Tíminn - 25.03.1979, Blaðsíða 23

Tíminn - 25.03.1979, Blaðsíða 23
Sunnudagur 25. mars 1979. 23 PL ÖTUDÓMA P o c o Poco - Legend AA-1099/Fálkinn Ég er ekki frá þvl aö „Legend” sé einhver besta plata Poco og þar sem aliir eru aö tala um nýbylgju mundiég segja aö þessi plata sé á miöbylgju. Poco hefur lfka oftast talist til country-rokk-hljómsveita og svo mun enn. Um Legend má þaö og segja aö hún er fyrst og fremst skemmtileg mjög hæg og þægileg og jafnframt tilþrifalitil. Laglinan er oftast mjög einföld en útsetningar bæta hana stundum upp og þyngja hana og þó varla nógu oft. Sjálft lagiö „Legend” sýnir aftur þá hliöina á Poco sem skyid- ari er þunga rokkinu og þetta lag ásamt „Boomer- ang” eru vafalaust bestu lögin á plötunni. Og svo ég geri eitt iag enn aö umtalsefni iagiö „Love comes, Love goes”, þá er þaö augljóslega stoliö frá Bay City Rollers. KEJ Supertramp - Breakf ast in America Eftir 18 langa mánuöi hefur hin virta hljómsveit Supertramp sent frá sér nýja plötu, „Breakfast in America”, og er mér þaö ljúft verk sem aödáanda hljómsveitarinnar aö skýra frá þvi aö vandlega athuguöu máli, aö þessi plata fellur eins og flfs viö rass, viö fyrri meistaraverk hljómsveitarinnar. Þaö er erfitt aö hugsa sér aö nú eru liöin fimm ár frá þvi aö „Crime of the Century”, fyrsta og mesta meistaraverk hljómsveitarinnar, kom út, en hún varö einmitt til þess aö Supertramp hlutu almennar vinsældir. Sföan hafa Supertramp gefiö út þrjár plötur, þessi nýja meötalin, og allar hafa þær veriö eins og viö var aö búst vægast sagt mjög góöar. Ef til vill er þaö ofverk mitt aö ætla aö fara aö skilgreina tónlist og stil Supertramp hér, en geta skal þess þeim til glöggvunar sem fylgst hafa meö aö still hljómsveitarinnar hefur litiö sem ekkert breytstá þessum mánuöum og þaö litla sem breytst hefur, hefur ekki oröiö til hins verra. Sem fyrr eru þaö Rick Davies (söngur og hljóm- borö) og Roger Hodgson (söngur, hljómborö, gitar- ar) sem eru aöalmenn hljómsveitarinnar og semja þeir aö venju öll lög og texta. Þessir kappar einkenna Supertramp meir en margan kynni aö gruna, þvi aö söngur þeirra svo og hljómborösleikur eru aöalsmerki hijómsveitarinn- ar og má það til sanns vegar færa aö raddirnar séu aðalhljóöfæri þeirra félaga. Aörir Supertramp meölimir eru: John A. Helliwell (Woodwind Instruments), Dougie Thomas (bassi), Bob C. Bernberg (trommur) og Russel Pope, sem titlaöur er „concert sound engineer”. Allir þessir menn.auk þeirra tveggja sem áöur var getiö.mynda eina órjúfanlega heild, hljómsveit- ina Supertramp, sem liklega hefur aldrei veriö betri en nú. Tónlistin er aö sönnu nokkuö þyngri en á und- anförnum plötum og ekki laust viö aö maöur sakni léttari og auömeltanlegri laga, en hvaö sem þvi lfö- ur er hér um aö ræöa plötu sem stendur upp úr og er llkleg til þess aö afla Supertramp enn frekari hylli. Ekki er hægt aö skilja hér viö Supertramp, án þess aö minnast á umslagiö utan um plötuna en hugmyndin aö þvi er meö þeim betri sem sést hafa noröan Alpafjalla i seinni tiö. —ESE Bob Welch - Three Hearts Capitol • EMI SO-11907 / Fálkinn Þaö væri auöveldlega hægt aö afgreiöa þessa nýj- ustu sólóplötu Bob Welch meö þvi aö segja einfald- lega aö hún sé nákvæmlega eins og platan „French Kiss”, sem út kom fyrir rúmu ári og þaö án þess aö syndga á nokkurn hátt gegn sannleikanum. Ég gæti sem hægast birt hljómplötudóminn um „French Kiss”, sem birtist hér I Nútfmanum I mars I fyrra, breytt nöfnunum á lögunum og þá væri