Tíminn - 25.03.1979, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.03.1979, Blaðsíða 7
Sunnudagur 25. mars 1979. 7 Jón Sigurðsson: TÁKN VELMEGUNAR OG VALFRELSIS Á undan förnum árum hefur auglýsingastarfsemi færstmjög i aukana hér á landi, og má segja aö það sé vottur þeirrar auknu og fjölbreyttu fram- leiðslu og þjónustu sem er ein- kenni velmegunar og framfara. Auglýsingastarfsemin er eitt fyrirferðarmesta einkenni nú- tima velmegunar, og þess vegna er vöxtur þessarar starf- semi og gróska i sjálfu sér ánægjuleg framvinda. Þetta séstvel ef að þvi er gætt hvaða skilyrði verða að vera fyrir hendi til þess að aug- lýsingastarfsemi geti yfirleitt átt sér stað aö nokkru marki. Ef auglýsingastarfsemi á að hafa einhvern tilgang og rekstrar- grundvöll verður mikil og fjöl- breytt framleiðsla að vera fyrir hendi. Kaupandinn og neytand- inn verða að hafa talsvert val- frelsi, mismunandi valkosti og gott ráðrúm til þess að velja og hafna, en i þessu felst að þeir hafi yfir að ráða fjármunum fram yfir brýnustu þarfir. Þannig er auglýsingastarfsem- in merkimikiUar neyslu, sem er aðeins annað orð yfir a.m.k. sæmileg, ef ekki góð, lífskjör. Loks er auglýsingastarfsemin tákn þess að efnahagslifið er i framþróun, sífeUdri breytingu og gefur af sér nýjar og nýjar vörur og þjónustuþætti. Þessar nýjungar þarf að kynna á markaði sem þegar hefur upp á mikiðaðbjóða.ogþess vegna er gripið til auglýsingarinnar. Mikilvægur blekkur Það er með öðrum orðum ótvirætt að vexti og grósku aug- lýsingastarfseminnar ber að fagna. Auglýsendur lifa ekki af sjálfum sér, heldur af þvi fjár- magni sem til þeirra er miðlað, en í þvi felst aö aukinn vegur þessarar atvinnugreinar hlýtur að sýna vaxandi framleiöslu og fjölbreyttari þjónustu. Á sama hátt verður samdráttur og kyrkingur i auglýsingum áhyggjuefni, því að hann fæli I sér minni umsvif I efnahagslif- inu, fábrotnari og fáskrúðugari valkosti fyrir fólkið og minni nýjungar, tilraunastarfsemi og vanmáttugara framtak. Auglýsingastarfsemin er mikilvægur hlekkur i keðjunni milli framleiðandaogneytanda, seljanda og kaupanda. Tilvera hennar er merki um frelsi neyt- andans og kaupandans og um góðlifskjör þeirra.Ef þeir hefðu ekki frelsi til að velja og hafna, eða hefðu ekki efni á þvi að velja oghafna, þá væri hér engin sllk starfsemi og ekkert hlutverk handa henni að leika. Af þvi sem hér hefur veriö sagt á að vera hægt að ráða að það er skammsýni og úrelt sjónarmið að leggjast gegn aug- lýsingum eðareyna að gera lítið úrþeirriþjónustusem þær veita fólkinu. Sérstaklega er það til lltils unnið að ætla sér að for- dæma þær af einhverjum sið- ferðislegum ástæðum, án þess þá að gera sér grein fyrir þvl að þessi mikilvæga þjónusta er áhrifavaldur sem unnt er að beita réttilega, ekki sföur en ranglega. Þvi verður haldið fram að góðar auglýsingar séu mikilvæg fræðslustarfsemi fyrir almenn- ing, en misnotkun á þessu sviöi sveiflast frá opinberum ósann- indum til vesallar lágkúru. Áhrifin Það liggur ekki fyrir meö neinni ákveðinni vissu hver hin eiginlegu áhrif auglýsinga eru. Þar kemur margt til og um sumt verður aldrei fullyrt I eitt skipti fyrir öll eða um alla aðila. Aftur á móti er margföld reynsla fengin fyrir þvi, bæöi hérlendis