Tíminn - 24.03.1979, Síða 17

Tíminn - 24.03.1979, Síða 17
Laugardagur 24. mars 1979. 17 Vetrar- myndír að vorí Sýningin Vetrar- mynd, sem nú stendur yfir i Norrænahúsinu er kærkomin, manni veit- ir svo sannarlega ekki af einhverri hressingu eftir hina hvitu daga og þann skafbyl, sem yfir borgina hefur gengið siðan i byrjun þessa mánaðar, einmitt þegar maður hélt nú að vorið væri að koma með skaplegri tið, fugli og fiski. Ég veit ekki hvers vegna þeir félagar nefna sýningu sina Vetrarmynd, þvi i henni er svo mikið sumar eins og i kerl- ingunni hjá honum Thor. Þeir sem þarna sýna eru: Jóhannes Geir, Hringur Jóhannesson, Bragi Hannesson, Baltasar, Magnús Tómasson, Leifur Breiöfjörö og Þorbjörg Höskuldsdóttir. Þetta er þvi vaskasta lið. Ný samtök? Ég hefi ekki söguleg gögn viö höndina, aöeins sólina beint i augun, þegar ég rita þetta, en ef mig misminnir ekki, þá hefur þetta fólk, aö minnsta kosti eitthvað af þvi, sýnt saman áöur undir einhverju sérstöku nafni. t sýningarskrá er ekkert á þetta minnst, en þó menn negli ekki á kirkjuhurðir, getur nú samt eitthvaö veriö aö ske — og von- andier þaö, þvi hingað til hefur dálltið vantaö hópa til aö sýna saman, rétt eins og gert er vlða erlendis og reyndar hér lika, og er þá ekki átt viö þetta fólk eöa einstakar myndir þess sérstak- lega, heldur hitt, að minni sam- sýningar geta oft veriö mjög skemmtilegar og hafa stundum margt i fanginu, sem stórar samsýningar hafa ekki og einkasýningar ekki heldur. í einræöisrikjum er taliö aö samsæri sé i nánd ef fleiri en þrir sjást á götu, og viö skulum vona aö þarna sé aö myndast sýningarhópur, sem unniö getur saman eitthvaö áfram. Myndirnar Þaöer gæfa þessarar sýning- ar, aö menn sýna margs konar vinnu. Olfumálverk, vatnshti, teikningar, glermyndir og túss. Glermyndir Leifs Breiöfjörö gera sýninguna lika óvenjulega og myndum hans (gler) er eink- ar haganlega fyrir komiö. Þaö er vont aö sýna gler þar sem vantar glugga, þaö hljota allir að skilja. Aörar myndir Leifs komu mér verulega á óvart, einkum myndirnar örlaganótt og myndin Atök. Ég vissi auövitaö að Leifur gat teiknað þótt hann færi í glersmiði, en þau verk sem ég hafði áöur séö teiknuð, eöa máluö voru á lægra plani — og oft subbuleg. JóhannesGeir ermeöeinar 10 oliur og rúmlega 15 oliukritar- myndir. Oliumálverkin eru stofustykki, fengin aö láni frá ýmsu fólki, og má enn þakka Islendingum þaö, hversudjarfir og örlátir þeir eru aö taka ofan myndir sinar og lána á sýning- ar. Ég ætla ekki aö fara mörg- um oröum um þessar oliur, en þaö er ekki laust viö aö mér sé fariö að þykja slá dálitiö úti fyrir Jóhannesi i oliunni. Mynd- ir hans, t.d. af húsum,og jafnvel öðru, er fariö aö minna meir á Disneyland, en hin söltu kofóttu hús, sem vindurinn leikur um áriö út og inn hér á landi. Jóhannes Geir málaöi i gamla daga i mun verra veöri og þang- lyktin og ilmurinn frá hinni svörtu mold fylgdi þá með. Pastelmyndirnar eru aftur á móti hreinasta afbragð, i þeim er a.m.k. alltsem þar á að vera, aö vorumati, ogsumareru meö þvi besta, sem ég hefi áöur séö. Bragi Hannesson er I mikilli framför. Ég hefi áöur sagt hon- um aö mála meö vatnslitum meir en meö ööru. En nú er hann aö ná einhverju út úr oli- unni lika. Myndir hans viö Héraðsflóa og úr Suöursveit eru sterkar myndir og gætu veriö upphaf aö einhverju nýju. Vatnslitamyndir hans hafa marga kosti, eru tærar, efnið fær lika aö vinna, og þaö hafa margar þann mikla kost aö vera áfram „blautar”, rétt eins og aöeins andartak sé liöiö frá því aö málarinn lagöi á þær siö- ustu hönd. fólk í listum Baltasar er óvenju skemmti- legur og frumlegur aö þessu sinni. Drekkur ekki úr hóffar- inu, heldur blandar sinn drykk sjálfur. Þarna er hann hömlu- laus, villtur og næstum hams- laus. Þó hann eigi aðeins þrjú verk á þessari sýningu þá setur hann procentureikninginn úr jafnvægi og ég haföi veru- lega gaman aö þessu, sérstak- lega myndinni Þegar ernirnir fljúga veröahænurnar hræddar. Magnús Tómasson er aöeins meö tvö verk. Magnús er maöurinn, sem maöur biöur eft- ir aö byrji aö taka til hendinni, söngvarinn sem maður biöur eftir aö hefji upp raust sina. Hann hefur hendur úr gulli og smámunir hans eiga aö vera upphaf eöa stef af einhverju stærra og meira. Hann þarf aö færast meira i fang. Hringur Jóhannesson er meö vandaöa vinnu og vatnslitir hans eru blíöir en þó ótrúlega sterkir. Mér viröist Hringur nú vera aö ná meira samspili milli efnis og viöfangsefna en áöur. Tækni hans hæfir viöfangsefn- inu betur, og vil ég vekja sér- staka athygli á vatnslitunum. Þá er Þorbjörg Höskuldsdótt- ir vist ein eftir. Hún situr fast viö sinn keip. Hún þráátagast ekki, en hefur band á árinni eins og Þuriöur formaður. Besta verk hennar á þessari sýningu er þrimyndin Sveitin min, i henni er veðurfar, gróöur sem á örðugt uppdráttar og sveitasæla sú, er á heima l„fjöllum á Is- landi. Ég óska svo samsærinu Vetrarmynd til hamingju með þessa sýningu, sem kemur meöan voriö lætur á sér standa, en vil þó gjarnan minna á, að samsýningar sem þessar eru kjörinn vettvangur fyrir tilraunaverk og þær eiga aö vera vettvangur hinna djörfu ekki slöur en þeirra sem alltaf halda sig innan ákveöins ramma. Sýningunni lýkur næsta sunnudag, 25. mars og hún er opin alla daga frá 14.-22. Jónas Guömundsson ^ iÉg duldist undir ' _segli meöan : . „ræningjarnir fluttu menn og farangur yfir ' I annan bát. Þeir tóku Héra og stýrimanninn, og sigldu V Morguninn eftir sigldi ég af staö, | en strandaöi brátt, og synti til lands. A flóöinu losnaöi báturinn og rak I burt, en' ég sat eftir á eynni. | N.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.