starfa. Hér þarf aö ganga hiklaust aö verki, þoka málum fram eftir þvi sem aöstæöur leyfa á hverjum tlma, foröast öfgar, en umfram allt: halda áttunum. BJARNI HANWESSON, UNDIRFELLI: Skynsemi á skóggfangi Leikmannsþankar um líöandi stund Stjórnmál eru og hljóta ætiö aö vera mikilvægur þáttur I þjóðlifi og sýnist oft sitt hverj- um hvaö ætti aö gera, eöa hvaöa leiöir skuli velja I einu og ööru, er I stjórnmálum og efnahags- legum aögeröum felst. Nú mun óvanaleg staöa I is- lenskum stjórnmálum, þar eö aögeröa er þörf I verðlagsmál- um, enekki viröist samkomulag um leiöir til úrbóta, jafnvel látiö aö þvl liggja aö um afsögn ráöherra úr einum stjórnar- flokknum verði aö ræöa. Ennfremur hefir forsætis- ráöherra lagt fram frumvarp um verðlagsmál án samþykkis rikisstjórnarinnar. Munþaöveraóvanaleg aöferö i sllku máli, en hinsvegar er ráöherrann þekktur fyrir aö þora aö standa einn aö þvl, er hann telur skynsamlegt og ef nauösyn knýr á um aögeröir þá er þaö viröingarvert aö gera slikt. Meginágreiningur mun vera um ákveöin prósentustig I út- reikningi á kaupi. Er aö vonum aö þar sé um viökvæmt málefni fjallaö,þar eö ekki mun kaup hinna lægstlaunuöu vera þaö hátt aö þaö megi skeröast I kaupmætti, enda mun sam- kvæmt útreikningum ekki vera um þaö aö ræöa og mun þó um- deilt. Deilur eiga sér oftast bak- grunn, oft óllkan þvi sem um er deiltoglþessu tilviki finnst mér nokkrar likur á aö vlsitölumáliö sé pólitlsk gildra.sem Alþýöu- bandalaginu er ætlaö aö falla I og sé aö lokast til fulls þessa dagana. Vitaö er aö ætterni þessara aögeröa er frá Alþýöuflokknum komiöog likurá aöhoQusta þess flokks viö rikisstjórnina sé tals- vert minni en vera ætti af flokki sem kennir sig viö islenska al- þýöu, enda munu pólitiskir vestanvindar vera þar aö verki ásamt ýmsum öflum er telja sér fremur hag I aö stunda samstarf til hægri en vinstri I stjórnmál- um. Oft veröur aö leggja niöur fyrir sér möguleikana þegar einungis er illra kosta völ. I vali á aðgerðum geta kostirnir veriö misslæmir og myndi þvi teljast skynsamlegt aö reyna aö velja skástu leiöina út úr þvi mál- efnalega öngþveiti er nú rikir. Sjálfsagt er hægt aö- finna ýmsar leiðir i þessum efnum, en ekki ætla ég aö fjalla um þær nema á tvennum forsendum þó aö s jálfsögöu séu til fleiri kostir. Þær eru skert kaupgjaldsvisi- tala eöa kosningar. Skeröing kaupgjaldsvisitölu veröur aö teljast óæskileg en fyrr hefir sllkt veriö gert og jafnvel alveg tekin úr sam- bandi. Er slikt þvi þekkt fyrir- brigöi og meöan næg atvinna er mun hægt aö þola þaö um tfma, þar til svigrúm gefst til raun- hæfra aögeröa gegn auövalds- öflum er hafa hag af veröbólgu- þróuninni. Þaö mun nokkuö augljóst aö hvaöa stjórn sem tæki við myndi fara líka leiö og i þessu frumvárpi er íarin. Aö knýja fram breytingu á sliku myndi einungis kosta verkfóll og alls- konar óróa, er einungis myndi valda enn örari veröbólguþróun en ella. Meiraætlaégekkiaö bæta viö maraþonskrif um visitölumál en snúa mér aö hugsanlegum valkostum i kosningum. Um kosningarer ætiö erfitt aö spá, en undir þeim kringum- stæöum sem nú eru,mun þaö vart marktækt þvl ýmislegt get- ur breytt ætluöum forsendum. Likindi mun þó hægt aö setja fram. Fyrsta: Staöa Alþýöubanda- lagsins.miöaö viö