Tíminn - 24.03.1979, Síða 6
6
amiiiji;
Laugardagur 24. mars 1979.
Útgefandi Framsóknarflokkurinn
Framkvœmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar:
Þórarinn Þórarinsson og Jón SigurOsson. Auglýsinga-
stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur,
framkvæmdastjórn og auglýsingar SlOumtila 15. Sfmi
86300. — Kvöldslmar biaOamanna: 86562, 86495. Eftir kl.
20.00: 86387. VerO i lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kr.
3.000.00 - á mánuöi. BlaOaprent
Erlent yfirlit
Sibanouk rýfur öll
tengsl við Pol Pot
Hvaða hlutverk ætlar Teng honum?
Sjálfstæð stefna
Með valdatöku fyrri rikisstjórnar Ölafs Jó-
hannessonar árið 1971 urðu margþætt timamót i is-
lenskum stjórnmálum. Allt þjóðfélagið og þjóðlifið
ber merki þeirrar framsóknár sem þá var hafin og
hefur haldið áfram þrátt fyrir hina miklu verð-
bólgu.
Við stjórnarskiptin 1971 urðu ekki aðeins timamót
i innanlandsmálum, heldur tók vinstri stjórnin
einnig upp sjálfstæða utanrikismálastefnu undir
forystu Einars Ágústssonar. Þar með var horfið frá
þeirri athafnasnauðu hlýðnisafstöðu sem „við-
reisnarstjórnin” hafði talið Islendingum sæma.
Þessari óháðu utanrikisstefnu hafa íslendingar
fylgt siðan, og á þeim árum sem liðið hafa hefur hún
tekið á sig varanlegt mót. Það var gæfa þjóðarinnar
að farsæll maður hafði um þetta forystu um sjö ára
skeið og hélt ótrauður áfram að móta þessa stefnu
og framfylgja henni þrátt fyrir stjórnarskipti og
ýmis umskipti i innanlandsmálunum.
Hin sjálfstæða utanrikismálastefna byggist á
samþykktum flokksþinga Framsóknarflokksins.
Fyrirferðarmesta atriði hennar hefur verið land-
helgismálið, en enda þótt mikill sigur hafi unnist i
þvi eru verkefnin á þessu sviði ótæmandi til fram-
tiðar i vernd og nýtingu auðlindanna.
Annað mikilvægt atriði lýtur að samskiptunum
við Bandarikjamenn i öryggismálum. „Viðreisnar-
stjórnin” hafði haldið þeim málum frá öllum opnum
umræðum. Stefna vinstri stjórnarinnar var sú að is-
lenskir hagsmunir ættu að sitja i fyrirrúmi að öllu
leyti. Á þeim grundvelli var sendingum Keflavikur-
sjónvarpsins til Reykjavikur hætt og varnarsamn-
ingurinn endurskoðaður. Á sama hátt hefur það
verið sjálfstæð ákvörðun Islendinga og mat á stöðu
þeirra og hagsmunum að halda áfram fullri þátt-
töku i varnar- og öryggismálasamstarfi nágranna
og frændþjóða okkar.
Þriðja mikilvæga atriðið sem ástæða er til að
benda sérstaklega á er hagsmunir Islendinga i
þeirri miklu samvinnu sem orðin er við aðrar þjóðir
á sviði viðskipta og samgangna. Með uppvexti efna-
hags- og verslunarbandalaganna umhverfis okkur
hefur þessi þáttur orðið æ mikilvægari, og er alveg
ótvirætt að mikið mun reyna á einbeitni og samn-
ingalipurð Islendinga i þeim efnum um langa fram-
tið.
Það hefur verið sagt að utanrikismálastefnan hafi
ekki verið einbeitt á þessum árum, og það hefur
verið sagt að hún hafi breytst við stjórnarskiptin
1974. Þegar litið er um öxl kemur i ljós að þetta er
rangt. Allan timann hefur verið framfylgt sjálf-
stæðri islenskri utanrikisstefnu sem miðast hefur
við islenskar aðstæður og hagsmuni. Varðandi þann
þátt að erlendum öryggisliðum á islenskri grund
skuli fækkað i áföngum, má benda á það að nú býr
enginn þeirra utan flugvallarsvæðisins á Miðnes-
heiði og hér er ekki lengur miðstöð flugsveita svo
sem áður var.
Þannig hefur einnig náðst mikilsverður áfangi i
þessu mikilvæga máli, enda þótt hitt sé rétt að það
hefur verið sjálfstætt mat íslendinga sjálfra að að-
stæður leyfi ekki frekari áfanga i svip.
Núverandi utanrikisráðherra skal hér á engan •
hátt lastaður. Hitt liggur ljóst fyrir að það var létt
verk að taka við utanrikismálunum á siðasta ári.
Grunnurinn hafði verið lagður.
Sihanouk
ÞEGAR Sihanouk prins kom
til Peking i janiiarmánubi
siöastl.eftir a6 hafa veriði haldi
hjá Pol Pot i þrjú ár, lét hann
svo ummælt á blaOamanna-
fundi, aO hann ætlaöi sér aö
hætta öllum afskiptum af
stjórnmálum, þegar hann hefOi
lokiö hlutverki sinu sem fulltrúi
Kambódlu á fundi öryggisráös-
ins, sem þá haföi veriö boöaöur
til aö ræöa um innrás Vietnams
i Kambódiu. Stjórn Pol Pots
haföi leyst hann úr haldi og
óskaö þess, aö hann talaöi máli
Kambódiu á vettvangi öryggis-
ráösins. Sennilegt þykir, aö Pol
Pothafi hérfariö aö ráöum Kfn-
verja. Eftir aö Sihanouk var
sloppinn frá Kambódiu til
Peking, var hann ómyrkur i
máli um stjórnarhætti Pols Pot,
sem hann taldi einhverja hina
verstu I heimi, þótt þeir rétt-
lættu ekki innrás Vfetnama.