og einkum þó i öðrum löndum, að auglýsingar hafa veruleg áhrif eða geta a.m.k. haft mjög veruleg áhrif. Þvi verður ekki heldur svarað, svo að óyggjandi verði, hvort það er kaupandinn sem tekur sina „sjálfstæðu” ákvörðun eða hvort það er seljandinn sem „telur” kaupandann á að verja fé sínu i þetta fremur en eitt- hvað annað. Um þessi efni hafa sem hæfa slikum félagsskap. Með þessum hætti er ef til vill ekki haldið lygi að fólki, en þarna er verið að búa til mæli- stikur oft innihaldslitlar og glamurkenndar. Sýndar- mennskan og auglýsingin hafa of lengi átt fullkomna samleið. Til að hindra misnotkun Nú verður ekki sagt að það eigi að fordæma auglýsendur fyrir þetta. Vera má að það sé einmitt þetta sem fólkið helst þvi komist að auglýsingar feli I sér ýmsar hæpnar fullyrðing- ar og vafasama hvatningu. Það væriauðvitaðtil of mikils mælst að einstakir auglýsendur fari að lúta svo kölluðu „hlutlausu” eða „hlutlægu” mati um vörur og þjónustu. Auglýsingin er upp- lýsing sem er náskyld áróðrin- um. Um hana gildir þvi hið sama o g um hann, að það veldur hver á heldur. Til þess að koma I veg fyrir að auglýsingar falli niður I hrein ósannindi, útsmogna sálarfræði i blekkingarskyni eöa hreina lágkúru^verða vissulega að vera fyrirhendi skýrar reglur. Hér á AlUHOAg' mmf EIDISSIODVAR - BÆNDUR m syn'sh MS. GUUFOSS III ÍSAFJAROAR i Vando'kir' þegar verið skrifuð heil bóka- söfn, og er öll sú sálarfræði viðurhlutameira mál en svo að rætt verði frekar að sinni, enda kemur niöurstaöan ef til vill I sama stað niöur að þvi er áhrif- in snertir. Þegar það liggur fyrir aö aug- lýsingar hafa veruleg áhrif verður það ljóst að þær eru tæki sem beita verður af gætni og fyrirhyggju. Þvi miður hefúr það alltaf fylgt þeim að þær höfða til kaupgirninnar meö þeim hætti sem mörgum þykir litt samboöinn virðulegu efni. Margar auglýsingar eru bein- linis heimskulegar og jafnvel smekklitlar, en viröast ekki hafa minni söluáhrif fyrir þá sök, nema siður væri. Annað mál er það að aug- lýsingar virðast hafa tilhneig- ingu til að snlða alla i sama stakkinn, móta einhvern tíma- bundinnsmekkeöatisku.Frægt dæmi um þetta eru þær mann- gerðir sem auglýsingin hefur til skýjanna. 1 heimi auglýsing- arinnar eru allar konur fagrar og allir karlar karlmannlegir. Þetta fólk er allt „til fyrirmynd- ar” og temur sér lifnaöarháttu vill. Veramá aö menningarþörf þess sé ekki háleitari. En hvað þetta snertir er þó rétt aö minna á að auglýsingastarfsemin gæti lagt mikið af mörkum i menningarlegu tilliti ef reynt yrði aö fara öðru visi að i þess- um efnum. Sem dæmi má nefna að fyrir nokkrum árum sást það sjaldan að fólk af ólíkum kyn- þáttum kæmi saman I aug- lýsingu. Nú er þetta alsiöa san betur fer. — Væri nú ekki kom- inn timi til að hætta aö hafa t.d. bæklað fólk sem einhvers konar feimnismál? Þetta fólk hefur lika sinar þarfir og sinn rétt, og það er i rauninni jafnréttismál aö þaö njóti fullrar viður- kenningar. Sennilega veröur aldrei hjá landi hafa verið settar reglur sem miða að þvi annars vegar aö hindra að verið sé með samanburð til að sýna fram á hvað aðrar vörur séu lélegar miðað viö þá „einu réttu”, og hins vegar til þess að hindra að konur séu niðurlægðar I aug- lýsingum eins og