Tíminn - 27.03.1979, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.03.1979, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 27. mars 1979 15 OOOOOOO' Máttlausir IR-ingar auðveld bráð fyrir KR-inga KR-ingar fóru létt með ÍR i bikarúrslitaleik KKl I Höllinni á sunnudaginn. Lokatölur urou 87:72 KR i vil og var sigurinn aldrei I hættu. Þaö veröur aö segjastalveg eins og er að leikur- inn olli miklum vonbrigðum og var ekki svipur hjá sjón miðað við fyrri leiki liðanna l vetur. Það var engulikara en IR-ingar nefðu ætlaö sér taphlutverkið strax í upphafi er liðin gengu inn á völlinn. Leikmenn voru niður- lUtir og greinilegt var að tauga- spenna þrúgaði suma leikmenn illilega. Enda kom strax i ljós að KR-ingarnir voru mun ákveðnari og sterkari á allan hátt. KR komst i 8:0 og siöan 16:6 eftir 7 min. leik. Munurinn jókst stöðugt og um tima hafði KR 17 stig yfir, 32:15. ÍR-ingum tokst illa aö hitta i körfuna og t.d. skaut Jón Jör- undsson einum sex skotum áður en hann hitti loksins oi'an í. Staðan i hálfleik var 42:30 fyrir KR og stefndi i öruggan sigur. Hansi pipari gekk manna á milli og bauð veðmál. Vildi hann veðja 50.000 krónum að 1R ynni leikinn.Undirritaðurvarekki allt of viss i sinni sök og lét þvi veð- máliðeigasig enhefði betur tekið þvi. Hvað um það. Engin batamerki var að sjá á IR-liðinu þegar þeir komuúteftir hálfleikinn og virtist svo sem megn óánægja væri hjá leikmönnum meö innáskiptingar og stjórn liðsins af bekknum. Eini verulegaskemmtilegi kafli leiks- ins kom um miðbik siöari hálf- leiksins en þá minnkuðu IR-ingar muninn niður i 7 stig — 52:59 og siðar 63:56. KR hleypti þeim þó aldrei nær sér, og undir lokin dró I sundur með liðunum að nýju. Þegar á leikinn leið varð það augljóstá leikmönnum IR að þeir voru búnir aðgefa upp alla von og slfkt er ekki líklegt til árangurs. Lokatölur urðu eins og fyrr sagði 87:72 fyrir KR og var sigurinn allan timann öruggur án þess þo aö KR, hvaðþá 1R, sýndi nokkurn tima sitt rétta andlit. Af KR-ingunum var Jón Sigurösson bestur, eins og svo oft áður, en leikmenn vóru annars mjög jafnir. Garðar byrjaði leik- inn vel og skoraði 10 stig á skömmum tima. Einar Bollason var mjög góður allan leikinn og sömu sögu er að segja um Árna Guömundsson, auk þess, sem hann skoraði fallegar körfur með langskotum. Birgir og Þröstur sýndu ágætis tilþrif, en Hudson og Gunnar voru i slakara lagi. Hjá IR var meðalmennskan allsráðandi allan timann. Það er talandi dæmium leik IR, að þegar langt var liðið á leikinn, höföu aðeins fjórir leikmenn skorað stig liðsins. Liðsandinn virtist ekki upp á þaö besta i leiknum og liðið náði aldrei að sýna nema brot af getu sinni. Paul Stewart skoraði 28 stig en mikill ljoður var þó annars á sóknarleik hans þar sem hann hélt boltanum iðulega óþarflega lengi — jafnvel þótt aðrir leik- menn væru friir. Kristinn barðist vel, en Kolbeinn virtist hreinlega ifýlu. Jónfórekkiafstaðfyrren i seinni hálfleik og þá var allt um seinan. Erlendur, Sigmar og