Sihanouk lét þetta ekki siöur I
ljós, þegar hann flutti mál
Kambódiu á fundi Oryggisráös-
ins ogféll sá málflutningur hans
fuhtrúum vel I geö.
Eftir aö hafa lokiö hlutverki
sinu hjá Oryggisráöinu, lagöist
Sihanouk á spitala i New York
sér til hressingar og hvildar.
Jafnframt gaf hann i skyn, aö
hann ætlaöi sér aö setjast aö i
Frakklandi, en þar á hann frá
fyrri tiö veglega „villu” á Miö-
jaröarhafsströndinni. Fyrir-
ætlun hans væri aö eiga rólega
daga þaö, sem eftir væri æv-
innar , en sennilega myndi hann
þó dunda viö aö skrifa endur-
minningar sinar.
Nokkru eftir aö Sihanouk lýsti
þessari fyrirætlun sinni, hittust
þeir Teng varaforsætisráöherra
Kina, þegar sá siöarnefndi
heimsótti Bandarikin. Viöræöur
þeirra breyttu fyrirætlunum
Sihanouks. Hann skýröi
skömmu siöar frá þvi, aö hann
myndi aftur halda til Peking og
hafa bólfestu sina þar. Hann
sagöist kunna vel viö sig i
Peking, en þar dvaldi hann sem
útlagi og sérstakur gestur kfri-
versku stjórnarinnar á árunum
1970-1975. Fréttaskýrendur
gizkuöustrax á, aö Teng ætlaöi
Sihanouk enn eitthvert hlutverk
fyrst hann heföi bersýnilega
lagt áherzlu á, aö Sihanouk sett-
ist aö i Peking.
ÞESSI kenning fékk byr i
seglin síöastliöinn mánudag,
þegar Sihanouk bauö erlendum
blaöamönnum til kvöldveröar á
heimili sinu, en hann býr i all-
myndarlegri höll, sem Klna-
stjórn hefur fengiö honum til
umráöa. Eftir kvöldveröinn
ræddi Sihanouk Itarlega viö
blaöamennina og naut þess ber-
sýnilega aö vanda. Hann lýsti
m.a. yfir þvi,aö hann heföi rofiö
öll tengsl viö Pol Pot og Ieng
Sary. Hann kallaöi Pol Pot
moröingja, en til aö gæta jafn-
vægis kallaöi hann Castro
glæpamann. Hann sagöi þá yfir-
lýsingu stjórnar Thailands
ranga, aö Kinverjar heföu eldci
fengiö aö flytja vopn um Thai-
land til rauöu kmeranna i
Kambódiu. Hann heföi þetta
eftir engum öörum en Teng
sjálfum. Hann bætti þvi viö, aö
Bandarikjamenn heföu beöiö
sig aö þegja um þetta vegna
Thailendinga, en hann sæi enga
ástæöu til þess.
Sihanouk sagöi, aö þaö væri
tillaga sin, aö nýr Genfarfundur
yröi haldinn um mál Indókina,
en sllk ráöstefna var haldin,
þegar nýlendustjórn Frakka
lauk þar endanlega. Mál
Kambódiu ætti aö leysa meö
frjálsum kosningum og væri
hann reiöubúinn til aö taka þátt
I þeim. Hann væri einnig reiöu-
búinn til aö taka viö stjórnar-
taumunum, en þó því aöeins aö
þjóöin hafnaöi bæöi Pol Pot og
Ihlutun Vietnama. Kinverjar
vildu hins vegar ekki fallast á
framangreinda lausn mála.
Teng heföi sagt sér, aö Pol Pot
og Ieng Sary heföu lofaö þvi, aö
beita ekki haröstjórn, ef þeir
kæmust aftur til valda. Þaö
getur enginn breytt tigrisdýri i
kött, bætti Sihanouk viö frá
eigin brjósti.
1 FRAMHALDI af þessu viö-
tali Sihanouks viö blaöamenn-
ina hefur sá orörómur aukizt, aö
Teng kunni aö ætla Sihanouk
eitthvert hlutverk I sambandi
viö þær viöræöur milli Kina og
Vietnams, sem standa fyrir
dyrum. Þaö þykir nokkurn veg-
inn sjálfgefiö, aö þar muni mál-
efni Kambódiu bera á góma
meö einum eöa öörum hætti og
Sihanoukkunniaöblandast inni
þær. Tæpast hefúr þaö veriö til-
gangslaust hjá Teng, þegar
hann fékk Shianouk til aö setjast
aftur aö i Peking.
I áöurnefndum viöræöum viö
blaöamennina, lét Sihanouk i
þaöskina, aö hann heföi hvergi
nærri fullt traust Kinverja. Þeir
óttuöust, ef hann kæmist til
valda i Kambódiu, aö þá yröi
Kambódia ekki aöeins hlutlaust
riki I oröi, heldur lika á boröi.
Slikt væri hins vegar ekki vilji
Kinverja. Sumir fréttaskýr-
endur gizka á, aö Sihanouk hafi
fengiö leyfi Tengs til aö gagn-
rýna Kinverja i hófi, svo aö
hann yröi siöur talinn verkfæri
þeirra.
En margt óliklegra gæti skeö
en þaö, aö Sihanouk ætti enn
eftir aö koma viö sögu.
Þ.Þ.
JS
Slhanouk þykir blæbrigöarik
persóna.