sá dómur fyllilega viöeigandi. Sannleikurinn er nefnilega 8á aö Bob Welch, fyrrum gltarleikari Fleetwood Mac og sföar stofnandi hljómsveitarinnar Paris hefur hér ekkert nýtt fram aö færa, nema ef ske kynni aö þaö færöist honum til tekna aö utan á plötuumslag- inu eru tvær stúlkur I fylgd meö honum I staö einnar áöur. — Hámark sköpunnargáfunnar ætti þvi aö vera þrjár iögulegar hnátur utan á næsta plötuum- slagi og meö tlö og tlma gæti þvl Welch látiö mynda sig meö heilum stúlknakór I lokin ef hann veröur ekki vandlátari en þetta I framtlðinni. Svo aö vikiö sé nánar aö „Three Hearts”, en þaö er heitið á nýju plötunni, þá nýtur Welch sem fyrr aöstoöar fyrrverandi félaga úr Fleetwood Mac og eins og á „French Kiss”, trommar Mike Fleetwood iheilu lagi á plötunni. Þá er trommuleikarinn Alvin Taylor á sinum staö, en stjórn upptöku er I höndum Carter sem einnig stjórnaöi upptöku fyrri plötunnar ásamt Lindsay Buckingham FM. Ég tel ekki ástæöu til aö fjölyröa um einstök lög á þessari plötu, I þvl sambandi gæti ég vitnaö I árs gamlan hljómplötudóm, en þó tel ég rétt aö minnast þess aö á plötunni er lag þeirra Lennons og McCartneys „I saw her standing there”. Þvl lagi eru gerö slæleg skil og útsetning ekki frábrugöin hinni upprunalegu. Lagiö „Church” er þaö eina sem ★ ★ + ég get fengiö mig til aö hæla, enda er þaö þaö eina sem ekki er eins og ljósritaö af „French Kiss”. Vera má aö gott gengi þeirrar plötu, sem selst hefur grimmt I Bandarikjunum, hafi oröiö til þess aö hvetja Welch til þess aö drýgja frekari dáöir, en meö þessu slöasta framlagi hans, sem greinilega er af vanefnum gert, er ekki llklegt aö hann vinni mikla sigra og þvi heföi hann betur heima setiö. —ESE Frábær ★ ★ ★ ★ ★ • Mjög góö ★ ★ ★ ★ Viðunandi ★ ★ ★ - Sæmileg ★ ★ - Léleg ★ Tilkynning til viðskiptamanna banka og sparisjóða Hinn 2. april n.k. breytist opnunartimi innlánsstofnana á þann veg, að afgreiðslu- staðir munu eftirleiðis opna kl. 9,15, sem áður hafa opnað kl. 9.30. Jafnframt verður lokunartima afgreiðslu- staða, er lokað hafa kl. 18.30 eða 19.00 breytt á þann veg, að þeir munu loka kl. 18.00. Landsbanki íslands Útvegsbanki tslands Búnaðarbanki tslands Alþýðubankinn h.f. Sparisjóður Reykjavikur og nágrennis. Sparisjóður Kópavogs. Sparisjóður Hafnarfjarðar. Sparisjóðurinn Pundið. Sparisjóðurinn i Keflavik Sparisjóður Vélstjóra Versiunarbanki tslands h.f. Iðnaðarbanki tslands h.f. Samvinnubanki tslands h.f. Tilboð óskast i eftirtaldar bifreiðar sem skemmst hafa i umf erðaróhöppum. Bronko árg. 1974 Scout árg. 1974 Rambler Cl. árg.1966 Vauxhall Viva árg.1971 Escort árg.1972 Escort sjálfsk. árg.1975 Datsun árg.1972 Ford Torino árg.1971 V.W. 1300 árg.1966 V.W. 1200 árg.1974 Fiat125 árg.1971 Bifreiðarnar verða til sýnis að Skemmu- veg 26, Kópavogi mánudaginn 26/3 ’79. Tilboðum sé skilað til Samvinnutrygginga bifreiðadeild fyrir kl. 17 27/3 ’79. Fjórðungssjúkrahúsið ó Akureyri óskar eftir að ráða HJÚKRUNAR- DEILDARSTJÓRA að Geðdeild (T-deild) sjúkrahússins. Ennfremur óskast HJÚKRUNARFRÆÐ- INGAR til sumarafleysinga á ýmsar deildar sjúkrahússins. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri i sima 91-22100. Ragnheiður Árnadóttir hjúkrunarforstjóri. Jarðir óskast Höfum verið beðnir að útvega tvær jarðir á Suður- eða Suð-vesturlandi, aðra góða bújörð, hin er hentað gæti félagasamtök- um. Upplýsingar veittar i sima 99-1666 og 99-1886 (á kvöldin). Suðurgarður hf. Selfossi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.