Stefán voru atkvæðalitlir þann tima, sem þeir voru inni á. Þótt leikurinn hafi i sjálfu sér verið slakur, var öll athöfnin i kringum leikinn mjög skemmti- leg. Menntamálaráðherra, Ragnar Arnalds, afhenti leik- mönnum verðlaun að leik loknum og ennfremur heilsaði hann upp á leikmenn fyrir leik. Þá vakti það mikla athygli, er litlar stúlkur, jafnmargar leikmönnum liðanna, komu hlaupandi inn á völlinn, hver með eina rós, sem þær af- hentu leikmönnum. Setti það atriði skemmtilegan svip á þennan úrslitaleik. Ahorfendur voru um 1200 tals- ins og sýnir þaö enn frekar hina stöðugu áhorfendaaukningu i körfuboltanum i vetur. Dómarar voru þeir Kristbjörn Albertsson og Erlendur Eysteinsson og kom ust þeir vel frá sinu hlutverki enda leikurinn yfirleitt auðdæmd- ur. Stig KR: Hudson 19, Einar 17, Jón 17, Garðar 10, Arni 8, Birgir 6, Þröstur 6 og Gunnar 2. Stig 1R: Stewart 28, Jón 16, Kristinn 14, Kolbeinn 12 og Erlendur 4. Maður leiksins: Einar Bollason KR. Sagt eftir leikinn Gunnar Gunnarsson, þjálfari KR: — Viö unnum þennan leík, fyrst og fremst á mjög góðri baráttu i vörninni, sem var þétt fyrir og gaf IR-ingum engin grið allan leikinn. —IRingarnir náðu sér aldrei á fulla ferð né við heldur. — Leikurinn gegn Vals- mönnum um Islandsmeistara- titilinn verður mun erfiöari. — Valsmenn hafa unnið okkur fjór- um sinnum i sex leikjum i vetur og það verður mjög erfitt aö sigra þá. Jón Jörundsson, ÍR: — Ég tapaði þessum leik fyrir okkur með afspyrnulélegri hittni i byrjun. — Annars er ekkihægt að neita þvl að betra liðiö i leiknum vann sanngjarnan sigur og við vorum einfaldlega lélegri aðilinn. Kristinn Jörundsson, ÍR: — Þegar menn hitta ekki I auðveld- ustu færum, eins og við gero'um i dag, er ekki við gtíðu að búast. — KR-ingarnir voru einfaldlega mun betri en við og þaö er ékki hægtað kvarta þegar betra liðið vinnur svona sanngjarnan sigur. — Þeir hittu allir mjög vel allan leikinn og það gerði útslagið. Akranes meistari Skagamenn tryggðu sér á laugardaginn sigur i meistara- keppninni 1978 er þeir unnu Eyja- menn í Vestmannaeyjum 3:2 I nokkuð skemmtilegum leik. Staðan i hálfleik var 1:0 fyrir Akranes en Eyjamenn náðu að jafna metin i byrjun seinni hálf- leiksins, Skagamenn svöruðu fyr- ir sig með tveimur mörkum og það kom því ekki aö sök þegar Orn óskarsson minnkaði muninn þegar langt var liðið á leikinn. Mörk Skagamanna gerðu Matthi- as (2) og Guðbjörn. Fyrra mark IBV skoraði Ómar Jóhannsson. •lóii SigurAsson reyndist tR-ingum erfiður f úrslitaleiknum og lék vörn þeirra oft gratt. Hér hefur hann rennt sér i gegn og skorar örugglega. (Tfmamynd Tryggvi). KA færist nær toppnum KA og Stjarnan léku I Skemm- unni á laugardaginn og vann KA 25:22 eftir að hafa leitt i hálfleik 13:9.KA hafði yfirhöndina allt frá upphafi og var sigurinn sann- gjarn. KAeinbeitti sér strax að þvi aö taka Hörð Hilmarsson úr umferð en við það losnaði nokkuð um aðra leikmenn Stjörnunnar. Stjarnan byrjaöi vel og komst i 2:0 eftir 7 min., en KA jafnaöi