aö þaö verði til þess aö stjórnin falli, mun erfiö og vart skynsamlegt aö ætla aö þaö auki fylgi sitt. Annaö: Um stööu Fram- sóknarflokksins mun erfitt aö leiöa llkur, en vart mun honum takast aö ná fyrra fylgi vegna ýmiskonar þróunar sem oröin er i þjóðlifi. Þriðja: Stööu Alþýöuflokksins mun hinsvegar hægt aö ráöa 1 aö allmiklum likum, þvl ætla má að þaö aukna fylgi, sem hann fékk i siðustu kosningum muni vart vera fengiö vegna pólitlsks trausts kjósenda. heldur hafi kjósendur veriö aö refsa fyrri stjórnvöldum fyrir aögeröaleysi siöasta kjörtimabils. Mun ekki óraunhæft aö ætla, að hann tapi mestallri fylgis- aukningunni enda mun skoöanakönnun fjölmiöils styöja þaö álit mitt aö hluta. Fjóröa: Möguleikar á sköpun fimmta stjórnmálaflokksins og ýmsum minnihlutaframboöum munu vera nokkrir en ekki mun hægt að spá um kjörfylgi viö sKk framboö svo marktækt sé. Siöast ber að nefna aöstööu Sjálfstæðisflokksins. Þó furöu- legt megi telja, mun hann hafa óvanalega góöa möguleika til mesta kosningasigurs, er hann hefir náö frá upphafi.og alger- lega án pólitlSkrar fyrirhafnar eöa endurskipulagningar. Rökstuöningur þessarar full- yröingarer sá,aö llkur munu á aö hann endurvinni fyrra fylgi og bæti jafnvel talsvert viö þaö enda mun þaö haf a komiö fram I Bjarni Hannesson áöur greindri skpöanakönnun, aö um slikt geti o'röiö aö ræöa. Liklegt er aö fylgisaukning Sjálfstæöisflokksins veröi á kostnaö Alþýöuflokksins, enda óliklegt aö kjósendur vilji styrkja meö atkvæöi sinu þá pólitisku trúöleika,er hann hefiir sett á sviö undanfariö, þó hann reyni aö koma ábyrgöinni af stjórnarfalli yfir á Alþýöu- bandalagiö, þar sem I raun séu þaö þeir er valdi stjórnar- skiptum, enda mun þaö í reynd vera eina von Alþýöuflokksins aö halda einhverju af fylgis- aukningunni er þeir fengu i siöustu kosningum. Til marks um eigin snilli eru þeir þegar farnir aö heykja sér af þvi aö þeir muni ekki skera alþýöubandalagsmenn niöur úr gálganum. Þykir mér þessir pólitiskufjölleikahúsmenn vera farnir aö taka helst til mikið upp I sig, þó sú ömurlega staöreynd blasi viö aö ef til vill veröi um sannmæli aö ræöa. Þætti mér mannlegra af hálfu Alþýöubandalagsmanna aö láta stjórnkænsku koma 1 staö stolts og sjá til þess aö Alþýöuflokks- menn hengdu sig sjálfir I eigin vélum, þvi afleiöingar þessa frumvarps munu örugglega valda óánægju og fylgistapi þess flokks er átti upphafshug- mynd aö því. Aö auki mun þaö meö ein- dæmum ef Alþýöubandalagiö yröi til þess aö Sjálfstæöis- flokkurinn ynni sinn stærsta stjórnmálasigur án minnstu veröleika og trúi ég þvl ekki aö óreynduaöskynsemi veröi slik I rööum þeirra er telja sig vera fulltrúa Islenskrar alþýöu. Aö siöustu vil ég benda ráðherrum Alþýöubandalagsins á aö sá er mælti hin frægu orö: „Kom, sá, sigraöi”, sigraöiekki i öllum sinum orustum, en haföi betur þegar nauösyn kraföi. Vart mun þurfa aö vekja at- hygli á aö enn ein skammtíma- stjórn vinstri manna er alvar- legur ósigur sem getur tekiö aUt aö tvö kjörtimabU aö bæta. Aö slöustu vona ég sem Is- lendingur,aö skynsemi >igri nú þessadagana, enaö hún sé ekki komin á skóggang I frumskógi veröbólgunnar. Læt ég hér meö lokið skrifum um liöandi stund.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.