iðulega hefur viljaö brenna við. Reglur sjónvarpsins Þegar sjónvarpið hóf göngu sina setti það sér ýmsar reglur um auglýsingar. Meðal þeirra voruákvæöi sem áttu að hindra að auglýsingum yrði beint til barna á þann hátt aö þau væru notuð sem nokkurs konar agn, en vitaö er hversu óvarin börn menn og málefni eru fyrir hvers konar áhrifum. Meðal þessara reglna sjón- varpsins voru einnig ákvæði sem áttu aö tryggja að erlendir aðilar gætu ekki notið hömlu- laust yfirburða sinna I aug- lýsingum fram yfir innlenda framleiðendur. Þetta siðast nefiida atriöi skiptir miklu. Þegar þaö liggur fyrir að auglýsingar hafa veru- leg áhrif, hlýtur aðstaða auglýs- enda til þess að koma boðum sinum á framfæri við fólkið að hafa sitt að segja. Og munurinn á aðstöðu islenskra aðila oger- lendra i þessu efni er eins mikiil og verða má. Innlendur aðili verður að standa undir öDum kostnaði við auglýsingu sina, en hinn erlendi keppinautur getur látið sér nægja aö senda hingaö auglýsingu sem þegar hefur borgaðsig á erlendum markaði. Hún er þvi I rauninni ókeypis að þvl er islenska markaðinn snertir. Islenski aðilinn velur úr þvi efni og þeim auglýsingastof- um sem hér starfa. Þær skulu ekki lastaöar, siður en svo, en aðstaða útlendingsins er vitan- lega svo miklu betri sem aug- lýsingastarfsemin þar er fjöl- breyttari,hefur meiri reynsluog fleiri tækifæri en hér er fyrir að fara. Til lítils aö segja: „Veljið Islenskt” Með þvl aö hleypa erlendum auglýsingum lítt breyttum inn á islenska markaðinn er I raun- inni veriðað ýta mjög undir er- lenda framleiðslu á kostnað hinnar innlendu. Innflutnings- starfseminni er hampað á kostnað islenskra framleiðenda. Til þess að mæta þessu verða innlendir aðilar að leggja fram miklu meirafé enella væritil og standast i þessari samkeppni. A meðan verður það ekki furða að kaupendur og neytendur laðast að eriendum vörum, og það er til lítils aö auglýsa aftur og aft- ur: „Veljið islenskt”, þegar þannig er staðið aö málum. Það er enginn að tala um aö banna innflutningsaðilum að auglýsa vöru sina með eðlileg- um hætti. Það hlýtur á hinn bóg- inn að vera timabært að settar verði reglur sem tryggi jafna aðstöðu i þessu efni. Auðvitað er það ósæmilegt að menn komist upp með auglýsingar sem hafa eriendan texta, hvort sem örfá- um íslenskum orðum er skotið aftan við eða ekki. Auglýsingar hér á landi eiga að vera á Is- lensku alfarið. A sama hátt hlýtur það aö orka mjög tvi- mælis að menn geti flutt hingað auglýsingar fyrir svo sem ekki neitt, meðan aðrir veröa að standa undir öllum stofn- kostnaði og vinnslu, sem hlýtur að verða tiltölulega mikill miðað við smæð markaðarins. Framþróun auglýsingastarf- seminnar er mjög ánægjuleg. Auglýsingar eru nauðsynlegar og þær bera merki þess að llfs- kjör séu góö valfrelsi neytenda raunverulegt og efiiahagsli'fið i grósku. En þessi áhrifariki miðill verður að lúta tilteknum reglum, um búnað, sannsýni og viröuleika. Loks verður ekkihjá þvi komist við Islenskar að- stæður að svo verði búið um hnútana að auglýsingastarf- semin verði ekki til að tef ja eða hindraþá framþróun innlendrar framleiðslu og þjónustu sem þjóðinni er svo nauðsynleg I bráö og lengd. JS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.