á 15. min. 4:4. Tveimur min. siöar var KA komið þremur mörkum yfir og i hálfleik skildu fjögur mörk. Bilið hélst svipaö i seinni hálf- leiknum, en á 57. minútu var munurinn orðinnaðeins tvö mörk og svo virtist sem KA ætlaði að missa leikinn úrhöndwn sér. Þeir héldu þó skynseminni og tryggðu sér sigurinn'. Undir lokin vóru Stjörnurnar mjög óheppnar og áttu t.d. skot i stö'ng á mikilvægu augnabliki. Hjá KA var Jón Arni allt l öllu og skoraði 11 mörk. Þá átti Gauti i markinu ágætan leik svo og Þor- Haukar unnu Fram Nýliðar Hauka komu nokkuð á óvart um helgina er þeir unnu Framara 2:1 i æfingaleik á Framveliinum. Komu þessiiirslit nokkuðá óvartþar sem Haukarn- ir töpuðu illa fyrir Akurnesingum í fyrsta leik sinum i litlu bikar- keppninni. Þess má geta að Framvöllurinn, sem leikurinn fór frá fram á var eins og skauta- svell. leifur. Hjá Stjörnunni voru^þeir Eyjölfur og Magniisarnir bestir. Mörk KA: Jón Arni 11/2, Alfreð 6, Þorleifur 5, Jóhann 2 og Hermann 1. Mörk Stjörnunnar: Eyjólfur 7/2, Magnús Arn. 5, Magniis T. 4, Arni 4, Ellert og Hilmar 2 hvor. Maður leiksins: Jón Árni Runarsson, KA. Mikið glímt Landsflokkagliman var háð I I- þróttahúsi Kennaraháskólans um helgina og vakti keppni f drengja- flokki langmesta athygli en þar voru niu keppendur mættir til leiks. KR-ingurinnOlafurH. Ólafsson hafði miklayfirburðiþar og vann alla slna keppinauta og hlaut „fullt hús" eða 8 vinninga. Næstur honum kom svo Hjórtur Þráinsson úr HSK með 6 1/2 vinn- ing. Þriðji varð svo Geir Arngrimsson HSK meö 5 1/2 vinn- ing. Það var fátt um fina drætti i þyngri flokkum mótsins. I yfir- þyngdarflokki sigraði Pétur Yngvason bróður sinn Inga i úr- slitaglimu, en þeir höföu báðir lagt Guðmund Olafsson Armanni og þeir gerðu jafntefli I fyrri glimu sinni. Keppendur voru að- eins þrir talsins. I milliþyngdarflokkunum vann Kristján Yngvason (bróðir þeirra Péturs og Inga) Guðmund Frey Halldórssonnokkuð óvænt I auka- úrslitaglimu. Þriðji varð Eyþdr Pétursson. Halldór Konráðsson vann ör- ugglega i léttþyngdarflokki og hlaut þar 4 vinninga. Annar varð Sigurjón Leifsson með 3 v. lunglingaflokknum vann Helgi Bjarnason en þar voru keppendur aðeins þrir talsins. 1 sveinaflokki var skemmtileg keppni en Einar Stefánsson frá UIA vann meö 1 1/2 vinning, en sveitungar hans, þeir Hans Metu- salemsson og Óli Sigmarsson, hlutu 2. og 3. sætið. Þjálfara- námskeið Tækninefnd K.S.t. gengst fyrir Knattspyrnuþjálfaranámskeiöi á D-stigi (III stigi) dagana 6.-9. april fyrrihluti og 24.-27. maln.k. siðari hluti. Aðalkennariá þessu námskeiði, sem er hið fyrsta sinnar tegundar hér á landi, verður Mr. Terry Casey námstjóri hjá enska knatt- spyrnusambandinu. Umsækendur skulu hafa lokiö II stigi (C-stigi) og þjálfað i a.mJt. eitt ár. Umsókn skal fylgja afrit af skírteini II stigs ásamt upplýs- ingum um þjálfarastörf. Umsóknir berist hið fyrsta til skrifstofu K.S.I. sem gefur allar frekari upplýsingar. TÆKNINEFND KSI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.